Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hulda Jónsdóttirfæddist á Svaða- stöðum í Viðvíkur- hreppi í Skagafirði 1. september 1921. Hún lést á Kristnes- spítala 8. des. síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Pálmason frá Svaðastöðum, f. 7.10. 1900, d. 12.8. 1955, og Sigurlaug Sigurð- ardóttir, f. 6.5. 1903, d. 23.2. 1971. Jón og Sigurlaug slitu sam- vistum meðan Hulda var enn á barnsaldri. Hulda átti eina alsystur, Önnu, f. 1922. Síðari maður Sigurlaugar var Gunnlaug- ur Björnsson, f. 1891, d. 1962, og sonur þeirra var Björn Gunnlaugs- son, f. 1926, d. 1990. Síðari kona Jóns var Arnfríður Jónasdóttir, f. 1905, d. 2002, og voru börn þeirra: Erla, f. 1931, d. 1997, Pálmi, f. Grétar, f. 29.2. 1960, kona hans er Svanfríður Sigurðardóttir. Þau eru búsett á Akureyri og eiga fjög- ur börn. 4) Margrét Hulda, f. 9.10. 1962, maður hennar er Árni Ragn- arsson. Þau eru búsett á Sauðár- króki og eiga þrjár dætur. Mar- grét á eina dóttir úr fyrri sambúð með Birgi Arasyni. 5) Rögnvaldur Bragi, f. 2.9. 1965, kona hans er Birna Guðrún Baldursdóttir. Þau eru búsett á Akureyri og eiga einn son. Hulda fór í húsmæðraskólann á Hallormsstað og útskrifaðist það- an 1942. Síðan fór hún í Ljós- mæðraskólann og útskrifaðist það- an sem ljósmóðir 1944. Eftir að Hulda og Rögnvaldur giftust tóku þau við búi á Marbæli og byggðu þar upp öll hús og juku við ræktun. Samhliða húsmóður- störfum sinnti hún ljósmóðurstörf- um um tíma í Hofsósumdæmi. Árið 1972 bregða þau hjónin búi og flytja til Akureyrar þar sem Hulda starfaði um skeið í Efna- verksmiðjunni Sjöfn og Skógerð Iðunnar. Útför Huldu fer fram frá Gler- árkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1933, Hreinn, f. 1943, og Þórdís, f. 1947. Eftir skilnað for- eldra sinna ólst Hulda upp hjá afa sínum og ömmu á Svaðastöðum, þeim Pálma Símonar- syni og Önnu Friðriks- dóttur ásamt syni þeirra Friðrik, f. 1918, d. 2001. Hinn 4. ágúst 1945 giftist Hulda Rögn- valdi Jónssyni, f. 23.2. 1918, d. 8.11. 2002. Foreldrar hans voru hjónin Jón Erlends- son, f. 18.12. 1870, d. 26.9. 1960, og Anna Rögnvaldsdóttir, f. 5.8. 1878, d. 2.3.1955. Börn Huldu og Rögn- valdar eru: 1) Anna Sigfríður, f. 9.1. 1946, búsett á Akureyri. 2) Sigurður Pálmi, f. 14.7. 1949, kona hans er Bryndís Óladóttir. Þau eru búsett á Hofsósi og eiga fjögur börn og fimm barnabörn. 3) Jón Þegar ég minnist Huldu systur minnar fyllist hugurinn gleði. Hún var 12 árum eldri en ég og fóstra mín, sem barns, í bernskuminning- um mínum er hún mér sem skær stjarna. Síðar á okkar manndómsárum hittumst við oft og reglulega. Hulda giftist árið 1945 Rögnvaldi Jónssyni frá Marbæli í Óslandshlíð. Á Mar- bæli bjuggu þau góðu búi, uns þau hættu búskap og fluttu til Akureyr- ar, að Víðimýri 5, við Stórholt og síð- ast í Skarðshlíð 14. Alla þessa staði lífgaði Hulda með sinni smitandi kæti og húmor, sem ljúft er að minn- ast, hún hafði sérstaklega gott lag á að sjá spaugilegar hliðar á málum, var sannur gleðigjafi öllum sem höfðu samneyti við hennar heimili og þeir voru margir, því jafnframt hús- móðurstarfinu á Marbæli sinnti hún ljósmóðurstarfi fyrir Hofsós og sveitina. Hennar gamansama lund dró að sér vini, sem nú á skilnaðar- stundu er tregt um mál. Mætti Hulda mæla hér, þá giska ég á að hún mundi hasta á okkur og segja: „Uss, látið ekki svona, verið þið kát, mín vegna. Hugsið um litlu börnin, þau óttast þennan sorgarsvip á ykkur.“ Sorgin lamar og besta ráðið til að eyða henni er að fagna – fagna yfir að erfiðri baráttu er lokið – fagna yfir einstökum kynnum við sérstæða og dásamlega manneskju, kynnum sem enginn getur frá okkur tekið, þau lifa út yfir gröf og dauða. Deilum okkar góðu minningum með litlu ömmu- og langömmubörn- unum hennar sem ekki hafa átt þess kost að nærast á alúð og orðsnilld Huldu. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur út minni. Og nú ertu gengin á Guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Fr. St.) Kæru aðstandendur, við Edda sendum okkar innilegustu saknaðar- og samúðarkveðjur með vissu um að blessun Guðs fylgir minningu Huldu Jónsdóttur frá Marbæli. Pálmi Jónsson. Djúp virðing og þakklæti er mér efst í huga þegar ég hugsa til Huldu tengdamóður minnar. Að fá að kynn- ast konu eins og henni eru forrétt- indi. Hulda sá fegurðina í umhverf- inu hvar sem hún fór og var alveg sama hvort það var fallegur hestur, himinn, sólarlag eða bara mynd í blaði, allt gat hrifið hana. Að fara með henni í búðir var líka alveg einstök upplifun. Hulda var mikil húsmóðir og ann- að eins kaffiborð og hjá henni á venjulegum virkum degi hafði ég varla séð fyrr en ég kom inn í fjöl- skylduna. Þær minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til Huldu eru af henni raulandi í eldhúsinu eitthvað að sýsla, gangandi á milli blómanna sinna eða sitjandi með handavinnu. Hulda hafði mikla ánægju af söng og slepptu þau hjónin varla úr þeirri söngskemmtun sem annað hvort Karlakórinn Heimir eða Álftagerð- isbræður héldu hér fyrir norðan og er það vel við hæfi að það skulu vera bræðurnir frá Álftagerði sem syngja nú fyrir hana í hinsta sinn. Það er varla hægt að hugsa um þau Huldu og Valda án þess að hugsa um Siffu líka. Það gæti margur verið stoltur af aðeins broti af öllu því sem hún gerði fyrir foreldra sína og á hún þakklæti skilið fyrir allt sitt framlag. Samband þeirra Huldu var einstakt, þær voru ekki aðeins mæðgur heldur líka bestu vinkonur. Seinustu fjögur árin hefur Hulda dvalist á Kristnesspítala við einstaka alúð og hlýja umönnun starfsfólksins þar og fær það okkar innilegustu þakkir fyrir. Við getum glaðst yfir því að góð kona hefur fengið langþráða hvíld og við vitum að vel hefur verið tekið á móti henni. Guð blessi minningu Huldu M. Jónsdóttur. Svanfríður Sigurðardóttir. Hulda M. Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja að Marbæli í Óslandshlíð, er látin rúmlega áttatíu og eins árs að aldri. Það varð stutt á milli andláts þeirra heiðurshjóna, Huldu og Rögn- valdar Jónssonar, sem lést fyrir rétt- um mánuði síðan 8. nóvember. Fór vel á því eins samtaka og samrýnd og þau voru. Hulda var fædd á Svaðastöðum í Viðvíkursveit og ólst þar upp hjá afa sínum og ömmu, stórbóndanum og bændahöfðingjanum Pálma Símon- arsyni og konu hans, Önnu Friðriks- dóttur. Heimilið á Svaðastöðum var fjölmennt, rómað menningar- og myndarheimili, margt vinnufólk var þar á þessum tíma enda búið stórt og næg verkefni. Umtalað var hve þau hjón bjuggu við mikla hjúasæld, sama fólkið var þar árum saman og eitt sinn var stórbóndinn Pálmi spurður að því hvers vegna hann hefði orðið svona ríkur og hann svar- aði að bragði: Af góðum hjúum. Kynni okkar Huldu hófust er hún kom sem kaupakona til föður míns að Hofi í Hjaltadal vorið 1943, en þá hafði hún nýlokið námi við Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. Um sumarið unnum við saman á engjun- um og urðum mjög góðir vinir, þótt hún væri 22 ára en ég ekki nema 10 ára. Um haustið fór Hulda til náms í ljósmóðurfræði við Landspítalann og að námi loknu var hún skipuð ljós- móðir í Hofsóshéraði og sinnti því starfi af trúmennsku og alúð í nokk- ur ár. Hulda var mikil mannkostakona, stórbrotin í lund og að atorku og kjarki, kát og skemmtileg. Há og grönn, fríð sýnum og það entist henni til hinstu stundar. Árið 1945 giftist Hulda Rögnvaldi Jónssyni bónda á Marbæli og þar hófu þau búskap. Ungu hjónin unnu á jörðinni miklar jarðarbætur og byggðu upp allan húsakost. Þeim búnaðist vel á Marbæli og bjuggu þar af myndarskap í tuttugu og sjö ár eða til ársins 1972, er þau seldu jörð og bústofn og fjölskyldan flutti til Akureyrar og keypti þar ágætt einbýlishús að Víðimýri 5 og þar stóð glæsilegt heimili þeirra til margra ára, en síðar færðu þau sig um set að Skarðshlíð 14 A. Rögnvaldur fór að vinna hjá Bygg- ingarvöruverslun KEA og starfaði þar í mörg ár eða fram yfir sjötugt, en Hulda starfaði í hlutastarfi hjá Gefjun. Þannig hafa árin liðið, þau hjón voru alla tíð ástfangin og hamingju- söm, enda einstakir öðlingar bæði tvö. Lífið var þeim gjöfult, þau eign- uðust fimm börn, sem öll eru mann- kostafólk, barnabörn og barnabarna- börn, sem elskuðu ömmu sína og afa og komu oft í heimsóknir til þeirra og áttu með þeim hamingjustundir. Ég á þeim Huldu og Rögnvaldi margt að þakka, ég kom til þeirra tæpra 14 ára gamall eftir að hafa misst föður minn, þau veittu mér hlýju, heimili og öruggt skjól þegar ég þurfti mest á að halda. Það var gott að eignast vináttu þeirra og traust. Sú vinátta hefur varað alla tíð og við átt ógleymanlegar samveru- stundir á liðnum áratugum. Við hjónin sendum innilegar sam- úðarkveðjur til barna þeirra og fjöl- skyldna og biðjum þeim blessunar Guðs. Ég kveð svo Huldu vinkonu mína og fóstru með orðum Davíðs Stefáns- sonar: Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm svæfir þig við sinn móður barm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð. Sigurður Þórhallsson. Einhverjar fyrstu minningar mín- ar tengjast því er amma og Guðfinna voru að segja okkur Gunnlaugi að Hulda á Marbæli væri systir mömmu og við Gunnlaugur og Anna Sigfríður og Sigurður Pálmi værum frænd- systkin. Þegar fólkið frá Marbæli kom í heimsókn var hátíð. Ljómi var yfir ferðum í Marbæli sem mér fannst standa í þéttbýli. Samkomu- hús sveitarinnar, Hlíðarhúsið, stóð og stendur enn í túnfætinum og ör- stutt til næstu bæja. Stundum nutum við systkinin á Laufhóli líka góðs af því að vera boðin á skemmtanir í Ós- landshlíðinni. Í bernsku minni í Við- víkursveit var eins og húsagatilskip- unin frá árinu 1746 hafi loksins verið tekin alvarlega; menn fóru til og rifu samkomuhús sveitarinnar, Lækjar- húsið, og hættu að dansa. Ferðirnar í Óslandshlíðina bættu það upp. Eftir að Hulda og Rögnvaldur fluttu til Akureyrar hittumst við öðru hvoru, hún miðlaði mér fróðleik um liðinn tíma og henni var annt um að fylgjast með fjölskyldunni. Hulda talaði hreint út um hluti eins og við gerum stundum sem ættuð erum frá Svaðastöðum. Ég man að hún sagði einu sinni um ungling frá „góðu heimili“ sem ratað hafði á refilstigu: „Auðvitað vantaði hana ekkert nema ást og umhyggju.“ Hún var afar mannglögg og ég man eftir hvað henni var mikið niðri fyrir þegar Jón Kristjánsson hafði lokið námi úr Samvinnuskólanum og hún sagði: „Hann verður að fá vinnu hérna. Við megum ekki missa hann úr hér- aðinu.“ Fyrir rúmum fimm árum hittumst við Hulda stutta stund og þá sagði hún mér að ég þyrfti að koma aftur og stoppa lengi, hún ætti eftir að segja mér svo margt frá Svaðastöð- um. Skömmu síðar veiktist hún. Við Sigrún sendum frændsystkinunum mínum frá Marbæli og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur en nú hafa báðir foreldrar þeirrar hafa verið kallaðir á braut með skömmu milli- bili. Símon Steingrímsson frá Laufhóli. Nú ertu búin að kveðja í hinsta sinn, elsku amma. Elsku besta amma mín með silfurhvíta englahárið og stóru krullurnar sem var svo gott að renna fingrunum í gegnum. Minn- ingarnar sem ég á um þig eru svo hlýjar og góðar og það er svo gott að verma sig við þær. Þú varst mér allt- af svo góð og mér fannst svo gaman að koma til ykkar afa. Það fyrsta sem ég heyrði var tifið í prjónunum þín- um og svo sagðir þú: „Nei, er ekki litla skottið hennar ömmu komið,“ og tókst svo þéttingsfast utan um mig og við knúsuðumst heillengi. Þær voru ófáar sögurnar sem þú last fyrir mig þegar ég gisti hjá ykkur afa og það var svo gott að fá að kúra á milli ykkar. Okkur fannst báðum gott að sofa á morgnana og þegar við vökn- uðum var afi alltaf tilbúinn með morgunkaffi sem að við gæddum okkur á. Það var alltaf svo gaman hjá okkur, því að við höfðum alltaf nóg að gera, baka, prjóna, spila og svo allar búðarferðirnar okkar. Ég á einnig svo fallegar og góðar minningar um öll ferðalögin okkar með afa og Siffu, þá sast þú frammí og söngst fallegu lögin þín. Þú varst alltaf hress, brost- ir og hlóst og fannst gaman ef ég var að segja þér hvað hefði verið að ger- ast hjá mér. Þú vildir alltaf fylgjast með þínu fólki og sýndir því mikla væntumþykju og hlýju. Elsku amma, loks fékkst þú hvíld- ina frá þínum erfiðu veikindum og ert komin til afa og Rakelar og ég veit að þau taka vel á móti þér og þið njótið þess að vera saman. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera eins mikið hjá ykkur og ég var, því þið voruð mér svo kær. Ég kveð þig nú, elsku amma mín, og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, það er mér mikils virði. Minning þín mun lifa í hjarta mér meðan ég lifi. Hvíl í friði. Þín Inga Berglind. Elsku amma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þú lést ekki afa bíða lengi eftir þér og nú getið þið haldið jólin saman eins og öll þessi ár sem þið hafið átt saman. Við eigum öll alveg óteljandi myndir af þér í huganum sem hlýja okkur um hjartað þegar við rifjum þær upp. Við munum aldrei eftir þér öðruvísi en brosandi, raulandi fyrir munni þér hvort sem það var sálmur eða jólalag um mitt sumar. Eins er ofarlega minningin um alla íþrótta- leikina sem voru háðir á ganginum í Skarðshlíðinni þegar við vorum hjá ykkur í vikulegu pössuninni. Það eru nú ekki allar ömmur sem kaupa stuttbuxur og bolta til að geta spilað fótbolta við barnabörnin. Pabbi og mamma hræddust það oft að við ætt- um eftir að ganga alveg frá þér. Oft buðum við vinum okkar með í heim- sókn til ykkar afa því við vildum að fleiri fengju að njóta þeirrar hlýju og væntumþykju sem ætíð mætti okkur þegar við komum í heimsókn, svo ekki sé minnst á öll sætindin og kök- urnar sem glöddu litlu munnana. Elsku amma, við eigum svo marg- ar minningar um þig að ekki er hægt að koma þeim öllum að hér en við munum geyma þær í huganum og vitna í þig þegar við á svo lengi sem við lifum, því virðingin fyrir þér verð- ur alltaf til staðar. Við eigum eftir að sakna þín, þrátt fyrir að við gleðj- umst yfir því að nú líði þér betur og sért orðin þú sjálf aftur. Hvíldu í friði, elsku amma. Sigurður, Hulda Dröfn, Valdís Anna og Ásta Heiðrún. Mig langar að minnast hjónanna Huldu Jónsdóttur og Rögnvaldar Jónssonar er létust með mánaðar millibili. Rögnvaldur móðurbróðir minn og Hulda giftust 4. ágúst 1945 og fóru að búa á Marbæli í Óslandshlíð þar sem foreldrar hans höfðu búið allan sinn búskap. Þetta var mikill atburð- ur fyrir mig. Ég var feimin við þessa ókunnu konu sem komin var í Mar- bæli. Nú yrði ég að vera stillt og prúð næst þegar ég kæmi í heimsókn. En feimnin fór fljótt. Hulda tók þessari stálpuðu stelpu opnum örmum með sinni alkunnu glaðværð og Valdi frændi breyttist ekkert í viðmóti við mig. Þannig var það að strax á ung- lingsárum mínum myndaðist sú vin- átta og tryggð við þau hjónin sem entist alla ævi þeirra. Þau voru sann- ir vinir bæði í sorg og gleði. Þau hjón voru ákaflega gestsrisin og gestagangur mikill á heimilinu. Þau voru samhent í því að taka vel á móti gestum og veita vel. Það var oft glatt á hjalla við kaffiborðið hjá þeim, margt skrafað og hlegið dátt, nóg kaffi og mikið af brauði. Hulda var myndarleg húsmóðir, gædd mikilli lífsgleði og frábærlega skemmtileg í viðræðum og hnyttin í svörum. Rögnvaldur var meiri alvörumaður en kátur og hress í tali og traustur maður í orði og verki, vann verk sín af trúmennsku bæði fyrir sig og aðra. Heimili þeirra var mikið myndar- og regluheimili, hvar sem þau bjuggu, og voru þau hjón samhent í því sem öðru. Þau byggðu upp öll hús á Mar- bæli og ræktuðu túnið en 1972 seldu þau jörðina og fluttu til Akureyrar en þar bjuggu þau til æviloka. Rögn- valdur vann í byggingarvöruverslun KEA. Þau voru alla tíð miklir Skag- firðingar og þegar Karlakórinn Heimir og Álftagerðisbræður sungu á Akureyri létu þau sig ekki vanta í salinn. Þau höfðu yndi af hlusta á söng og góða músík. Þau áttu miklu barnaláni að fagna, eignuðust fimm mannvænleg börn, þrettán barna- börn og fimm barnabarnabörn. Eina sonardóttur misstu þau níu ára gamla. Það varð þeim mikill harmur. Árið 1998 í júlí veiktist Hulda, lamaðist alveg hægra megin og missti málið. Þannig lá hún á Krists- nesspítala til dauðadags. Þessi ár hafa verið mjög erfið fyrir alla í fjöl- skyldunni, ekki síst fyrir Rögnvald og Önnu, dóttur þeirra, en hún var þeim sterk stoð í veikindum þeirra beggja. Nú er Hulda laus úr þessun erfiðu fjötrum og sál hennar gleðst eilíflega með ástvinum sínum og vin- um í æðri heimum þar sem Valdi var kominn á undan henni laus við sitt krabbamein og hefur tekið á móti henni. Ekki væri ég hissa þótt hefði verið bakað og hellt á könnuna. Ég kveð þau Huldu og Valda með innilegu hjartans þakklæti fyrir allt sem þau voru mér og minni fjöl- skyldu alla tíð. Guð blessi minningu þeirra. Börnum og afkomendum þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Margrét Kristjánsdóttir. Með þessum orðum vil ég minnast þeirra hjóna Huldu og Valda. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu þau með börnum sínum á Marbæli í Ós- landshlíð. Valdi var bróðir ömmu minnar sem dó áður en ég fæddist svo þau voru bæði ættingjar og ná- grannar á bernskuárum mínum. HULDA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.