Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 21 VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra opnaði á dögunum heimasíðu Byggðarann- sóknarstofnunar Íslands. Hjá Byggðarannsóknarstofnun eru stundaðar rannsóknir á sviði byggðamála og er stofnunin staðsett við Háskólann á Akureyri. Verk- efnastjóri Byggðarannsóknarstofn- unar er dr. Grétar Þ. Eyþórsson, en hann er jafnframt framkvæmda- stjóri Rannsóknarstofnunar Háskól- ans á Akureyri (RHA). Á síðunni má m.a. finna öflugan gagnvirkan gagnagrunn um íslensk- ar byggðarannsóknir. Er hér um að ræða þann fyrsta og eina sinnar teg- undar um byggðamál hérlendis. Slóð heimsíðunnar er www.brsi.is. Ný heima- síða Byggða- rannsóknar stofnunar Byggða- rannsóknarstofnun UM 80 ár eru liðin frá stofnun Karla- kórskórsins Geysis og af því tilefni er nú kominn út geisladiskur með sýnishorni af lagavali kórsins frá fyrstu hljóðritunum árið 1930 til okkar daga. Kórinn starfaði af mikilum þrótti um árabil, en sameinaðist Karlakór Akureyrar árið 1990. Nokkur hópur félaga vildi halda merki kórsins á lofti og stofnaði Karlakórinn Geysi – eldri félagar. Á hinum nýja diski eru 22 lög og koma 9 söngstjórar við sögu. Hljóm- gæði eru mismunandi enda var tæknin frumstæð er fyrstu lögin voru hljóðrituð. Diskurinn verður ekki til sölu í verslunum en kórfélagar munu sjá um söluna, m.a. Guðmundur Gunn- arsson og Sigurður Svanbergsson, en á Dalvík sér Jóhann Daníelsson um söluna. Geysisfélagar gefa út disk DAGLEGAR reykingar unglinga á Akureyri hafa dregist verulega saman á síðustu 5 árum að því er fram kemur í nýrri skýrslu sem Áfengis- og vímuvarnarnefnd Ak- ureyrarbæjar kynnti í gær, en um er að ræða niðurstöðu í könnun á vímuefnaneyslu ungs fólks í bænum. Hún var gerð síðastliðið vor af fyr- irtækinu Rannsóknum og greiningu og náði til nemenda í 8. til 10. bekk grunnskóla Akureyrar á árunum 1997 til 2002. Hera Hallbera Björns- dóttir félagsfræðingur hjá fyrirtæk- inu kynnti könnunina. Hlutfall 10. bekkinga sem reyktu daglega árið 1997 var 24%, en nú í vor var það komið niður í 12% . Hlutfall ung- linga í 8. og 9. bekk á Akureyri sem reykja daglega var einnig nokkru lægra en unglinga í landinu í heild samkvæmt könnuninni, eða 1% á móti 3% á landinu öllu. Fleiri strák- ar reyktu daglega, en stúlkur, eða 14% þeirra á móti 9% stúlkna. Mun færri stúlkur á Akureyri, sem voru í 10. bekk síðastliðið ár reyktu dag- lega en stöllur þeirra í Reykjavík, en þar er hlutfallið 16%. Minni mun- ur er á piltunum, en 15% stráka í 10. bekk í Reykjavík sögðust reykja daglega á móti 14% á Akureyri. Stúlkur nota ekki munn- og neftóbak Stúlkur eru mun ólíklegri til að nota munn- og neftóbak en drengir, en slík notkun er nánast óþekkt í þeirra hópi. Aftur á móti höfðu 7% pilta á Akureyri notað munntóbak 20 sinnum eða oftar um ævina og 5% þeirra hafa notað neftóbak 20 sinn- um eða oftar. Hlutfall pilta sem nota neftóbak svo oft er hæst á Akureyri, 7%, en 5% bæði yfir landið allt sem og í Reykjavík. Neftóbaksnotkunin er aftur á móti minni, er 11% yfir landið allt en 8% í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristján Hera Hallbera Björnsdóttir kynnti niðurstöður könnunar á vímuefnanotkun unglinga í grunnskólum Akureyrar. Niðurstöður könnunar á vímuefnaneyslu ungs fólks Dregur mjög úr reykingum akureyrskra ungmenna TEKJUR Akureyrarbæjar munu aukast um rúm 6% frá endurskoð- aðri fjárhagsáætlun þessa árs eða úr tæpum 7,4 milljörðum í tæpa 7,9 milljarða. Gjöld aukast einnig á sama tímabili um tæp 2% eða úr tæpum 7,3 milljörðum í rúma 7,4 milljarða króna. Rekstrarniður- staða í fjárhagsáætlun Akureyr- arbæjar fyrir árið 2003 er áætluð jákvæð um rúmar 253 milljónir króna. Frumvarpið var samþykkt við seinni umræðu þess á fundi bæj- arstjórnar Akureyrar síðdegis í gær. Á sama fundi var einnig lögð fram til fyrri umræðu svonefnd þriggja ára áætlun, en hún er um rekstur, fjármál og framkvæmdir á árunum 2004–2006. Fjárhags- áætlunin tekur til rekstrar aðal- sjóðs, sem að uppistöðu er bæj- arsjóðurinn sem áður var og 16 fyrirtækja, stofnana og sjóða í eigu hans. „Við fyrstu drög að fjárhags- áætlun var staðan sú að rekstar- gjöld hefðu orðið 2% hærri en tekjur ef orðið hefði verið við öll- um óskum, það hefði vantað 75 milljónir upp á og við þurft að slá lán fyrir rekstrinum,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri þegar hann kynnti fjárhags- áætlun 2003. Unnið hefði verið að því milli umræðna að lækka út- gjöld um 240 milljónir króna. Breytingar verða gerðar á gjald- skrám, hætt við áður áætlaða við- bótarþjónustu og áætlanir gera nú ráð fyrir að skatttekjur aukist um 50 milljónir króna. Hækkun þjónustugjalda skilar 40 milljónum Gert er ráð fyrir óbreyttri álagningu opinberra gjalda, hækk- un á þjónustugjöldum skilar 40 milljónum í bæjarsjóð. Mestu munar þar um nýtt sorpgjald á fyrirtæki auk áðurnefndra gjald- skrárbreytinga. Félagsþjónusta; öldrunarmál, fræðslu- og uppeldismál, menning- armál auk íþrótta- og tómstunda- mála eru þeir þættir sem vega þyngst í fjárhagsáætlun. Í áætluninni er gert ráð fyrir verulegum fjárhæðum í verkefni sem bærinn hefur þegar skuld- bundið sig til að sinna, m.a. marg- vísleg verk í skóla-, menningar- og íþróttamálum. Mest í Brekkuskóla og fjölnota íþróttahús Af einstökum fjárfestingum eru stærstu framkvæmdaliðir Brekku- skóli með 200 milljónir, 193 millj- ónir fara í fjölnota íþróttahús, 186 í Amtsbókasafnið, Síðuskóli með 130 milljónir og nýr leikskóli í Hólmatúni með 126 milljónir króna. Loks má nefna að gert er ráð fyrir að verja 50 milljónum króna á næsta ári til uppbyggingar öldrunarstofnunar við Hlíð. Áætlað er að lántaka á næsta ári nemi tæpum 1.400 milljónum og að raunaukning skulda bæjarins verði um 900 milljónir. Verulega fer að draga úr framkvæmdum eftir árið 2005 að sögn Kristjáns Þórs og mun í kjölfarið draga mjög úr skuldaaukningu bæjarins. Hann sagði stöðu bæjarins sterka, en úr áætlun þeirri sem fyrir liggur er gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri muni nema um einum millj- arði. Gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 200 á ári Forsendur þriggja ára áætlunar byggjast á því að íbúum bæjarins fjölgi um 200 árlega og þá er reiknað með samningsbundnum launahækkunum. Magnaukning í rekstri verður mest á þarnæsta ári, 2004 eða rúmlega 127 millj- ónir, en lækkar eftir það og fer í 62 milljónir árið 2006. Bæjarstjóri nefndi að það kostaði bæinn um 150 milljónir króna að taka það húsnæði í notkun sem áætlað er að gera á næstu misserum. Húsnæði þess næmi nú um 75 þúsund fer- metrum, en áætluð viðbót á næsta ári er um 14.500 fermetrar sem kostar um 62 milljónir króna. Nýr leikskóli í Hólmatúni, stækkun bókasafns og breytingar tengdar tónlistarskóla vega þyngst í mag- naukningu rekstrar árið 2004. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar samþykkt í bæjarstjórn Staða bæjarins sterk þrátt fyrir aukningu skulda Morgunblaðið/Kristján Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri kynntu fjárhagsáætlunina. ♦ ♦ ♦ BÚTSAGIR Verð frá kr. 9.000,-. . , Aðventusamvera eldri borgara verður fimmtudaginn 19. desember kl. 15. Gestur samverunnar verður Hannes Sigurðsson forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri og fjallar hann um efnið: „Ævintýri listarinnar“. Félagar úr kór Glerárkirkju syngja nokkur lög. Að venju verður helgistund og léttar veitingar. Allir velkomnir. Fjarkennsla Verkmenntaskólans á Akureyri býður nám með tölvusamskiptum til meðal annars stúdentsprófs og meistarastigs. Boðið er upp á tæplega 200 áfanga á framhaldsskólastigi. Athygli er vakin á nýjum reglum um endurgreiðslu kennslugjalds. Umsóknir sendist í tölvupósti. Nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans. Vefslóð: http://www.vma.is/fjarkennsla Innritun lýkur 8. janúar 2003. Kennslustjóri fjarkennslu VMA. Verkmenntaskólinn á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.