Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arn- arfell og Helga koma í dag. Brúarfoss kemur og fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277. Bókatíðindi 2002. Núm- er miðvikudagsins 18. desember er 47037. Mannamót Aflagrandi 40. Jóla- súkkulaði verður föstu- daginn 20. des. og hefst með jólabingói kl. 14. Gerður G. Bjarklind kemur með jólastemn- inguna. Vox Feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur góðar veitingar. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 13– 16.30 opin smíða- og handavinnustofa, kl. 13 spilað. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 Búnaðarbankinn, kl. 13– 16.30 spiladagur, bridge/ vist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Fé- lagsstarfið verður til 19. des. og endar þá með há- tíðarstund á Hlaðhömr- um kl. 14. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–10.45 leikfimi, kl.14.30–15 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus, hár- greiðslustofan opin kl. 9–16.45 nema mánu- daga. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta Bún- aðarbanka. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, mosaik, gifs og íslenskir steinar og postulínsmálun, leik- fimi kl. 10, söngur kl. 14, dans kl. 15.30, hár- greiðslustofan opin 9–14. Kynslóðirnar mætast á jólaballi á morgun fimmtudag kl. 14. Gengið í kringum jóla- tréð og jólasveinn kemur í heimsókn, einnig verða börn af leikskólanum Jörva með á ballinu. Söngdísirnar syngja ásamt Hljómsveit Hjör- dísar Geirs. sem leikur undir söng og dansi. Vinsamlegast pantið Þorláksmessuskötuna á föstudag. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, byrj- endur. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Línudans kl. 11, pílukast kl. 13.30. Áramótadansleikur verður mánudaginn 30. des. kl. 20.30 Caprí tríó leikur fyrir dansi Happ- drætti og Ásadans. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin kl. 10–13 virka daga. Morgunkaffi, blöð- in og matur í hádegi. Miðvikudagur: Göngu- hrólfar ganga frá Glæsibæ kl. 10. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. Söngvaka kl. 20.45, umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Skrifstofa félags- ins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Allar upp- lýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 9.30 boccia, kl. 10.45 hæg leikfimi, kl. 13 fé- lagsvist, kl. 15–16 við- talstími FEBK, kl. 17 bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 17 heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaums- ur, útskurður, hár- greiðsla og fótaaðgerð, kl. 13 bridge, harðangur og klaustur. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur og jóga, kl. 10 jóga, kl.13 dans- kennsla framhalds- hópur, kl. 14 línudans, kl. 15 frjáls dans og teiknun og málun. Fóta- aðgerðir og hársnyrting. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Korpúlfarnir, eldri borg- arar í Grafarvogi halda aðventufund miðviku- daginn 18. desember kl. 10 í Miðgarði við Langa- rima 21. Gestur fund- arins verður séra Bjarni Þór Bjarnason, prestur í Grafarvogskirkju. Tón- listaratriði og jólaveit- ingar. Síðasti keilutími Korpúlfanna, á þessu ári verður í Keilu í Mjódd fimmtudaginn 19. des- ember kl. 14. Athugið breytta tímasetningu. Upplýsingar gefur Þrá- inn í síma 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 10– 11 samverustund, kl. 9– 16 fótaaðgerðir, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Jólagleði verður fimmtu- daginn 19. desember og hefst kl. 14 með messu, sr. Kristín Pálsdóttir flytur jólahugvekju, Anna Þrúður kemur í heimsókn og segir frá starfinu í Afríku. Hátíð- arhlaðborð, kaffi og súkkulaði. Upplýsingar hjá ritara sími 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fóta- aðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband. Háteigskirkja eldri borgar, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setr- inu kl. 12, brids kl. 13. Starf aldraðra Bústaða- kirkju, kl. 13–16.30 jóla- samvera með hefð- bundnum hætti. Gestir frá Kirkjukór Bústaða- kirkju. Veitingar. Um- sjón Sigrún Sturludóttir. Munið bílaþjónustuna og látið vita hjá Sigrúnu í síma 553 0048 og 864 1448 og hjá kirkju- vörðum í síma 553 8500. Hana-nú Kópavogi Jóla- fundur Bókmennta- klúbbs Hana-nú er kl. 20 í kvöld á Bókasafni Kópavogs. Allir vel- komnir. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Háteigskirkju við Háteigsveg. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520-1300 og í blómabúð- inni Holtablóminu, Langholtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520 1300 og í blóma- búðinni Holtablóminu, Langholtsvegi 126. Gíró- þjónusta er í kirkjunni. Minningakort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkju- húsinu v/Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152 (gíró- þjónusta). Í dag er miðvikudagur 18. desem- ber, 352. dagur ársins 2002, Imbru- dagar. Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 blámaður, 4 ritum, 7 stoppa í, 8 heitir, 9 nugga, 11 sigaði, 13 fal- leg, 14 bor, 15 bráðum, 17 finn að, 20 hljóma, 22 þrautir, 23 hármikil, 24 sér eftir, 25 sár. LÓÐRÉTT: 1 naglaskapur, 2 spóna- mat, 3 svelgurinn, 4 far- artækja, 5 hattkollur, 6 lofið, 10 rándýrum, 12 greinir, 13 skjót, 15 raki, 16 brúkar, 18 oft, 19 litlir lækir, 20 eirðarlaus, 21 grískur bókstafur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 löðrungur, 8 brunn, 9 flimt, 10 iðn, 11 illur, 13 asnar, 15 slórs, 18 eðjan, 21 púl, 22 kytra, 23 firar, 24 hrakyrðir. Lóðrétt: 2 ötull, 3 rúnir, 4 nefna, 5 uxinn, 6 obbi, 7 ætur, 12 urr, 14 sáð, 15 sekk, 16 Óttar, 17 spark, 18 elfur, 19 járni, 20 norn. Víkverji skrifar... VINUR Víkverja fer stundum áveitingastaði og fær sér kjúk- ling eða svínakjötsrétt. Hann benti á að ferskir og frosnir kjúklingar hefðu hríðlækkað í verði undanfarn- ar vikur frá framleiðendum og sömu sögu væri að segja af svínakjöti. Vinurinn var að velta fyrir sér hvers vegna eigendur veitingastaða hefðu ekki lækkað verð á kjúklinga- og/ eða svínakjötsréttum í kjölfar þess- ara verðlækkana frá framleiðend- um. Talið barst að þessum málum við kvöldverðarborð Víkverja. Einn úr fjölskyldunni fer oft í bíó og sá var að velta fyrir sér hvort ekki væri kominn tími á verðlækkun aðgöngu- miða í kvikmyndahús. Þegar miða- verð í kvikmyndahúsum hefur hækkað segir hann forsvarsmenn hafa gjarnan borið því við að mynd- irnar væru keyptar frá Bandaríkj- unum og dollarinn hefði hækkað. Nú hefur dollarinn lækkað og sá bíó- glaði bíður eftir verðlækkun. x x x ÞEGAR líða fer á aðventu er einuspili bætt í safnið á heimili Vík- verja. Fjölskyldan spilar svo í róleg- heitum á jólunum saman og með vinum og kunningjum. Í ár er úr mörgum spennandi spilum að velja. Þegar á hólminn var komið freistaði spilið Ísland mest sem virðist svona við fyrstu sýn vera bæði fræðandi, vandað og skemmtilegt. Spilin hafa sl. tvö ár kostað á verðbilinu 5.000– 6.000 krónur en undanfarnar vikur hefur borið á því að verslanir hafi lækkað verðið. Víkverji minnist þess ekki að hafa áður orðið var við slíkar verðbreytingar fyrir jól en líklega er það því að þakka að nýju spilin eru nokkuð mörg og samkeppnin hörð. x x x SEM betur fer virðast margirvera farnir að njóta aðventunn- ar en ekki stressa sig á ónauðsyn- legum undirbúningi eins og stór- hreingerningum og bakstri ótal smákökutegunda. Það er kirkjum landsins til sóma hversu fjölbreytta dagskrá þær bjóða gestum sínum nú fyrir hátíð- irnar. Það eru alls kyns tónleikar á boðstólum, sérstakar bænastundir, aðventustundir með söng og hug- leiðingum, hefðbundnar messur og messur með börnum, morgunstund- ir áður en deginum er mætt, kyrrð- arstundir í hádegi og áfram mætti telja. Með því að bjóða svona fjöl- breytta og metnaðarfulla dagskrá laða kirkjurnar til sín fólk sem alla jafna fer ekki oft í hefðbundnar messur og þessar stundir í kirkjunni hjálpa fólki að muna um hvað jólahátíðin snýst í rauninni. x x x Í LOKIN má Víkverji til með aðminnast á jólasið sem vinkona hans hefur. Strax í nóvember fer hún að dunda sér við að pakka inn litlum gjöfum. Litlu pakkana gefur hún öllum þeim sem koma að húsinu hennar á aðventu og hafa veitt henni einhverja aðstoð. Bréfberinn fær pakka því hann færir henni póstinn, þeir sem hirða ruslið hjá henni fá glaðning því ekki gæti hún án þeirra verið og blaðburðarbarnið fær sinn pakka fyrir að koma með Moggann á réttum tíma. Það eru engin verð- mæti í pökkunum í aurum talið en hugurinn á bak við segir allt. MIG langar til að segja frá furðulegri framkomu starfsmanna Laugardals- laugar 10. des. Þannig var mál með vexti að ég ákvað að fá mér sundsprett og mætti ég í laugarnar um kl. 21:20. Ég var vart kominn að afgreiðslunni að konan sem þar var segir að það loki kl 21:30, með tón sem ekki á við í eðlilegum sam- skiptum fólks. Mér var brugðið, sagðist ekki vita að það væri lokaði klukkan hálftíu en sagðist hafa ennþá nokkrar mínút- ur uppá að hlaupa. Ég lét konuna fá 300 krónur þar sem ég var ekki með á hreinu hvað kostaði mikið að fá sér sundsprett. Svar hennar var á þessa leið: „ertu að reyna múta mér eða hvað?“ Ekki var dónaskapnum lokið þegar ofan í laugina var komið. Starfsmaður ut- andyra kallaði til mín og benti mér á tímann, en þá hafði ég ennþá 5 mín. til að synda eins og 2–3 ferðir eða svo. Þegar ég er að hefja síð- ustu ferðina og er á leið frá búningsklefunum heyri ég í hátalarakerfinu að búið væri að loka. Það er svo þegar ég á 50 m eftir eru ljósin í lauginni slökkt og lá við ég þyrfti að notast við svipað kerfi og kafbátar nota til að komast þessa síð- ustu metra tilbaka í þessu myrkri. Er þetta ekki aðeins of mikið af því góða? Ólafur Baldursson. Ísland: Svipur lands og þjóðar MAÐUR nokkur er fyrir vin sinn í Ástralíu að leita hér á landi að eintaki af bók Hjálmars R. Bárðarsonar, Ísland: Svipur lands og þjóðar, á ensku (Iceland: A portrait of its land and people), sem nú er uppseld á ensku. Hann er beðinn að hringja í síma 897 4462 eða 555 0729 varðandi mögu- leika á að finna fyrir hann eintak af bókinni. Bróður leitað CAROL Conlogue, sem býr í Bandaríkjunum, er að leita að hálfbróður sínum hér á landi. Segir hún hann fædd- an 1942–1943 og að móðir hans hafi heitið Anna og hafi hún unnið við fisk- vinnslu (niðursuðu?). Faðir þeirra var Bernard Thibod- eau. Þeir sem gætu gefið Carol einhverjar upplýsing- ar eru beðnir að skrifa á netfangið: vcepping@attbi.com Póstkort óskast VELVAKANDA barst bréf frá Jerzy Matuszczak, sem er 46 ára og býr í Krakow í Póllandi. Jerzy er að safna ónotuðum póstkortum og segist vera búinn að safna 25.000 póstkortum og eiga eitt stærsta safn í heimi. Hefur hann áhuga á að eignast póstkort með mynd- um frá Íslandi og biður þá sem geta liðsinnt honum að senda þau á heimilisfangið: Jarzy Maruszczak, 31-462 Krakow, ul. Pilotow 22/21, Poland. Eins er hægt að skrifa honum á netfangið: fragl- ers@markom.krakow.pl Leitað að pari ÉG ER að leita að pari sem ég hitti síðast í júlí 1974 í Casablanca í Marokkó. Þau heita Gérard (franskur) og Ella (íslensk). Þau ráku ein- hvers konar ferðaskrifstofu í Reykjavík. Þeir sem gætu liðsinnt mér vinsamlega hafið samband (skrifi á frönsku/ensku) á netfangið: elaabadila@caramail.com Tapað/fundið Tannbrú týndist ÞRIÐJUDAGINN 3. des- ember týndist sérsmíðuð tannbrú, 8 tennur, í Austur- stræti eða á Lækjartorgi. Skilvís finnandi hringi í síma 431 2275 eða 894 2275. Fundarlaun. Barnateppi í óskilum HEKLAÐ barnateppi fannst í Mjóddinni. Upplýs- ingar í síma 557 4581. Dýrahald Dee Dee vantar heimili ÞESSI kisa þarf að eignast nýtt heimili af óviðráðanleg- um orsökum. Hún er mjög nett, þrílit læða, afskaplega kelin og blíð. Hún er inni- kisa og þarf mikla athygli og er ekki vön börnum. Kanínur fást gefins KANÍNUR fást gefins á góð heimili. Upplýsingar í síma 867 0797. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Furðuleg framkoma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.