Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 27 LIST Ingu Svölu Þórsdóttur (1966) hefur á síðustu árum vakið nokkra athygli. Hún var við nám í MHÍ 1987-1991 og síðan lá leið henn- ar til Þýskalands þar sem hún nam við listaháskóla Hamborgar í fjögur ár. Inga Svala er enn búsett í Ham- borg og kennir nú við þennan sama skóla. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða um lönd og haldið einkasýningar hér heima og erlend- is. Listrænt fyrirtæki hennar, Duft- unarfyrirtæki Þórsdóttur, vakti nokkra athygli þegar 1994 er hún hóf að dufta allt milli himins og jarðar og sýndi afraksturinn í krukkum. Grænmetissýning hennar og Wu Shan Zhuan vakti einnig nokkra at- hygli hérlendis 1998. Nú er Inga komin aftur, með sýninguna Borg er byggir á ímynduðu borgarskipulagi á Borg á Mýrum. Listin snýst oft um að birta hugs- anlegan og kannski betri heim. Dæmi frá 16. öld er bók Thomas Moore, Utopia, þar sem hann lýsir fullkomnum heimi, að sínu mati. Listamenn hafa á mismunandi vegu sýnt eitthvað sem nálgast fullkomn- un. Augnablikin sem Vermeer birtir á málverkum sínum komast nokkuð nærri. Málarinn Rothko sóttist eftir að sýna eitthvað álíka en á allt annan hátt. Fyrir Yves Klein var blái lit- urinn fullkominn. Þannig mætti halda áfram. Listhreyfingar á 20. öld sóttust eftir að sýna eða skapa betri heim, fútúristarnir, súrrealistarnir, dadaistarnir. Situationistunum í Frakklandi var sérlega umhugað um einmitt borgarskipulag og almennt um hegðun einstaklingsins í borgar- umhverfi og rituðu margt um þetta efni. Ýmsir listamenn hafa á síðustu áratugum komið fram með hug- myndir sem varða borgarskipulag, þar má nefna hollenska listamanninn John Körmeling og Belgann Luc Deleu en auk þeirra láta nú ýmsir hópar listamanna skipulagsmál sig einhverju varða. Sem dæmi um slík- an hóp er Park Fiction verkefnið í Hamborg sem var kynnt á Doku- menta sýningunni í Kassel í sumar. Þar er þó um raunverulegt verkefni að ræða, almenningsgarð í Ham- borg, samvinnuverkefni listamanna, borgarbúa og borgarskipulags. Ég held nú ekki að markmið Ingu Svölu sé að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika heldur notar hún tungumál myndlistarinnar til að koma hug- myndum sínum á framfæri, hug- myndum sem ef til vill verða öðrum innblástur eða umhugsunarefni. Í sýningarskrá segir hún að Borg sé „hugmynd að borgarskipulagi sem ég tel að geti gagnast Íslandi og Ís- lendingum“. Ef litið er til baka yfir verk Ingu Svölu sl. tíu ár má sjá að hún hefur allt frá duftunarverkefni sínu til dagsins í dag fengist við að greina veruleikann og skrá greininguna án þess að gleyma þætti hins óræða. Verk hennar spretta upp af hug- myndum sem síðan kristallast í ýms- um efnum, hún sérhæfir sig ekki í einum ákveðnum miðli. Umgjörðin sem hún skapar verkum sínum hér er því mjög ákjósanleg fyrir vinnu- brögð af þessum toga og í raun rök- rétt framhald af fyrri verkum þó ramminn sé annar. Innan ramma ímyndaðs borgarskipulags hefur hún frjálsar hendur með hugmyndir og efnivið og öll verkin falla fyrirhafn- arlaust innan rammans. Þessi um- gjörð setur henni engar skorður því hún er myndlistarkona, ekki skipu- lagsfræðingur, tungumál hennar er myndlistin og innan hennar rúmast allt sem við viljum. Á sýningunni í Hafnarhúsi gefur að líta drög að skipulagi miljón íbúa borgar. Hugmyndirnar fjalla um þarfir stórborgarbúa og það hvernig hægt væri að skapa líf í borg í sam- hljómi við náttúruna, í anda um- hverfisverndar. Verkin á sýningunni eru mjög mismunandi og skapa eng- an sterkan heildarblæ, frekar er eins og út frá hverju verki um sig gætu sprottið ótal önnur verk sem færu í mismunandi áttir. Inga Svala er frjó í hugsun og setur fram ýmsar hug- myndir hvað varðar samgöngur, byggingarlag sem tekur mið af nátt- úrunni, mikilvægi birtu og myrkurs, auk þess að vitna til landnáms Ís- lands og hún vísar á sinn hátt til fornra og dýrslegra siða við að helga sér svæði. Best finnst mér henni tak- ast upp þegar verkin eru sem allra einföldust, eins og veggverkið með neonteikningum af kríum. Í því sé ég endurspeglast sterkan draum um frelsi og rými en um leið minnir neonið á nútímann. Þetta verk lifir sterkast í huga mér og verður mér leiðarljós um það sem gæti verið markmið skipulagsins. Upplýsinga- gildi myndlistar felst jú ekki í orðum eða skrásetningum heldur til dæmis lit eða efni. Mér sýnist þessi hug- mynd um borgarskipulag vera upp- hafið að nýju tímabili í list Ingu Svölu en gæti líka ímyndað mér að það kæmi að því að hún sprengdi um- gjörðina og gæfi verkum sínum frelsi. Inga Svala hugsar sér einnig að fleiri listamenn geti tekið þátt í sköp- un Borgar og við opnun sýningarinn- ar sýndi þýska listakonan Annette Wehrmann fyrstu verkin á því sviði. Sýning hennar var nokkra daga uppi í SÍM húsinu í Hafnarstræti. Þar sem þar er ekki um eiginlegan sýn- ingarsal að ræða var hún tekin niður eftir örfáa daga en án efa hafa ein- hverjir náð að sjá hana. Hún fjallaði um nauðsyn gagn-staðar og and- hverfu skipulags og var góð viðbót við sýningu Ingu Svölu, án efa eiga fleiri listamenn eftir að bæta við hug- myndirnar um borgarskipulag síðar. Sýning sem þessi gæti fallið í þá gryfju að vísa í sífellu annað, út á við, en Inga Svala nær að skapa and- rúmsloft á sýningunni líka, hún verð- ur staður út af fyrir sig. Hér verður ekki farið út í að lýsa nánar hverju verki út af fyrir sig en fólk hvatt til að líta við í Hafnarhúsinu og kynna sér hugmyndir um nýja Borg. Flug kríunnar á sýningu Ingu Svölu Þórsdóttur í Hafnarhúsi. Flug kríunnar MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Til 19. janúar 2003. Hafnarhúsið er opið alla daga vikunnar frá kl. 11–17 og leng- ur á fimmtudögum, til kl. 18. BLÖNDUÐ TÆKNI, INGA SVALA ÞÓRSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir alltaf á föstudögum Fjör í snjónum - um jólin Catmandoo snjógallar 5.990 kr. Stær›ir: 90-120. Litir: Bleikur og fjólublár Stiga snjósle›i: 7.990 kr. Til í svörtu og rau›u. Smáralind - Glæsibæ Simi 545 1550 og 545 1500 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 94 42 12 /2 00 2 Naomi Campbell ilmvötnin fást í snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.