Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 35
Í MORGUNBLAÐINU hinn 22.
nóvember sl. fjalla alþingismennirn-
ir Guðmundur Hallvarðsson og
Ólafur Örn Haraldsson um vænt-
anlega Sundabraut og þá einkum
um kosti við svokallaða innri leið.
Ekki verður skilið betur en að þing-
mennirnir séu að leita ódýrrar
lausnar til að bæta samgöngur Graf-
arvogsbúa til Reykjavíkur.
Í þessu sambandi vil ég minna á
að á undanförnum árum hefur verið
stöðug umræða meðal íbúa í Lang-
holts- og Ássóknum um þá miklu
umferð sem er þegar frá hafnar-
svæðinu við Sund inn í gegnum
hverfið. Þessi umferð fer annars
vegar um Holtaveg og Álfheima og
hins vegar um Kleppsmýrarveg og
Skeiðarvog. Áhyggjur íbúanna hafa
ítrekað komið fram á hverfisfundum
með borgarstjóra og í góðri þátt-
töku í söfnun undirskrifta fyrir
kröfu um úrbætur. Gatan um Álf-
heima hefur verið lagfærð og ak-
reinum um Skeiðarvog hefur verið
fækkað úr fjórum í tvær. Auk þessa
hafa verið settar upp hraðahindr-
anir. Þessar breytingar hafa hægt á
umferð og verið til bóta. Hins vegar
fara enn á degi hverjum þungaflutn-
ingabílar frá Sundahöfn eftir Skeið-
arvogi og þar með um hlaðið á
Vogaskóla og Menntaskólanum við
Sund.
Áhyggjur mínar snúa að mikilli
aukningu umferðar um fyrrgreindar
götur með nýrri Sundabraut, eink-
um svokallaðri innri leið sem mun
koma beint inn á Kleppsmýrarbraut
og Skeiðarvog. Umferðarslaufa við
Kleppsmýrarveg, Sæbraut og
Skeiðarvog hefur takmarkað rými
og verður lýti. Mótvægisaðgerðir
yrðu dýrar, s.s. hugmynd um að
grafa Skeiðarvoginn í neðanjarðar-
stokk, sem er vissulega fráleitt að
mínu mati. Það er grundvallaratriði
að ný Sundabraut auki ekki bílaum-
ferð um hverfið. Mér vitanlega ligg-
ur ekki fyrir hvernig þessari teng-
ingu við Skeiðarvog er ætlað að
vera, ef þær hugmyndir liggja fyrir
þarf að kynna þær rækilega. Það er
mikilvægt að allar hugmyndir borg-
aryfirvalda verði kynntar vel íbúum
Langholts- og Ássókna og þeir fái
mikið um málið að segja því að öðr-
um kosti verða þeir þolendur í mál-
inu. Sem íbúi í hverfinu vænti ég
þess að menn flýti sér hægt í málinu
og líti ekki eingöngu á fram-
kvæmdakostnað við sjálfa Sunda-
brautina sem rök. Íbúar í Lang-
holts- og Ássóknum hafa á
undanförnum árum sýnt samtaka-
mátt þegar þurft hefur á að halda.
Ég er sannfærður um að þeir láti
ekki keyra yfir sig í þessu máli.
Gætum að
Sundabraut
Eftir Guðmund Gylfa
Guðmundsson
Höfundur er hagfræðingur og íbúi
við Skeiðarvog.
„Sem íbúi
í hverfinu
vænti ég
þess að
menn flýti
sér hægt.“
UMRÆÐAN um landlausa
krata skýtur alltaf upp kollinum af
og til, fyrir stuttu var í fjölmiðlum
talað við mann sem álítur sjálfan
sig vera svokallaðan hægri krata
sem gekk í annan stjórnmálaflokk
eftir að hafa sagt skilið við Sam-
fylkinguna. Þessum ágæta jafnað-
armanni fannst sem gamli flokk-
urinn hans uppfyllti ekki þau
skilyrði sem hann setti um sína
eigin jafnaðarmennsku. Hvað segir
þetta um Sjálfstæðisflokkinn? Er
hann orðinn vettvangur hægri
krata, vinstri krata eða bara miðju
krata? Þarna er einmitt mergur
málsins, það er bara til ein tegund
jafnaðarmanna, fólks sem styður
frelsi og þá ábyrgð er frelsinu
fylgir. Þessir jafnaðarmenn eru
tæplega félagar í Sjálfstæðis-
flokknum.
Okkur jafnaðarmönnum er mikið
í mun að tryggja félagslegt öryggi
en jafnframt að vinna með frelsinu
til athafna. Vettvangur okkar jafn-
aðarmanna til að vinna að stefnu-
málum okkar er að sjálfsögðu í
flokknum okkar, Samfylkingunni,
flokki sem er hluti af alþjóðlegri
hreyfingu jafnaðarmanna.
Það er mikið mál að sameina
fyrirtæki, samrunum fylgja yfir-
leitt mikil vandamál og því miður
er það svo að í flestum tilfellum
ganga slíkar sameiningar ekki upp,
björgunaraðgerðir reynast von-
lausar og nýja sameinaða fyrirtæk-
ið sem svo miklar vonir voru
bundnar við fer í þrot.
Það er líka mikið mál að sameina
stjórnmálaflokka, það þekkja þeir
er stóðu að stofnun Samfylking-
arinnar en í því tilfelli hefur nánast
allt gengið upp. Vissulega hefur
nýi flokkurinn okkar gengið í
gegnum erfiðleikatímabil bernsk-
unnar, en af nýafstöðnum próf-
kjörum Samfylkingarinnar er jafn-
framt ljóst að til er orðinn flokkur,
sterkt afl í íslenskum stjórnmálum,
samfylking íslenskra jafnaðar-
manna. Flokkur sem í nýjustu
skoðanakönnunum mælist með 32
prósent fylgi, flokkur sem farinn
er að velgja núverandi stjórnar-
flokkum verulega undir uggum.
Margir sakna gömlu flokkanna
er nú mynda Samfylkinguna, en
það er jafnframt ljóst að ef áfram á
að byggja stóran og enn traustari
flokk hljótum við að horfa fram á
veginn og gera kröfur um öflugt
starf og sterka samvinnu allra er
skipa flokk í Samfylkingunni. Þau
stórmerki gerðust í nýafstaðinni
prófkjörsbaráttu Samfylkingarinn-
ar, að saman hlið við hlið í barátt-
unni voru gamlir alþýðuflokks-
menn, gamlir alþýðubandalags-
menn og kvennalistafólk undir
einu merki jafnaðarmanna á Ís-
landi. Við erum að hætt að tala um
gömlu flokkana sem stóðu að
stofnun Samfylkingarinnar nema í
sögulegu samhengi, við erum hætt
að draga okkur í dilka sem hægri,
miðju eða vinstri krata, við erum í
dag jafnaðarmenn í stórum öflug-
um jafnaðarmannaflokki. Samfylk-
ingin er vissulega stór stjórnmála-
flokkur en við viljum gera hann
enn stærri, þar skipta mestu góð
málefni sem borin eru fram af
skynsemi og heiðarleika, auk fólks-
ins sem starfar saman að þessu
markmiði með ólíkan bakgrunn og
mismunandi skoðanir. Nú verðum
við að halda áfram og byggja upp
og styrkja innra starf Samfylking-
arinnar, þar sem jafnaðarmenn úr
öllum áttum munu sameinast um
áframhaldandi uppbyggingu sterks
jafnaðarmannaflokks á Íslandi,
flokks sem mun koma sterkur út
úr kosningum á vori komanda.
Samfylkingin,
sameiningartákn
jafnaðarmanna
Eftir Fritz M.
Jörgensson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
„Það er bara
til ein teg-
und jafn-
aðar-
manna.“
Jólaþjónusta starfsfólks
Jól í görðunum
Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og
Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum
leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast
upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is
Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770
Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi,
sími 585 2770, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00.
Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00
til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um
aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur.
Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag
Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verða
Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja
staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar í
Fossvogskirkju. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum
báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00 til 15:00.
Tilkynning frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma
Gleðilega jólahátíð
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
www.kirkjugardar.is
glæsilegar jólagjafir fyrir konuna
eva
kápur - blússur - peysur - pils - kjólar
dragtir - töskur - stígvél og skór
vandaðar og fallegar vörur
Laugavegi 91, 2. hæð, sími 562 0625
verið velkomin
opið til 22:00