Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.12.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Daníel Benja-mínsson fæddist í Reykjavík 26. júní 1937. Hann lést í Ris- inu, Snorrabraut 52, 11. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Benjamín Jónsson frá Litlu- Hnausum í Breiðu- víkurhreppi á Snæ- fellsnesi, f. 7. janúar 1909, d. 30. nóvem- ber 1981, og Hildur Pálsdóttir frá Kálfs- hamarsvík í A-Húna- vatnssýslu, f. 13. febrúar 1915, d. 26. janúar 1972. Systir Daníels samfeðra er Guð- björg, f. 22. apríl 1948. Systkini Daníels sammæðra eru Páll, f. 23. desember 1935, Vigdís, f. 15. ágúst 1946, Adolf, f. 27. septem- ber 1948, d. 26. september 1998, og Jóhanna Sigrún, f. 4. nóvember 1951. Daníel ólst upp á Sólvallagötu 47 í Reykjavík, fyrst hjá foreldr- um sínum en síðar með föður- systkinum hjá afa sínum og ömmu, þeim Málfríði Bjarnadóttur og Jóni Benjamínssyni. Daníel bjó lengst af í Reykjavík þar sem hann stundaði ýmsa verkamannavinnu. Frá 1981 til 1999 átti Daníel heima í Víði- nesi á Kjalarnesi. Síðustu þrjú árin var hann til heimilis í Risinu, Snorrabraut 52. Daníel, Dalli dóm- ari, hafði brennandi áhuga á íþróttum, einkum þó handknattleik og knattspyrnu. Áratugum saman var hann dómari í báðum íþrótt- um og var um leið einn vinsælasti og þekktasti dómari landsins, einkum þó í handknattleik. Síðast dæmdi hann fyrir Aftureldingu í Mosfellsbæ í rúman áratug allt þar til hann lagði flautuna á hill- una um miðjan síðasta áratug. Útför Daníels verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.30. Í dag verður borinn til grafar Daníel Benjamínsson, sem margir þekkja betur undir nafninu Dalli dómari. Dalli var einn kunnasti og af- kastamesti handknattleiksdómari landsins á árum áður, en hann var einnig knattspyrnudómari. Það voru ófáir leikirnir sem hann dæmdi á gamla Hálogalandi – jafnt æsispenn- andi úrslitaleikir um Íslandsmeist- aratitilinn í meistaraflokki karla og kvenna sem leikir í yngri flokkum. Dalli var mjög vinsæll dómari, rögg- samur, heiðarlegur og ósérhlífinn. Þá skemmdi það ekki fyrir að hann hafði yfir ríkri kímnigáfu að ráða, var orð- heppinn og glettinn. Dalli átti auðvelt með að róa leik- menn, ef kapp var orðið of mikið í hita leiksins. Í þá daga dæmdi aðeins einn dómari og átti Dalli ekki í nein- um erfiðleikum með að sjá einn um dómgæsluna. Menn virtu það sem hann hafði fram að færa, enda hafði hann mjög góðan skilning á leiknum. Og oft var hlegið dátt þegar hann gerði glettnar athugasemdir inni á vellinum. Ógleymanlegt atvik átti sér eitt sinn stað í Laugardalshöllinni, er hundur kom hlaupandi inn á völlinn í miðjum kappleik. Dalli var sem áður fljótur að átta sig á hlutunum, stöðv- aði leiktímann, fór með hendi í vas- ann, flautaði og sýndi hundinum rauða spjaldið. Hundurinn hljóp rak- leiðis af velli við mikinn fögnuð áhorf- enda. „Ég er eini dómarinn sem hef sýnt hundi rauða spjaldið í hita leiks- ins,“ sagði Dalli eitt sinn um þetta at- vik. Dalli var sterkur hluti af leikn- um, oft sannkallaður skemmti- kraftur, sem menn kunnu að meta. Dalli eignaðist marga vini inni á vell- inum, en það má segja að hann hafi eignaðist einn áhrifaríkan óvin utan vallar, sem hefur fellt marga í lífsins leik – Bakkus. Þegar Dalli hætti að dæma í mót- um, lagði hann flautuna ekki á hill- una. Dalli var fenginn til að dæma í skólamótum, firmakeppnum, æfinga- leikjum og á kappleikjum á ýmsum skemmtikvöldum. Það eru ekki mörg ár síðan hann sá um að dæma leiki í yngri flokkum fyrir Aftureldingu í handknattleik og knattspyrnu, 1984 til 1994. Það var á þeim árum sem Dalli var vistmaður í Víðinesi á Kjal- arnesi. Dalli gaf ekkert eftir, var léttur á sér sem fyrr – og var lítið fyrir hvíld á milli leikja. Rétt settist niður til að fá kaffi og camel og síðan af stað á ný. Það var sama hvað á gekk í lífi Dalla, eitt hafði hann alltaf á hreinu – handknattleiksreglurnar. Fyrir hönd allra handknattleiksmanna, sem Daníel kynntist í gegn um störf sín, og allra handknattleiksunnenda, sem muna svo vel eftir Dalla, sendi ég honum okkar bestu kveðjur. Gunnlaugur Hjálmarsson. DANÍEL BENJAMÍNSSON Látin er merkiskon- an Margrét Sigurðar- dóttir, 85 ára, eftir langvarandi veikindi. Þegar samferðamenn kveðja þessa jarðvist kristallast í huga manns persónan og eiginleikar hennar eins og við skynjum þá og skiljum. Halldór Kiljan Laxnes byrjar bók sína Brekkukotsannál á þessum orð- um: „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn.“ Vafalaust eru ekki allir sammála þessu og víst er um það að við áföll sem börn verða fyrir skiptir miklu hvernig á er tekið af þeim sem barninu sinnir. Ég minnist þessara orða Kiljans vegna þess að Margrét missti föður sinn, Sigurð Eggerts- son skipstjóra, fimm ára gömul. Hann hafði verið í siglingum á sínum yngri árum og keypti sér þá líftrygg- ingu sem var mjög óvenjulegt á þeim tíma. Þegar hann féll frá varð þessi trygging til þess að Ingibjörg Pét- ursdóttir, kona hans, gat haldið jörð- inni Suður-Bár í Eyrarsveit, sem þau voru þá nýbúin að kaupa. Það hefur ekki verið átakalaust fyrir ekkjuna þá þrjátíuogfimm ára með sex ung börn á aldrinum hálfs árs til þrettán ára og einn hálfbróður þeirra samfeðra, tuttuguogþriggja MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR ✝ Margrét Sigurð-ardóttir fóstra fæddist á Hauka- brekku á Snæfells- nesi 5. júlí 1917. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 10. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ás- kirkju 17. desember. ára. En eitt er víst að erfiðleikarnir smækk- uðu ekki þessa fjöl- skyldu og börnin voru öll glaðsinna og já- kvæð. En vafalaust hefur föðurmissirinn skerpt samúð og skiln- ing á samferðafólki þeirra, en öll höfðu þau mikinn áhuga á þjóð- félagsmálum enda alin upp í andrúmslofti mikilla þjóðfélags- breytinga og Ingi- björg, móðir þeirra, skipaði sér í flokk með Jónasi frá Hriflu. Í fórum föður míns rakst ég á greinar úr blaði Ungmennafélagsins Dagsbrúnar í Eyrarsveit frá árinu 1933 og nokkur ár þar á eftir. Þar eru systkinin frá Suður-Bár mjög liðtæk við að skrifa greinar, ekki síst Margrét þá aðeins 16 og 17 ára göm- ul. Það er ótrúlegt að lesa þessar greinar sem Margrét skrifar svona ung og hefur þá aðeins gengið í far- skóla. Í einni greininni, sem hún nefnir „Æskan“ segir hún í lokin: „Ég hefi nú lýst þrem stefnum, sem æskufólk getur tekið, í fyrsta lagi: æska sem aldrei er æska, þrátt fyrir aldurinn, sem aldrei gerir tilraun til að leysa hnútana í þröngsýnisfjötr- unum, sem eldri kynslóðin er reyrð í, og vill reyra aðra í. Í öðru lagi, æska sem í fyrstu hefur hugsjónir og farið geyst, en er aldurinn færist yfir þá gáfust þeir upp við að framkvæma hugsjónir sínar, hverfa loksins al- gjörlega frá þeim og fara þegar ný æska ber fram gömlu hugsjónirnar þeirra, að berjast á móti þeim með sama hætti og barist var á móti þeim, þegar þeir báru fram þessar sömu hugsjónir. Að síðustu, menn sem aldrei gleyma æsku sinni eða æskuhugsjónum, sem yngjast að hugsun eftir því, sem þeir eldast að árum.“ Það er óhætt að segja að Margrét hafi fyllt þann hóp sem ekki gleymdi sínum æskuhugsjónum. Hún fylkti sér alla tíð með róttækum öflum stjórnmálanna. Hún sat á Al- þingi í nokkurn tíma, sem varamað- ur fyrir Einar Olgeirsson á árunum 1960-63. Samtímis henni á Alþingi var einnig bróðir hennar, Halldór E. Sigurðsson, þingmaður fyrir Fram- sóknarflokkinn. Ég dvaldi um tíma á heimili Mar- grétar og Ásgeirs norður á Akureyri í byrjun árs 1957. Þá var líka á heim- ilinu Ingibjörg, móðir Margrétar. Allur heimilisbragur hjá þeim hjónum var elskulegur þótt ólík væru, eða ef til vill vegna þess. Ás- geir var rólegur og yfirvegaður en Margrét skapheit og lá ekki á skoð- unum sínum. Þá voru nýafstaðnar uppljóstranir um Stalín og uppreisnin í Ungverja- landi. Amma sem aldrei var alveg sátt við skoðanir dóttur sinnar var aðeins að ýta við henni en Ásgeir brosti út í annað. Margrét hélt ró sinni en hefur vafalaust hugsað margt. Henni var mannkynssagan ekki ókunn og tuttuguogþrem árum fyrr hafði hún skrifað: „Það er van- þroski og skammsýni mannanna sem veldur að þeir gerast sínar eigin böðlar.“ Margrét, föðursystir mín, var mér alla tíð mjög kær og ég hygg að svo sé um flest systkinabörn hennar, vegna þess að hún hafði allt- af svo einlægan áhuga á því sem yngri kynslóðin var að gera og hugsa. Hún var trú sinni lífsskoðun alla tíð og gat því með sanni staðið við sín eigin skrifuðu orð unglings- áranna: „Og þegar við erum komin til fullorðins áranna, þá gleymum ekki æsku okkar og æsku hugsjón- um. Reyrum okkur ekki böndum skilningsleysins, heftum okkur ekki hafti hleypidómanna, blindum ekki augu okkar með því að stara alltaf á eigin hagsmuni, stirðnum ekki í þreytu elliáranna, sofnum ekki svefni makinda og nautna, frjósum ekki í hel í stöðuvatni andleysisins.“ Við Magnús sendum þér, Ásgeir, börnum og barnabörnum innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Ingibjörg Pétursdóttir. Hún Margrét föðursystir mín er látin. Það kom í raun ekki á óvart því hún var búin að vera sjúklingur til margra ára. Magga frænka, eins og ég ólst upp við að kalla hana, var falleg kona, brosið hennar lýsti upp fallegt and- litið og þá sem í kringum hana voru. Sérstaklega minnist ég þessa þegar þau systkinin, pabbi og hún, heils- uðust og einnig þegar eitthvað spaugilegt bar á góma og þá fylgdi hvellur og hljómmikill hlátur með. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, ásamt Daníel bróður mínum, að búa á heimili þeirra hjóna Möggu og Ás- geirs og barna þeirra á mennta- skólaárunum og þar var gott að búa. Ásgeir vann úti en Magga var heima að hugsa um börn og bú. Óhætt er að segja að hún hafi verið húsmóðir af fagmennsku og listfengi. Á hverjum virkum degi vaknaði hún fyrst allra á heimilinu og útbjó morgunmat. Ég get ekki staðist það að rifja upp hvernig hann var, en hann saman- stóð af hafragrauti eða súrmjólk, grófu brauði og áleggi, linsoðnu eggi og appelsínusafa úr nýkreistum app- elsínum. Á sunnudögum færði Ás- geir okkur öllum mjólk eða kakó og kökusneið í rúmið. Það var ekki bara morgunmaturinn sem var í þessum dúr. Möggu var það mikið í mun að allar máltíðir væru samsettar úr hollum og ferskum mat úr öllum fæðuflokkum. Hollusta matarins var í fyrirrúmi en framsetningin og and- rúmið léku þar einnig stórt hlutverk. Öll heimilisstörf vann hún skipulega af natni og smekkvísi. Einhvern veg- inn fannst mér eins og hlutirnir gerðust af sjálfum sér því þegar við „krakkarnir“ komum heim úr skól- anum sat Magga iðulega og las í góðri bók sér til ánægju og upp- byggingar og heimilið allt skínandi hreint og huggulegt. Það eina sem við unglingarnir sáum um var að vaska upp eftir veislumáltíðir á sunnudögum, en að öðru leyti var þess einungis vænst af okkur að við stunduðum námið þokkalega og nyt- um þess að vera ungt fólk. Það er gott að eiga góðar og ljúfar minningar og þakka ég þeim hjónum Ásgeiri og Möggu, sem ég nú kveð, fyrir þeirra þátt í mínu lífi. Ásgeiri og fjölskyldu sendum við Kristján innilegar samúðarkveðjur. Ragnheiður Þórarinsdóttir. Sómakonan og vinkona mín til margra ára Margrét Sigurðar hefur yfirgefið sviðið. Þessi skarpa gáfu- manneskja háði 15 ára stríð við óminnið. Þótt hjartað væri sterkt og viljinn sem eldur sigraði tíminn, sá eini sem læknar öll sár að lokum. Þegar við hittumst í fyrsta sinn heima í Álfheimum horfði hún í gegnum mig andartak og breiddi síðan út faðminn, hlýjan og traustan. Nærvera hennar krafðist reisnar. Hér leyfðist ekki andleg leti eða skoðanaþurrð. Hún var kona sem hafði skoðun á öllu og setti hana fram eðlilega og fumlaust. Tepru- skapur og tilgerð voru eitur í hennar beinum. Þetta var sumarið 67 og ég sautján með óljósar hugmyndir um sjálfa mig og lífið. Næstu árin var ég heimagangur í Álfheimunum og hef alltaf litið á þau hjón Margréti og Ásgeir sem mitt tengdafólk. Hér fékk ég mína fyrstu eldskírn og inn- sýn inn í hversu marghliða heimur- inn var. Margrét virtist ekki velkjast í vafa um nokkurn hlut, hún var búin að svara meginspurningunni: Hvað vil ég? Hún notaði krafta sína og menntun til að vinna undirstöðuat- riðum brautargengi. Uppeldi barna varð hennar lífsstarf. Hún tók nokkrar skóflustungur á þeim vett- vangi, stofnaði fyrsta leikskólann á Akureyri þar sem hún bjó um tíu ára skeið, vann fæðingarorlofinu farveg og ól upp þrjú börn sjálf. Afrek hennar fara ekki hátt en ónefndir njóta ávaxtanna. Heima fyrir var hún sköruleg hversdagshetja. Verklag hennar á heimilinu vitnaði um vandvísi, smekk, nákvæmni og alúð. Í handraðanum á ég gullvægar samverustundir, ófáar diskúsjónir í stofunni í Álfheimum, þar sem farið var á flug yfir góðum veitingum með bláa vegginn hans Kristjáns Davíðs- sonar í bakgrunninum. Í Kaup- mannahöfn þegar hún sótti mig heim og sýndi á sér sparihliðina fulla af húmor og léttleika og málaði bæ- inn rauðan með mér og Mörtu syst- ur. Í hjarta mínu varðveiti ég minn- inguna um verðuga fyrirmynd, sem jók mér þor og skilning á grundvall- aratriðum lífsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir. Bróðir okkar, SNORRI SVEINN SVEINSSON, lést á heimili sínu föstudaginn 13. desember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 20. desember kl. 13.30. Guðlaug Sveinsdóttir, Magnús Sveinsson og ættingjar. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður og bróður, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR. Natalia Saenko, Atli Þorsteinsson, Oddrún Þorsteinsdóttir, Gunnbjörn Þorsteinsson, Elísa Björg Þorsteinsdóttir, Klara Þorsteinsdóttir, Árni Þorsteinsson, Daníel Þorsteinsson. Elskuleg dóttir okkar, systir, barnabarn og mágkona, BERGLIND JANA ÁSGRÍMSDÓTTIR, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans Foss- vogi miðvikudaginn 11. desember, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. des- ember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast Berglindar Jönu er bent á Regnbogabörn. Hólmfríður S. Jónsdóttir, Ásgrímur Stefánsson, Laufey Ásgrímsdóttir, Víðir Sigrúnarson, Jón Ásgrímsson, Laufey S. Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.