Morgunblaðið - 10.12.2002, Page 15

Morgunblaðið - 10.12.2002, Page 15
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 15 Á DEGI heilags Nikulásar, 6. des- ember, þegar börn í kaþólskum löndum fengu gjafir frá sínum jóla- sveini, komu íslenskir jólasveinar færandi hendi inn í lítil þorp og borgir í Suður-Bæheimi. Anna Kristine Magnúsdóttir, sem stóð í annað skipti fyrir fjáröflun fyrir Tékkland, kom ásamt frænda sínum, Vitek Plesnik, hönnuði m.m., með peninga sem safnast höfðu í söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri. Alls söfnuðust rúmar 700 þúsund kónur með tónleikahaldi á Broad- way 27. október sl., þar sem fram komu yfir 200 íslenskir listamenn, og með frjálsum framlögum ein- staklinga og fyrirtækja. Anna Kristine segir sig aldrei hafa órað fyrir hversu mikið gagn þessir pen- ingar frá íslensku þjóðinni gera fyr- ir skólastarf í Tékklandi. „Fyrir þessa peninga verður hægt að kaupa kennslugögn og lagfæra skólana sem við gáfum fé að þessu sinni,“ segir hún. „Okkur var afar vel tekið af skólastjórum og bæjarstjórum, en mest gladdi okkur þó að heimsækja sjö þúsund manna þorpið Sobeslav. Barnaskólann þar sækja 600 nem- endur og það er með ólíkindum að upplifa og sjá með eigin augum þær gríðarlegu skemmdir sem orðið hafa. Hér var okkar beðið með veit- ingar og gjafir, börnin hafa gert dagatal fyrir árið 2003 og auk þess fært okkur fallegt þakkarskjal frá skólanum. Mig langar mest til að við Íslendingar ættleiðum þennan litla skóla svo skólastarf hér megi áfram dafna.“ Söfnunarfé Neyðarhjálpar úr norðri afhent á flóðasvæðunum í Tékklandi Stuðn- ingur við barna- skóla Með skólastjórum í borginni Pisek og aðstoðarborgarstjóranum. Til Pisek runnu um 300 þúsund krónur til endurbyggingar barnaskóla og fram- haldsskóla til hjúkrunarnáms. Með Önnu á myndinni eru Helena Satrova, skólastjóri Hjúkrunarskólans, Jana Kadlecova, skólastjóri barnaskólans, og Anna Vinsterova, aðstoðarborgarstjóri í Pisek. Anna Kristine Magnúsdóttir með skólastjóra grunnskólans í Sobslav, Miroslav Dusek. Vatn flæddi inn á 2 hæðir skólans með þeim afleið- ingum að tölvubúnaður og skóla- stofur gjöreyðilögðust. Um 200 þús- und kr. frá Íslandi gera mikið gagn. Sobeslav, Tékklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.