Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 51
DAGBÓK
Árnað heilla
LJÓÐABROT
AÐVENTA
Glitrandi ljósaperur
á gömlum trjám
í gleymdum húsagörðum –
skírlífisþreytt andlit
ungra búðarstúlkna
með ormétinn leiða í svörum –
góður ásetningur
í augum sex barna föður
sem ætlar heim eftir Naustið –
norskt jólatré
við tún hvítrar kirkju
með tungl í efstu greinum –
ungar kynþreyttar konur
með andlit full af hausti
og útvatnaðan persónuleika –
- - -
Matthías Johannessen
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 18.
desember, er fimmtugur
Halldór Halldórsson. Hann
heldur upp á þessi tímamót
föstudaginn 27. desember á
milli kl. 17 og 20 í félagsheim-
ili Karlakórsins Þrasta í
Flatahrauni 21 í Hafnarfirði.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert fær um að gera stórar
áætlanir, hefur auðugt
ímyndunarafl og fylgir fast
eftir ákvörðunum sem þú
tekur. Árið framundan gæti
orðið eitt það besta á ævi
þinni. Njóttu þess!
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er bjart útlit fyrir róman-
tíkina um þessar mundir. Allt
virðist ganga þér í hag og allt
er mögulegt.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Um þessar mundir eru mikil
umskipti að verða til hins betra
fyrir þig og fjölskyldu þína.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það verða án efa breytingar til
batnaðar í samskiptum þínum
við þína nánustu. Þú veist
hvernig segja á réttu hlutina á
réttum tíma svo þú náir þeirri
niðurstöðu sem þú vilt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gætir náð góðum árangri í
starfi á næstunni. Hugmyndir
þínar um umbætur getur
breytt miklu fyrir þig og þá
sem eru í kringum þig.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sköpunargáfa þín er öflug um
þessar mundir. Samskipti við
ástvini, fjölskyldu og börn
ganga einnig vel.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Margt er þér hagstætt um
þessar mundir. Duldir kraftar
leysast skyndilega úr læðingi
og koma þér og ástvinum þín-
um til góða.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú færð tækifæri til að leiða
aðra áfram eða hafa áhrif á
hópa þannig að það leiðir til
breytinga á umhverfi þínu.
Fólk mun hlusta á þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Frami þinn virðist tryggður
um þessar mundir og mögu-
leikar þínir til að afla tekna eru
miklir. Þér tekst líklega að
tryggja þér fjárfestingar eða
kauphækkun sem þig hefur
dreymt um.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Andlegur kraftur þinn er mikill
um þessar mundir og það nýt-
ist þér í starfi. Þú ert í aðstöðu
til að hagnast fjárhagslega.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Um þessar mundir er heppi-
legt að greiða úr ýmsum mál-
um sem hafa valdið þér vand-
ræðum. Þeir sem þú átt
samskipti við munu fallast á að
leysa deilur um sameiginlegar
eignir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú vilt starfa með öðrum og
tengjast. Aðrir hlusta á þig og
þú skalt nýta það til að reyna
að hafa bætandi áhrif á sam-
félag þitt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Um þessar mundir gengur þér
allt í haginn og þú nýtur þess
fjárhagslega eða félagslega.
Guðirnir brosa við þér og þú
ættir að njóta þess.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1. f4 c5 2. Rf3 Rc6 3. g3 g6 4.
Bg2 Bg7 5. 0-0 Rf6 6. c3 0-0
7. d3 d6 8. Rh4 Hb8 9. Ra3
Bd7 10. Kh1 b5 11. De1 Dc8
12. e4 Bh3 13. f5 Bxg2+ 14.
Rxg2 Db7 15. Bf4 Rg4 16.
Hd1 Rge5 17. Re3 b4 18.
Bxe5 Rxe5 19. Rac4
Staðan kom upp á heims-
meistaramóti 20 ára
og yngri sem stendur
nú yfir í Goa á Ind-
landi. Stefán Krist-
jánsson og Davíð
Kjartansson (2.224)
eru á meðal þátttak-
enda en staðan kom
upp í skák þess síðar-
nefnda gegn Spán-
verjanum Manuel
Perez Candelario
(2.408) sem tókst með
svörtu að snúa á Ís-
lendinginn knáa. 19.
… Rxd3! 20. Dd2
hvítur yrði skipta-
muni undir eftir 20. Hxd3
Dxe4+. Í framhaldinu er
hvíta staðan einnig gjörtöp-
uð. 20. … Dxe4+ 21. Kg1
Re5 22. Rxe5 Bxe5 23. Hde1
bxc3 24. bxc3 Db7 25. Rg4
Bg7 26. Hxe7 Dxe7 27. f6
Bxf6 28. Rxf6+ Kg7 29. Rd5
De4 30. Rf6 De6 31. g4 h6
32. g5 hxg5 33. Dxg5 Hh8
34. h4 De5 35. Dg4 Dxc3 36.
Re4 Dd4+ 37. Kh1 Hbe8 38.
Hxf7+ Kxf7 39. Rg5+ Kg8
og hvítur gafst upp.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
SVEIT undir forystu Steph-
ens Landens vann Reising-
er-keppnina á haustleikun-
um í Phoenix eftir harða
keppni við sveitir Nickells
og Brachmans, sem báðar
eru skipaðar fyrrverndi
heimsmeisturum. Með
Landen spiluðu Doug Doub,
Dan Morse, Bobby Wolff,
Adam Wildavsky og Pratap
Rajadhyaksha. Wolff og
Morse eru best þekktir utan
Bandaríkjanna, en hinir
fjórir eru allir atvinnuspilar-
ar. Annar atvinnumaður í
brids er Norðmaðurinn Geir
Helgemo. Hann hefur búið í
Bandaríkjunum í allmörg
ár, þar sem hann spilar á öll-
um helstu mótum. Helgemo
var auðvitað í Phoenix, en
vann ekki tiltil í þetta sinn.
Hins vegar komst hann í
mótsblaðið fyrir úrvinnslu
sína í eftirfarandi spili úr
Reisinger-keppninni:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 965
♥ D1053
♦ D83
♣K73
Vestur Austur
♠ DG8 ♠ Á32
♥ 6 ♥ Á72
♦ G9 ♦ K7654
♣DG109864 ♣52
Suður
♠ K1074
♥ KG984
♦ Á102
♣Á
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 hjarta
3 lauf 3 hjörtu Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Helgemo var í suður og
fékk út laufdrottningu. Les-
andinn ætti nú að staldra við
og reyna að finna vinnings-
leiðina á opnu borði.
Vörnin fær alltaf tvo slagi
á spaða og einn á hjartaás og
því má engan gefa á tígul.
Eina vonin er að hreinsa upp
svörtu litina og neyða vörn-
ina til að hreyfa tígulinn.
Helgemo spilaði hjartaáttu í
öðrum slag og yfirdrap með
tíunni. Þetta er lykilleikur-
inn, því sagnhafi þarf tvær
innkomur í borð til að spila
svörtu litunum. Ef austur
drepur með hjartaás og spil-
ar aftur hjarta fær blindur
slaginn á fimmuna. Í reynd
dúkkaði austur. Helgemo
henti þá tígli í laufkóng og
trompaði lauf. Spilaði síðan
hjartakóngnum. Austur
drap og spilaði aftur hjarta,
sem Helgemo tók í borði
með drottningunni. Og spil-
aði spaða á kónginn og aftur
spaða. Vörnin gat tekið tvo
slagi á spaðann, en varð síð-
an að spila tígli eða laufi út í
tvöfalda eyðu.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 27. júlí sl. í Lágafells-
skirkju af sr. Jóni Þorsteins-
syni þau Guðný Anna
Bragadóttir og Bjarki
Karlsson.
Ljósmyndaverið Skugginn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 3. ágúst sl. í Kópa-
vogskirkju af sr. Ægi Fr.
Sigurgeirssyni þau Nína Ýr
Guðmundsdóttir og Ólafur
Ögmundarson. Heimili
þeirra er í Danmörku.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. júní sl. í Einars-
staðakirkju í Reykjadal af
sr. Þorgrími Daníelssyni
þau Björg Helga Sigurðar-
dóttir og Kári Örlygsson.
Heimili þeirra er í Reykja-
vík.
DIETER óskar eftir ís-
lenskum pennavinum.
Dieter Janssen,
421-H Adelphi Street,
Brooklyn, NY 1238
USA
djanssen@alumni.-
princeton.edu
Sophia, sem er 32ja ára
gömul frá Jamaica, óskar
eftir að skrifast á við ís-
lenska karlmenn. Hún hef-
ur áhuga á eldamennsku,
golfi og ferðalögum.
Sophia Sparkes,
Atlas Protection Ltd.
15 Prevention Road,
Kingston 5,
Jamaica W.I.
Uwe, sem er frá Þýska-
landi, óskar eftir íslensk-
um pennavinum. Hann er
að læra norsku og sænsku.
Uwe Rickert,
Kölner Strasse 82,
D. 40764 Langenfeld,
Germany.
Pennavinir
Reykjavíkurmótið
í sveitakeppni
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni
2003 fer fram dagana 7.-18. janúar.
Spilaðir verða 16 spila leikir nema
að þátttaka verði of mikil til að leyfa
þann fjölda spila. Spilað verður með
forgefnum spilum og verður árang-
ur hvers pars metin í fjölsveitaút-
reikningi.
Keppnisdagar miðað við 24 sveitir
(23 umferðir).
7. janúar umf. 1-2
8. janúar umf. 3-4
11. janúar umf. 5-8
12. janúar umf. 9-12
14. janúar umf. 13-14
15. janúar umf. 15-16
18. janúar umf. 17-20
19. janúar umf. 21-23
Ef þátttaka er 22 sveitir verða
spilaðir 3 leikir 12.1 og 18.1. Ef 20
sveitir taka þátt þá verða 3 leikir
11.1 og 2 leikir 19.1. Ef þátttaka
verður minni en 19 sveitir eða fleiri
en 24 þá gæti dagskráin raskast all
verulega.
Skráningarfrestur er til kl. 17
mánudaginn 6. janúar. Dregið verð-
ur í töfluröð kl. 18 sama dag.
15 efstu sveitirnar úr Reykjavík
öðlast rétt til að spila í undankeppni
Íslandsmótsins í sveitakeppni 2001.
Keppnisgjald er 26.000 kr. á sveit.
Tekið er við skráningu á skrifstofu
BSÍ, s. 587-9360 eða í tölvupóst
bridge@bridge.is Skráningu verða
að fylgja nöfn 4 spilara í sveitinni.
Heimasíða mótsins er
www.bridgefelag.is
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 10. des. mættu 22
pör til keppni og varð lokastaða
efstu para í N/S þessi:
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 267
Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörunds 247
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 247
Skorin í A/V:
Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 255
Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ármundss. 251
Guðm. Magnúss. - Magnús Guðmss. 250
Sl. föstudag mættu 20 pör og þá
urðu úrslitin þessi í N/S:
Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 275
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 253
Júlíus Guðmundss. - Oliver Kristófss. 249
Hæsta skor í A/V:
Magnús Halldórss. - Þorsteinn Laufdal 276
Eysteinn Einars. - Sigurleifur Guðjónss. 271
Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálsson 269
Meðalskor báða dagana var 216.
Bridshátíð í Borgarnesi
Dagana 4. og 5. janúar nk. verður
haldin hin árlega Bridshátíð Vest-
urlands. Á laugardeginum verður
sveitakeppni sem hefst kl. 10 en á
sunnudeginum tvímenningur í
tveimur lotum en fyrri lotan hefst
kl. 11. Hótel Borgarnes er með mjög
gott tilboð í mat og gistingu. Að
venju verða peningaverðlaun fyrir
efstu sætin en spilagjald verður kr.
2.000 á mann í hvorri keppni. Hægt
er að skrá sig hjá Bridssambandi Ís-
lands í síma 587-9369 (og á heima-
síðu) og hjá Hótel Borgarnesi í síma
437-1119.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Hef opnað stofu
í Læknastöð Vesturbæjar,
Melhaga 20-22, 107 Reykjavík.
sími 562 8090.
Starfssvið almennar geðlækningar með áherslu á
geðlækningar aldraðra.
Sæmundur Haraldsson,
geðlæknir.