Morgunblaðið - 10.12.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðju-
gjörð,
kveð ég líf þitt móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Þetta fallega kvæði eftir Sigurð
Jónsson frá Arnarvatni minnir mig á
líf, starf og ástarþel þeirrar góðu og
elskulegu konu sem ég er að kveðja
eftir langa samleið. Það flytur okkur í
fáum orðum mikið efni, hlýhug, þakk-
ir og kærleika til fósturjarðarinnar,
frá upphafi lífs okkar og þar til hún
umvefur okkur undir sínum mjúka
gróðurríka feldi.
Þegar ég að leiðarlokum minnist
nágranna og vinkonu minnar Guð-
rúnar Hlíf, sem í daglegu tali var köll-
uð Gunna í Ási, er komið stórt skarð í
kunningja- og vinahópinn. Samleið og
samskipti orðin hátt í 8 tugir ára. Eft-
ir svona langa lífsgöngu verður sökn-
uðurinn sárari og tómleikinn meiri
sem vináttan og tryggðin hefur bund-
ist traustari böndum. Jafnvel þótt öll
ytri rök hnígi að því að dauðinn hljóti
að vera á næsta leiti þegar löng ævi er
að baki verður jafnerfitt að sætta sig
við staðreyndina að ekki sé lengur
hægt að njóta samskipta vináttu og
gleði með þeim vinum sem gæfa lífs-
ins gaf okkur á göngunni miklu.
Gunna í Ási var okkur sem kynnt-
umst henni náið, mikill persónuleiki,
fundum fljótt að þar fór góð kona,
hljóðlát, brosandi og blíð, sem bar
alltaf svo mikinn góðvilja til manna og
málleysingja. Mér verður oft hugsað
til þeirrar afstöðu sem hún tók til
þeirra, sem komust í kast við lögin og
fengu harða dóma. Það var eins og
hún sæi alltaf ljós í myrkri gagnvart
þessu fólki, hún fann svo sannarlega
sárt til með blessuðum börnunum og
unga fólkinu eins og hún orðaði það,
þetta frjálslega unga fallega fólk sem
lenti á refilstigum. Öll samúðin sem
hún bar til aðstandendanna, foreldra,
systkina, maka og barna. Þeirra raun
og álag væri ekki minna en þeirra
dæmdu. Svona mál vildi hún lítið um
tala, taldi best að hylja þau hjúpi
gleymskunnar.
Ein af mínum fyrstu minningum
sem ég á um Gunnu er að ég var send-
ur smáerinda að Ási. Lár í loftinu,
feiminn og framtakslítill. Smáóhapp
hendir drenginn. Sumir þurfa að fá að
vita nánar um það atvik. Hún var
nærstödd og vissi hvað gerðist. Orðin
sem hún mælti þá setti aðra hljóða.
GUÐRÚN HLÍF
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ Guðrún Hlíf Guð-jónsdóttir fædd-
ist í Ási í Ásahreppi í
Rangárvallasýslu 9.
desember 1914. Hún
andaðist á Landspít-
ala 9. janúar síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Fossvogskirkju 18.
janúar síðastliðinn.
Þau orð hafa orðið mér
föst í minni. Fann svo
vel hvað ég átti þar góð-
an skjólstæðing, hjá
þessari góðu, ungu og
fallegu stúlku. Þetta
litla atvik kemur oft upp
í hugann, hefur fylgt
mér eins og ljósbrot á
stjörnuhimni minning-
anna og mun gera það
til endaloka.
Fljótlega fór Gunna
ásamt systkinum sínum
að aðstoða foreldra sína
við búskapinn. Var hún
fljótt liðtæk til verka.
Þá þekktist ekki annað en handaflið
og þrautsegja hestsins þar sem hægt
var að koma honum að til hjálpar.
Hún gekk að öllum heimilisstörfum,
hvort sem var úti eða inni. Hvort sem
hún handlék skóflu eða hrífu skiluðu
þau tæki í höndum hennar góðum af-
köstum enda áhugi á að ljúka hverju
verki sem fljótast og snúa sér snarast
að því næsta. Mér er minnisstætt er
hún lét upp á heybandslest á móti
fullfrískum karlmanni. Liðtæk var
hún við skepnuhirðingu, setti sig í
spor málleysingjanna af meiri hlýhug
en margur gerir, innanbæjarstörfin
leyst af hendi með birtu, hreinleika og
látleysi í huga. Fljótt fór Gunna, eins
og fleiri ungar stúlkur, út á vinnu-
markaðinn. Þá lá leið hennar til
Reykjavíkur. Vann þar mörg ár á
prjónastofu. Alltaf leitaði þó hugurinn
á æskustöðvarnar því þegar frí og
færi gafst var hún komin í störfin í
Ási. En svo kom að því að hún kom
aftur að Ási þegar fór að halla undan
fæti hjá foreldrunum vegna aldurs og
takmarkaðrar vinnugetu. Þá hafði Ei-
ríkur bróðir hennar tekið við búinu og
aðstoðaði hún bróður sinn við búskap-
inn. Ég hef grun um að það hafi tog-
ast á hjá henni að hverfa frá Reykja-
vík og taka við forustuhlutverki í Ási
en Gunna var þannig gerð kona að
hún mat meira hag annarra en sinn
eigin, sú þjónusta var unnin af kær-
leik og hógværð sem ekki verður met-
in á grundvelli veraldlegs auðs.
Bjuggu þau saman og unnu að bú-
skapnum saman þar til Eiríkur hætti
búrekstri 1980. En áfram héldu þau
saman þar til Eiríkur varð bráð-
kvaddur 31. ágúst 1988. Eftir það bjó
hún langtímum saman ein í Ási í hús-
inu sem byggt var 1898 þar til Suður-
landsskjálftarnir riðu yfir á þjóðhá-
tíðardaginn vorið 2000. Þá var húsið
ekki lengur talið íbúðarhæft ef nátt-
úruöflin leystu orku sína meira úr
læðingi. Flutti hún þá í annað og
yngra íbúðarhús í Ási sem byggt var
1980.
Skrifari þessara orða hefur átt
margar góðar samverustundir með
Gunnu, það var gaman að ræða við
hana, til hennar hægt að sækja marg-
víslegan fróðleik um menn og mál-
efni, ferðaleiðir og fallega náttúru.
Hún var söngelsk og naut söngs með
glöðu fólki enda hljóðfærasláttur og
söngur mikið iðkaður meðal Ásfólks-
ins. Hún var traustur hlekkur í Kálf-
holtskirkjukór. Söng í honum í ára-
tugi. Hún var ljóðelsk og minnug á
perlur þjóðskáldanna í bundnu máli,
trúar- og veraldlegu. Hún naut þess
að hlusta á æðri og sígilda tónlist. Sá
fjölmiðill sem hún mat mest og naut
var „gamla gufan“ sem stytti henni
marga stund, er hreyfigetan fór að
minnka. Stundum naut hún þess að
við gátum tekið hana með okkur á
tónleika á ýmsum stöðum í sýslunni.
Þá fundum við vel á heimleiðinni hvað
hún mat fagran söng og tónlist.
Þá gleymast ekki, er Gunna var
heimsótt, þær ríkulegu góðgerðir
sem fyrir mann voru bornar í mat og
drykk. Hún var virðulegur fulltrúi
þeirrar sveitamenningar sem fylgt
hefur sveitakonunni liðnar aldir við að
taka á móti ferðamönnum fyrirvara-
laust og veita þeim húsaskjól og góð-
gerðir. Hún hafði í heiðri þann arf frá
gestrisnum og góðgjörðarsömum for-
eldrum. Hún ólst upp við mikla gesta-
komu. Því faðir hennar var meir en
hirðusamur og hagsýnn bóndi. Hann
var mikill félagsmálamaður og traust-
ur stuðningsmaður í framfaramálum
sveitarinnar alla tíð. 1930 bættist við
mikið aukastarf þegar síminn var
lagður að Ási og þar sett upp land-
símastöð. Guðjón var stöðvarstjóri yf-
ir 20 ár eða þar til síminn var lagður í
nágrannabæi og um sveitina. Sú þjón-
usta lenti oft ekki síður á herðum hús-
móðurinnar. Kom sér að hún var létt
á fæti og snör í snúningum. Sem alltaf
mætti manni með hlýhug og hug-
hreystandi orðum. Með bros á vör og
vor í augum. Að baki léttur hlátur,
stundum klapp á læri, til frekari
áherslu. Get varla látið hjá líða að
minnast á hvað húsnæðið var vel nýtt
á þessum tíma, því í Ási komst fyrir í
litlu hjónaherbergi á um 12 fermetra
gólffleti aðstaða bæði fyrir landsím-
ann og skrifstofu hreppsins.
Fyrir nokkrum árum fór hún að
finna fyrir sliti og stirðleika í liðum.
Átti þess vegna orðið erfitt um hreyf-
ingar. Hefur býst ég við oft orðið að
beita sjálfshörku en allt bar hún það í
hljóði.
Því lá við að granni af næsta bæ
fengi samviskubit að koma í heim-
sókn, vera þar með að skapa henni
óþarfa snúninga vegna góðgerða sem
hún vildi alltaf hafa sem fjölbreytt-
astar. En varð seinna nokkuð öðruvísi
þegar maður fór sjálfur að bjarga
hlutunum eins og heima hjá sér. Hún
hlýddi gestinum, settist í stól, kom
sér notalega fyrir. Þá var það sann-
arlega gleðistund sem við Gunna átt-
um saman, ræddum daginn og veg-
inn, sveita- og landsmál.
Á síðastliðnu ári fór heilsa hennar
hægt niður á við. Dvaldi þá ýmist á
sjúkrahúsi eða hjá Ingu systur sinni í
Reykjavík. Jólaföstuna dvaldi hún á
Heilsustofnuninni í Hveragerði. Mér
er minnisstætt er ég og kona mín
heimsóttum hana skömmu fyrir jól.
Hvað létt var yfir henni, hvað glöð og
bjartsýn á bata og þakklæti sem hún
lét í ljós til fólksins á Heilsustofnun-
inni fyrir góða umönnun og þjónustu
við sig. Taldi um leið til þeirrar hátíð-
ar sem helgust er í huga kristinna
manna. Líka minnist ég þess er ég
talaði við hana í síma á gamlársdag,
þá ríkti sama gleði og bjartsýni, taldi
sig finna fyrir betri heilsu. Horfði
með trú á mátt þess góða og tilhlökk-
un á móti nýju ári og hækkandi sól
með vor í hjarta. Finna mátti að hug-
urinn stefndi að Ási. En skömmu síð-
ar kom sendiboði dauðans með sverð-
ið óslíðrað. Að níu dögum liðnum var
hún dáin.
Samhliða því er ég kveð Gunnu
hinsta sinni koma upp í hugann bjart-
ar og hlýjar minningar um foreldra
hennar. Ég vil þakka þeim fyrir þær
góðu viðtökur sem ég ásamt foreldr-
um mínum fengu er þau fluttu hingað
í nágrennið við þau ásamt þeim af-
komendum sem ég og mín fjölskylda
erum búin að eiga margra áratuga
samleið með. Blessuð sé minning
þeirra mætu hjóna.
Ég veit að þegar Gunna hefur byrj-
að gönguna um lönd eilífðarinnar
hafa ábyggilega beðið þar „vinir í
varpa“. Tekið á móti henni með sömu
hlýju, góðvild og gleði sem henni var
sýnd þegar hún kom í þennan heim og
lögð í faðm að brjósti elskulegrar
móður.
Að endingu votta ég og mín fjöl-
skylda innilega samúð öldruðum
systkinum og afkomendum ásamt öll-
um öðrum sem eiga minningar um
hana.
Megi góður guð gefa ykkur bjart-
sýni, trú, kærleika og góða, bjarta
daga um ókomin ár.
Guðbjörn Jónsson.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Ég kveð nú elskulegan móður-
bróður minn, Braga Ásgeirsson
Austfjörð, bifvélavirkjameistara,
sem lést að morgni 29. nóvember.
Það er ekki alltaf sjálfgefið að lífið
gangi sinn vanagang eða að okkur
muni hlotnast góð heilsa og langlífi.
Samvera ástvina og vina getur fyrr
en varið endað jafnskjótt og hún
hófst. Það skiptir því miklu máli að
rækta og hlúa að tengslum við sína
nánustu. Þótt ég sé hrygg yfir
skyndilegu fráfalli Braga er ég einn-
ig glöð og þakklát fyrir að hafa feng-
ið að njóta samvista við hann og
kynnast þeim mannkostum sem
hann bjó yfir. Bragi frændi eins og
ég var vön að kalla hann var stór og
kraftmikill maður sem hafði hlýtt og
þétt faðmlag, var gæddur mikilli
manngæsku og einstakri kímni. Þau
eru ófá gullkornin sem sprottið hafa
fram af vörum hans og kitlað hlát-
urtaugar svo um munar.
Bragi var einstaklega handlaginn
og vandvirkur sem sást greinilega á
BRAGI ÁSGEIRSSON
AUSTFJÖRÐ
✝ Bragi ÁsgeirssonAustfjörð fædd-
ist á Akureyri 6. des-
ember 1934. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss
föstudaginn 29. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Akureyrar-
kirkju 9. desember.
heimili hans, en þar
hafði hann eytt mörg-
um stundum í að fegra
húsið og nánasta um-
hverfi. Í starfi sem bif-
vélavirki léku vara-
hlutir og viðgerðir í
höndum hans og eru
ófáir innan fjölskyld-
unnar sem hafa fengið
góða aðstoð við lagfær-
ingar ýmiskonar á bil-
uðum og beygluðum
farartækjum.
Þegar ég lít um öxl
koma upp í hugann ótal
minningar sem eru
tengdar ferðum norður á Akureyri,
en þar fæddist Bragi og bjó allt sitt
líf. Á Akureyri leið honum vel og oft-
ar en ekki lét hann þau orð falla að
hvergi annars staðar gæti hann
hugsað sér að búa. Í mínum huga
var það að skreppa norður það sama
og að hitta Braga, Ólöfu og börnin
þeirra. Hvort sem farið var í Að-
alstrætið eða í sumarbústaðinn var
tilhlökkun okkar mikil, Bragi var
svo góður við okkur systkinin og gaf
sér tíma til að tala við okkur og sýna
okkur hitt og þetta áhugavert. Í
friðsælum Fnjóskadalnum var sér-
lega fallegur fjölskyldureitur sem
Bragi hlúði vel að og eyddi hann þar
mörgum stundum við ræktun og
uppgræðslu, hann dyttaði að og
byggði við sumarbústaðinn Selgil,
sem var honum svo kær. Hann naut
þess að taka á móti gestum og með
konu sína sér við hlið var ekki í kot
vísað. Grill, glens og söngur við hjal-
andi lækinn eru einstakar minning-
ar sem aldrei gleymast. Minningar
sem munu gefa okkur fjölskyldunni
styrk til að standa saman og varð-
veita fallega mynd af góðum dreng.
Bragi hafði fallega söngrödd og
söng í Karlakórnum Geysi í mörg
ár, hann var frímúrari af líf og sál og
vann ötullega að málefnum innan
reglunnar. Hann hafði og yndi af
ferðalögum og höfðu þau hjónin
komið sér upp sérstökum ferðabíl
sem var sannkallað hótel á hjólum. Í
bílnum ferðuðust þau um landið og
nutu náttúrunnar. Nú er Bragi far-
inn í það ferðalag sem okkur öllum
er að lokum ætlað og trúi ég því að
hann vaki yfir ástvinum sínum og
styrki þá um ókomna tíð. Elsku
Ólöf, Ásgeir og Solla, megi góður
guð vera með ykkur og fjölskyldum
ykkar.
Ég kveð þig elsku frændi minn.
Þín frænka
Svanhildur Þengilsdóttir.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning