Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 49 ÞAÐ mun vera draumur flestra bréf- ritara sem senda bréf til Morgun- blaðsins að skrifin veki einhver við- brögð, a.m.k. gladdi það mig að Ragnar Eiríksson á Sauðárkróki skyldi gefa sér tíma til að svara bréfi mínu „Um orkusparnað“. Ég get ekki verið sammála Villu vinkonu minni sem taldi þessi skrif Ragnars „víðáttu vitlaus“, þótt vissulega sé grein hans „ansi skondin“ á köflum. Ragnar er að mínu mati nokkuð mál- efnalegur og augljóslega mikill húm- oristi, sem er meira en segja má um manneskju sem sendi mér nafnlaust (skiljanlega) bréf heim. Ragnar furðar sig á því að ég hafi notað orðið „hrepparígur“ um mál- flutning græningja og sama er að segja um þann nafnlausa, enda hefði víst verið nær að nota orðið „þröng- sýni“ sem lýsir betur vandamáli þessa fólks. Merkingin sem ég var að reyna varpa ljósi á er að hinn átak- anlegi skortur á heildrænni hugsun þessa fólks girðir fyrir að það skoði málin út frá hagsmunum allra jarð- arbúa (les: sjálfrar jarðarinnar). Ég verð því líklegast að viðurkenna að þetta orðalag var of langsótt, þótt eldra fólk hafi eflaust flest hvert vit- að hvað fyrir mér vakti, enda var hrepparígur fyrr á árum gríðarlegt vandamál sem tafði víða framfarir. (Ragnar hefur kannski orðið var við ástandið, þegar þessi ófögnuður kom í veg fyrir að talsvert langur kafli á veginum til Sauðárkróks væri lagður bundnu slitlagi!?) Næst vitnar Ragnar í einhvern „hádegisverðarfund“ þar sem fram mun hafa komið að byggja þurfi þrjú risaálver árlega (og e.t.v. úrelda ein- hver önnur) til að mæta vaxandi eft- irspurn eftir áli. Þessi merkilegi fundur hefur farið framhjá mér og því skal ég ekkert fullyrða um þessar tölur en ólíklegt þykir mér að ekki verði árlega byggð fleiri álver en þetta í heiminum. Vegna Kyoto-sam- komulagsins eykst þrýstingur á lok- un úreltra, mengunarspúandi álvera, ekki síst í Austur-Evrópu og fyrrver- andi Sovétríkjunum, því kommúnist- arnir beinlínis nauðguðu náttúrunni og hirtu lítt um mengunarvarnir. Síðari (ef ekki síðri!) hluti bréfs Ragnars er með miklum ólíkindalát- um og gríni sem ég ætla ekki að svara sérstaklega, þótt finna megi nokkur sannleikskorn inn á milli og ástæða væri til einhverra andsvara. Það er leitt til þess að vita að honum dettur ekkert annað í hug en tor- færujeppar sem byggðir verði úr áli í vaxandi mæli. Ég gæti skrifað heilt hjörl um hluti sem ál og alls konar ál- blöndur munu nýtast til framleiðslu á og auðvitað er það hárrétt ályktun hjá Ragnari að Íslendingar ættu að leitast við að taka þátt í þeirri þróun fullvinnslu á afurðum úr þessum létt- málmi sem dregur úr orkunotkun, leysir af hólmi ýmis byggingarefni (t.d. timbur í gluggakarma) og um- búðir af öllu tagi. Stefna ríkisstjórn- arinnar í skattamálum fyrirtækja er fyrsta skrefið til að koma í veg fyrir að fleiri sendinefndir erlendra aðila hrökklist á brott í stað þess að stofna fullvinnslufyrirtæki hérlendis í þess- um geira. Virkjanaframkvæmdir opna leiðir fyrir almenning inn á hálendið og erfitt er að ímynda sér að betri sam- starfsaðili en Alcoa komi að þessu máli með okkur, því sama dag og bréf Ragnars birtist í Morgun- blaðinu mátti sjá yfirlýsingu frá þeim þar sem m.a. segir: „Við hjá Al- coa viljum starfa með ríkisstjórninni, bæjarfélögum og umhverfisverndar- samtökum svo hægt sé að tryggja að ókomnar kynslóðir fái notið óbyggða Íslands um aldur og ævi.“ PÁLL P. DANÍELSSON, Vogatungu 25, Kópavogi. Ragnari Eiríks- syni svarað Frá Páli P. DaníelssyniFYRIR nokkru birtist í blaðinu grein mikil eftir Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra þar sem hann fjallar um dýrgripi og forngripi þá ís- lenska sem enn eru á erlendum söfn- um. Mig langar að leggja þessu máli örlítið lið. Ég ætla hins vegar ekki að gera þetta að kosningamáli þótt Tóm- as eigi í hlut og kosningar séu handan við áramótin. Ég fór til Færeyja í sumar, nánar tiltekið í ágústmánuði, og dvaldi þar í eina viku. Þar bar margt fyrir augu sem ekki er í frásögur færandi að þessu sinni, en ég kom meðal annars við í Kirkjubæ, þeim sögufræga stað hvar Kirkjubæjarstólarnir svokölluðu áttu uppruna sinn. Stólar þessir voru skornir úr tré á miðöldum haganlega og prýddu staðarkirkju um aldir. Það- an var þeim bjargað til Danmerkur, eins og Danir orða það, og voru síðan taldir með gersemum Þjóðminja- safnsins danska um aldabil. Þegar grannt er skoðað voru þessar björg- unaraðgerðir sennilega réttmætar á sinni tíð því líklega hefðu stólarnir fordjarfast í kirkjunni eins og málum var þá háttað. Nú hafa Danir skilað Færeyingum stólunum og má sjá þessi listaverk og skoða í Þjóðminja- safninu í Færeyjum og eru frændur okkar að vonum afar stoltir og víst er að þarna eiga téðir stólar heima. Við Íslendingar munum hafa gert ýmsa samninga við Dani og m.a. þess efnis að eftir handrit fengjum við ekk- ert fleira úr þeirra fórum. Við vitum hins vegar að í Danmörku eru margir munir á söfnum, sem hvergi eiga heima nema hér. Mig langar að benda á til dæmis að á Þjóðminjasafninu danska er altarisbrík úr alabastri gef- in Munkaþverárkirkju á 15. öld af Margréti Vigfúsdóttur, þá húsfreyju að Möðruvöllum fram. Bríkin var send til Danmerkur 1844 þegar nú- verandi kirkja var byggð og sendi Danakonungur fagran hökul en snjáðan, eins og þar stendur, í stað- inn. Ég fer ekki ofan af því að brík þessi eða altaristafla á hvergi heima nema í Munkaþverárkirkju. Til þess að endurheimta hana er ég fús ásamt með sóknarnefnd Munkaþverár- kirkju að skila höklinum í staðinn. Og enn vil ég ítreka stuðning minn við menntamálaráðherra í þessum efnum og máski er búið að samþykkja frum- varp sem hvarf í Kárahnjúkavirkjun- arumræðunni og er það vel ef slíkt frumvarp hefur náð fram að ganga. Ennfremur heiti ég sama ráðherra að ganga fram í þessu máli af fyllstu kurteisi. Ég verð Dönum hins vegar eilíflega þakklátur megi bríkin öðlast sinn forna sess í Munkaþverárkirkju. HANNES BLANDON, prófastur í Eyjafjarðarsveit. Forngripir erlendis Frá Hannesi Blandon MARGIR virðast gera ráð fyrir að Alcoa muni bera allan kostnað af Kárahnjúkavirkjun með greiðslum fyrir raforku. Svo mun þó ekki verða nema Alcoa beri ábyrgð á lántökum til virkjunarinnar. Slík lán bæru 7-8% vexti. Þar með væri rekstrargrundvöllur virkjunarinnar brostinn. Virkjun með stofnkostnað nærri 100 miljörð- um króna, rekstrarkostnað upp á 1,5% á ári og orkuverð nærri 1,6 kr. (19 mill) á kwst miðað við núverandi álverð ber ekki hærri ávöxtunarkröfu en 4%. Ávöxtunarkröfur alþjóðlegs markaðar endurspegla áhættu af verkefninu. Niðurstaða markaðarins er sú að áhættan af verkefninu er svo mikil að neikvætt núvirði Kára- hnjúkavirkjunar er a.m.k. 36 millj- arðar króna. Markaðsvirði Lands- virkjunar mun rýrna um 36 milljarða og eigið fé fyrirtækisins yrði að engu. Nú er fyrirhugað að ríkið, Reykjavík- urborg og Akureyrarbær taki að sér það hlutverk sem eðlilegt væri að Al- coa eða alþjóðlegur fjármálamarkað- ur gegndi. Er réttlætanlegt að leggja áhættuna á almenning og seilast í vasa skattborgaranna á þennan hátt? ÓLAFUR S. ANDRÉSSON, lífefnafræðingur, Þverási 21, 110 Reykjavík. Vill Alcoa ábyrgjast virkjun? Frá Ólafi S. Andréssyni Yfirhafnir Laugavegi 53 Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir Mikið úrval af blóma- vösum Suðurlandsbraut/Ármúli TIL LEIGU www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Til leigu eitt glæsilegasta skrifstofuhúsnæðið í Reykjavík, húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. Allur aðbúnaður og aðkoma er til fyrirmyndar. Mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Húsnæðið er laust frá og með næstu áramótum. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. LOFTLYKLASETTETT JÓLATILBOÐ 4.900,00 JÓLATILBOÐ 7.900,00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.