Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 39
✝ Erlendur Einars-son fæddist hinn
2. september árið
1914. Hann lést á
hjartadeild Landspít-
alans við Hringbraut
hinn 12. desember
síðastliðinn eftir
skamma sjúkdóms-
legu. Foreldrar hans
voru Einar Dagfinns-
son, f. 12.10. 1885, d.
31.5. 1970, og Ingi-
björg Guðjónsdóttir,
f. 6.4. 1888, d. 28.8.
1955. Systkini hans
voru Dagfinnur
Björn, f. 6.7. 1910, Ólöf, f. 6.5.
1912, Páll, f. 16.8. 1917, Guðný, f.
18.1. 1919, og Kristján, f. 13.6.
1920. Guðný er ein systkina Er-
lendar enn á lífi.
Hinn 14. október 1939 kvæntist
Erlendur Friðgerði Friðriksdótt-
ur sem lifir mann sinn og eign-
uðust þau þrjú börn. Þau eru: 1)
Einar, f. 2.12. 1939, eiginkona
Margrét Höskuldsdóttir og eiga
þau fjögur börn; Höskuld, Hilmar,
Erlend og Helenu. 2) Ardís, f.
30.11. 1943, eigin-
maður Sigurður
Hermannsson, d. 15.
desember 1988, þau
eiga þrjár dætur;
Gerði, Fjólu og
Svövu. 3) Ingibjörg,
f. 3.9. 1947. Hún var
gift Franklin Brynj-
ólfssyni, þau skildu
og eiga þau þrjú
börn; Erlu, Kristján
Þór og Erlend. Er-
lendur og Friðgerð-
ur eiga 13 barna-
barnabörn.
Erlendur starfaði
fyrstu starfsár sín hjá Kolaversl-
un Sigurðar Ólafssonar eða allt
þar til 1947 er hann eignaðist sinn
fyrsta vörubíl og hóf störf hjá
Vörubílastöðinni Þrótti þar sem
hann starfaði til margra ára. Síð-
ustu starfsár sín vann hann hjá
Kassagerð Reykjavíkur þar sem
hann lauk starfsævi sinni 76 ára
að aldri.
Útför Erlends fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Leiðir okkar Ella eins og hann var
jafnan kallaður lágu saman árið 1977
er ég kynntist barnabarni hans sem
síðar varð eiginkona mín. Varð mér
fljótt ljóst hversu einstakur maður
var þar á ferðinni. Frá fyrsta degi
fann ég hversu miklu máli það skipti
fyrir hann að fylgjast með lífshlaupi
okkar unga fólksins og setja sig inn í
málefni líðandi stundar hverju sinni.
Elli var margfróður maður og víð-
lesinn og voru það ófáar stundirnar
þar sem hann sagði ýmist frá efni
góðra bóka, lífinu fyrr á árum eða
samtímamönnum hans í gegnum líf-
ið. Hann hafði sterka pólitíska sann-
færingu sem mótast hafði á hans
yngri árum þegar honum brann fyrir
brjósti hversu mismunandi aðstæður
samborgarar hans bjuggu við. Elli
var alla tíð mikill verkalýðssinni og
hafði fastar og ákveðnar skoðanir á
þjóðmálum sem hann fylgdist afar
vel með fram á síðasta dag. Ekki var
því óalgengt að upp kæmu skemmti-
legar rökræður um menn og málefni
þar sem stundum sýndist sitt hverj-
um. Aldrei var það þó svo að skoð-
anir hvers og eins væru ekki virtar
heldur umræðurnar fremur til þess
að víkka sjónarhorn þeirra málefna
sem til umræðu voru hverju sinni.
Ella þótti ekki lítið til þess koma
að ég skyldi leggja fyrir mig starf
tengt skólamálum sem voru mikið
áhugamál hjá honum. Áttum við
mörg samtölin um þær breytingar
sem orðið hafa á skipulagi mennt-
unar á Íslandi og þeim nýjungum
sem efstar voru á baugi hverju sinni.
Ekki síst hafði hann ákveðnar skoð-
anir á agamálum í skólum sem hon-
um þótti hafa farið nokkuð aftur og
taldi að þar mætti taka verulega á ef
ekki ætti illa að fara. Þótti honum
börn og unglingar ekki nægjanlega
þakklát fyrir þau miklu tækifæri
sem verið væri að bjóða þeim við
skipulag menntunar þeirra í dag.
Ferðalög voru eitt aðal áhugamál
Ella og til margra ára ferðuðust
hann og Fríða víða bæði innanlands
og erlendis. Það voru ófá löndin sem
þau heimsóttu og sum hver aftur og
aftur. Í kjölfar slíkra ferðalaga
fylgdu ítarlegar sögur og fróðleikur
um land og þjóð þar sem áhugaverð-
um stöðum var lýst auk frásagna af
þjóðlífinu á hverjum stað.
Ella var einkar lagið að tengjast
ungu fólki og kom það ekki síst í ljós í
samskiptum hans við barnabarna-
börnin. Ótrúlegt var að fylgjast með
því hversu vel hann setti sig inn í það
sem þau tóku sér fyrir hendur hvort
heldur sem um var að ræða vinnu,
menntun eða tómstundir. Oftar en
ekki var rætt um knattspyrnu þar
sem ekki var komið að tómum kof-
unum hjá honum. Umræðurnar
snerust þá ýmist um það sem efst
var á baugi hverju sinni eða eftir-
minnileg atvik frá Melavellinum fyrr
á árum.
Elli var mikill Valsmaður og þótti
honum mikið til þess koma þegar
sonur minn tók að spila með meist-
araflokki Vals og áttu þeir saman
margar stundir þar sem gengi liðsins
var helsta umræðuefnið og þær
væntingar sem hvor um sig bar til
framtíðarinnar hvað liðið snerti. Því
miður er Sigurður erlendis um þess-
ar mundir að ljúka námi og hefur því
ekki tækifæri til að fylgja langafa
sínum til hinstu hvílu í dag en ég veit
að hugurinn er hjá Ella þessa stund-
ina.
Elli var alla tíð heilsuhraustur og
með afar skýra hugsun fram á síð-
asta dag en það lýsir honum kannski
meira en mörg orð að hans helsta
áhyggjuefni undir það síðasta var
hvort eiginkonu hans til síðastliðinna
63 ára liði sem best.
Að kveðja góðan mann er alltaf
erfitt og því fylgir söknuður en fyrst
og fremst er mér, eflaust eins og
flestum sem hann þekktu, efst í huga
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast og eiga samleið Ella.
Elsku Fríða og fjölskyldan öll.
Innilegar samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Þorsteinn Sæberg.
Mig langar að minnast Ella afa
míns með nokkrum orðum. Í huga
mínum var afi hlýr, duglegur og
kraftmikill maður. Hann var víðles-
inn og fylgdist ávallt gaumgæfilega
með þjóðfélagsmálum. Hann sat
aldrei á skoðunum sínum um menn
og málefni og hafði gríðarlega gam-
an af því að viðra þær í góðra vina
hópi. Verkalýðsmál og staða lítil-
magnans voru oftar en ekki um-
ræðuefnið og þar var afi ötull stuðn-
ingsmaður. Fólk skipti hann máli og
hann dáðist alltaf að þeim sem börð-
ust áfram af eigin dug. Afi fylgdist
alltaf vel með því sem var að gerast í
lífi mínu, bæði í leik og starfi. Stund-
um hristi hann höfuðið yfir uppá-
tækjum mínum en oftast var hann
afar stoltur. Afi kenndi mér svo
sannarlega margt með sínum litríku
skoðunum og lífsmynstri. Hann var
sterkur maður og ég er þakklát fyrir
allt sem hann gaf mér. Minningin um
afa mun lifa með mér.
Svava.
ERLENDUR
EINARSSON
✝ GuðmundurBergmann Jóns-
son fæddist á Hauka-
gili í Hvítársíðu í
Borgarfirði 3. júní
1917. Hann lést á
Landakotsspítala í
Reykjavík 6. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Hildur Guð-
mundsdóttir, hús-
freyja frá Kolsstöð-
um, f. 1877, d. 1938,
og Jón Sigurðsson,
bóndi og alþingismað-
ur frá Haukagili, f.
1871, d. 1935. Systkini Guðmundar
voru Svava (hálfsystir samfeðra),
skrifstofumaður í Reykjavík, f.
1902, d. 1969, Sigurður, iðjuhöldur
og vísnasafnari í Reykjavík, f.
1912, d. 1985, Ingibjörg Vídalín, f.
og d. 1913, Björn, lögregluþjónn í
Reykjavík, f. 1915, d. 1992, Ásgerð-
ur, húsfreyja á Haukagili, f. 1918,
d. 1999, og Ingibjörg Vídalín, hús-
freyja á Velli í Hvol-
hreppi, 1921, d. 1992.
Guðmundur stund-
aði nám í Reykholts-
skóla tvo vetur,
1935–1937. Hann bjó
á Haukagili með
systkinum sínum
Birni, Ásgerði og
Ingibjörgu 1938–
1945. Eftir það flutt-
ist hann til Reykja-
víkur þar sem hann
átti heima til ævi-
loka. Hann lærði
húsasmíði og hlaut
meistararéttindi í
þeirri grein. Hann starfaði síðan
óslitið víð trésmíðar, aðallega í
Reykjavík, en vann einnig við
byggingu Dvalarheimilis aldraðra
í Borgarnesi. Hann var síðast smið-
ur á Landakotsspítala um árabil
uns hann lét af störfum árið 1990.
Útför Guðmundar Bergmanns
fór fram frá Fella- og Hólakirkju í
Reykjavík 13. desember.
Fallinn er nú frá frændi minn
Guðmundur Bergmann og er þar
með gengið á braut síðasta systkinið
frá Haukagili í Hvítársíðu, börn Jóns
Sigurðssonar og Hildar Guðmunds-
dóttur. Það verður ekki annað sagt
en hlýjar minningar kallist fram um
þau systkini nú á þessari stundu, og
þá ekki síst um Guðmund Bergmann
en hann var ávallt fastur punktur í
tilveru okkar. Hann kom reglulega í
heimsóknir til okkar í Goðheima og
þá bar yfirleitt margt á góma.
Sveitalífið, Hvítársíðan, bílar, ferða-
lög, landsins gagn og nauðsynjar og
síðast en ekki síst aðaláhugamál
þeirra bræðra, kveðskapur en þeir
kunnu óteljandi vísur og kvæði og
söfnuðu þeim af ástríðu auk þess að
semja sjálfir ágætis vísur.
Guðmundur Bergmann var vand-
aður maður, ávallt traustur sínu
fólki, gekk veg lífsins af æðruleysi og
öryggi og reyndist öllum vel er til
hans leituðu.
Megi Guð geyma hann.
Jón Haukur Björnsson.
GUÐMUNDUR BERG-
MANN JÓNSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRDÍS GUNNLAUGSDÓTTIR
frá Reynihólum,
síðast til heimilis
í Víðinesi,
sem lést þriðjudaginn 10. desember, verður
jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 18. des-
ember kl. 13.30.
Gunnlaug Björk Þorláksdóttir,
Ólafur Þórðarson, Bjarney Gísladóttir,
Helga Þórðardóttir, Svavar Júlíusson,
Bergljót Þórðardóttir,
Katla Þórðardóttir,
Ingi Þór Jóhannesson,
Heiðrún Bára Jóhannesdóttir, Sigurður Georgsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
MAGNÚSÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Brekku á Ingjaldssandi,
Hlíf II, Ísafirði,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt
miðvikudagsins 11. desember, verður jarð-
sungin frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 20. des-
ember kl. 14.00.
Jarðsett verður í Holtskirkjugarði.
Guðmundur Oddsson,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Erling J. Sigurðsson,
Hrafnkell Gunnarsson, Svanbjört Þorleifsdóttir,
Oddur Ævar Guðmundsson, Ásdís Björk Ásmundsdóttir,
Unna Guðmundsdóttir, Jónas Arnórsson,
Ingjaldur B. Guðmundsson,
Vilhelmína H. Guðmundsdóttir, Guðmundur H. Indriðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AXELÍNA GEIRSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja,
Sveinbjarnargerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, laugar-
daginn 14. desember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 20. desember kl. 14.00.
Jónas Halldórsson, Anný Larsdóttir,
Jóhannes Halldórsson, Herdís Jónsdóttir,
Haukur Halldórsson, Bjarney Bjarnadóttir,
Vigdís Halldórsdóttir, Sævaldur Valdimarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
MAGNÚSAR FRIÐRIKS EINARSSONAR
pípulagningameistara,
Rauðalæk 71.
Ásdís Bjarnadóttir,
Þórey Magnúsdóttir,
Bjarni Eiríkur Magnússon,
Jóna Þórdís Magnúsdóttir, Salvar Guðmundsson,
Guðmundur Sigurður Magnússon,
Einar Magnússon, Gunnhildur Konráðsdóttir,
Magnús Ásgeir Magnússon, Heiða Hringsdóttir,
Kristján Magnússon, Ásdís Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI ÁSGRÍMUR JÓHANNSSON,
Víðilundi,
lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 16. desember.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Kristín Bjarnadóttir, Eiríkur Frímann Arnarson,
Jóhann Bjarnason, Laufey Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Bjarnadóttir, Halldór Hauksson,
Jón Bjarnason, Bergþóra Ragnarsdóttir
og barnabörn.