Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 18

Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ félaganna á hvaða gengi viðskiptin fóru fram en miðað við síðasta við- skiptagengi bréfa Þorbjarnar- Fiskaness er verðmæti 24% hlutar um 1,4 milljarðar króna. Fyrir á Grandi 20% hlut í Haraldi Böðvarssyni hf., 21% í Hraðfrysti- GRANDI hf. hefur keypt hlutabréf í Þorbirni-Fiskanesi hf. að nafn- verði 267 milljónir króna. Eignar- hlutur Granda hf. er nú 24%, en var enginn áður. Kaupverð er ekki gefið upp í tilkynningi hjá Kauphöllinni en áætla má að það sé um 1,4 millj- arðar króna. Árleg velta Granda er tæplega 5 milljarðar króna, en Þor- björn-Fiskanes veltir ríflega 2,5 milljörðum króna. Grandi keypti hlutinn í þrennu lagi. Þormóður rammi-Sæberg hf. seldi Granda öll hlutabréf sín í Þorbirni-Fiskanesi hf. að nafnverði um 111 milljónir króna. Eignarhlutur Þormóðs ramma-Sæberg hf. var áður 10%. Þá seldi Ráeyri ehf. öll hlutabréf sín í Þorbirni-Fiskanesi hf. að nafn- verði umn 100 milljónir. Eignar- hlutur Ráreyrar var áður 9%. Rá- eyri tengist Þormóði ramma-Sæbergi og keypti sinn hlut fyrir skömmu af Afli, fjárfesting- arfélagi. Á sama tíma keypti Ráeyri einnig tæplega helming hlutafjár í Þormóði ramma-Sæbergi af Afli. Loks seldi Skeljungur hf. Granda hlutabréf í Þorbirni-Fiskanesi hf. að nafnverði 55,6 kr. milljónir. Eign- arhlutur Skeljungs er nú 2,49% eða 27,7 kr. milljónir að nafnverði en var áður 7,49% eða 83 milljónir kr. að nafnverði. Ekki kemur fram í tilkynningum húsi Eskifjarðar hf.,15% í Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf., 12% í Ís- félagi Vestmannaeyja og 10% í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. auk eignarhluta í Stofnfiski hf. og Deris S.A. í Chile. Dregið úr áhættu í rekstri Fjallað er um kaup Granda á hlutaféinu í Þorbirni-Fiskanesi í Greiningu Íslandsbanka. Þar segir meðal annars: „Fjárfestingar Granda í sjávarút- vegsfyrirtækjum hafa undanfarin ár miðast við að draga úr áhættu í rekstri Granda. Þannig hefur Grandi aðallega fjárfest í félögum sem hafa aðra samsetningu afla- heimilda en Grandi. Með kaupum á HB má segja að fjárfestingarnar hafi tekið aðra stefnu en leynt og ljóst stefndi Grandi að sameiningu við HB. Það markmið gekk ekki eft- ir sem kunnugt er. Óljóst er hvort Grandi stefnir að frekari fjárfest- ingum í Þorbirni-Fiskanesi og í kjölfarið sameiningu við félagið. Í þessu sambandi má benda á að Grandi á nú þegar 7,6% af eigin bréfum, fjárhagsleg staða Granda er sterk og seljanleiki bréfa Granda nokkuð mikill í samanburði við önn- ur sjávarútvegsfyrirtæki. Grandi ætti því að teljast nokkuð vænlegur sameiningarkostur fyrir hluthafa annarra sjávarútvegsfyrirtækja. Hins vegar telur Greining ÍSB að verð hlutabréfa Þorbjarnar-Fiska- ness sé hátt miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins.“ % !  $       - 9 -  :/;         - B *    & '(  )#  *  ( &  )+*  ,- )+*  & . - )+* '+ / '0 1  2 340  5 3  ,   "3  6&    .3  (  . 47 ' )+*  & * ' 89 :   92*  :  "  4 (   : 9 :   ; ( (  .;);<. %! %!    % ! $   ! Grandi kaupir fjórðung í Þorbirni-Fiskanesi „GRANDI hefur lagt á það áherzlu á undanförnum árum að eiga hlut- deild í öðrum fyrirtækjum í sjávar- útvegi. Nú gerðist það í ár að við seldum það sem við áttum í Þor- móði ramma- Sæbergi, um 20% hlut, og þessa dagana erum við að ganga frá sölu á 22% hlut okkar í HB á Akranesi og fáum greitt með hlutafé í Eimskipafélag- inu. Það er því að fækka þeim félögum sem við eigum hlutdeild í,“ segir Árni Vilhjálms- son, stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri Granda, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum komið að rekstri ann- arra fyrirtækja til að njóta góðs af öðruvísi aflasamsetningu en hjá okkur. Það var til dæmis rækja hjá Þormóði ramma-Sæbergi og upp- sjávarfiskur hjá HB. Í haust vorum við með ákveðnar þreifingar hjá Haraldi Böðvarssyni um nánari tengsl félaganna, en þær runnu all- ar út í sandinn. Nú þegar við erum að kaupa í Þorbirni-Fiskanesi, er það gert með von um gott samstarf í framtíðinni. Við áttum töluverða rekstrarsamvinnu við HB, meðal annars um skipti á afla. Við létum þá hafa þorsk og fengum í staðinn ufsa og einnig eitthvað af karfa. Við keyptum líka af þeim sjófryst karfaflök, sem við unnum meira hjá okkur, í bitaskurð og pökkun og einng var um samvinnu á loðnu- vertíð að ræða. Við viljum nú efna til svipaðrar samvinnu við Þorbjörn-Fiskanes, því eðli málsins samkvæmt hlýtur að draga úr samvinnu okkar við HB, eftir að Eimskip keypti þar meirihluta, en þá kemur ÚA þar inn í staðinn fyrir okkur. Því er ekkert að leyna að ein- hvern tíma getur komið til þess að menn leggi mat á kosti mjög náins samstarfs milli Granda og Þor- bjarnar-Fiskaness. Það hlýtur að fylgja í kjölfarið. Það er þó ekkert ákveðið í gangi enn, ekkert hefur formlega verið samþykkt, en áhug- inn er fyrir hendi,“ segir Árni Vil- hjálmsson. Gert með von um gott samstarf Árni Vilhjálmsson SR-mjöl kaupir í EGC SR-mjöl hf. hefur gengið frá kaupum á 25% eignarhlut í grænlenska félag- inu East Greenland Codfish A/S (EGC). EGC hefur með höndum út- gerð grænlenska nótaveiðiskipsins SIKU GR 18-1 sem hefur til umráða um 30% af grænlenska loðnukvótan- um. Á síðasta veiðitímabili jafngilti það um 35.000 tonnum af loðnu. Kaupverð eignarhlutarins, sem SR- mjöl hf. greiddi með eigin fé, er trún- aðarmál milli hlutaðeigandi. „SR-mjöl hf. væntir þess að SIKU GR 18-1 muni landa sem mestu af afla sínum í verksmiðjur SR-mjöls hf. og að það verði til hagsbóta fyrir bæði félögin,“ segir í frétt frá SR- mjöli. SIKU hét áður Guðmundur VE og var í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Grænlenzka útgerðin er að hluta til í eigu Íslendinga. MAREL hf. og Dis ehf. hafa und- irritað samstarfssamning sem felur í sér að Marel mun markaðssetja og dreifa Dis sótthreinsunar- kerfinu á aðalmörkuðum sínum út um allan heim. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að kerfið sé bylt- ingarkennd nýjung sem sé viðbót við heildarlausnir fyrirtækisins og muni auka enn á heildarþjónustu við viðskiptavini. Í tilkynningunni segir einnig að rannsóknir hafi sýnt 99% árangur sótthreinsunarkerfisins gegn bakt- eríum. Kerfið, sem er algerlega sjálfvirkt, notar sérstaka aðferð til að framleiða þoku með Byotrol sótthreinsivökva en hún er svo fín að hún ber sótthreinsiefnið til staða sem erfitt er að ná til með hefðbundinni sótthreinsun, að því er segir í fréttatilkynningunni. Hörður Arnarson frá Marel hf. og Ólafur Ragnarsson frá Dis ehf. handsala samninginn. Marel semur um sótt- hreinsikerfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.