Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALCOA og yfirvöld í Quebec í Kanada hafa undirritað viljayfirlýs- ingu sem felur í sér um 53 millj- arða króna fjárfestingu Alcoa í Quebec á næstu átta árum. Í The Wall Street Journal segir að fjár- festingin sem um ræðir sé end- urnýjun tækjabúnaðar í álveri Al- coa í Baie-Comeau í því skyni að treysta samkeppnishæfni þess, en Alcoa keypti álverið, sem byggt var árið 1957, fyrir tveimur árum. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyr- irtækinu mun verkefnið skila 5.850 beinum og óbeinum störfum á þessum átta árum, vinna mun hefj- ast í desember á næsta ári og ætl- unin er að nýr tækjabúnaður verði tekinn í notkun árið 2010. Alcoa hefur samþykkt að hafa að minnsta kosti 1.476 starfsmenn við álverið og segir að því myndi fylgja verulegur kostnaður ef ekki yrði staðið við það samkomulag, en nú eru starfsmenn um 1.800. Verk- efnið nýtur 10 ára skattaafsláttar og að auki fær Alcoa um 9 millj- arða króna vaxtalaust lán vegna verkefnisins. Framleiðsluaukning vegna fjár- festingarinnar er 110.000 tonn og verður 547.000 tonn eftir breyt- ingar. The Wall Street Journal greinir einnig frá því að samvinnu- verkefni Alcoa og Aluminium Corp. of China, Chalco, hafi verið frestað frá 1. janúar á næsta ári og þar til síðar á fyrri helmingi þess árs. Ástæðan sé sú að kínverska ríkið hafi ekki enn samþykkt samkomu- lagið, sem gerir ráð fyrir að Alcoa kaupi helmingshlut í dótturfyrir- tæki Chalco, sem framleiðir bæði ál og súrál. Verðmæti helmings- hlutarins er jafnvirði rúmlega 20 milljarða íslenskra króna. Verið er að auka framleiðslugetu dótturfyr- irtækisins í áli og á hún að vera orðin 800.000 tonn í lok júní á næsta ári. Ísland hluti af sömu stefnu Jake Siewert fjölmiðlafulltrúi Al- coa segir að áform fyrirtækisins í Kanada, í Kína og á Íslandi séu allt hluti af sömu stefnu hjá fyrirtæk- inu. „Þessi verkefni eru allt hluti af þeirri stefnu Alcoa að lækka kostn- að í alþjóðlegu samhengi og þróa samkeppnishæfari einingar. Þessar þrjár staðsetningar, Kanada, eink- um Quebec, Kína og Ísland, henta vel fyrir þá stefnu,“ sagði Siewert í samtali við Morgunblaðið. Alcoa fjárfestir fyrir 53 milljarða króna í Kanada Alcoa hyggst ráðast í umfangsmiklar endurbætur á álveri sínu í Quebec í Kanada auk þess að kaupa helmingshlut í ál- og súrálvinnslu í Kína. BJÖRGÓLFI Thor Björgólfssyni, Björgólfi Guðmundssyni og Magnúsi Þorsteinssyni voru í gær veitt Viðskiptaverðlaunin 2002, sem Viðskiptablaðið, Stöð 2 og DV standa að. Jón Hjaltalín Magnússon framkvæmdastjóri Al- tech JHM hf. hlaut viðurkenningu sem Frumkvöðull ársins. Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson hafa komið víða við sögu í íslensku viðskipta- lífi árið 2002. Fyrr á árinu seldu þeir hollenska fyrirtækinu Hein- eken bjórverksmiðju Bravo Int- ernational í Pétursborg í Rúss- landi. Bravo International var stofnað árið 1996 af þeim fé- lögum og við söluna, sem er stærsta fyrirtækjasala sem Ís- lendingar hafa komið að, var markaðshlutdeild fyrirtækisins á landvísu um 4% og fram- leiðslugeta verksmiðjunnar 535 milljónir lítra á ári. Við söluna var Bravo 6. stærsta bjórverk- smiðja í Evrópu. Söluverðið var um 400 milljónir dollara. Undanfarin ár hafa þeir fé- lagar einnig verið í hlutverki kjölfestufjárfesta í lyfjafyrirtæk- inu Pharmaco og er Björgólfur Thor stjórnarformaður félagsins. Nýverið samþykkti ríkisstjórn Ís- lands að taka tilboði Samson- hópsins, sem þeir skipa, í hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Frumkvöðull ársins 2002 Tæknifyrirtækið Altech JHM hefur frá árinu 1987 þróað tækni- búnað fyrir álver, einkum í skaut- smiðjur þeirra. Fyrirtækið hefur nú þróað um 30 mismunandi tæki og kerfi og hefur selt þau til á þriðja tug álvera. Altech JHM er orðið þekkt nafn í áliðnaði um allan heim og á haustmánuðum gerði fyrirtækið sinn stærsta samning til þessa. Altech tekur að sér að hanna, framleiða og setja upp allan tækjabúnað og flutningskerfi í skautsmiðju nýs álvers Aldoga í Ástralíu, og nemur heild- arverðmæti samningsins um 2,7 milljörðum íslenskra króna. Menn ársins í viðskiptalífinu Samson-hópurinn og Jón Hjaltalín Magnússon verðlaunaðir Morgunblaðið/Jim Smart Björgólfur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Thor Björgólfsson ásamt Jóni Hjaltalín Magnússyni fengu Viðskiptaverðlaunin 2002. STJÓRN Kauphallar Íslands hf. hefur samþykkt að taka hlutabréf fjárfestingarfélagsins Kaldbaks til skráningar á Aðallista Kauphallar Íslands hf. og verða hlutabréfin skráð 23. desember nk. Óskað er skráningar á öllu hlutafé félagsins, 1.377.754.649 kr. að nafnverði. Heildareignir Kaldbaks voru um 8.394 m.kr. 30. september sl., þar af um 45% í skráðum hlutabréfum og er Samherji langstærsta eignin eða um 34% af heildareignum fé- lagins. Óskráð hlutabréf voru um 20% af heildareign á sama tíma en óskráð skuldabréf voru um 8%. Þrír stærstu hluthafar félagsins eru KEA með 42% hlut, Samherji með 16,48% hlut og Lífeyrissjóður Norðurlands með 13,79% hlut. Arðsemisfjárfestir Kaldbakur hét áður Kaffi- brennsla Akureyrar og var stofnað árið 1936. Í skráningarlýsingunni kemur fram að Kaldbakur sé arðsemis- fjárfestir sem stefni að áhrifum í þeim félögum sem fjárfest er í. Stefna félagsins er að fjárfesta í félögum í þroskuðum atvinnu- greinum þar sem vara eða þjón- usta viðkomandi fyrirtækis er þekkt og á sér sögu. Kaldbakur á Aðallista SAMKVÆMT samrunaáætlun Ís- landssíma og Halló-Frjálsra fjar- skipta, sem birt var í Kauphöll Ís- lands í gær, verða núverandi hluthafar Íslandssíma eigendur að 71,3% af sameinuðu félagi en hlut- hafar Halló-Frjálsra fjarskipta munu eiga 28,7% hlut. Samkvæmt áætluninni verða fé- lögin sameinuð undir nafni Íslands- síma og mun samruninn miðast við 1. júlí síðastliðinn. Nafnverð hlutafjár í Íslandsíma er rúmlega 1.026 milljónir króna og verður það aukið um tæpar 414 millj- ónir króna til að mæta samrunanum. Hlutafé í Halló-Frjálsum fjarskipt- um er rúmar 53 milljónir króna og verður gengi hlutabréfa Halló- Frjálsra fjarskipta 7,74 krónur fyrir hverja krónu hlutafjár í Íslandssíma, sem gefur þá skiptingu á sameinuðu félagi sem að framan greinir. Íslandssími og Halló- Frjáls fjarskipti Íslandssími með 71,3% í samein- uðu félagi VIÐSKIPTI með hlutabréf í Kaup- höll Íslands í gær námu tæpum 1.275 milljónum króna. Flagganir voru þó nokkrar, en Lífeyrissjóðir Banka- stræti 7 tilkynntu að þeir hefðu selt öll bréf sín í Nýherja, að nafnvirði tæplega 17 milljónir króna, eða sem nemur 6,38% í félaginu. Þá tilkynntu sjóðirnir að þeir hefðu aukið hlut sinn í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. um þrjár milljónir króna að nafn- virði, eða upp í 5,26% úr 4,75%. Einnig var tilkynnt að Sjóvá-Al- mennar hefðu keypt hlutabréf í Skeljungi fyrir 290 milljónir króna, eða 20 milljónir króna að nafnverði. Eignarhlutur Sjóvár-Almennra trygginga hf. eftir kaupin er 100.008.488 krónur að nafnvirði. Ólafur Ólafsson, stjórnarmaður í Vátryggingafélagi Íslands, seldi all- an hlut sinn í félaginu, 4.129.595 krónur að nafnverði, á genginu 24, eða fyrir rúmar 99 milljónir króna. Nokkrir flagga í Kauphöllinni STJÓRNIR SR-mjöls hf. og Síldar- vinnslunnar hf. munu leggja til við hluthafa félaganna að SR-mjöl og Síldarvinnslan verði sameinuð frá og með 1. janúar 2003. Stjórnir félag- anna tveggja undirrituðu samkomu- lag þess efnis á fundi sem haldinn var fyrr í gær. Samkomulagið miðast við að hluthafar SR-mjöls fái 40% hluta- fjár í sameinuðu félagi og hluthafar Síldarvinnslunnar 60%. Gert er ráð fyrir að hlutafé Síld- arvinnslunnar verði aukið og hluthaf- ar SR-mjöls fái hlutabréf í Síldar- vinnslunni sem gagngjald fyrir hluti sína í SR-mjöli. Stjórnir félaganna munu nú fara nánar yfir einstaka þætti sameiningarinnar. Stefnt er að því að þeirri vinnu og gerð samruna- áætlunar verði lokið um miðjan jan- úar 2003, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækjunum. Verði af sameiningu fyrirtækjanna mun sameinað fyrirtæki verða lang- stærsta fyrirtæki landsins í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Sameinað félag mun hafa um 20% heimilda landsins til veiða á loðnu, eða 180.000 tonn, auk 120.000 tonna af öðrum uppsjávarfiski, mest kolmunna. Stjórnir SVN og SR-mjöls Stefnt að samein- ingu um áramót ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STJÓRN Kauphallar Íslands hf. hef- ur samþykkt að taka hlutabréf Tæki- færis hf. á Akureyri til skráningar á Tilboðsmarkað og verða hlutabréf félagsins skráð 23. desember nk. Samkvæmt skráningarlýsingu sem send var Kauphöllinni í gær er Tæki- færi ehf. fjárfestingarsjóður sem sérhæfir sig í kaupum á hlutabréfum óskráðra fyrirtækja. Stærstu eignir félagsins í óskráð- um félögum eru 14,47% í Fiskeldi Eyjafjarðar, 3,64% í Hex-tækni ehf., 3,25% í Gúmmívinnslunni hf., 3,22% í Stofnfiski hf. og 2,29% í MT-bílum ehf. Byggðastofnun stærsti hluthafi Tækifæri hf. var stofnað í fram- haldi af heimild Byggðastofnunar til úthlutunar fjármagns til atvinnuþró- unarmála í kjördæmum landsins en Byggðastofnun er stærsti hluthafi félagsins með 39,99% hlutafjár. Alls er hlutafé félagsins 542.857.872 kr. að nafnverði. Tækifæri á Tilboðsmarkað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.