Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Þorkell Atvinnuleysi meðal fólks í byggingariðnaði er umtalsvert í vetur þrátt fyr- ir að lengi hafi viðrað til framkvæmda víða um land. UM 25% þeirra sem eru at-vinnulausir eru ungt fólká aldrinum 16–24 ára.Þetta hlutfall var hærra í nóvember en í október. Atvinnuleysi í aldurshópnum 25–29 ára er einnig hátt. Háskólamenntuðu fólki hefur fjölgað verulega á atvinnuleysisskrá undanfarna mánuði. Starfsfólk við þjónustu og verslun auk verkafólks var fjölmennasti hópur atvinnulausra í síðasta mánuði. 4.906 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá á landinu í gær. Að meðaltali eru um 66% atvinnu- lausra á landinu öllu búsett á höf- uðborgarsvæðinu. Lausum störfum fækkaði í nóvember, alls voru 160 laus störf skráð í lok mánaðarins. Að- eins um 32% þessara starfa voru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Flestir hafa verið skráðir atvinnu- lausir í 4–8 vikur en þeir sem hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur voru 20,6% allra atvinnu- lausra í nóvember. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar versnar atvinnu- ástandið iðulega í desember. Gera má ráð fyrir að atvinnuleysi aukist um 23,4% milli mánaða. Menntað fólk meira áberandi á atvinnuleysisskrám en áður „Það er mun fleira menntafólk á skrá núna heldur en var fyrir t.d. einu og hálfu ári,“ segir Hugrún Jó- hannesdóttir, forstöðumaður Vinnu- miðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Við sjáum það greinilega á okkar gögn- um. En menntun borgar sig auðvitað alltaf, þó að á samdráttartímum fái menntað fólk ekki nákvæmlega það starf sem það hefði helst óskað, þá fær það mun frekar starf en þeir sem eru minna menntaðir.“ Hugrún segir að undanfarna mán- uði hafi ungu fólki fjölgað á atvinnu- leysisskrá og sömuleiðis karl- mönnum. „Það eru umskipti frá því sem var fyrir ári þegar eldra fólk var meira áberandi og maður hafði jafn- vel á tilfinningunni að það væri verið að ýta því út af vinnumarkaðnum. Þetta hefur breyst.“ Starfsfólk úr lífefna- og hugbún- aðargeiranum var meira áberandi í haust á atvinnuleysisskrá í kjölfar uppsagna stórra fyrirtækja. „Það er engin ein tegund fyrirtækja að segja upp fólki í dag, það eru alls konar fyr- irtæki.“ Hugrún bendir á að einhverjir af þeim 3.085 sem eru á atvinnuleys- isskrá á höfuðborgarsvæðinu eru í hlutastarfi eða að sækjast eftir slíku. Meðaltal atvinnuleysis sé því lægra en þessi tala segi til um. Þjóðfélag að laga sig að minni útgjöldum Samtök atvinnulífsins taka undir áhyggjur ASÍ af atvinnuástandinu en í Morgunblaðinu í gær kom fram að ASÍ teldi sterkar vísbendingar um að atvinnuleysi myndi halda áfram að aukast. „Við höfum haft áhyggjur af því að samdrátturinn gæti átt eftir að verða meiri en æskilegt væri,“ segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, SA. „Við teljum að það sjái ekki fyrir endann á þess- ari þróun, þjóðfélagið er að laga sig að minni útgjöldum svo það dregur úr eftirspurn. Þá eru fyrirtæki undir mikilli pressu að hagræða vegna samkeppni og mikils kostnaðar.“ Ari segir SA telja að óþarflega lengi hafi verið fylgt of aðhaldssamri stefnu í fjármálum, „vextir hefðu mátt lækka hraðar og meira. Þær vaxtalækkanir sem hafa átt sér stað að undanförnu hafa áhrif, en við telj- um íhugunarefni hvort lækka ætti vexti ennfrekar“. Ari segir mörg skuldsett fyrirtæki hafa brennt sig á gengisfalli á síðasta ári. „Menn fara væntanlega varlegar í fjárfestingar nú þótt vextir lækki. Þess vegna hefur helst verið horft til mögulegra stóriðjuframkvæmda sem gætu breytt þessari mynd.“ Ari segir skattabreytingar líka geta haft áhrif á efnahagsástandið. „Ég tel að þær séu mjög jákvætt innlegg í þessari stöðu. Þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa þegar haft áhrif á fjárfestingar hér og að fyrirtæki hafa flutt starfsemi hingað. Við sjáum þess líka merki í okkar könnunum að þetta hefur aukið íslenskum fyr- irtækjastjórnendum bjartsýni á framhaldið.“ „Ástandið horfir þunglega við“ Um 800 félagsmenn Eflingar – stéttarfélags eru atvinnulausir og segir Sigurður Bessason, formaður félagsins, fólk á öllum aldri úr öllum starfsgreinum vera í þessum hópi. „Atvinnuástandið horfir mjög þunglega við okkar félagsmönnum. Fjöldi atvinnulausra hefur farið hratt vaxandi eftir því sem liðið hefur á haustið.“ Sigurður segir árið hafa verið óvenjulegt hvað varðar atvinnu- ástandið. Hann segir að íslenskur vinnumarkaður hafi verið þannig í áratugi að atvinnuleysi hefur verið mest yfir vetrarmánuði en í maí hef- ur dregið úr atvinnuleysistölum. Það hafi hins vegar ekki gerst í ár. „Atvinnuleysistölur fóru stighækk- andi til ágústloka, þá fækkaði fólki á atvinnuleysisskrá umtalsvert. En frá haustinu hefur stöðugt fjölgað að nýju.“ Í ályktun um atvinnumál sem trún- aðarráð Eflingar sendi frá sér á dög- unum segir að ljóst sé að margfeldis- áhrif uppsagna muni koma fram af auknum þunga í samdráttareinkenn- um ef ekkert verði að gert. Ekki liggi fyrir nein stór verkefni í bygging- ariðnaði eða öðrum stórfram- kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður hvetur því stjórnvöld til að hraða byggingu gatnamóta Miklu- brautar og Kringlumýrarbrautar og Sundabrautar. „Nú er rétti tíminn fyrir sveitarstjórnir og ríkisvald að örva atvinnulífið þegar samdráttur er framundan. Bæði út frá öryggissjón- armiðum og einnig hagkvæmni.“ Fjölgun starfa á síðasta ársfjórð- ungi samkvæmt vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar vekur bjartsýni að mati Gunnars Páls Páls- sonar formanns Verslunarfélags Reykjavíkur, VR. 847 félagsmenn VR voru á atvinnuleysisskrá í nóv- ember, en á sama tíma í fyrra voru þeir 426. „Það er ljóst að atvinnuleys- ið er mun meira hjá okkar fé- lagsmönnum en á síðasta ári. En hins vegar hef ég leyft mér að vera bjart- sýnn af því að við vorum með um 200 færri atvinnulausa í nóvember en í júlí, en ólíkt öðrum minnkar atvinnu- leysi með haustinu hjá versl- unarmönnum.“ Ástæður þess að mun fleiri félagar í VR eru atvinnulausir en á sama tíma í fyrra segir Gunnar mega skýra m.a. með því að stór fyrirtæki hafi orðið gjaldþrota og til fjölda- uppsagna hafi komið hjá öðrum. „Al- mennur samdráttur er þó kannski helsta skýringin.“ Stéttarfélög og hagsmunasamtök hvetja til aðgerða til að draga úr atvinnuleysi Almennur samdráttur og þungt framundan Ungt fólk og háskólamenntaðir eru hlutfallslega fleiri á atvinnu- leysisskrá nú en áður. Að meðaltali eru um 66% atvinnulausra bú- sett á höfuðborgarsvæðinu en um 30% lausra starfa er þar að finna. FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR tæpu ári varðMaría Steinsson, 26 ára,atvinnulaus. Hún hefur stundað frönskunám í háskóla en starfaði sem einkaritari þar til um síðustu áramót. María hefur verið að leita að skrifstofustarfi og segir greini- lega hafa dregið úr framboði á slíkum störfum frá því hún hóf atvinnuleitina fyrir að verða ári. „Ég hef ver- ið skráð hjá vinnumiðlunum og sótt um heil- an helling af störfum,“ segir María. „Stund- um hef ég verið boðuð í viðtöl, en oft er umsókn- unum ekki einu sinni svarað.“ María segir at- vinnuleysið hafa vond áhrif á sjálfsálitið og at- vinnuleitina slít- andi. „Þetta brýtur mann al- veg niður og maður finnur fyrir miklu von- leysi. Það eykst eftir því sem maður er lengur atvinnulaus. Þetta hefur auðvitað áhrif á sjálfsálitið, mér finnst frekar niðurlægjandi að hafa ekki vinnu. Svo safnar maður bara skuldum sem gengur engan veg- inn að greiða niður, því atvinnu- leysisbæturnar eru það lágar að ekki er einu sinni hægt að lifa af þeim.“ María býr nú heima hjá móð- ur sinni. „Ég hef ekki efni á að leigja eða kaupa. Bæturnar nægja varla til að kaupa í mat- inn, hvað þá að borga eitthvað aukalega, lækniskostnað eða annað.“ Hún segir fréttir um frekara atvinnuleysi ekki auka atvinnu- lausum bjartsýni. „Ég hef mikl- ar áhyggjur og er ekki bjartsýn á að fá vinnu í nánustu framtíð.“ Slegið af kröfunum með tímanum Einar Sigurmundsson, 23 ára, lauk tölvufræðinámi frá Iðnskól- anum í Reykjavík fyrir ári. Hann hefur enn ekki fengið vinnu sem tengist náminu og undanfarnar sjö vikur hefur hann verið atvinnulaus. Hann segist meira og minna vera bú- inn að svipast eftir vinnu sem hæfi sinni menntun í eitt ár. Ein- ar er í leiguhúsnæði og segir at- vinnuleysið óhjákvæmilega hafa komið niður á fjárhagnum. „Ég reyni að vera með allar klær úti að leita að vinnu,“ segir Einar, „maður var duglegri fyrst en at- vinnuleit er mjög leiðigjörn til lengdar. Ég veit ekki hvort ég á að vera bjartsýnn, maður er allt- af að heyra um meira og meira atvinnuleysi.“ Einar segist ekki tilbúinn að taka hvaða vinnu sem er, en seg- ist hafa slegið verulega af kröf- unum frá því hann hóf atvinnu- leitina. Ungt fólk áberandi á atvinnuleysisskrá „Atvinnuleysið brýtur mann niður“ María Steinsson hefur verið atvinnulaus í tæpt ár. Hún segir atvinnuleysið hafa slæm áhrif á sjálfs- álitið og leitina að vinnu slítandi. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.