Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÚ frumvörp ríkisstjórnar- innar um vísinda- og tækniráð og opinberan stuðning við rannsóknir og nýsköpun eru til umræðu á Al- þingi. Gagngerar breytingar verða á stuðningsumhverfi vísinda og tækni með samþykkt frumvarp- anna. Langur aðdragandi er að þessum breytingum sem gera mála- flokkinn vísindi og nýsköpun mið- lægan í stjórnsýslunni með því að forsætisráðherra gegnir for- mennsku í vísinda- og tækniráði. Nýmæli frumvarpanna felast m.a. í því, að við undirbúning þeirra var unnið þvert á faglega skiptingu stjórnarráðsins til að skapa heild- stæða umgjörð. Voru það einkum menntamálaráðuneyti og iðnaðar- ráðuneyti sem höfðu samráð sín á milli með forsætisráðuneytið sem bakhjarl. Þá var sérstök nefnd skipuð sl. vor undir forsæti Hafliða Péturs Gíslasonar, formanns rann- sóknarráðs, til að yfirfara frum- vörpin m.t.t. sjónarmiða úr vísinda- og tæknisamfélaginu. Vandaður undirbúningur frum- varpanna kemur fram í því að góð sátt ríkir um innihald þeirra sem skiptir ekki síst mál fyrir framhald- ið þegar ný lög koma til fram- kvæmda. Fagráð meta umsóknir Þótt töluverðar breytingar verði fyrirsjáanlega á starfsemi RANN- ÍS verða ákveðnir mikilvægir þætt- ir lítt breyttir. Rannsóknasjóður, sem verður til úr tæknisjóði og vís- indasjóði, verður rekinn á sama grunni og fyrirrennararnir. Eftir sem áður verða rannsóknaverkefni styrkt að undangengnu faglegu mati. Nýr sjóður, Tækniþróunar- sjóður, mun styðja þróunarstarf og tæknirannsóknir sem miða að ný- sköpun í atvinnulífinu. Fagráð munu leggja mat á umsóknir í Tækniþróunarsjóð, líkt og í Rann- sóknasjóði. Auk verkefnastyrkja er gert ráð fyrir að Tækniþróunar- sjóður geti átt aðild að uppbygg- ingu sprotafyrirtækja. Fagráð verða skipuð til tveggja ára í senn og er það í takt við nú- verandi fyrirkomulag sem tryggir jafningjamat en það er viðurkennd aðferð í vísinda- og tæknisamfélag- inu til að meta umsóknir. Eindreginn stuðningur Í stað skrifstofu rannsóknarráðs verður Rannsóknamiðstöð Íslands stofnuð. Hlutverk hennar verður að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vís- inda- og tæknistefnu vísinda- og tækniráðs. Þar á meðal er að ann- ast umsýslu sjóða, þjónusta fagráð, annast gagnasöfnun og miðlun upp- lýsinga, kynna almenningi rann- sóknastarfsemina í landinu, sinna alþjóðastarfi og veita ráðgjöf um möguleika á styrkjum og samvinnu á sviði vísinda og tækni. Rannsóknamiðstöð Íslands verð- ur undirstofnun menntamálaráðu- neytisins, líkt og RANNÍS er núna, og verða starfsmenn rannsókna- ráðs starfsmenn Rannsóknamið- stöðvarinnar. Í umsögn starfs- manna um frumvörpin kom fram eindreginn stuðningur við sam- þykkt þeirra. Samþykkt frumvarpanna þriggja mun leggja grunn að heildstæðu stuðningskerfi fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun á Íslandi og treysta þar með grunnstoðir nú- tímasamfélags. Góð sátt um merkileg nýmæli Eftir Pál Vilhjálmsson „Í umsögn starfsmanna um frum- vörpin kom fram ein- dreginn stuðningur.“ Höfundur er deildarstjóri hjá RANNÍS. ÉG fékk gríðarlega sterk og góð viðbrögð eftir viðtal við mig í Kast- ljósi miðvikudaginn 4. desember sl. þar sem ég sagði frá útgáfu bókar minnar. Ég fékk ógrynni símtala, net- pósts, SMS-skilaboða, heillaóska- skeyta og annarra kveðja. Íslending- ar eru upp til hópa heiðarlegt og gott fólk. Það er ljóst af viðbrögðum við útgáfu bókarinnar að það er hrópað á umræðu um viðskiptasiðferði í sam- félaginu. Húsasmiðjumálið er þannig vaxið að mikilvægt er að fólk móti sér ekki skoðanir um efni þess án þess að kynna sér málið til hlítar með því að lesa Fjandsamlega yfirtöku. Ég átti von á því að viðbrögð Árna Haukssonar og félaga myndu vera með þeim hætti sem nú hefur komið í ljós, ef þeir myndu yfir höfuð tjá sig um málið opinberlega. Í formála bók- ar minnar segi ég: „Þeir sem eru gagnrýndir í þessari bók munu ef- laust reyna að gera lítið úr því sem í henni stendur og reyna að gera mig ótrúverðugan. Það eru eðlileg, mann- leg viðbrögð af hálfu þeirra sem hafa á samviskunni að hafa svikið félaga sína og samstarfsfólk.“ Viðbrögð Árna Haukssonar og fé- laga hafa öll haft þann tilgang einan að slá ryki í augu almennings og drepa málinu á dreif: 1) Í DV fimmtudaginn 5. desember heldur Árni Hauksson því fram að út- gáfa bókar minnar hafi verið „per- sónulegur harmleikur“. Í gegnum tíð- ina hafa svo ógeðfelldar yfirlýsingar verið gefnar opinberlega um menn sem eru á barmi taugaáfalls og jafn- vel veikir á geði. Þessi yfirlýsing Árna Haukssonar segir meira um hann en mig. 2) Í DV laugardaginn 7. desember er eftirfarandi haft eftir Árna Hauks- syni: „Þessi ófrægingarherferð Boga Þórs Siguroddssonar á hendur mér og Húsasmiðjunni kann að vera vel til þess fallin að selja jólabækur en er engu að síður algjörlega byggð á sandi.“ Hér reynir Árni Hauksson að gera bókasölu að aðalatriði málsins og að meint ófrægingarherferð mín sé byggð á sandi. Nokkrum dögum síðar viðurkennir hann opinberlega mikilvægar upplýsingar sem fram koma í bókinni. 3) Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 10. desember birtist yfirlýsing frá eigendum Húsasmiðjunnar. Ég trúði vart mínum eigin augum eftir að hafa lesið hana. Árni Hauksson og Hall- björn Karlsson kjósa að „víkja sér undan efnislegri umræðu í fjölmiðl- um“ en gera mín persónulegu fjármál að aðalatriði Húsasmiðjumálsins. Ég fæ ekki skilið síðasta hluta yfirlýsing- arinnar öðruvísi en það sé verið að hóta mér því að upplýst verði enn frekar um mín persónulegu fjármál; ef þeir eiga ekki aðra úrkosti. Í yf- irlýsingu þeirra félaga er hins vegar ekkert um mín persónulegu fjármál sem ekki kemur fram í bók minni. Þeir sem lesa Fjandsamlega yfirtöku sjá að fjárhagsvandi minn var enginn þar til Árni kaus að brjóta trúnað sinn við mig. Í yfirlýsingu Árna og Hall- björns er meintur fjárhagsvandi allt í einu orðinn orsök atburðarásarinnar en ekki afleiðing. Hvernig má skilja þessi orð öðru vísi en svo að Árni sé að staðfesta það að meintur fjárhags- vandi minn hafi réttlætt svik hans við mig? 4) Það sem mig tekur sárast í hin- um ótrúverðuga málflutningi Árna og Hallbjörns er að þeir reyna að gera mig ótrúverðugan gagnvart mínu fyrrverandi samstarfsfólki. Það er vægast sagt ómaklegt og ég hvet fyrrum samstarfsfólk mitt, sem ég til- einka bók mína, að lesa hana og draga sínar eigin ályktanir af þeim gengd- arlausa og siðlausa áróðri sem haldið er uppi í fyrirtækinu gegn mér. Starfsmenn Húsasmiðjusamsteyp- unnar mega gjarnan senda mér net- póst í bogi@sisa.is og ég sendi Fjand- samlega yfirtöku um hæl, þeim að kostnaðarlausu. Þriðjudaginn 10. desember var frétt á Stöð 2 þar sem haft er eftir Árna Haukssyni að hann hafi staðfest að fundur um möguleg kaup mín og Árna hafi verið haldinn í Kaupþingi þriðjudaginn 4. júní, eða aðeins fjór- um dögum fyrir undirskrift kaupa Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar á Húsasmiðjunni með að- stoð Búnaðarbanka Íslands. Árni Hauksson staðfesti ennfrem- ur við fréttamann Stöðvar 2 að Hall- björn Karlsson hefði verið viðstaddur fundinn, þrátt fyrir að honum hefði ekki verið falið verkefnið innan Kaup- þings. Hinn 5. desember sl. vitnaði Árni Hauksson um „persónulegan harm- leik“ minn í DV. Hinn 7. desember sagði Árni Hauksson meinta ófræg- ingarherferð mína gegn honum byggða á sandi. Þriðjudaginn 10. des- ember viðurkennir Árni Hauksson opinberlega að hann hafi verið á fundi í Kaupþingi vegna verkefnis til að skoða möguleg kaup okkar tveggja á félaginu. Á fundinum hafi einnig verið Hallbjörn Karlsson sem á þessum tíma var starfsmaður Kaupþings. Ég bið lesendur Fjandsamlegrar yfir- töku að meta sjálfa hvaða fullyrðing- ar mínar séu byggðar á sandi. Tilgáta um innherjasvik staðfest Árni Hauksson viðurkenndi opin- berlega, bæði í viðtali við fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2 þriðjudaginn 10. desember, og einnig í Viðskipta- blaðinu 11.–17. desember, að hafa selt 50% hlut Húsasmiðjunnar í Natural til félags í eigu Jóns Snorrasonar. Eignarhluti Húsasmiðjunnar er bók- færður á tæplega 70 milljónir, en Jón Snorrason kaupir þennan hlut á 35 milljónir. Ég held því fram að þessi eignarhlutur sé margfalt meira virði. Gerður var samningur við fyrrum stjórnarformann Húsasmiðjunnar og einn aðaleiganda félagsins um kaup hans á eignum úr búi félagsins sem öðrum hluthöfum félagsins stóð ekki til boða. Upplýsingar um þessa sölu komu ekki fram fyrr en eftir að Fjandsamleg yfirtaka kom út. Kaup Árna Haukssonar og Hall- björns Karlssonar á Húsasmiðjunni með fulltingi Búnaðarbankans voru ekki eingöngu fjandsamleg gagnvart mér. Nú hefur hefur verið staðfest að kaupin voru einnig fjandsamleg gagnvart öðrum hluthöfum en þeim sem seldu sinn hlut með fyrirvara um fjármögnun, og tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hinn 10. júní síðast- liðinn. E.t.v. voru kaupin einnig fjand- samleg gagnvart einhverjum þeirra hluthafa sem þá seldu; aðrir verða að svara því. Beiðni um opinbera rannsókn Staðfestar upplýsingar um sölu á eignarhlut Húsasmiðjunnar í Natural eru algjör vendipunktur í þeirri sögu sem ég segi í Fjandsamlegri yfirtöku. Ef Húsasmiðjumálið hefur verið einkamál mitt til þessa, þá er það það ekki lengur. Fjölmargir smærri hluthafar hafa hvatt mig til að fara fram á að ég láti kanna hvort hagsmunir minni hlut- hafa hafi verið fyrir borð bornir, og reglur um innherjaviðskipti brotnar, þegar Húsasmiðjan seldi félagi í eigu fyrrverandi stjórnarformanns félags- ins hlut sinn í eistneska timbur- vinnslufyrirtækinu Natural. Ég hef ákveðið að verða við þessari áskorun og mun á næstu dögum fara fram á opinbera rannsókn á málinu. HVENÆR FLAUT- AR DÓMARINN? Eftir Boga Þór Siguroddsson Höfundur er fv. forstjóri Húsasmiðjunnar. „Staðfestar upplýsingar um sölu á eignarhlut Húsasmiðj- unnar í Natural eru algjör vendipunktur.“ GENIN OKKAR. Líftæknin og íslenskt samfélag. Steindór J. Er- lingsson. Forlagið, 160 bls. Pétur Hauksson ritar formála. Margur verður af aurum api. Í lok síðustu aldar lét fjöldi fólks glepjast af áróðri fyrir því að finna mætti skýringu og bót á mörgum mannanna meinum með gena- rannsóknum, auk þess sem í slíkum rannsóknum væri von um skjót- fenginn gróða. Áróðursmennirnir notfærðu sér almennan áhuga Ís- lendinga á ættfræði og persónu- sögu ásamt hjálpsemi þeirra til að smala fólki í lífsýnagjöf og til að skapa sér einokunaraðstöðu. Marg- ir keyptu hlutabréf á okurverði, en fæstir aðrir en áróðursmennirnir gerðu sér grein fyrir til hvers þetta gæti leitt. Nýlega kom út stutt og vel skrif- uð bók eftir Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðing sem skýrir nú- tíma rannsóknir í erfðafræði og líf- tækni á tiltölulega einfaldan hátt og setur þær í nauðsynlegt sögu- legt og pólitískt samhengi. Bókin byggist á víðtækri þekkingu höf- undar og mikilli heimildaleit. Í heimildaskrá eru talsvert á annað hundrað titlar, bækur og greinar, sem höfundur hefur notað við samningu bókarinnar. Því miður kemur bókin of seint fyrir þá sem þegar hafa brennt sig, tapað eign- um sínum, fé og genum. En hún getur vonandi stuðlað að því að bjarga því sem bjargað verður. Bókin hefst á stuttum kafla um landnám líftækninnar á Íslandi þar sem meðal annars er fjallað um pólitísk tengsl og áhrif stærsta fyr- irtækisins, kynningarstarfsemi þess og hvernig það hafi skapað sér aðstöðu, aflað fjár og orðið sér úti um gögn, m.a. með kaupum. Höfundur setur fram „rök sem sýna að velferðarkerfinu í Vestur- Evrópu getur stafað hætta af hug- myndum líftækninnar og að lýð- ræðinu stafar hætta af of nánum tengslum líftæknifyrirtækja og stjórnvalda“. Næstu þrír kaflar mynda meg- inuppistöðu bókarinnar. Í köflunum sem heita „Átökin um erfðirnar“ og „Vísindatrúin“ er fjallað um klass- íska erfðafræði, sameindaerfða- fræði og smættarhyggju í tengslum við vísindasögu, vísindaheimspeki og samfélagsþróun. Þar er dregið fram hvernig rannsóknir í erfða- fræði, sem hafa orðið æ flóknari, hafa ekki fært okkur nær því, sem margur trúði eftir þann áróður sem dunið hefur á fólki, „að allt væri í genunum“. Þvert á móti er lesand- anum gert skiljanlegt að niðurstöð- ur rannsóknanna hafa sýnt hversu flókið samspil er á milli upplags og umhverfis, og að sjúkdómar og mannleg hegðun verða ekki end- anlega skýrð út frá DNA í ein- stökum litningum. Heildin er meira en summa eindanna. Í fyrri kafl- anum er m.a. minnt á að meg- inmarkmið líftæknifyrirtækja sé að finna gölluð gen og búa til próf, sem greina einstaklinga sem bera þau. Hins vegar hafi fyrirtækin ekki haldið því eins á lofti að stökk- breytingar sem búi að baki geti verið staðbundnar. Því getur erfða- fræðileg einangrun þjóðar valdið því að rannsóknaniðurstöður í einu landi hafi ekki almennt gildi. Áhugi lyfjafyrirtækja fyrir að framleiða sérsniðin lyf fyrir hvern sjúkling verður því takmarkaður nema um sé að ræða milljarðamæringa. Þriðji kaflinn fjallar um vísinda- trúna og tilhneigingu vísindamanna til að vilja hafa einkarétt á að fjalla um fræðin og þykjast aleinir vita. Þeir vilja margir skilja hlutlægan veruleika raunvísindanna frá hug- lægum gildum sem stjórna daglegu lífi okkar og frá heimi tækninnar. Fjórði kafli bókarinnar ber tit- ilinn Líftæknin og lýðræðið. Þar er minnt á hvernig mendelisminn var notaður í pólitískum tilgangi af mannkynbótasinnum og á hættuna sem felst í væntingum almennings til erfðafræðinnar miðað við það sem hún getur áorkað, og bent á nauðsyn þess að menn sjái í gegn- um genaýkjurnar. Dregin er at- hygli að þeirri ógn sem lýðræðinu stafar af pólitískum áhrifum og tengslum í stórfyrirtækjalíftækni- iðnaði, sérstaklega í litlum sam- félögum þar sem þau geta haft mikil áhrif á fjárhagsafkomu alls samfélagsins, sbr. yfirvofandi rík- isábyrgð. Þetta á einnig við um önnur stórfyrirtæki þar sem fá- keppni ríkir eins og hér á landi, en með öðrum hætti þó. Afurðum líf- tækninnar og lyfjaerfðamengja- fræðinnar, sem miðast að því að búa til lyf sem taka tillit til erfða- breytileika, sem fundinn er með genaprófum, verður þrýst inn á markaðinn till þess að skapa fyr- irtækjunum gróða. Genaprófin munu leiða til þess að fólki verður mismunað og hin sérsniðnu lyf verða enn dýrari en lyf eru nú. Vel- ferðarkerfið og samhjálpin eru í hættu. Í bókarlok eru orðskýringar, til- vísanaskrá, heimildaskrá, atriðis- orða- og nafnaskrá. Eins og sést af framansögðu er bókinni ætlað að vekja fólk til um- hugsunar og umræðu áður en það er um seinan. Hún er í raun skyldulesning fyrir alla sem vilja hafa áhrif á þróun samfélagsins og fylgjast með framvindu og notkun þekkingar. Skyldulesning um líftækni Eftir Tómas Helgason „Bókinni er ætlað að vekja fólk til umhugs- unar og umræðu.“ Höfundur er prófessor. SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.