Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
19
75
1
1
2/
20
02
Allt að50%
afsláttur
af jólaskrauti
Hurðakrans með ljósleiðara
Verð áður 4.998 kr.
Nú 2.990 kr.
Borgaðu, ég er farin heim til mömmu.
Nýr íþróttafulltrúi ríkisins
Holl hreyfing
er meginatriði
FRÁ árinu 1940 og tilársins 2002 hafaeinungis tveir Ís-
lendingar skipað stöðu
íþróttafulltrúa ríkisins.
Nú er nýr íþróttafulltrúi
sestur í stólinn og í hvert
sinn sem það gerist er
óhætt að segja að verið sé
að yngja upp. Nýi íþrótta-
fulltrúinn tók til starfa á
þessu ári, þrautreyndur
starfskarftur sóttur inn í
raðir ÍSÍ. Þar er á ferð-
inni Líney R. Halldórs-
dóttir sem síðustu fjögur
árin hefur verið sviðsstjóri
afrekssviðs ÍSÍ. Morgun-
blaðið ræddi aðeins nýju
stöðuna við Líneyju á dög-
unum.
– Lýstu fyrir okkur
þessu nýja starfssviði
þínu … hvers vegna er þessi
staða tilkomin og hverjar eru
helstu áherslurnar sem lagðar
verða á næstu misserum?
„Árið 1940 voru íþróttalög
samþykkt að tilstuðlan Her-
manns Jónassonar, þá forsætis-
og menntamálaráðherra. Til að
framfylgja lögunum var kveðið á
um að skipuð yrði íþróttanefnd
ríkisins og ráðinn íþróttafulltrúi.
Tveir mætir menn hafa skipað
þessa stöðu, þ.e. Þorsteinn Ein-
arsson 1940–1980 og Reynir G.
Karlsson 1980–2002.
Árið 1998 voru íþróttalögin
endurskoðuð og var stöðuheitið
„íþróttafulltrúi“ fellt niður, er nú
deildarstjórastaða og heyrir und-
ir skrifstofu menningarmála,
íþrótta- og æskulýðsdeild.
Íþróttanefnd er menntamála-
ráðuneytinu til ráðgjafar í
íþróttamálum og gerir tillögur að
úthlutun úr íþróttasjóði og starfa
ég með þeirri nefnd.
Samkvæmt íþróttalögum fer
menntamálaráðuneytið með yfir-
umsjón íþróttamála að því leyti
er ríkið lætur þau til sín taka.
Eftir sem áður er lögð áhersla á
að vinna að framgangi íþrótta-
mála og efla samskipti á milli
þeirra aðila sem að þeim koma,
s.s. frjálsra félagasamtaka, sveit-
arfélaga og ríksins.
Meginmarkmið íþrótta- og
æskulýðsdeildar er að stuðla að
því að sem flestir landsmenn geti
notið hollrar hreyfingar og upp-
byggilegs félags- og tómstunda-
starfs. Einnig er mikilvægt að
efla samstarf milli opinberra að-
ila og þeirra félagasamtaka sem
fást við þessi mál í landinu. Sam-
starf í íþrótta-, æskulýðs- og tóm-
stundamálum á alþjóðlegum vett-
vangi er stöðugt að aukast og er
hlutverk menntamálaráðuneytis
að taka þátt í þessu samstarfi
fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.“
– Að hve miklu leyti er þetta
nýtt og öðru vísi en fyrra starf
íþróttafulltrúa hjá ÍSÍ?
„Hjá ÍSÍ vann ég sem sviðs-
stjóri fyrir afrekssvið og fór með
málefni sem lúta að afreksíþrótt-
um s.s. undirbúningi fyrir þátt-
töku Íslands í Ólympíuleikum,
Smáþjóðaleikum, Ól-
ympíuhátíð Evrópu-
æskunnar, erlend sam-
skipti, m.a. við
ólympíunefndir ann-
arra þjóða, Alþjóða-
ólympíunefndina og undirnefndir
hennar auk fjölmargra annarra
verkefna. Starfið, eins og gefur
að skilja, fellur undir stjórnsýslu
og er þar af leiðandi mun mót-
aðra.“
– Ertu að fara út í fastmótaða
vinnu eða færðu að móta og þróa
eftir eigin höfði?
„Starfið sem slíkt er í
ákveðnum farvegi eins og á við
um störf innan stjórnsýslunnar.
Það er þó ljóst að með nýju fólki
skapast nýir siðir og nýjar venjur
að einhverju leyti. Starfið er
einnig mótað af stefnu og
áherslum ríkisstjórnarinnar og
sitjandi menntamálaráðherra
hverju sinni.“
– Hvaða þýðingu hefur þessi
staða fyrir íþróttaiðkun í land-
inu?
„Þrátt fyrir að íþróttastarfsemi
fari fram við önnur skilyrði en
voru fyrir 40 árum er hugmyndin
sú sama, þ.e. að skapa íþróttum
formlega umgjörð um aðkomu
ríkisins að íþróttamálum án
beinna afskipta af því hvernig
íþróttahreyfingin hagar störfum
sínum.
Ráðuneytið sinnir íþróttamál-
um í heild á meðan aðrir, t.d.
sveitarfélögin, íþróttahreyfingin,
félögin og aðrir koma að ein-
stökum greinum eða þáttum
íþrótta- og æskulýðsstarfs. Að
þessu leyti hefur ráðuneytið sér-
stöðu og ákveðnu hlutverki að
gegna. Það er þekkt að ríkið
gegnir mikilvægu hlutverki í að
skapa íþróttahreyfingunni og
íþróttamönnum þær aðstæður og
tækifæri sem oft eru forsenda ár-
angurs.“
– Eru íþróttir vel geymdar á
menningarskrifstofu ráðuneytis-
ins?
„Íþróttir eru ríkur þáttur í ís-
lensku samfélagi og hluti af okk-
ar menningu. Íþrótta-
mál falla undir
skrifstofu menningar-
mála í ráðuneytinu og
eru formlega flokkuð
sem menning líkt og
t.d. æskulýðsmál. Frá því að
skipulagi ráðuneytisins var
breytt 1998 hefur ráðuneytið
unnið dyggilega að íþróttamálum
og íþróttastarfið er nátengt því
starfi sem fram fer á öðrum
skrifstofum ráðuneytisins, t.d.
skrifstofu menntamála. Sú skrif-
stofa ákveður t.d. námsskrá fyrir
íþróttakennslu í grunn- og fram-
haldsskólum.“
Líney R. Halldórsdóttir
Líney R. Halldórsdóttir er
íþróttafræðingur, fædd á Siglu-
firði 24. apríl 1961. Er með BS-
nám frá Rockford College 1983–
1987 í „Physical Education/
Education“ og mastersnám í
„Exercise physiology“ og „Sports
Med./Athletic Training“ frá
Northern Illinois University
1988–1990. Var framkvæmda-
stjóri Íþróttafélagsins Leiknis
1992–1997, skrifstofustjóri Ól-
ympíunefndar Íslands 1997–1998,
sviðsstjóri afrekssviðs ÍSÍ 1998–
2002 og deildarstjóri íþrótta- og
æskulýðsdeildar menntamála-
ráðuneytisins frá 2002. Maki er
Oddný Sigsteinsdóttir.
Ráðuneytið
sinnir íþrótta-
málum í heild