Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hvernig stóð á því að Ís-lendingar gengu svolangt á haftabrautinnisem raun bar vitni á haftatímabilinu svonefnda frá 1930 til 1960? Og hvers vegna voru þeir tregari en aðrar þjóðir til þess að breyta um stefnu? Ekki alls fyrir löngu ræddi hópur hagfræðinga og sagnfræðinga þessar spurningar í málstofum í Háskóla Íslands. Af þeim umræðum eru sprottnir sjö þættir eftir jafnmarga hagfræð- inga og sagnfræðinga, sem birtir eru í nýútkominni bók sem ber heitið „Frá kreppu til viðreisnar. Þættir um hagstjórn á Íslandi á ár- unum 1930 til 1960“. Ritstjóri verksins er Jónas H. Haralz, hag- fræðingur og fyrrverandi banka- stjóri. Útgefandi bókarinnar er Hið íslenska bókmenntafélag í samstarfi við hagfræðistofnun HÍ og Sagnfræðistofnun HÍ með stuðningi frá Rannsóknarframlagi bankanna. Jónas var fyrst spurður um til- urð bókarinnar. „Þegar ég fluttist aftur heim til Íslands árið 1996, eft- ir átta ára dvöl í Bandaríkjunum, hafði ég hug á að vinna að hagsögu- legum verkefnum. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á krepputíma- bilinu frá 1930 til 1940 en á þeim tíma var ég farinn að fylgjast með og segja má að mín kynslóð hafi að miklu leyti mótast af kreppunni,“ segir Jónas. „Sigurður Snævarr hagfræðingur, Guðmundur Jóns- son sagnfræðingur og ég ræddum saman um að halda málstofur þar sem þessi mál yrðu tekin fyrir. Það varð svo að veruleika árið 1999 en þá voru haldnar einar tíu málstofur í Háskóla Íslands, þar sem hag- fræðingar og sagnfræðingar ræddu um hagstjórn á Íslandi og var umræðunum fyrst og fremst beint að haftatímabilinu frá 1930 til 1960. Það kom í ljós í þessum mál- stofum að allt þetta mál var flókn- ara en menn höfðu gert sér í hug- arlund. Í framhaldi af því tóku nokkrir þátttakenda sér fyrir hendur að semja ítarlegar ritgerðir um þau málefni sem til umræðu höfðu verið, sem nú eru komnar út í þessari bók. Við köllum þetta þætti, vegna þess að við erum ekki að gera þessu umfjöllunarefni full skil, heldur tökum við til athugunar ákveðna þætti í hagstjórn á þessu tímabili. Athyglin beinist fyrst og fremst að gengismálunum, banka- málunum og síðan að sjálfu hafta- og styrkjakerfinu eins og það var á þessum árum,“ segir hann. Gengum lengra á braut inn- flutningshafta en aðrar þjóðir Þegar heimskreppan skall á upp úr 1930 gripu Íslendingar til gjald- eyris- og innflutningshafta. Þótt margar þjóðir gerðu slíkt hið sama var þó gengið mun lengra í þessa átt hér á landi en víðast hvar ann- ars staðar. Ekki var horfið af braut hafta og útflutningsstyrkja fyrr en árið 1960 eða um áratug síðar en þróun til frjálsra viðskipta og at- vinnuhátta hafði komist á fullan skrið í nágrannalöndunum. Í bók- inni fjallar Guðmundur Jónsson sagnfræðingur um hagþróun og hagvöxt á Íslandi á tímabilinu frá 1914 til 1960. Jóhannes Nordal, fyrrverandi Seðlabankastjóri, fjallar um mótun peningakerfisins fyrir og eftir 1930. Þáttur Magn- úsar Sveins Helgasonar sagnfræð- ings nefnist „Hin heið- arlega króna“ og lýsir gengisskráningu krón- unnar sem viðfangsefni stjórnmálabaráttunnar á kreppuárunum 1931– 1939. Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur fjallar um hafta- og styrkjakerfið á Íslandi. Í þætti sem Jónas H. Haralz skrifar og ber heitið „Hvað sögðu ráðgjafarnir?“, fjallar hann um sjónarmið þeirra erlendu og innlendu ráðgjafa sem stjórnvöld kölluðu til á þessu tíma- bili og gerir jafnframt grein fyrir skoðunum alþjóðastofnana á mál- efnum landsins. Valur Ingimund- arson sagnfræðingur fjallar um viðhorf Bandaríkjanna til íslenskr- ar hagstjórnar á 5. og 6. áratugn- um. Þáttur Þórunnar Klemens- dóttur hagfræðings nær hins vegar yfir tímabilið frá 1945–1998 en hún fjallar þar um áhrif stjórnmála á hagsveiflur á þessu tímabili. „Við bundum þetta við tímabilið frá 1930 til 1960. Fyrir því eru þau rök, að það urðu mikil umskipti í kreppunni og var þá haftakerfinu komið á fót. Það verða einnig mikil umskipti í lok þessa tímabils þegar Viðreisnarstjórnin tekur við og haftakerf- ið er afnumið í kring- um 1960,“ segir Jónas. Togstreita um gengismál „Að sjálfsögðu kem- ur í ljós við nánari skoðun að það er að- dragandi að þessu öllu. Rekja má hafta- kerfið aftur til fyrri heimsstyrjaldar. Það var þá að vísu afnumið strax að lokinni styrj- öldinni en því var aft- ur komið á um 1920 og það var smám saman að fjara út á þriðja áratugnum. Þegar kreppan skellur á er það stutt liðið frá fyrra haftatímabili að menn gátu notað löggjöfina sem þá hafði verið sett. Það voru engin ný lög sett og raunar fór engin um- ræða fram á Alþingi þegar hafta- kerfið var innleitt á nýjan leik árið 1931,“ segir Jónas. Að sögn hans skiptu þær um- ræður um gengismálin sem stóðu allan þriðja áratuginn miklu fyrir það sem gerðist áratuginn á eftir. „Þær umræður voru aldrei til lykta leiddar og engri fastri skipan kom- ið á gengismálin, en krónan fest við sterl- ingspund árið 1925, til bráðabirgða, að því er ætlað var, þótt það stæði að lokum í fjórtán ár. Togstreitan stóð um hvort festa ætti mynt- ina við gull á því gengi sem ríkjandi var, ellegar hækka krónuna til fyrra gullgengis eins og gert hafði verið í Bretlandi og á þremur Norðurlandanna. Jón Þor- láksson, fyrsti formaður Sjálfstæð- isflokksins, var helsti málsvari krónuhækkunar sem hann taldi nauðsynlega til þess að Íslendingar gætu jafnast á við aðrar fullvalda þjóðir og öðlast traust á gjaldmiðli sínum. Það athyglisverða í þessum umræðum er jafnframt stýfingarmennirnir sv sem töldu að krónuhækkun vinnuvegunum of þung í voru eigi að síður þeirrar s að við yrðum að koma myntkerfi og í nágrannalö þ.e. gullmyntfæti. Á kreppuárunum og í l heimsstyrjaldar og á árunu eftir er hins vegar eins skilningur á alþjóðlegum t landsins fari um. Það ríkjandi sko við höfum konar sérst getum komi málum fyrir öðrum hætti grannar okk við værum endur í ráðst Bretton Wo endurreisn peningakerfi 1944 var lít ingur á því var að geras heldur reynt sér þá kosti nýja kerfi veitti. Hið sam uppi á teningnum þegar s hefst um frjálsari viðskip ópu í lok fimmta áratugar er ekki fyrr en komið er fra 1960 og frjálsræðisþróun e á flugstig í nágrenni okkar horfin taka að breytast og róttækrar stefnubreytinga til,“ segir hann. Ekki til staðar stofnani þurfti að halda við hag Að sögn Jónasar er ekk hlítt svar að finna í bók ástæður þess að Íslendinga svo langt á braut hafta og styrkja sem raun varð á. „Hver höfundur fjallar um þetta út frá sínum málaflokki og setur fram sínar skýr- ingar á þessari þróun og því má segja að svör- in sé að finna í hverjum þæ arinnar um sig,“ segir h sögn Jónasar eru ekki held ar einfaldar pólitískar ský þróun mála á haftatímabili er t.d. hægt að halda því vinstri menn hafi barist fyr stefnu en hægri menn vilj viðskipti. Málið er miklu en svo, að sögn hans. – Hvaða lærdóm getum Jónas H. Haralz hagfræðingur ritstýr bók um haftatímabilið á Íslandi 1 Vorum eftirbátar nágranna okkar Ísland var ómótað þjóðfélag og Íslendingar irbátar nágrannaþjóðanna í hagþróun á ha tímabilinu svokallaða frá 1930 til 1960. Ekki til staðar þær stofnanir sem nýtísku hagk þurfa á að halda við hagstjórn og var það m öllu þessu tímabili, að sögn Jónasar H. Har hagfræðings og fyrrverandi bankastjóra. Ó Friðriksson ræddi við Jónas um nýútkom bók, „Frá kreppu til viðreisnar“, þar sem fræðimenn beina sjónum að þessu umbrotatímabili í sögu þjóðarinnar. Jónas H. Haralz Ríkjandi skoðun að við höfum ein- hvers konar sérstöðu ATHYGLISVERÐAR HUGMYNDIR PRODI Romano Prodi, forseti fram-kvæmdastjórnar Evrópu-sambandsins, setti fram at- hyglisverðar hugmyndir um samskipti ESB við nágrannaríki, sem standa utan við það í ræðu í Brussel fyrir nokkrum dögum. Hann lýsti þeirri skoðun, að rétt væri fyrir ríki, sem ekki ættu aðild að ESB en vildu dýpka tengsl sín við Evrópu- sambandið að horfa til EES-samn- ingsins, sem þrjú EFTA-ríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein, eiga nú aðild að. Prodi benti á, að þessi þrjú ríki ættu aðild að innri markaði Evrópu- sambandsins í krafti EES-samn- ingsins. Í því fælist að reglur um svonefnt fjórfrelsi giltu í þessum þremur löndum, eins og í ESB-ríkj- unum, þ.e. frelsi til frjáls flutnings á vöru, þjónustu, fólki og fjármagni. Forseti framkvæmdastjórnarinnar lýsti tengslum EES-ríkjanna við ESB á þennan veg: „Ef ríki er komið þetta langt, stendur það eins nærri ESB og það hugsanlega getur verið án þess að vera meðlimur í samband- inu.“ Síðan sagði Roman Prodi: „Ég veit að það gæti tekið langan tíma fyrir mörg ríki að ná þetta langt. En svona fyrirkomulag gæti hjálpað þeim að framkvæma þær umbætur, sem nauðsynlegar eru, því með þessu hefðu þau að tilteknu marki að stefna. Og sannarlega mundu því fylgja gagnkvæmir kostir fyrir bæði sambandið og nágranna þess sem aftur gæfi báðum aðilum tilefni til að rækta samskiptin.“ Prodi benti á, að EES-samningur- inn gerði ekki kröfu til þess, að við- komandi ríki yrði síðar aðili að ESB en sagan sýndi jafnframt að EES útilokaði ekki ESB-aðild síðar meir. Síðan sagði hann: „Vissulega er staða landa eins og Úkraínu, Mold- óvu og Hvíta-Rússlands allt önnur en Noregs svo dæmi sé tekið. Engu að síður ættum við að vera tilbúin til að bjóða þeim upp á ákveðna nálægð í samskiptunum, sem ákvarðar fyr- irfram að full aðild verði til umræðu. Raunar mætti segja, að einmitt vegna þess, hversu staða þeirra er ólík og vegna þeirrar staðreyndar að enn mun líða langur tími áður en þau komast á tiltekið stig, geti verið ómaksins virði að athuga hvað læra megi af því, hvernig evrópska efna- hagssvæðið var sett á laggirnar – og síðan nota þá reynslu, sem módel að nánum samskiptum við nágranna okkar.“ Að mörgu leyti minnir þessi ræða Romano Prodi á merka ræðu, sem einn af fyrirrennurum hans, Jacques Delor, flutti fyrir rúmum áratug og skapaði raunverulega forsendur fyr- ir þeim samningi, sem síðar var gerður um Evrópska efnahagssvæð- ið. Vel má vera, að þegar fram líða stundir muni þessi ræða Prodi verða talin hafa markað áþekk þáttaskil og ræða Delor á sínum tíma. Reynslan af samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið er góð og í ljósi þeirrar reynslu er bæði eðlilegt og skiljanlegt að forseti fram- kvæmdastjórnar ESB bendi þeim þjóðum, sem eru ósáttar utan ESB, á þennan möguleika. Prodi nefndi Tyrkland ekki í ræðu sinni en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær viðruðu embættismenn ESB þá hug- mynd á leiðtogafundi ESB í Kaup- mannahöfn fyrir skömmu, að Tyrk- land fengi aðild að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið til þess að koma fyrr til móts við óskir Tyrkja um nánari tengsl við ESB en staðið hefur til. Það er augljóst að aðild Tyrkja að Evrópska efnahagssvæð- inu mundi stórefla þau ríki, sem að- ild eiga að þeim samningi í samskipt- um við ESB. Tyrkland er eitt af öflugustu ríkjum Evrópu. Í samtali við Morgunblaðið í gær lýsti Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra yfir ákveðnum efasemdum um þessar hugmyndir forseta fram- kvæmdastjórnarinnar og taldi þær lýsa ákveðinni vanþekkingu á eðli Evrópska efnahagssvæðisins. Utan- ríkisráðherra kvaðst verða var við þá vanþekkingu jafnvel hjá æðstu embættismönnum ESB. Er hægt að halda því fram, að for- seti framkvæmdastjórnarinnar tali af vanþekkingu um þessi mál? Það er ákaflega hæpið. Þegar Romano Prodi talar á þann veg, sem hann gerði í fyrrnefndri ræðu, er ljóst að þær yfirlýsingar eru gefnar að vand- lega hugsuðu máli enda snerta þær hagsmuni mjög fjölmennra þjóða. Eru einhver sérstök rök fyrir því, að við Íslendingar gerum athuga- semdir við hugmyndir um það að önnur ríki gerist aðilar að samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið? Hvaða rök ættu það að vera? Varla færu vel menntaðar og upplýstar þjóðir eins og við eða Norðmenn að gera athugasemdir við aðild Tyrkja að EES-samningnum á forsendum trúarbragða. Það væri einfaldlega óhugsandi. Í umræðum um stöðu EES-samn- ingsins hér á Íslandi síðustu mánuði og misseri hafa bæði utanríkisráð- herra og fleiri haldið því fram, að þessi samningur skipti svo litlu máli fyrir ESB-ríkin, að þau vissu varla af honum. Ef svo er yrði það auðvit- að styrkur fyrir núverandi aðildar- ríki EES-samningsins að fleiri þjóð- ir kæmu þar við sögu. Ef niðurstaðan yrði sú, að ein- hverjar þeirra þjóða, sem nefndar hafa verið gerðu annan, sjálfstæðan samning við ESB, sem sniðinn væri að EES-samningnum, eins og lesa má út úr orðum Prodi að kæmi til greina, mundi það líka verða til þess að efla EES-samninginn, sem þá hefði verið notaður sem fyrirmynd að samningum við aðrar þjóðir. Það er því erfitt að taka undir efa- semdir utanríkisráðherra vegna hugmynda Prodi. Þvert á móti er fyllsta ástæða til að ætla, að þær verði til þess að styrkja stöðu núver- andi aðildarríkja EES-samningsins og hleypa í hann nýju lífi. Þess vegna er ástæða til að fagna hugmyndum Prodi og raunar merkilegt að þeim skuli hafa verið sýnd svo lítil athygli, sem raun ber vitni um hér á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.