Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ þegar ljóst er að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur vikið Kristjáni Páls- syni af framboðslista flokksins verður ekki hjá því komist að fara aðeins yfir málin og skoða atburðarásina undan- farnar vikur. Kristján hefur verið duglegur og ötull þingmaður sem hef- ur lagt sig fram í ýmsum framfara- málum er snerta okkur hér á Suður- nesjum og reyndar kjördæmið í heild sinni. Ekki verður í smáatriðum farið út í öll þau mál hér heldur er þetta sett fram til að benda á það og að and- stæðingar hans, sem nú undanfarið hafa unnið hatrammlega gegn hon- um, hafa einmitt notað sér sum þessi mál til að vinna gegn þingmanninum og sagt hann vera að eigna sér mál sem hann á ekki. Á meðal þessara mála eru lýsing Reykjanesbrautar, tvöföldun sömu brautar og ýmsar fjárveitingar til mála á svæðinu og nefna þeir sérstaklega fjárveitingu í endurbyggingu Duus-húsanna í Keflavík. Kristján hefur komið að öll- um þessum málum, bæði sem þing- maður og sem nefndarmaður í fjár- laganefnd, þar sem flestar fjár- veitingar til verkefna þingsins fara í gegn, en Kristján hefur aldrei sagt að hann einn hafi komið þeim í þann far- veg sem þau eru, til þess hefur að sjálfsögðu þurft víðtækan stuðning annarra þingmanna. Það er hins veg- ar þeim sem gleggst til þekkja aug- ljóst að í þessum málum og mörgum fleiri hefur Kristján barist af krafti til að tryggja framgang þeirra og það verður ekki af honum tekið. Annað sem þessum sömu andstæðingum verður tíðrætt um er að hann sé of sýnilegur og hafa reyndar sakað hann um að vera fjölmiðlasjúkur. Það hefur oftar en ekki verið gert að umræðu- efni fram að þessu ef þingmenn eru ekki nógu virkir og sýnilegir og láti þar með lítið eftir sig liggja, þannig að nú er vandlifað í þessum heimi. Þessi gagnrýni beinist semsagt að því að menn vinni vinnuna sína og séu sýni- legir í þingstörfum. Ekki er gott að fullgreina hvaða hvatir liggja að baki þessum hatursáróðri en eitt er ljóst og það er að á meðal þeirra er öfund, öfund út í að Kristjáni hefur orðið vel ágengt í því sem hann hefur unnið að, öfund út í þá athygli sem hann fær við störf sín, bæði á þingi og úti á meðal fólksins. Það er nokkuð til í því sem einn af ræðumönnum sagði sem tóku þátt í borgarafundi í Stapa til stuðn- ings Kristjáni þegar ljóst var að að honum var vegið. Þar lýsti hann þessu eins og í vinsælum sjónvarpsþætti sem Survivor heitir, en þar komast hinir veikari af með því að bindast samtökum um að kjósa hina sterku í burtu. Ljóst er að einmitt þetta hefur gerst hér; maðurinn sem ötullegast vinnur að ýmsum framfaramálum og hefur fengið mesta athygli af þeim sem komu til greina var eðlilega ógn við þá sem lítið eða ekkert liggur eftir og hafa ekki verið sýnilegir og því fór sem fór. VALÞÓR SÖRING JÓNSSON, Borgarvegi 9, Njarðvík. Duglegasta þingmanni Suðurnesja vikið af lista Sjálfstæðisflokksins Frá Valþóri Söring Jónssyni EITT ágætt ljóð hefst þannig, eins og kunnugt er. Höfundurinn, Árni Thorsteinsson, gerði einnig lag við ljóðið, sem enn er sungið á góðum stundum. Þegar ljóð- ið var ort, áttum við í sjálfstæðisbar- áttu við Dani og settum okkur að eignast sjálfstætt þjóðartákn, það er fána. Það var ekki nema eðlilegt. Einar Benediktsson skáld orti ljóð- ið „Til fánans“, sem var um fána þann, með hvíta og bláa litnum, er Íslend- ingar vildu fá, en fengu ekki nema breyttan, það er með rauða litnum til viðbótar. Þótti mörgum það vera til að þóknast Dönum, sem hafa sinn rauða fána með hvíta krossinum. Fána þeim, sem Einar Ben. orti sitt magn- aða ljóð um, gaf Helgi Pjeturss nafnið Hvítbláinn. Einar lauk ljóði sínu með ljóðlínunum: Djúp sem blámi himinhæða, hrein sem jökultindsins brún. En víkjum nánar að ljóði því, er Árni Thorsteinsson, tónskáld, orti. Líklega er réttast að birta það hér í heild, þar sem vikið er að fána okkar: Landið vort fagra með litskrúðug fjöllin, leiftrandi fossa og glóð undir ís, blár girðir særinn og gnæfir hátt mjöllin, glitklæðin þín skóp þér hamingjudís. Fáninn vor blái, þú frelsis vors merki frægð þína efli hver sonur þinn knár, elski þig, verndi þig ættstofn vor sterki, auðna þér fylgi um aldir og ár. Ísland, vort land, þig með tónum vér tignum, töfri vor söngur þér hamingjudag hvert sinn vér brennheitum bænum þig signum, blessaða land vort, það Íslands er lag. Nú heyrist þetta ljóð stundum sungið í útvarpi, en þá bregður svo undarlega við, að miðerindið, þar sem vikið er að bláhvíta fánanum, er ekki með, heldur eitthvert annað erindi, sem ég veit ekki, hver hefur saman sett. Fróðlegt væri að sjá þetta erindi á prenti. En það er þó ekki mergurinn málsins, heldur aðferð sú, sem lögð er til grundvallar. Eigum við að afmá allt, sem sögulegt gildi hefur? Eigum við að breyta ljóðum til samræmis við breytta tíma? Einhverju sinni datt einum ágætum alþingismanni í hug að láta taka kórónuna af Alþingishús- inu. Þetta væru danskar menjar, sem ekki ættu lengur við. Annar þingmað- ur vildi setja skjaldarmerkið framan á það hús, til að gera það virðulegra. Nei, þetta verður ekki gert. Virðum sögu okkar. Við umskrifum hana ekki eftir á. Dagbók þeirri, sem ég skrifa daglega, breyti ég ekki eftir á, hversu feginn sem ég vildi. Það er lóðið. Með þökk fyrir væntanlega birtingu. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Landið vort fagra Frá Auðuni Braga Sveinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.