Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MADELEINE Albright, fyrrver- andi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lýsti aðdáun sinni á hugrekki Biljönu Plavsic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, er hún bar vitni fyrir stríðsglæpadómstóli Sam- einuðu þjóðanna í Hollandi í gær. Sagði Albright að þó að Plavsic hefði vissulega verið einn af forystumönn- um Bosníu-Serba á meðan á Bosn- íustríðinu stóð 1992–1995 hefði hún seinna unnið í þágu Dayton-friðar- samkomulagsins. Albright hvatti ekki til þess að dómarar sýndu Plavsic linkind. Engu að síður er talið að með því að horfa til þess hlutverks, sem Plavsic lék eftir að samið hafði verið um frið í Bosníu-Herzegóvínu, hafi Albright styrkt málstað verjenda sem fara fram á að nefnd sinnaskipti Plavsics og játning hennar verði höfð til hlið- sjónar þegar refsing er ákveðin. Albright, sem er hæst setti bandaríski embættismaðurinn sem hefur borið vitni fyrir stríðsglæpa- dómstólnum, sagði að hún hefði haft fyrirlitningu á þeirri öfgaþjóðernis- stefnu sem réð ríkjum meðal Serba í gömlu Júgóslavíu á síðasta áratug síðustu aldar. Afstaða hennar til Plavsic hefði hins vegar breyst eftir fund þeirra 1997, en Albright var þá orðin utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Albright hafði verið sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ 1993–1997 og átti þá m.a. þátt í því að stríðsglæpa- dómstólnum var komið á fót. Var Plavsic forseti lýðveldis Bosn- íu-Serba árin 1996–98, sem sett var á laggirnar í samræmi við Dayton- friðarsamkomulagið frá 1995, en hún hafði verið næstráðandi Radov- ans Karadzics, leiðtoga Bosníu- Serba, á meðan á Bosníustríðinu stóð. Eftir Dayton-samningana skildu leiðir með þeim Plavsic og Karadzic en Karadzic leikur enn lausum hala vegna glæpa sem hann er talinn bera ábyrgð á í Bosníustríðinu. Albright sagði að sér hefði orðið ljóst er hún hitti Plavsic að sú síð- arnefnda gerði sér grein fyrir því að hlutirnir hefðu farið úr böndunum. Vissulega hefði hún enn stjórnast af serbneskri þjóðernisstefnu, er þær hittust 1997, en að henni hefði þá verið orðið mjög í mun að vinna að friði. „Við verðum að bera virðingu fyr- ir þeim sem hafa lýst sig seka, hafa í reynd gengist við ábyrgð og hafa sýnt sig reiðubúna til að svara fyrir misgjörðir sínar,“ sagði Albright um Plavsic. Carl Bildt, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svíþjóðar og sáttasemjari SÞ í Dayton-friðarviðræðunum, tók í sama streng. Hann sagði Plavsic hafa stofnað lífi sínu í hættu er hún ákvað að styðja Dayton-samn- ingana. Án hennar hefði verið mun erfiðara og hættulegra að hrinda samkomulaginu í framkvæmd. Á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi Plavsic lýsti sig í október seka vegna einnar ákæru um ofsóknir gegn múslimum og Króötum í Bosn- íu. Aðrar ákærur voru í kjölfarið felldar niður, m.a. ákæra vegna þjóðarmorðs. Hún á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en hefur bent á að hvers konar dómur, sem gerir ráð fyrir fangelsisvist, sé í reynd lífstíð- ardómur, enda sé hún orðin 72 ára gömul. Í játningu Plavsic, sem hún las fyrir dómi í gær á serbnesku, gengst hún við ábyrgð sinni og segir að á sínum tíma hafi hún neitað að trúa sögum um ódæðisverk Serba. Í stað- inn hafi hún trúað því að hún væri sannarlega að berjast fyrir tilveru- rétti Serba í Bosníu. Ótti hefði lam- að dómgreind hennar. „Ég hef nú komist á þá skoðun, og viðurkenni, að mörg þúsund sak- lausra borgara máttu þola skipu- lagðar ofsóknir af hálfu Serba,“ sagði Plavsic. „Sú vitneskja að ég ber ábyrgð á þjáningunum og því að hafa stuðlað að slíkri hegðun landa minna mun ávallt þjaka mig.“ Lýsti hún jafnframt þeirri von sinni að játning hennar gæti orðið til þess að hjálpa múslimum, Króötum og Serbum í Bosníu að komast und- an oki hatursins, sem þá þjakaði. Plavsic segir ótta hafa lamað dómgreind sína Madeleine Albright hrósar Plavsic fyrir hugrekki hennar Haag. AP. AP Madeleine Albright í réttarsalnum. AP Plavsic hlýðir á vitnisburð Albright. STARFSMAÐUR á fjármálamark- aði í Tókýó, klæddur jólasveinabún- ingi, teygir úr sér er tækifæri gafst í gærmorgun. Nikkei-hlutabréfa- vísitalan var á uppleið í gær eftir að hafa stefnt niður um nokkurt skeið. Reuters Jólaskap á peninga- markaði FULLYRÐINGAR um að fyrirhug- uð stækkun Evrópusambandsins í maí 2004 verði til þess að fjárhagur þess fari algerlega úr skorðum eru „algerlega rangar“. Þetta sagði Michaele Schreyer, sem heldur um pyngju ESB, á fundi með blaða- mönnum í Brussel á mánudag. Frá ummælum Schreyers er sagt á vefritinu euobserver.com. Schreyer sagði að ríkin tíu, sem fá inngöngu í ESB í maí 2004, fái 25,1 milljarð evra á ári hverju frá sam- bandinu fyrstu þrjú árin, þ.e. 2004, 2005 og 2006. Þau þurfa hins vegar að greiða á móti í sjóði ESB sam- anlagt 14,7 milljarða evra. Ríkin fimmtán, sem fyrir eru í samband- inu, munu þurfa að greiða mismun- inn, um 10,3 milljarða evra. Sagði Schreyer að ekki hefði verið hægt að hugsa sér viðunandi niðurstöðu. Útreikningarnir fela í sér að stækk- un ESB muni kosta hvern íbúa ríkjanna 15, sem fyrir eru í ESB, 9 evrur á ári. Þegar fjallað var um stækkun ESB á leiðtogafundi í Berlín 1999 var gert ráð fyrir að styrkir til handa nýjum ríkjum gætu mest numið 34,5 milljörðum evra. Talan sem nú er miðað við er því 9,4 millj- arði evra lægri. Schreyer sagði þetta stafa af því að á fundinum í Berlín hefði verið gert ráð fyrir að stækkunin ætti sér stað þegar árið 2002. Undirbúningsaðstoð leggst af Útreikningar þessir fela í sér að núverandi aðildarríki munu leggja til stækkunarinnar 0,043% af lands- framleiðslu sinni á 2004. Fyrir Belga þýðir þetta, ef miðað er við verðlag 1999, framlög upp á 340 milljónir evra, fyrir Þýskaland 2,662 milljarða og fyrir Ítalíu 1,608 millj- arða. Fram kom í máli Schreyers að frá og með 1. janúar 2004 myndi leggj- ast af sérstök aðstoð til handa Mið- og Austur-Evrópuríkjunum, sem ganga í ESB í maí það ár, vegna inngöngunnar. Aðstoð til Búlgaríu og Rúmeníu, sem gert er ráð fyrir að gerist aðilar árið 2007, verður hins vegar aukin að sama skapi. Hver íbúi landanna greiðir 9 evrur á ári Stækkun ESB ÍRASKIR útlagar luku formlega fundi sínum í London í gær með samkomulagi um stærð forseta- nefndar sem þeir vonast til að geti tekið við af Saddam Hussein for- seta í Bagdad. Ekki var þó fyllilega ljóst í gær hvort útlagarnir höfðu komið sér saman um hvernig ná- kvæmlega nefndin skuli samsett og héldu þeir áfram að funda eftir að ráðstefnu þeirra var formlega lok- ið. Lokafundur ráðstefnunnar tafð- ist vegna þess að fulltrúar fimm samtaka Shiita-múslíma gengu út og sögðust ekki geta sætt sig við meinta yfirdrottnun stærri flokks Shiita á ráðstefnunni, Æðstaráðs íslömsku byltingarinnar í Írak, sem hefur bækistöðvar í Íran og fékk flest sæti í forsetanefndinni. Búist var við að kúrdískir hópar fengju líka mörg sæti. Sheik Jamal al-Wakil, foringi eins hópanna sem gekk af fund- inum, Íslömsku sáttmálasamtak- anna, sagði við fréttamenn: „Þessi ráðstefna reyndist vera vettvangur yfirgangs Æðstaráðsins. Við neit- um að samþykkja ályktun sem veit- ir aðeins einum hópi alger yfirráð yfir íröskum shiita-múslimum. Við höfnum líka þessari einræðis- stjórn.“ Deilurnar á ráðstefnunni endur- spegla þann djúpa klofning sem er meðal íraskra shiita, sem eru um 60% írösku þjóðarinnar, og skiptast í fylkingar íhaldssamra og frjáls- lyndra. Ráðstefnan átti að standa í þrjá daga en harðar deilur um skipan forsetanefndarinnar urðu til þess að hún stóð í fimm daga. Storma- samri ráð- stefnu út- laga lokið London. AP. FORSETAKOSNINGAR verða í Suður-Kóreu á morgun og er stefnan gagnvart Norður-Kóreu eitt af mik- ilvægustu málum kosningabarátt- unnar, að sögn BBC. Fráfarandi forseti, Kim Dae-jung, hefur fylgt svonefndri „sólskins- stefnu“ sátta í samskiptum við kommúnistastjórnina í N-Kóreu en er nú gagnrýndur og sagt að stefnan hafi engan árangur borið. Tveir öfl- ugustu frambjóðendurnir eru Roh Moo-hyun, sem er í stjórnarflokki Kims, Þúsaldarlýðræðisflokknum, og Lee Hoi-chang, forsetaefni Stóra þjóðarflokksins. Bannað er að gera skoðanakannanir í kosningabarátt- unni en talsmaður Lee segir að hann hafi minnkað fylgismun sem var á honum og Roh. Tvísýnt í S-Kóreu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.