Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 11 LOFTMYND af Stokkseyri prýðir dagatal Z/I Imaging sem er stór- fyrirtæki í framleiðslu á mynda- vélum og öðrum búnaði til korta- gerðar byggða á loftmyndum. Sjö þúsund eintök voru prentuð af dagatölunum og er þeim dreift til viðskiptavina fyrirtækisinsvíða um heim. Ljósmyndin af Stokkseyri var tekin 14. ágúst sl. fyrir fyrirtækið Loftmyndir ehf. sem hefur und- anfarin ár unnið að gerð stafræns landlíkans af Íslandi. Búið er að taka 15.000 loftmyndir af 85% landsins og kortleggja 60%. Verk- efnið hófst árið 1996 en gert er ráð fyrir að því ljúki innan þriggja ára. Skúli Magnús Þor- valdsson, landfræðingur hjá Loft- myndum, segir að myndirnar sýni að sjálfsögðu allt sem er á land- inu, hvort sem það sé hús, vegir eða ár, með mikilli nákvæmni og hægt sé nota upplýsingarnar til að útbúa hefðbundin kort. Um verði að ræða langnákvæmasta heildarkortagrunn sem gerður hafi verið af Íslandi. „Okkar helstu viðskiptavinir eru Vega- gerðin, Landsvirkjun og sveit- arfélög sem nota gögn frá okkur til að hanna mannvirki og við skipulag en einnig geta ein- staklingar keypt myndirnar í verslun okkar á Skólavörðustíg,“ segir hann. Tekin í 1.400 metra hæð Myndin af Stokkseyri er tekin í 1.400 metra hæð eins og aðrar myndir af þéttbýli. Filman er 23x23 sentimetar að stærð og myndin er skýr eftir því. Þannig er t.d. hægt að sjá hvort bílar séu með sóllúgu eða ekki og menn og dýr sjást ágætlega. Flogið er í 3.000 metra hæð yfir dreifbýli og 8.500 metra hæð yfir hálendinu en ekki er talin þörf á jafnmikilli nákvæmni yfir þessum svæðum. Skúli segir að Loftmyndir ehf. hafi keypt margvíslegan búnað af Z/I Imaging í gegnum tíðina og í haust hafi fyrirtækið óskað eftir því að Loftmyndir sendu nokkrar ljósmyndir sem kæmu til greina í dagatal fyrirtækisins. Myndin af Stokkseyri hafi síðan orðið fyrir valinu. Mynd af Stokks- eyri á dagatali stórfyrirtækis ÍVAR J. Arndal, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, hefur verið settur forstjóri ÁTVR frá 2. júní 2003 til 30. maí 2004, en fjármálaráðherra hefur veitt Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR, leyfi frá störfum á sama tíma. Ívar forstjóri ÁTVR MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá inn- flutnings- og heildsölufyrirtækinu Mötu ehf.: „Í viðtali við Ingimar Jónsson, forstjóra Kaupáss, í Morgunblaðinu 17. desember heldur hann því fram að ástæða lækkunar ávaxta og grænmetis á íslenska matvörumark- aðnum frá því í október, sé sú að Búr hóf eigin innflutning á umræddum vörum. Þessi söguskýring Ingimars hlýtur að flokkast undir yfirsjón og á ekki við rök að styðjast, að dómi Eggerts Á. Gíslasonar hjá Mötu ehf.: Það er fráleitt að halda því fram að Nóatún og tengdar verslanir hafi þurft að fara út í eigin innflutning til að lækka smásöluverð á ávöxtum og grænmeti. Þeir áttu einfaldlega kost á að lækka verðið verulega löngu áð- ur en kusu þess í stað að skammta sér mjög ríflega álagningu. Óhætt er að fullyrða að verðið sem þeir hafa fengið hjá heildsölum árum saman hefði gefið þeim mjög gott svigrúm á umtalsverðri lækkun til neytenda, en svo virðist sem áhuginn hafi ein- faldlega ekki verið fyrir hendi. Það er fráleitt að talsmaður Nóa- túns sem er ein dýrasta verslun landsins í þessum vöruflokki skuli reyna að eigna sér lækkunina. Það rétta er hins vegar að frumkvæðið að lækkuninni nú í haust eiga sjálf- stæðar verslanir, s.s. Fjarðarkaup, Europris, Gripið og greitt og Spar- verslun en flestar þessara verslana eru viðskiptavinir Mötu. Þessar verslanir sem sannanlega knúðu á um lækkunina standa alfarið utan stóru blokkanna Baugs og Búrs, en innan vébanda þessara stóru blokka eru m.a. Nóatún, Nettó, 11–11, 10– 11, Hagkaup, Bónus og Samkaup ásamt kaupfélögunum í landinu. Samanlagt heldur þessi risavaxna fákeppnisblokk utan um meira en 90% af smásöluverslun í landinu.“ Athugasemd frá Mötu EINS og undanfarin ár er hægt að kaupa sérstök gjafabréf með áskrift að Morgunblaðinu. Gjafa- áskriftin getur varað í einn mánuð eða lengur, allt eftir óskum hvers og eins. Hægt er að panta gjafa- áskrift á áskriftarvef Morgun- blaðsins á mbl.is, einnig eru pant- anir afgreiddar í áskriftardeild í síma 569 1122 eða í Morgunblaðs- húsinu í Kringlunni. Boðið er upp á að senda gjafabréfið á gefanda eða viðtakanda eftir því sem við á. Sérstakt tilboð er fyrir áskrifend- ur Morgunblaðsins sem felur í sér að ef gjafabréf er keypt fyrir 24. desember nk. fylgir svört hliðar- taska með á meðan birgðir endast. Gjafaáskrift að Morgunblaðinu er tilvalin gjöf fyrir unga fólkið, sem er að hefja búskap eða er búsett erlendis og getur líka komið að góðum notum fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu, frændur eða frænkur, hvort sem er hér heima eða erlendis. Gjafaáskrift að Morgun- blaðinu – taska í kaupbæti Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÚTSALA - ÚTSALA Dæmi um verð: Áður: Nú: Flíspeysa 3900 900 Röndóttur blaxerjakki 5900 1900 Vatteraður jakki 5900 2400 Bómullarpeyra 6600 1900 Rennd jakkapeysa 5800 1900 Tunika 3900 1700 Dömuskyrta 3100 1200 Kjóll 4600 1900 Stutt piil 2900 1200 Rúskinnsstígvél 8900 2900 Herrapeysa 5900 2400 Herraskyrta 4000 1600 ...og margt margt fleira stærðir 36-52 50—80% afsláttur Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Opið frá kl. 10.00-18.00 www.friendtex.is Silkimarkaður Silki náttföt: 7.400 kr. Silki náttkjólar: 5.600 kr. Silki sloppar: 6.000 kr. Herraskyrtur og bindi úr tælensku silki. Handofin Pashmina og kasmír treflar og sjöl frá Nepal. Silka Laugavegi 20, opið 11.00-23.00 alla daga fram að jólum. Náttsloppar kr. 4.900 Flísjakkapeysur kr. 2.500 Bindi frá kr. 800 Laugavegi 34, sími 551 4301• Opið til kl. 22 öll kvöld Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.