Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var stór stund hjá hópi ungs fólks sem útskrifaðist í fyrsta sinn úr skóla í síðustu viku enda mikið lagt í útskriftina. Ekki nóg með að menntamálaráðherra hafi komið ásamt fríðu föruneyti til að vera viðstaddur, heldur fengu all- ir nemendurnir bland í poka í kveðjugjöf. Námsmennirnir eru allir fjög- urra og fimm ára gamlir og skól- inn þeirra heitir Lestrarskóli Helgu en hann er starfræktur í Kópavogi. Eins og nafnið bendir til gengur námið, sem er tveggja mánaða langt, út á að læra að lesa. Langflestir ná að verða læs- ir á þessum tíma og það er ekki dónalegt veganesti til að hafa með sér út í lífið framundan. „Þau eru geysilega glöð með þetta,“ segir Helga Sigurjóns- dóttir, kennari og stofnandi skól- ans. „Mín kenning er sú að það að verða svona snemma læs auki sjálfstraustið og lestrarkunnáttan eflir börnin afskaplega mikið.“ Sama námsefni fyrir lesblinda Á námskeiðstímanum mæta börnin í skólann ásamt foreldrum sínum fjóra daga í viku, hálftíma í senn. „Þau nota sérhannað námsefni, sem ég hef búið til sjálf. Foreldrarnir koma með í skólann þar sem þeir læra kennsluaðferðina og þjálfa börnin síðan heima á sama hátt. Reynsl- an sýnir að ef þau æfa sig ekkert heima er árangurinn ekki eins glæsilegur en almennt eru þau mjög dugleg að æfa sig þótt það séu engar stífar reglur um það.“ Námskeiðin eru frá klukkan fjögur á daginn en alla jafna er Helga með þrjá námshópa hverju sinni og allt að sex börn í hverj- um hóp. Hún viðurkennir að for- eldrar þurfi oft á tíðum að leggja talsvert á sig til að láta stunda- töfluna ganga upp. „Þetta er oft alveg heilmikið púsluspil hjá þeim og ég dáist að þeim fyrir hvað þeir eru duglegir,“ segir hún og játar því líka að stundum séu krakkarnir orðnir lúnir eftir langan dag í leikskólanum. En hún kann ráð við því. „Maður verður að haga seglum eftir vindi ef þau eru mjög þreytt og slaka svolítið á.“ Skóli Helgu verður þriggja ára í janúar næstkomandi en hann stofnaði hún þegar hún komst á eftirlaun fyrir þremur árum eftir 20 ára starf í Menntaskólanum í Kópavogi sem íslenskukennari og námsráðgjafi. Áður hafði hún ver- ið barnakennari í Kópavogsskóla í 15 ár. „Eftir að ég stofnaði skól- ann byrjaði ég með alhliða náms- aðstoð í öllum fögum í grunnskóla en er að færa mig meira og meira í byrjendakennslu í lestrinum og kennslu fyrir lesblinda. Þar er eftirspurnin orðin mjög mikil. Það sem er kannski athyglisverð- ast er að ég nota alveg sama efn- ið fyrir lesblinda nemendur, suma hverja fullorðna, og í öllum til- fellum ná þeir sér á strik.“ En hvers vegna leggur hún svona mikla áherslu á lesturinn? „Ég hef verið að fara ýmsar, kannski ekki alveg hefðbundnar leiðir lengi en eftir því sem ég vinn lengur við þetta, þeim mun ljósara verður mér hvað það er alvarlegt mál ef börn ná ekki tök- um á lestri,“ segir hún. Það var kannski ekki síst þess vegna sem hún ákvað að bjóða Tómasi Inga Olrich mennta- málaráðherra að vera viðstaddur útskrift litlu námshestanna á dög- unum. „Hann hefur verið að kalla eftir árangri í lestrarkennslu þannig að mig langaði að kynna honum þetta. Hann mætti þarna, meira að segja með fríðu föru- neyti,“ segir hún og hlær við. Það var þó ekki bara mennta- málaráðherra sem gerði útskrift- arstundina stóra fyrir litla fólkið. „Þau fengu framhaldsbók í lestri og reikningsbók í verðlaun auk þess sem þau fengu bland í poka í tilefni dagsins.“ Litlir lestr- arhestar útskrifast með viðhöfn Kópavogur Námið tekið föstum tökum: Útskriftartíminn var nýttur til hins ýtrasta og hér leiðbeinir Helga lestrarhestunum í síðasta sinn. Á hliðarlínunni fylgjast foreldrarnir með af áhuga enda mikilvægt að þeir læri kennsluaðferðina. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Það var ekki amalegt að hafa yf- irmann menntamála í landinu við- staddan útskriftina, en kannski hef- ur nammipokinn nú samt verið meira spennandi fyrir suma. TIL AÐ mæta brýnni þörf eftir leikskólaplássum í Hafnarfirði skoða bæjaryfirvöld nú þá hug- mynd að nýta gamla Lækjarskól- ann undir leikskólastarfsemi frá næsta sumri, þegar almennt skóla- starf flyst þaðan að fullu í nýbygg- ingu við Hörðuvelli. Jafnframt er til skoðunar undirbúningur að byggingu nýs leikskóla í Áslands- hverfi. Meirihluti bæjarstjórnar segir í samantekt á heimasíðu bæjarins að brýnt sé að taka sem fyrst á þeim mikla vanda sem blasir við í leik- skólamálum, en yfir 400 börn eru á biðlista, þar af yfir 220 sem orðin eru 2 ára eða eldri. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2003, sem tekin verður til síðari umræðu í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar í dag, verð- ur nýr fjögurra deilda leikskóli, Hraunkot við Haukahraun, tekinn í notkun næsta sumar með rými fyr- ir 100 börn. Þar fjölgar leikskóla- rýmum um 50 til viðbótar þeim sem fyrir voru í gamla leikskól- anum sem var nánast í ónýtu hús- næði. Þá verður ný deild byggð við leikskólann í Hvammi og þar bæt- ast við 20 ný leikskólapláss. Einnig verður samkvæmt áætluninni ráð- ist í viðbyggingu við leikskólann Smáralund. Að auki má nefna að nýrri deild var bætt við leikskólann Víðivelli við Miðvang á dögunum þegar nýlegu gæsluvallarhúsi var breytt í leikskóladeild og þannig bætt við hátt í 20 leikskólaplássum. Í greinargerð með fjárhagsáætl- un sem lögð hefur verið fram til kynningar segir að með þessum verkefnum í leikskólabyggingum sé mikilvægum áföngum náð, en ljóst sé að ennþá er ýmsu ólokið sem nánar verður fylgt eftir með þeirri langtímaáætlun bæjarins sem lögð verður fyrir á komandi vori. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lækjarskóli verði leikskóli Hafnarfjörður HIN árlega Stjörnumessa var haldin í Grafarvogi á föstudagskvöld í bíla- verkstæðinu Bílastjörnunni við góðar undirtektir Grafarvogsbúa en á milli 300 og 400 manns mættu til að vera viðstaddir. Að sögn Þráins Hafsteins- sonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa Miðgarðs-fjölskylduþjónustunnar í Grafarvogi, hefur aðsóknin aldrei ver- ið meiri í þau þrjú skipti sem Stjörnu- messan hefur verið haldin. Það eru Grafarvogsskáldin og eig- endur Bílastjörnunnar sem standa að Stjörnumessunni með stuðningi frá Miðgarði en fjöldi valinkunnra lista- manna kom þar fram. Meðal annars tróðu Einar Kárason og KK upp í til- efni af bók Einars um tónlistarmann- inn. Leynigestur samkomunnar var Þórarinn Eldjárn og Thor Vilhjálms- son tók einnig óvænt til máls utan dagskrár. Stemmn- ing á stjörnu- messu Grafarvogur Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.