Morgunblaðið - 10.12.2002, Page 24
Mikið um að perum sé
stolið af jólatrjám
TÖLUVERT hefur verið um stuld
á ljósaperum af jólatrjám sem sett
hafa verið upp víða á Akureyri.
Starfsmenn Rafeyrar, sem sjá um
jólatré á vegum Kaupfélags Ey-
firðinga og tengdra fyrirtækja, við
Glerárkirkju, Akureyrarkirkju, í
kirkjutröppunum og við verslanir
á Byggðavegi og Hrísalundi,
hafa haft í nógu að snúast við að
setja nýjar perur í stað þeirra sem
teknar hafa verið ófrjálsri hendi.
Björn Björnsson, rafvirki hjá Raf-
eyri, sagði ástandið í ár með allra
versta móti. Hann sagði ekki hægt
að klína þessum verknaði beint á
börnin, því sjálfur hefði hann séð
til fullorðins fólks skrúfa perur af
trjám. Hann biður fólk um að vera
á varðbergi, enda séu þessi ljós
sett upp til að lýsa upp skamm-
degið og gleðja fólk í jólamán-
uðinum. Björn sagði að auk mikils
kostnaðar, fylgdi því jafnframt
mikil vinna að keyra daglega um
bæinn til að bæta við perum.
Morgunblaðið/Kristján
Björn Björnsson, rafvirki hjá Rafeyri, bætir við perum í jólatréð við Gler-
árkirkju en í gærmorgun var búið að taka allar neðstu perurnar í trénu.
AKUREYRI
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Dagat
al S
pa
ris
jóð
sins 2003 er komið.
Heilsukoddi sem lagar sig
að líkamanum.
Verð kr. 3.990
Sendum í póstkröfu
www.islandia.is/~heilsuhorn
Bókhveiti
heilsukoddar
Glerártorgi,
Akureyri,
s. 462 1889.
SIGRÍÐUR Margrét Oddsdóttir
hefur tekið við starfi forstöðumanns
IMG á Akureyri af Jóni Birgi Guð-
mundssyni sem hóf störf sem verk-
efnastjóri bæjarráðs Akureyrar-
bæjar um síðustu mánaðamót.
Sigríður Margrét hefur B.Sc. próf í
rekstrarfræði frá Háskólanum á
Akureyri. Hún hefur starfað hjá
IMG frá árinu 1999 við rannsóknir
og ráðgjöf. Fyrirtækið IMG hefur
starfrækt skrifstofu á Akureyri frá
árinu 1998. Þar starfa fjórir fast-
ráðnir starfsmenn og 65 starfsmenn
við gagnaöflun. IMG á Akureyri
býður fyrirtækjum ráðningaþjón-
ustu í nafni Mannafls, markaðs- og
viðhorfarannsóknir í nafni Gallup,
ráðgjöf og þjálfun í nafni IMG
Deloitte.
Breytingar hjá
IMG á Akureyri
NÍNA Arnarsdóttir, 12 ára nemandi við
Brekkuskóla á Akureyri, kom heldur betur
færandi hendi á barnadeild Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri í gærmorgun, en þá af-
henti hún deildinni 550 þúsund krónur að
gjöf. Upphæðina vann hún í spurninga-
leiknum Viltu vinna milljón? á Stöð 2, en hún
keppti í svokallaðri Barnamessu þar sem
börn keppa í þættinum og vinningarnir
renna til góðgerðarmála. Þetta er hæsta upp-
hæð sem barn hefur unnið í þessum leik til
þessa.
„Nína stóð sig ótrúlega vel undir því álagi
sem fylgir því að taka þátt í þessum leik,“
sagði Þorsteinn J. Vilhjálmsson, stjórnandi
þáttarins, og nefndi m.a. lýsinguna, hitann
og fólkið í salnum í því sambandi. „En Nína
var mjög örugg, rétt eins og hún hefði setið í
þessum stól á hverju kvöldi í tvö ár.“ Nína
hætti þegar kom að spurningu um hvaða þjóð
hefði hreppt heimsmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu 1978. Áður hafði hún hringt í Styrmi
skólabróður sinn og leitað eftir aðstoð en þau
hafa verið saman í liði Brekkuskóla í spurn-
ingakeppni sjónvarpsstöðvarinnar Aksjón.
„Ég er mjög þakklát fyrir hjálpina frá hon-
um, hann bjargaði mér alveg,“ sagði Nína.
Vissi að hún var mögnuð
Magnús Stefánsson, yfirlæknir barnadeild-
ar FSA, tók við gjöfinni og sagði við það
tækifæri að hann þekkti til Nínu, „og ég vissi
að hún var mögnuð, en ekki svona …“ Kvaðst
Magnús ekki hissa á að hún hefði hætt þegar
að fótboltaspurningunni kom, „við vitum
varla hvaða lið eru til hérna í bænum“, sagði
hann. Magnús sagði að með framlagi sínu
legði Nína sitt af mörkum til að hjálpa öðrum
börnum að komast til betri heilsu.
„Ég ætla bara að biðja þig um eitt,“ sagði
Nína við Magnús, „notaðu eitthvað af þessum
peningum til að kaupa dót fyrir krakkana.“
Nína Arnarsdóttir vann rúmlega hálfa milljón í Barnamessu og færði barnadeild FSA
Stóð sig ótrúlega
vel undir álagi
Morgunblaðið/Kristján
Þorsteinn J. Vilhjálmsson, umsjónarmaður spurningaþáttarins t.h., Nína Arnarsdóttir, Magn-
ús Stefánsson, yfirlæknir barnadeildar, og Guðrún Gyða Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur.
Halldór bik-
armeistari
HALLDÓR Brynjar Halldórs-
son bar sigur úr býtum á Bik-
armóti Akureyrar í skák um sl.
helgi eftir æsispennandi bar-
áttu við Þór Valtýsson. Voru
þeir Þór jafnir lengi vel en loks
sló Halldór Þór út og vann þar
með mótið. Í þriðja sæti varð
Smári Ólafsson.
AKUREYARBÆR hefur auglýst
lausar til umsóknar stöður slökkviliðs-
stjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra hjá
Slökkviliði Akureyrar og rennur um-
sóknarfrestur út á Þorláksmessu.
Tómas Búi Böðvarsson, núverandi
slökkviliðssstjóri, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann myndi stýra
slökkviliðinu þar til nýr maður hefði
verið ráðinn en eftir það taka við öðru
starfi innan bæjarkerfisins.
Þá hefur Magnús V. Arnarsson,
sem starfað hefur við eldvarnareft-
irlit hjá slökkviliðinu, verið ráðinn
tímabundið í starf aðstoðarslökkvil-
iðsstjóra. Hann tók við stöðunni af
Heimi Gunnarssyni, sem á dögunum
fékk í hendur starfslokasamning, þar
sem honum var jafnframt tilkynnt að
hann þyrfti ekki að mæta meira til
vinnu á slökkvistöðinni.
Í auglýsingu um áðurnefndar stöð-
ur kemur m.a. fram að verið sé að
endurskipuleggja starfsemina hjá
Slökkviliði Akureyrar og að leitað sé
að hæfu fagfólki sem hafi áhuga á að
takast á við spennandi og krefjandi
verkefni. Einnig að mikil áhersla sé
lögð á að umsækjendur hafi hæfni í
mannlegum samskiptum, góða skipu-
lagshæfileika og sýni frumkvæði.
Eins og fram hefur komið var gerð
úttekt á rekstri Slökkviliðs Akureyr-
ar, þar sem m.a. kom fram að stjórn-
un slökkviliðsins væri í ólestri og að
nauðsynlegt væri að bæjaryfirvöld
gripu þar inn í. Framkvæmdaráð
samþykkti í kjölfarið aðgerðaráætlun
frá sviðsstjóra tækni- og umhverfis-
sviðs, þar sem m.a. á að koma á
breytingum í stjórnunarliði slökkvi-
liðsins.
Breytingar hjá Slökkviliði Akureyrar
Yfirmannsstöð-
ur auglýstar
fyrirtaeki.is