Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJU og næstsíðustu tónleik- arnir í tilefni af tíu ára afmæli Klais- orgels Hallgrímskirkju voru á sunnudag, þegar þýzki organistinn Christian Schmitt (26) sýndi listir sínar og um leið raddprýði þessa þegar víðrómaða hljóðfæris. Hin glæsta Es-dúr Prelúdía Bachs, sem ásamt Fúgunni mögnuðu í sömu tóntegund skagar sitt hvorum megin upp úr kóralforspilum og dú- ettum III. hluta Clavierübung líkt og tveir Lómagnúpar, var efst á blaði, og síðan fúgan – með kóralforspilið BWV 659 þar á milli til undirstrik- unar áðurnefnds upphaflegs aðskiln- aðar. Jafnvel þótt samhengið ætti að vera augljóst (ekki aðeins sameigin- leg tóntegund heldur líka þríein þriggja stefja „Þrenningar“-upp- bygging í hvorum verkhluta), kvað Mendelssohn fyrstur hafa lagt til að leika prelúdíuna og fúguna sem eitt verk, eins og venja hefur verið upp frá því. Orð fá ekki lýst tign þessara höfuðverka orgelbókmennta; pre- lúdían í leikandi fjörugu en víðfeðmu concerto grosso formi, og þrefalda fúgan (auknefnd „St. Anne“ í ensku- mælandi löndum) sannkölluð pólý- fónísk upphafning í snilldarlegri samtvinnun þriggja stíla – „spil- fúgu“, „dansfúgu“ og alla breve rit- hætti ricercars. Schmitt lék meist- aravel við oftast skemmtilega skýra registrun, þó að stundum þykkt raddvalið í fúgunni styddi fyrri grun manns að jafnvel fyrir orgel er risa- hljómgun Hallgrímskirkju einum of mikil þegar mest og hraðast á geng- ur. Nun komm der Heiden Heiland kom ekki illa út í miðju sem e.k. hæg- ur miðþáttur í þrístrendu Vivaldísku konsertformi við nærri hvíslandi raddval og sálmalags-C.F. úr svolítið dreissugt nefkveðnum engilsstrjúpa. Tandurskýr spilamennska, að auki borin uppi af tærri registrun, einkenndi Ciaconu miðbarokkmeist- arans Pachelbels, og veitti tilbrigða- formið upplagt tækifæri til fjöl- breyttra litaskipta sem Schmitt valdi af músíkölsku hugviti, framan af með blokkflautublæ. Meðal skemmtilegri hugdettna mætti nefna stað þar sem hátíðniblístrur tístu ofurveikt líkt og úr órafjarlægð. Þá kom Dieu parmi nous (Guð meðal vor) eftir Olivier Messiaen, einn hressilegasti kaflinn úr risaverki hans La Nativité du Seigneur. Fór ungi virtúósinn létt með að skila bæði fítonskrafti og eldsnöggu tokkötutipli þessa fyrir sinn tíma gíf- urlega framsækna og sprengnjörv- aða verks af – í stöðunni – undra- verðum skýrleika, sem knúði mann ósjálfrátt til endurmats á fyrri for- dómum um langdræga naflaskoðun höfundar. Hið latneskt blóðheita Salamanca úr Hamburger Tänze Guys Bovets (f. 1942) frá 1979 hófst lauflétt spíg- sporandi á loft við púkablístrur og „bumbu“slátt úr pedal, en leiddi síð- ar yfir í pólýfónískar ágmenta- og dímínúsjónir á þjóðlega spænskætt- aða viðfangsefninu, áður en lauk með mikilli skotfimi svo vantaði bara púð- urreykinn. Þrælsnúin Kóralfantasía „hins villta“ Max Regers um Wachet auf, ruft uns die Stimme Op. 52,2 myndaði síðan dúndurniðurlag við hæfi þar sem Schmitt fór á kostum með hreint fruntagóðri spila- mennsku er spannaði gríðarstórt til- finningasvið, allt frá innhverfustu dulúð og flóknum raddfærslufléttum yfir í dynjandi dómsdagsbrávallagný „unter Donner und Blitz“. Að fá heillandi músík úr slíkri fingur- og leggjabrjótasúpu gekk göldrum næst, en það tókst engu að síður hin- um – virðist óhætt að spá – verðandi stórsnillingi, er kvittaði fyrir góðar undirtektir með fisléttu „sirkuslíru- kassastykki“ sem aukalagi. Ungur orgelgaldramaður TÓNLIST Hallgrímskirkja J. S. Bach: Prelúdía og fúga í Es BWV 552/1-2. Nun komm der Heiden Heiland BWV 659. Pachelbel: Ciacona í f. Mess- iaen: Dieu parmi nous. Bovet: Salam- anca. Reger: Wachet auf Op. 52,2. Christian Schmitt orgel. Mánudaginn 16. desember kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ANDRÉ Breton, einn frumkvöðla súrrealismans á síðustu öld, lét eftir sig gríðarmikið safn lista- verka þegar hann lést árið 1966. Íbúð hans á Rue Fontaine í Pig- alle-hverfinu í París, þar sem hann bjó öll sín fullorðinsár, var yfirfull af alls kyns verkum, ljós- myndum, málverkum, styttum og bókum auk skrifa hans sjálfs um listir, menningu og fleira. Í safni hans eru meðal annars verk sem aðrir tileinkuðu honum, þar með talið bækur eftir austurríska sál- fræðinginn Freud, rússneska byltingarmanninn Trotsky og franska skáldið Appollinaire. Listamenn sem eiga verk í safni Bretons eru Picasso, Miró, Matta, Man Ray, Duchamp, André Mas- son, Victor Brauner, Francis Pic- abia, Kandinsky, Max Ernst og fleiri. Safnið er því talið einstakt, en í því eru einnig margar frum- heimildir Bretons og vina hans er varða tilurð og stefnu súrrealism- ans. Eftir að ekkja Bretons lést fyrir tveimur árum, lét einkadótt- ir hans af fyrra sambandi skrá- setja allt safnið, og telur það um 5.300 einingar og er verðmæti þess áætlað milli þrjátíu og fjöru- tíu milljóna Bandaríkjadala. Þar sem franska ríkið hefur ekki sýnt áhuga á að kaupa þetta merka safn, hefur dóttir Bretons nú ákveðið að selja það á uppboði í París í vor að því er kemur fram í frétt New York Times í gær. Súrrealismi til sölu Les Amoureux eftir Francis Pic- abia frá árinu 1925 er meðal verkanna í safni André Bretons. ANNA Dóra opnar sýningu í Gall- eríi Smíðum og skarti, Skólavörðu- stíg 16A, í dag kl. 18. Þetta er fyrsta einkasýning listakonunnar hér á landi en hún hefur búið í Frakklandi undanfarin 25 ár. Anna Dóra hefur sýnt víðsvegar um Frakkland og víðar, meðal ann- ars á stórum hótelum og sjúkra- húsum. „Undanfarið hef ég málað talsvert fyrir krabbameinsveik börn. Það eru dyr á sjúkrahúsum sem maður á ekki auðvelt með að opna en gefur manni afskaplega mikið,“ segir Anna Dóra sem einnig hefur unnið talsvert fyrir hjálp- arstofnun sem kennd er við for- setafrú Frakklands. Sýningin er opin á verslunartíma en henni lýkur á laugardag Eitt verka Önnu Dóru á sýningunni. Anna Dóra opnar einkasýningu EVRÓPUVERKEFNIЄDestination Viking – Sagas& Storytelling“ hefur fengið styrk úr sjóði Northern Periphery- áætlun ESB sem Íslendingar gerð- ust aðilar að fyrr á þessu ári. Heild- arkostnaðaráætlun verkefnisins nemur einni milljón evra, u.þ.b. 85 milljónum króna. Þar af styrkir Evr- ópusambandið verkefnið um 50 millj- ónir og rennur um helmingur styrk- fjárins hingað til lands. Um er að ræða samstarf 18 „víkingaverkefna“ frá sex löndum: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð. Þá hafa aðilar frá eyjunni Mön á Írlandshafi og Leifsbúðum (L’Anse aux Meadows) á Nýfundna- landi óskað eftir að fá að taka þátt í verkefninu á eigin kostnað. Íslend- ingasögurnar eru samnefnari verk- efnisins. „Destination Viking – Sagas & Storytelling“ er fyrsta Northern Periphery-verkefnið sem er undir stjórn Íslendinga og jafnframt stærsta Evópuverkefni á sviði menn- ingarferðaþjónustu sem Íslendingar taka þátt í. Samningsaðili við Evr- ópusambandið um styrkinn er Byggðastofnun en verkefnisstjóri er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjón- ustunnar. Sex íslenskir þátttakendur eru í verkefninu: Atvinnuþróun- arfélag Vestfjarða með verkefni um Gísla sögu, Dalabyggð með Eiríks- staði og Leifsverkefnið, Safnahús Vesturlands með Egilsstofu, Grett- istak sf. í Húnaþingi vestra, Reykja- nesbær með víkingaskipið Íslending og uppsveitir Árnessýslu með verk- efni um Þjórsárdal og Þjóðveld- isbæinn. Rögnvaldur Guðmundsson verk- efnisstjóri segir að styrkurinn eigi vafalítið eftir að styrkja menning- artengda ferðaþjónustu hér á landi til muna og gera hana sýnilegri og draga um leið fram gildi Íslend- ingasagnanna fyrir okkur, og það sé líka meginmarkmiðið með verkefn- inu. „Hver þjóð vinnur sjálfstætt að sínum verkefnum, en við verðum einnig með sameiginleg verkefni og hluti styrksins rennur til þeirra. Meðal sameiginlegu verkefnanna er gerð heimasíðu, sem þegar er nú kominn vísir að; við hyggjumst gefa út handbók um helstu staði sem tengjast verkefnunum, og auk þess verðum við með samráðsfundi tvisv- ar á ári, – sá fyrsti verður hér á landi í febrúar einhvers staðar í upp- sveitum Árnessýslu. Menn vilja læra hver af öðrum og nýta sér Íslend- ingasögurnar sem eru grunnurinn að verkefninu. Orkneyingar nýta Orkn- eyingasögu, Færeyingar Fær- eyingasögu, Grænlendingar vinna meðal annars með Eiríks sögu Rauða og Grænlendingasögu, þann- ig að segja má að límið í verkefninu sé sagnaritun okkar. Við köllum þennan hópinn Saga Lands, en titill verkefnisins er Sagas and Storytell- ing.“ Rögnvaldur segir að stór verkefni séu þegar í gangi, styrkt af ríkisvald- inu, en þetta verkefni er það stærsta í menningarferðaþjónustu hér á landi sem notið hefur styrks Evrópu- sambandsins, og jafnframt er styrk- urinn sá stærsti sem sambandið hef- ur veitt til slíkra verkefna hér. Verkefnið er til þriggja ára og lýk- ur í árslok 2005. Víkingaverkefni fær 50 mkr. styrk hjá ESB Víkingaskipið Íslendingur leggur að landi við Brattahlíð á Grænlandi, þar sem endurbyggður skáli Eiríkis rauða og Þjóðhildarkirkja standa. ÞAÐ er einkennilegt hversu vel tónlistarmönnum tekst oft að fanga andblæ tónlistar sem er þeim fjar- læg, bæði menningarlega og land- fræðilega. Nærtæk og raunveruleg dæmi eru frábær upptaka japanskra tónlistarmanna á kantötum Bachs og hljóðritun Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands á verkum eftir Grikkjann Skalkottas. Duo de Mano er íslensk- ur gítardúett sem leikur suður-am- eríska danstónlist á nýjum geisla- diski. Og tekst vel upp. Dúettinn Duo de Mano skipa þeir Hinrik Bjarnason og Rúnar Þóris- son. Þeir eru báðir vel menntaðir gít- arleikarar, luku einleikara- og kenn- araprófi frá Tónskóla Sigursveins og fóru síðan utan til náms. Rúnar stundaði framhaldsnám í Lundi þar sem hann naut m.a. handleiðslu gít- aristans þekkta, Görans Söllschers. Hann lauk einnig phil. kand.-prófi í tónvísindum frá Lundúnaháskóla. Hinrik nam einnig í Lundi og naut líka tilsagnar Söllschers. Hann stundaði seinna nám í Þýskalandi og lauk prófi frá Tónlistarháskólanum í Aachen. Báðir stunda þeir tónlistar- kennslu hér á landi en hafa auk þess gítarleik að atvinnu. Efnisskrá þeirra félaga á þessum nýja diski er fjölbreytt og bráð- skemmtileg. Fyrst ber að nefna stærstu nöfnin, Brasilíumanninn Nazareth, Mexíkanann Ponce og Argentínumanninn Piazolla. Lög Nazareths hafa gjarnan snjallar og grípandi laglínur og eru lögin fjögur sem hér eru leikin engin undantekn- ing. Þótt nafn Nazareths sé ef til vill ekki mörgum kunnugt á vorum breiddargráðum þá hljóta margir að kannast við lokalagið í Nazareth- syrpunni, fingurbrjótinn Apanhei-te Cavaquinho. Tangóinn nr. 1 úr Tangósvítu fyrir tvo gítara (1984) eftir Piazolla er glæsilegt stykki og er hér sérstaklega vel leikið af þeim félögum Rúnari og Hinriki. Scherz- ino Mexicano eftir Manuel Ponce er ekki eitt af þekktustu lögum hans en vel þess virði að kynnast. Önnur tón- skáld á diskinum eru minna þekkt en þau dæmi sem þeir félagar gefa hlustendum sýna að hér er oftast um meira en liðtæka tónsmiði að ræða. Hver getur t.d. staðist Sons de Carr- ilhoer eftir João Pernambuco? Og ekki er síðra Modinha Brasileira eft- ir Celso Machado sem Rúnar og Hinrik leika með miklum bravúr. Glæsilega spilamennsku má t.d. líka heyra í Kúbönskum dansi eftir óþekktan höfund. Eina umkvörtunarefnið varðandi þennan annars skemmtilega disk er að í enda margra laganna fær tónn- inn ekki að lifa nægilega lengi og deyja síðan út á eðlilegan hátt. Þann- ig glatast rýmistilfinning og klipping verður skynjanleg. Þessi diskur á ábyggilega eftir að höfða til mjög breiðs hóps tónlistarunnenda enda á hann það fyllilega skilið. Góða skemmtun. Suður-amerísk skemmtitónlist Valdemar Pálsson TÓNLIST Geislaplötur Duo de Mano leikur tónlist eftir Ernesto Nazareth, Manuel Ponce, João Pernam- buco, Celso Machado, T. Tolstaja, Irina Kircher/Alfonso Montes, Radamés Gnattali, Astor Piazolla og Jorge Cardoso auk tveggja laga eftir óþekkta höfunda. Hljóðfæraleikur: Hinrik Bjarnason (gítar) og Rúnar Þórisson (gítar). Heildarlengd: 49’07. Útgefandi: R&R Music. DUO DE MANO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.