Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Minnum á að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir, sem kemur út 26. maí, þurfa að berast fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 20. maí. A U G L Ý S I N G A D E I L D Sími: 569 1111  Bréfasími: 569 1110  Netfang: augl@mbl.is A U G L Ý S I N G A D E I L D Sími: 569 1111  Bréfasími: 569 1110  Netfang: augl@mbl.is Minnum á, að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir, sem kemur út þriðjudaginn 7. janúar, þurfa að berast fyrir kl. 16.00 föstudaginn 3. janúar. ÞOTA kanadíska leiguflugfélagsins HMY Airways millilenti á Keflavík- urflugvelli í fyrstu ferð sinni milli Vancouver og Calgary í Kanada og Manchester í Englandi. Tekið var á móti áhöfninni með blómum og kon- fekti. Stjórnendur flugvallar og flug- stöðvar segja millilendingarnar góða búbót á samdráttartímum. HMY Airways er ungt flugfélag sem á tvær Boeing 757-200-vélar. Það flýgur á milli borga á vestur- strönd Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó og nú hefur Manchester bæst við en þangað verður flogið einu sinni í viku til að byrja með. Vélar fé- lagsins hafa viðkomu á Keflavíkur- flugvelli í báðum ferðum, meðal ann- ars til að taka eldsneyti. Á meðan Airport Associates (Vall- arvinir) afgreiða vélina fara farþeg- arnir inn í flugstöðina og geta keypt inn í fríhafnarverslun, notið banka- þjónustu og keypt sér veitingar. Í gær voru 130 farþegar með vélinni en mun færri eru bókaðir á vestur- leiðinni.Vallarvinir munu einnig ann- ast annast innritun farþega þegar fé- lagið byrjar að selja farmiða til Kanada. Björn Ingi Knútsson flugvallar- stjóri og Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, kváðust ánægðir með þá ákvörðun stjórnenda kanad- íska flugfélagsins að millilenda á Ís- landi. Björn segir að samdráttur hafi verið í lendingum samfleytt í 25 mán- uði og því sé þetta kærkomin send- ing. Björn og Höskuldur láta þess einnig getið að flugið sé á þeim tíma sem notkun flugvallarins og þessa hluta flugstöðvarinnar er í lágmarki. Björn Ingi segir að áhugi sé á því að markaðssetja Keflavíkurflugvöll til að snúa þróuninni við og millilend- ingar kanadíska flugfélagsins séu áfangi í því. Segist hann vera í við- ræðum við fleiri flugfélög en of snemmt sé að segja til um hvað komi út úr þeim. Reiknað með 4–5 ferðum í sumar Með vélinni í gær kom James Westmacott, aðstoðarforstjóri HMY Airways, og mun hann funda með fulltrúum viðskiptafyrirtækja sinna hér á landi ásamt Steinþóri Jónssyni hótelstjóra sem er fulltrúi fyrirtæk- isins hér á landi. Westmacott segir stefnt að því að auka flugið til Eng- lands með því að fljúga til fleiri borga. Reiknar hann með fjórum til fimm ferðum í viku í sumar. Steinþór hefur óskað formlega eft- ir því við samgönguráðuneytið að flugfélagið fái að flytja hingað far- þega frá Kanada og innrita farþega hér til flugs vestur um haf. Westma- cott segir að flugfélagið muni hefja sölu á ferðum milli Íslands og Kan- ada eins fljótt og mögulegt sé og tel- ur miklar líkur á að leyfi fáist til þess. Steinþór telur að ekki ætti að taka langan tíma að fá nauðsynleg leyfi og vitnar til þess að ekki sé langt um lið- ið frá því Canada 3000 millilenti hér og Flugleiðir flugu til Halifax. Ef á hinn bóginn útlit sé fyrir að það taki langan tíma að koma þessu í kring muni hann óska eftir að bráðabirgða- leyfi fáist til að flytja farþega á milli landanna, á meðan málið sé í vinnslu. Millilendingar kanadíska flugfélagsins HMY Airways góð búbót á samdráttartímum Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Farþegarnir ganga frá borði þotunnar eftir gott flug frá Vancouver og Calgary í Kanada. Björn Ingi Knútsson afhendir flugstjóra þotu HMY Airways blómvönd við komuna að viðstöddum Steinþóri Jónssyni og Höskuldi Ásgeirssyni. Keflavíkurflugvöllur Vilja sem fyrst fá að flytja farþega til og frá Kanada MEÐ gleðiraust og helgum hljóm var heiti aðventutónleika sem Kvennakór Suðurnesja og söng- sveitin Víkingarnir héldu í Safn- aðarheimilinu í Sandgerði á dög- unum. Boðið var upp á fjölbreytta dag- skrá, bæði innlend og erlend lög sem kórarnir sungu ýmist saman eða í sitthvoru lagi. Fjölmenni var á tónleikunum sem voru endurteknir í Njarðvíkurkirkju. Stjórnandi Kvennakórsins er Krisztina Szklenár frá Ungverja- landi og Sigurður Sævarsson stjórnar Víkingunum. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Boðið upp á fjöl- breytta söngdagskrá Sandgerði NETSAMSKIPTI ehf. hafa fengið leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir rekstur talsíma- og gagnaflutn- ingsþjónustu og almenns fjarskipta- nets. Ekki er að svo stöddu ætlunin að veita almenna talsímaþjónustu. Netsamskipti ehf. er samskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki sem rekur meðal annars netþjónustuna Gjorby Internet í Reykjanesbæ, tækniþjónustuna Firmanet og hýs- ingarþjónustu. Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri segir að ekki hafi verið ákveðið að veita almenna tal- síma en leyfið sé mikilvægt skref í áætlun félagsins um að auka sjálf- stæði sitt sem netþjónustu. Í þessum tilgangi hafi fyrirtækið einnig sótt um og fengið sjálfstæðar IP-tölur hjá RIPE NCC í Hollandi. Símaleyfið veitir netsamskiptum betri og ódýrari aðgang að grunnneti Landssíma Íslands. Það segir Georg að skipti máli fyrir núverandi starf- semi félagsins. Þá sé þetta liður í því að búa fyrirtækið undir þátttöku í símarekstri þegar ný tækni ryður sér til rúms á markaðnum. Netsamskipti fá fjarskiptaleyfi Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.