Morgunblaðið - 10.12.2002, Side 20

Morgunblaðið - 10.12.2002, Side 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ STÓRTJÓN varð í eldsvoða í mið- borg Þrándheims á laugardag og brunnu meðal annars fjögur fornfræg timburhús frá 19. öld við Thomas Angells göngugötuna í miðborginni og við Nordre-götu til ösku. Mörg önnur hús skemmdust einnig veru- lega. Er þetta mesti eldsvoði sem orð- ið hefur í borginni í 160 ár. Mildi þótti að enginn skyldi farast en slökkviliðs- menn voru sumir hætt komnir og slösuðust a.m.k. tveir þeirra nokkuð. Sérfræðingar í brunavörnum segja að orsök hamfaranna hafi verið að reynt var að slökkva eld í djúpsteikingar- potti með duftslökkvitæki í stað þess að reyna að kæfa hann með því að setja lok yfir pottinn eða nota eld- varnateppi. Þjóðminjavörður Noregs, Nils Marstein, sagði í gær að veita þyrfti sem svarar nær 800 milljónum ísl. kr. næstu árin til að bæta bruna- varnir við gömul timburhús í landinu. Lögregla var á verði við rústirnar í Þrándheimi í gær til að hindra þjófa í að hrifsa þar verðmæti en í einu hús- inu var meðal annars gullsmíðaverk- stæði. Eigandanum tókst að bjarga gullinu. Að sögn Aftenposten er tjón- ið í eldsvoðanum metið á hátt í 250 milljónir norskra króna, um 2.900 milljónir ísl. kr. en ljóst er að menn- ingarleg verðmæti sem eyðilögðust verða aldrei bætt eða metin til fjár. Eldurinn kom upp fyrir hádegi á laugardag. Um hríð var óttast að tvö hótel í miðborginni, Britannia og Vik- ing, yrðu logunum að bráð og voru gerðar ráðstafanir til að flytja gesti og starfsfólk á brott. En veður var kyrrt og tókst mönnum að ná tökum á eldinum um kvöldið. Flest húsin á svæðinu eru úr timbri en einnig er nokkuð um tveggja hæða múrsteins- hús. Borgarstjórinn táraðist Anne Kathrine Slungard borgar- stjóri tárfelldi þegar hún fylgdist með slökkvistarfinu og sá göngugötuna í miðborginni breytast í hamfarasvæði. Hún faðmaði slökkviliðsstjórann, Gunnar Aadne Solbakken, en sagði síðan að svæðið yrði byggt upp á ný og „það verður ekki stór steinsteypu- bygging“. Eigendur húsanna hafa þegar ákveðið að reisa ný timburhús á lóðum hinna gömlu og arkitektar hvetja til þess að reynt verði að varð- veita andrúmsloft og stíl miðborgar- innar gömlu. Upptök brunans voru í djúpsteik- ingarpotti í veitingastaðnum News og barst lögreglunni tilkynning um hann stundarfjórðung fyrir ellefu um morguninn að staðartíma. Tveir veit- ingastaðir og næturklúbbur voru í húsinu þar sem hann kom upp. Það var gert upp fyrir nokkrum árum en þá var það komið í nokkra niður- níðslu. Kallað var út aukalið frá næstu sveitarfélögum og munu alls 70–80 manns hafa tekið þátt í slökkvi- starfinu. Hart er nú gagnrýnt að of fáir menn séu á vakt hjá slökkviliðinu en fækkað hefur verið í liðinu síðustu árin. Munu 19 manns hafa verið á vakt á laugardag en fyrir tveim ára- tugum voru þeir að staðaldri nær 40. Einn maður var á neyðarvakt við síma slökkviliðsins er tilkynningin barst. Sjálfvirkt slökkvikerfi brást „Við reyndum að slökkva með duftslökkvitæki og héldum að það hefði tekist,“ sagði Geir Haugen, rekstrarstjóri News. „Allt í einu blossaði eldurinn upp á ný af miklum krafti og við áttum ekki annan kost en koma okkur út og gera slökkviliðinu viðvart.“ Eldhúsið var orðið fullt af reyk, að sögn Haugens, og rétt eftir að fólkið var komið út stóðu eldtung- urnar út um gluggana. Engir gestir voru á veitingastaðnum en sjö íbúðir eru í húsinu auk veitingastaða. Allir komust út heilu og höldnu. Kokkurinn sem var á vaktinni, Viktor Skjærvik, segist hafa skipt um olíu í pottinum en farið síðan að sinna öðrum störfum. Skömmu síðar fann hann brunalykt og kom þá í ljós að eldur var laus í pottinum sem var ný- legur og með sjálfvirka stillingu sem átti að tryggja að ekki gæti kviknað í honum. Örvæntingarfullar tilraunir Skjærviks til að slökkva báru ekki ár- angur. Sjálfvirkt slökkvikerfi var í húsinu en Haugen sagði það ekki hafa virkað af einhverjum ástæðum. Yfirleitt fara slík tæki í gang þegar hiti fer yfir ákveðið hámark og úða þau vatni yfir vistarverur hússins. Rannsókn brunavarnaeftirlits stendur enn yfir á upptökum brunans og er vonast til að hún leiði í ljós hvers vegna kerfið virkaði ekki. Embætt- ismaður hjá eftirlitinu, Terje Olav Austerheim, segir að brunavarnir hjá veitingastaðnum hafi alls ekki verið fullnægjandi og dufttæki nægi alls ekki. „Þegar notað er duftslökkvitæki á djúpsteikingarpott myndast þrýsti- bylgja sem dreifir brennandi olíu um allt eldhúsið. Sama gerist ef notað er vatn.“ Segir Austerheim að setja eigi lokið yfir pottinn eða nota eldvarna- teppi til að kæfa eldinn. Haugen full- yrðir hins vegar að slökkviliðsmenn hafi sagt honum að dufttækin væru rétta lausnin. Óbætanlegt tjón í brun- anum í Þrándheimi Aftenposten/Geir Otto Johansen Eldur logar í gömlum timburhúsum í miðborg Þrándheims á laugardag. Sama hverfið brann einnig árið 1842 og voru húsin á myndinni reist eftir hann. ÍBÚAR í Þrándheimi í Noregi eru afar slegnir yfir afleiðingum eldsvoðans, sem varð í miðbæ borgarinnar á laugardag, en þá brunnu til grunna nokkur gömul hús, sem mjög hafa sett svip á ásjónu miðbæjarins. Bruninn varð við aðalgöngugötuna í miðbæ Þrándheims og kviknaði eldurinn á þeim tíma á laugardag þegar fjöldi manna var þar á ferð við jólaundirbúninginn. „Þetta er auðvitað sorglegt,“ sagði Magnús Halldórsson, ís- lenskur læknir sem búsettur hef- ur verið í Þrándheimi undanfarin átta ár. Magnús starfar á lækna- stofu í miðbænum, steinsnar frá þeim stað þar sem bruninn varð. „Ég kom aðeins í vinnuna í gær [sunnudag] og þá rauk enn mikið úr rústunum. Menn voru enn að vinna að slökkvistarfi. Miðbær- inn var fullur af reyk og þegar ég kom hérna upp á skrifstofuna þá var meira að segja reykjarlykt þar. Ég geri ráð fyrir að reykur hafi borist inn í loftræstikerfi hússins,“ sagði Magnús. Hann segir mikinn sjónarsvipti að þeim byggingum sem brunnu. Tók hann undir að skaðinn væri ekki síst fólginn í því hve ásýnd bæjarins væri fátæklegri eftir þennan bruna. Tjónið væri e.t.v. sambærilegt við það ef húsin á Bernhöftstorfunni í miðbæ Reykjavíkur yrðu eldi að bráð. „Fólk er frekar slegið yfir þessu, sér eftir þessu gömlu hús- um. Það er talað um að 250 millj- ónir norskra króna hafi tapast,“ sagði Elísabet Helgadóttir, lækn- ir á kvennadeild sjúkrahússins í Þrándheimi. Tjónið væri þó ekki aðeins tal- ið í peningum. „Sum húsanna, sem brunnu, voru vernduð, enda talin fágæt sýnishorn húsagerðar á fyrri öldum,“ sagði Elísabet en hún býr ásamt manni sínum og þremur börnum í útjaðri miðbæj- arins. Elísabet sagðist hafa getað séð eldinn úr stofuglugganum heima. „Ég var reyndar á ferðinni í bíln- um mínum er ég sá reykinn frá brunanum. Þá kveikti maður auðvitað á útvarpinu til að heyra hvað væri um að vera. Við fórum ekkert niður í bæ til að sjá eldinn, fylgdumst bara með þessu í frétt- um. Enda var fljótlega lokað á alla umferð um miðbæinn.“ Elísabet segir að borið hafi á gagnrýni vegna þess m.a. að eng- ir brunaveggir voru í lofti þeirra bygginga sem urðu eldinum að bráð. „Þannig að um leið og eld- urinn hafði borist í háaloft fyrstu byggingarinnar þá breiddist hann út óheft. Síðan finnst fólki að e.t.v. hafi of fáir verið á vakt hjá slökkviliðinu.“ Þá sagði Elísabet að það hefði vakið eftirtekt, varðandi við- brögð slökkviliðsins, að slökkvi- liðsstöðin í Þrándheimi er rétt hjá þeim stað þar sem bruninn varð. Það hafi líka verið algert logn og bjartur dagur og að- stæður því góðar til slökkvi- starfs, auk þess sem slökkviliðið hafi verið kallað til svo til strax. Tjónið ekki aðeins talið í peningum JOHN Snow, nýskipaður fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, er nú for- stjóri járnbrautarisans CSX, og fyrrverandi embættismaður í sam- gönguráðuneytinu. Líkt og forveri hans, Paul O’Neill – sem var forstjóri álfyrirtækisins Alcoa áður en hann varð fjármálaráðherra – á Snow að baki langan feril í viðskiptaheimin- um. Fréttaskýrendur segja hann lunk- inn í mannlegum samskiptum, en það hafi einmitt verið skortur á þeim hæfileika sem hafi ekki síst orðið O’Neill að falli. Snow fái nú það hlut- verk að sannfæra kjósendur um ágæti einkafjárfestinga því að for- setinn sé að breyta þeirri stefnu sinni að hvetja til og liðka fyrir fjár- festingum fyrirtækja. The Washington Post hefur lýst Snow sem rétta manninum til að uppfylla þörf Hvíta hússins „fyrir einskonar staðgengil forsetans… sem getur talað máli hans og stefnu hans jafnt í sjónvarpi, á Wall Street og við kjósendur“. Snow fæddist í Toledo í Ohio-ríki 1939, er þriggja barna faðir með doktorspróf í hagfræði og gráðu í lögum. Í forsetatíð Geralds Fords var hann aðstoðarráðherra í sam- gönguráðuneytinu. Frá 1991 hefur hann verið forstjóri CSX, sem er stærsta járnbrautarflutningafyrir- tækið í austurhluta Bandaríkjanna. Snow er ennfremur stjórnarmað- ur í stálfyrirtækinu US Steel, fjar- skiptarisanum Verizon og lyfjafyrir- tækinu Johnson og Johnson. Langur ferill í viðskiptum Washington. AFP. John Snow Á SAMA tíma og svartsýni fer vax- andi í Tyrklandi á aðildarhorfur að Evrópusambandinu sagði tyrkneski utanríkisráðherrann Yasar Yakis í gær að Tyrkir gætu fallizt á hálfs árs frest á því að ESB ákvæði hvenær teknar skyldu upp aðildarviðræður við þá. Með þessum ummælum ráð- herrans hurfu tyrknesk stjórnvöld frá fyrri kröfu um að á leiðtogafundi ESB í Kaupmannahöfn í lok þessarar viku yrði tekin ákvörðun um dagsetn- ingu fyrir upphaf aðildarviðræðna við Tyrki. Yakis viðurkenndi að undir núverandi kringumstæðum hefðu forsvarsmenn ESB ástæðu til að taka slíka ákvörðun ekki strax. „Það er skiljanlegt að leiðtogar ESB vilji sjá hvernig tekst til með framkvæmd umbótanna,“ sagði hann í viðtali við tyrkneska dagblaðið Radikal. Vísaði hann með þessum orðum sínum til lagabreytinga sem nýverið hafa verið samþykkt á tyrkn- eska þinginu og miða að því að færa tyrkneskt þjóðfélag nær því að upp- fylla skilyrði ESB. „Við teljum að hálft ár sé nægilegur tími til að sjá þetta,“ sagði Yakis og benti á að næsti leiðtogafundur ESB, sem fer fram í júní 2003, verður haldinn í Grikklandi, en Grikkir hafa heitið „erfðaféndum“ sínum Tyrkjum stuðningi við inngöngu í sambandið. Fá ekki dagsetningu Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur sem fer með formennskuna í ESB fram til áramóta, sagði í Kaupmannahöfn í gær að stjórn hans mundi leggja fram málamiðlunartillögu um aðild- arviðræður við Tyrki á leiðtogafund- inum í vikunni. Tyrkir muni þó ekki – eins og þeir hafa farið farm á – fá neina fasta dagsetningu um það hve- nær viðræður skuli hafnar. Helzta verkefni leiðtogafundarins í Kaupmannahöfn verður að ganga frá aðildarsamningum við átta ríki í Mið- og Austur-Evrópu auk Miðjarðar- hafseyríkjanna Kýpur og Möltu. Tyrkir slaka á kröfum Ankara. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.