Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 10.12.2002, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNNIÐ er að því að næsta plata Jóhönnu Guðrúnar verði gerð fyrir alþjóðlegan markað. Stefnt er að útgáfu næsta haust, að sögn Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, út- gefanda og umboðsmanns söng- konunnar ungu. Vinna við plöt- una hefst strax í byrjun næsta árs. „Við erum búin að vera í við- ræðum við útsetjara og lagahöf- unda, þá helstu í heiminum, í Sví- þjóð, Bretlandi og Bandaríkjun- um. Sumir þeirra tengjast beint og óbeint alþjóðlegum plötufyrir- tækjum, þeim stærstu í heimi,“ segir María Björk en hún og Jó- hanna Guðrún eru nýkomnar frá Bandaríkjunum. Heimsóttu þær Svíþjóð og London þar á undan. „Stefnt er að því að ljúka samningum við upptökustjóra í byrjun næsta árs, strax í janúar, og taka í framhaldi upp viðræður við plötufyrirtæki, sem kynnu að hafa áhuga á samstarfi og samn- ingi við Jóhönnu Guðrúnu,“ segir María Björk og er viss um að hin 12 ára Jóhanna Guðrún fái plötu- samning. Slegist um Jóhönnu Guðrúnu „Það er rosalegur áhugi fyrir henni úti. Þeir slást um hana. Við erum að vinna úr þessu. Núna er- um við í þeirri stöðu að velja á milli bestu upptökustjóra og laga- höfunda í heimi. Við erum að tala um fólk, sem er að útsetja og semja fyrir bæði Britney Spears og Jennifer Lopez. Sá sem við vorum að tala við síðast var að fara að útsetja fyrir Celine Dion um helgina,“ segir hún. María Björk segir að Jóhanna Guðrún hafi mjög gaman af þessu. „Henni finnst þetta æð- islegt. Hún er samt mjög mikið niðri á jörðinni. Hún er meira að spá í hvað hana langi í jólagjöf.“ Á dögunum kom út þriðja sóló- plata Jóhönnu Guðrúnar fyrir ís- lenskan markað, jólaplatan Jól með Jóhönnu, sem er önnur sölu- hæsta plata landsins um þessar mundir. Sömu lagahöfundar og hjá Britney og J-Lo Stór, erlend plötufyrirtæki hafa sýnt þessari 12 ára stúlku mikinn áhuga. Jóhanna Guðrún gerir plötu fyrir alþjóðlegan markað Sýnd kl. 6, 8 og 10. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.45. DV RadíóX YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. BOND ER MÆT- TUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI - ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.4, 7 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i.12 ára RadíóX EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Faxafeni 5 • Sími 588 8477 www.betrabak.is Heilsunnar vegna Jólagjöf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.