Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 25 NAFNARNIR Helgi Þorgils Friðjónsson og Helgi Gíslason skreyta um þessar mundir Vídalíns- kirkju í Garðabæ með listaverkum sínum. Helgi Þorgils sýnir eitt stórt málverk sem nefnist „Ský“. Mál- verkið er tæpir 5 metrar að lengd og er þrískipt eins og tíðkast með alt- aristöflur. Um miðja myndina stend- ur nakinn maður með opna arma, sem er önnur af tveimur algengustu stöðum í birtingarmyndum listasög- unnar, og við hlið hans er drengur, einnig án klæða, ásamt lambi. Helgi er hér að vinna með þekkt mynd og táknmál kristninnar, en á fyrstu öld- um hennar var Jesús gjarnan mál- aður sem góði fjárhirðirinn með lamb og/eða sem táknmynd „fórnar- lambs“ Guðs. Það var ekki fyrr en að kaþólisminn varð ráðandi í kristinni trú að áherslan fór að beinast að þjáningunni og krossfestingin varð táknmynd kristindómsins. Helgi Þorgils sýnir líka tvö minni málverk sem hann kallar, „Sjálfsmyndir með skegg“. Myndirnar eru tvískiptar. Annars vegar eru það tvær eftir- myndir af þekktum krossfestingar- myndum frá miðöldum og hins vegar tvær sjálfsmyndir listamannsins með alskegg líkt og Kristur hefur oft verið túlkaður í verkum eldri meist- ara. Útlit Krists hefur lengi verið álitamál. Í fyrstu var hann yfirleitt sýndur stuttklipptur og skegglaus, en þegar skegg komst í tísku á mið- öldunum fór útlit frelsarans að breytast eftir því. Ekkert er minnst á útlit Jesú Krists í biblíunni nema í „Opinberun Jóhannesar“ birtist mannssonurinn Jóhannesi með höf- uð og hár „hvítt eins og hvít ull, eins og mjöll“. Ekki er talað um hársídd, skegg eða skeggleysi. Í verkum sínum skoðar Helgi Gíslason inn fyrir útlitið og ræðst í sjálfan líkamann eða holdið. Helgi sýnir fjóra skúlptúra unna í brons og járn sem munu teljast formalískir og byggjast á brjóstmyndum (torso). Helgi er hér í formrannsóknum sem rekja má til endurreisnarinnar, eða um það leyti sem lista- og fræðimenn fóru að skoða trú og tilveru á eigin forsendum en ekki á forsendum kaþ- ólismans, sem leiddi til lútherskrar mótmælendatrúar. Endurreisnin var tími endurskoðunar á fagurfræði og vísindarlegra rannsókna. Vinnu- stofur listamanna, á borð við Mich- aelAngelo og Leonardo da Vinci, eru sagðar hafa verið eins og líkhús þar sem listamennirnir krufðu raunveru- lega líkama til að skilja anotomíu mannsins. Í dag er mannslíkaminn reyndar kominn burt frá sjálfu form- inu og er frekar skoðaður sem ólíkar efnasamsetningar. Helgi heldur sig þó við sígild vinnubrögð í sígildu efni og sýnir innvið líkamans í t.d. formi sem líkist lunga og því sem virðist hlutar af manneskju. Kirkjulist hefur lengi staðið í stað og því er ánægjulegt að sjá þegar einhver breytni er í þeim efnum, þótt hún sé ekki í formi byltingarkenndra nýjunga. Skilst mér að einhver um- ræða hafi verið í söfnuðinum um listaverkin. Fagurfræði brons- skúlptúranna er grófgerðari en tíðk- ast í kirkjulistinni og nektin í mál- verki Helga Þorgils mun víst fara fyrir brjóstið á sumum. En hér er auðvitað ekki um klám að ræða held- ur er hér algerlega saklaus nekt þar sem manneskjan, eða mannssonur- inn klipptur nútímalegri klippingu, stendur opin(n) og allslaus í barns- legu sakleysi. Kristnin og líkaminn Málverk Helga Þorgils Friðjónssonar á veggnum í Vídalínskirkju. MYNDLIST Vídalínskirkja Sýninguna má sjá þegar kirkjan er opin og hún stendur til 6. janúar 2003. MÁLVERK OG SKÚLPTÚR HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON OG HELGI GÍSLASON Jón B.K. Ransu Ömmukaffi, Austurstræti 20, við hliðina a Hressó. Tríó Thollýar syngur gospel- og negrasálma kl. 21. Tríóið er skipað, auk Thollýar, Óla Schram á hammond-orgel og Jakobi Hafþóri Björnssyni bassaleikara. Ísak Harðarson les trúarleg ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is JÓLATÓNLEIKAR Kammerkórs Hafnarfjarðar verða í Hásölum í Hafnarfirði kl. 20. í kvöld. Að þessu sinni fær kórinn til liðs við sig þau Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópran- söngkonu, Ingunni Hildi Hauksdótt- ur píanóleikara og Gunnar Gunnars- son flautuleikara. Flutt verður aðventu- og jólatón- list, m.a. eftir John Rutter, Pietro Yon, Johann Sebastian Bach og fleiri. Stærsta verk tónleikanna er Hear my Prayer eftir Felix Mendelssohn. Verkið er fyrir sópran, kór og píanó. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt kórverk eftir Símon Birgisson, sem er félagi í kórnum. Verkið heitir Á Hvalsnesi og er samið við ljóð Snorra Hjartarsonar. Kammerkór Hafnarfjarð- ar flytur nýtt verk KRISTJÁN Jónsson er annar lista- maðurinn sem sýnir í hinu nýja gall- eríi á Hverfisgötu 39, Sal #39. Þar sýnir Kristján um tuttugu málverk sem ýmist eru unnin með blandaðri tækni eða olíulitum. Kristján nam grafík og málaralist í Barcelona. Sýningin er opin daglega frá kl. 17–19, en á Þorláksmessu verður opið hús í Sal #39 frá kl. 19 til 22 og er það jafnframt síðasti sýning- ardagurinn. Eitt verka Kristjáns Jónssonar. Málverk í Sal #39 KAMMERHÓPURINN Camerarct- ica heldur nú sína tíundu kertaljósa- tónleika en hópurinn hefur frá árinu 1993 haldið slíka tónleika síðustu dag- ana fyrir jól. Flutt verður tónlist við kertaljós í þremur kirkjum: Kópa- vogskirkju annað kvöld, fimmtudags- kvöld, Hafnarfjarðarkirkju á föstu- dagskvöld og í Dómkirkjunni í Reykjavík á laugardagskvöld. Tón- leikarnir verða allir kl. 21 og eru klukkustundar langir. Verkin sem hópurinn leikur að þessu sinni eru Kvintett í A-dúr fyrir klarinettu og strengi eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Kvartett í G-dúr fyrir flautu og strengi eftir samtíma- mann Mozarts og vin, Johann Christ- ian Bach. Camerarctica skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðluleikarar, Guð- mundur Kristmundsson, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Í lok tónleikanna verður að venju leikinn jólasálmurinn Í dag er glatt í döprum hjörtum eftir Mozart. Kirkjurnar verða eins og áður ein- ungis lýstar með kertaljósum. Að- göngumiðar við innganginn. Mozart við kerta- ljós Morgunblaðið/Sverrir Tónlistarhópurinn Camerarctica á æfingu í Dómkirkjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.