Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ fia› er gott a› hafa öruggt skjól í Tra›arkoti fyrir bílinn flegar flú átt erindi í mi›bæinn. Fyrsta klukkustundin kostar a›eins 80 kr. e›a 1,33kr. mínútan, sí›an grei›ir flú 10 kr. fyrir hverjar 12 mínútur sem flú notar. Fyrir flá sem starfa e›a búa í mi›borginni er í bo›i mána›arkort á a›eins 5.600 kr. *) fia› fæst varla ód‡rara skjól fyrir bílinn flinn. Tra›arkot vi› Hverfisgötu - gegnt fijó›leikhúsinu *) Ef flú kaupir 6 mánu›i borgar›u a›eins fyrir 5. skreytt af Búa Kristjánssyni, eru ekki eingöngu kynntar til sögunnar persónurnar Trú, Von og Kærleikur, heldur einnig litríkar persónur, sem tákna hina ýmsu neikvæðu eiginleika sem börn og fullorðnir temja sér. Þetta eru fýlupokar, frekjudósir, væluskjóður, hrekkjalómar, óláta- belgir, letipúkar, kjaftaskúmar, fremst að vera skemmtilega barna- bók, þar sem grín og glens ræður ríkjum, en undirtónninn sé þó alvar- legur og bendi á hvernig við eigum það til að láta áreitið í umhverfinu hafa áhrif á okkur. Hún bætir því við að kannski sé bókin til þess fallin að vekja foreldra til umhugsunar um já- kvæð viðhorf í uppeldi barna sinna. „Undanfarin tíu ár hef ég unnið að námsefnisgerð fyrir barnastarf kirkjunnar, Námgagnastofnun og fleiri aðila, þar sem áhersla er lögð á mannrækt og lífsleikni. Í tengslum við þá vinnu hef ég velt því fyrir mér hvaða leiðir foreldrar fara í uppeldi barna sinna. Ég held að okkur finnist uppeldi fyrst og fremst felast í því að vera sífellt að skamma börnin og leiðrétta þau. Það má hins vegar spyrja sig hvernig sjálfsmynd barn þróar með sér sem sífellt er verið að skamma, það upplifir sig e.t.v. þá sem einhvern óforbetranlegan hrekkjalóm, ólátabelg eða kjánaprik. Ég trúi því að allir séu í eðli sínu gott fólk, og að slæmir eiginleikar séu fyrst og fremst áunnir. Þetta er kannski undirtónninn í bókinni þó svo að þar sé fyrst og fremst verið að slá á létta strengi,“ segir Elín. Í bókinni, sem er ríkulega mynd- NÚ fyrir jólin kom út hjá Skálholts- útgáfunni barnabókin Jólahrein- gerning englanna. Þar segir af engl- unum Trú, Von og Kærleika sem eru í vinnu hjá Guði. Hann hefur falið þeim það erfiða verkefni að taka til í veröldinni fyrir jólin, en þar úir allt og grúir af alls konar leiðindaverum, sem gera fólk fúlt, frekt, óþekkt, latt og kjánalegt svo dæmi séu nefnd. Englarnir nota hina góðu eiginleika sína til að reka þessa leiðindipúka og frekjudósir í burtu, svo að allir geti átt friðsæl og gleðileg jól. Höfundur bókarinnar er Elín El- ísabet Jóhannsdóttir en hún starfar m.a. sem æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju. Elín er kennari að mennt og hefur unnið að námsefn- isgerð fyrir börn um margra ára skeið. Hún ritstýrði unglingablaðinu Smelli og barnablaðinu Æskunni um skeið og hefur áður sent frá sér barna- og unglingabókina Einn dag- ur – þúsund ár: Sagan af Snorra og Eddu sem út kom árið 2000, og bók- ina Skrefi á undan sem hefur að geyma leiðbeiningar til foreldra um forvarnir fyrir börn í ákveðnum áhættuhópum. Elín Elísabet segir að Jóla- hreingerning englanna eigi fyrst og prakkarastrik og kjánaprik. „Þegar ég fór að huga að því hvernig mætti útfæra þessar persónur, kom í ljós að orðin eru mjög persónugerð og myndræn í eðli sínu. Þannig eru frekjudósirnar einfaldlega mjög frekar dósir, fýlupokarnir eru fúlir bréfpokar og kjánaprikin eru kjána- leg prik. Þetta bauð upp á mjög skemmtilega möguleika í myndrænu útfærslu, en minnir okkur um leið á hversu áþreifanlega persónugerð þessi hugtök eru. Þannig verður það barn sem sýnir frekju einfaldlega að frekjudós, líkt og frekja sé órjúf- anlegur hluti af persónuleika þeirra. Það er því ekkert skrítið að okkur hætti e.t.v. til að gangast upp í þess- um hlutverkum,“ segir Elín. Englunum Trú, Von og Kærleika er stefnt gegn þeirri neikvæðu hegð- un sem ásækir persónur sögunnar. „Þetta eru hefðbundin trúartákn fyr- ir þá jákvæðu eiginleika sem geta hjálpað okkur að lifa lífinu og eru nauðsynlegir í öllum mannlegum samskiptum. Með því að vera bjart- sýn, vongóð og kærleiksrík getum við sigrast á ólíkustu erfiðleikum. Við eigum að nota þá góðu eiginleika sem við búum yfir til að útiloka hið neikvæða. Í trúnni birtast þessir eig- inleikar sem tákn, og bjó ég til per- sónur í kringum þessi tákn til að börnin ættu auðveldara með að skilja þau.“ Elín segir það að lokum skemmti- lega tilbreytingu að skrifa barnabók meðfram námsefnisgerðinni, þar sem fjallað er um mikilvægi þess að vera í jákvæðum samskiptum við aðra. „Ég hef verið að vinna að efni fyrir börn og unglinga í ýmsum myndum, en aðeins einu sinni áður verið þátttakandi í jólabókamark- aðnum.“ Að sópa burt neikvæðninni Morgunblaðið/Kristinn Elín Elísabet Jóhannsdóttir sendir frá sér barnabókina Jólahreingerning englanna fyrir þessi jól. Sjálf á hún von á litlu jólabarni á næstunni. ÞVÍ verður ekki neitað að Mót- ettukór Hallgrímskirkju er nokk- urs konar trygging fyrir vönduð- um og músíkölskum flutningi. Kórinn er óumdeilanlega í fremstu röð blandaðra kóra landsins. Þess- um árangri hefur verið náð með góðu söngfólki í öllum röddum og ekki má gleyma eljusemi og vand- virkni stjórnandans Harðar Ás- kelssonar. Þegar hlustað er á þennan nýja geisladisk eru væntingarnar því miklar. Víst er að margt er hér vel gert. En diskurinn er ekki með öllu gallalaus og tengist það m.a. þeirri staðreynd að hér er um tón- leikaupptökur að ræða. Eftir hvert lag kveður við klapp sem heggur á tónlistina og skemmir þá stemn- ingu sem kann að hafa myndast. Klapp á tónleikum er óhjákvæmi- legt en er það ekki of mikið af því góða að heyra þennan ómúsíkalska hávaða átján sinnum á sama disk- inum? Og sérstaklega þegar um er að ræða disk með jólalögum og sálmum. Ef menn vilja endilega hafa klapp á tónleikadiski ætti að nægja að hafa það á eftir síðasta tónverkinu. Ef það þykir ekki nægilegt hefði hugsanlega mátt heyrast klapp í lok hvers hluta tónleikanna, en þeim var skipt í þrennt: Aðventu, Maríu og Jól. En eins og áður er getið er hér margt vel gert. Ber þar fyrst að nefna gullfallega sálma Otto Ols- sons en diskurinn hefst á Aðventu eftir Olsson. Og það er einmitt að loknu þessum fallega sálmi að fjár- ans klappið byrjar að eyðileggja stemninguna. Seinna lag Olssons, Guðs sanni son!, er í þjóðlegum stíl og því svipar svolítið til amer- ísku Shaker-sálmanna. Glaðlegur fagnaðarsöngur og sérstaklega vel sunginn af tenórröddum (vers 1–2), sópran (vers 3–4) og öllum kórnum í lokaversunum. Ómót- stæðileg gleði geislar einnig af flutningi kórsins á Opin standa himins hlið í útsetningu Sir Davids Willcocks sem lést nú fyrir skömmu. Útsetning Róberts A. Ottóssonar á Nú kemur heimsins hjálparráð er önnur perla sem hér er sungin ákaflega fallega af kórn- um. Mig huldi dimm og döpur vetrarnótt eftir Eccard er gott dæmi um fágaðan og dýnamískan söng Mótettukórsins. Norska tón- skáldið Trond Kverno á hér eitt verk og þótt það sé ekki ýkja nú- tímalegt (ætli Kverno hafi verið að hlusta á Kodály (Pange Lingua) þegar hann samdi þetta stykki?) er það eina verkið á diskinum sem talist getur til nútímatónlistar. Áheyrilegt verk sem vinnur á við endurtekna hlustun. Tvö verk eru hér sem ekki tengjast jólunum. Annað þeirra, Andante Mozarts K 315, sem menn munu þekkja betur í frumgerðinni fyrir einleiksflautu og hljómsveit, er hér leikið afar fallega af Daða Kolbeinssyni óbó- leikara og organistanum Kára Þormar. Ekki veit ég hver Steven Mercurio er en sá ber ábyrgð á tveimur útsetningum fyrir tenór, kór og orgel. Önnur þessara út- setninga er hljómsveitar-inter- mezzóið úr óperu Mascagnis, Cav- alleria Rusticana, sem sungið er við Ave Maria-textann! Þetta er sérkennilegt val á verki á jóladisk þar sem þessi ópera hefur jafnan verið bendluð við páskahátíðina. Útsetning þessi er ekki ýkja smekkleg og tilfinningahlaðinn söngur Jóhanns Friðgeirs Valdi- marssonar ekki sannfærandi og ekki er hann fallegur í lokin. Það er ekki nóg að komast alla leið upp á háa tóninn, það skiptir líka máli hvernig það er gert. Jóhann á það því miður til að vera belgingslegur í söng sínum. Um þverbak keyrir í lokatóni eins fallegasta jólasálms allra tíma, Guðs kristni í heimi (Adeste fideles). Þar leyfir Jóhann Friðgeir sér að troða sér á óafsak- anlegan hátt fram fyrir tónlistina með hvimleiðum tenórastælum. Þannig endar diskurinn Lýs, milda stjarna. Og svo kemur auðvitað klappið. Þótt margt sé hér vel gert hljóta gallar þessarar útgáfu að vega þungt. Fyrri diskur Mótettukórs Hallgrímskirkju, Jól í Hallgríms- kirkju (MK9-002), sem gefinn var út árið 1997, er þessari nýju plötu miklu fremri. Þar má upplifa ein- staka jólastemningu, sem leiðir af frábærum tónlistarflutningi allra hlutaðeigandi. Þann gullfallega disk ættu væntanlegir kaupendur hiklaust að velja frekar en hinn nýja. TÓNLIST Geislaplötur Otto Olsson: Aðventa, Guðs sanni son. Áskell Jónsson: Betlehemsstjarnan. Alesandro Stradella: Pietà, Signore. Jo- hann Eccard: Mig huldi dimm og döpur nótt, María fer um fjallaveg. Giulio Cacc- ini: Ave Maria. Trond Kverno: Ave maris stella. Pietro Mascagni: Intermezzo. Georges Bizet: Agnus Dei. W.A. Mozart: Andante í C-dúr K 315. Franz Schubert: Mille cherubini in choro. Sigvaldi Kalda- lóns: Nóttin var sú ágæt ein. Adolphe Adam: Ó, helga nótt. Önnur sálmalög: Nú kemur heimsins hjálparráð, Sjá himins opnast hlið, Opin standa himins hlið, Guðs kristni í heimi. Söngur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson (tenór). Hljóðfæraleikur: Kári Þormar (orgel), Daði Kolbeinsson (óbó). Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Tónleika- upptaka í Hallgrímskirkju 1.–8. desem- ber 2001. Heildarlengd: 79’45. Útgef- andi: ÓMI/Edda – miðlun og útgáfa, 2002. LÝS, MILDA STJARNA Mótettukór Hallgrímskirkju á æfingu. Valdemar Pálsson Aðventutónleikar Mótettukórsins Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.