Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
26 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
minnka álagið á Elliðaárnar af of-
anvatninu sem kemur af götunum
því það eru alltaf ákveðin óhreinindi
í því.“
Kostnaður um 50 milljónir
Hver tjörn er nokkuð stór eða
allt að 80 metrum að lengd og er
því að vonum nokkurt rask af fram-
kvæmdunum. Harald undirstrikar
að gengið verði frá öllu í kring með
gróðri þannig að svæðin eigi að
vera til sóma þegar upp er staðið.
Kostnaðurinn við framkvæmdirn-
ar er áætlaður um 50 milljónir
króna en framkvæmdirnar hófust
um mánaðamótin nóvember og des-
ember. Þeim á að vera lokið fyrir
15. júní á næsta ári. „Þetta átti nú
að vinnast fyrr á árinu en svo frest-
aðist það þannig að veðurfarið að
undanförnu kemur okkur vel.“
FRAMKVÆMDIR standa nú yfir
við gerð fjögurra settjarna í Elliða-
árdal sem hver um sig verður allt
að 80 metrar að lengd. Tjörnunum
er ætlað að taka við rigningarvatni
sem rennur af götunum og hreinsa
það áður en það fer út í árnar.
Að sögn Haralds B. Alfreðssonar,
verkfræðings hjá Gatnamálastofu,
verður ein tjörn gerð í grennd við
Fellakirkju og önnur aðeins neðar.
Þá verða tvær tjarnir gerðar sitt-
hvorumegin við Elliðaárnar ofan við
gömlu vatnsveitubrúna. „Í þessar
tjarnir fer megnið af því ofanvatni
eða rigningarvatni sem fellur ofan
við þær og þar í kring,“ segir hann.
„Svo botnfellur skítur og annað í
þeim áður en vatnið rennur út í
árnar. Þetta er liður í því að
Unnið að gerð set-
tjarna við árnar
Morgunblaðið/Árni Torfason
Talsvert rask er nú í grennd við gömlu vatnsveitubrúna í Elliðaárdal eftir að framkvæmdir hófust.
Elliðaárdalur
KRAKKARNIR í 7. bekk Öldusels-
skóla hafa undanfarinn mánuð unn-
ið hörðum höndum að ýmiss konar
vísindaverkefnum í skólanum. Af-
rakstur vinnunnar var svo sýndur
foreldrum og skólafélögum síðast-
liðinn þriðjudag.
Að sögn Daníels Guðmundssonar,
skólastjóra Ölduselsskóla, var horft
til getu og færni hvers einstaklings
við vinnuna en í 7. bekk skólans eru
á milli 60 og 70 krakkar. „Við
reyndum með þessu að kveikja
áhuga þeirra á vísindum og tækni,
ekki síður stelpnanna,“ segir hann.
Hann segir krakkana hafa hvoru-
tveggja gert verkefni út frá eigin
uppgötvunum eða þá reynt að koma
þekktum hlutum í framkvæmd. Þá
útbjuggu þeir vísindarit um verk-
efnin og sömuleiðis hugleiðingar
sínar um vísindi og tækni framtíð-
arinnar. Daníel segir að það hafi
ekki farið hjá því að krakkarnir
hafi haft ýmislegt fram að færa í
þeim efnum. „Hugmyndaflug þeirra
er alveg ótrúlegt og þau höfðu
virkilega gaman af þessari vinnu.“
Meðal verkefnanna má nefna
hreyfimyndir, hluti með ljósarofa,
brú úr pappír sem engu að síður
heldur uppi 3 kílóum, leikfangabíl
úr leir þar sem núningskraftur var
rannsakaður og eggjakarl, sem er
þeim eiginleikum búinn að þegar
hann dettur af vegg, sem hann situr
á, fer hann í sundur með loftþrýst-
ingnum einum saman.
Vísindamenn
framtíðarinnar
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Hluti vísindamannanna með verkefnin sín, þar á meðal eggjakarlinn góða
sem er kominn í viðeigandi búning miðað við árstíma.
Breiðholt
ÞAÐ var sannkölluð hátíðarstemmn-
ing í Digranesskóla á miðvikudag
þegar tónlistarkonan Natalia Chow
afhenti sérdeild skólans rúmar 330
þúsund krónur sem hún safnaði á
styrktartónleikum í Kópavogskirkju í
nóvember síðastliðnum. Sjálf á Nat-
alia barn í deildinni sem í eru átta ein-
hverfir nemendur.
Að sögn Önnu Karólínu Þorsteins-
dóttur, annars umsjónarmanns deild-
arinnar, komu þrír kórar á vegum
Nataliu fram á tónleikunum, Kvenna-
kór Kópavogs, Samkór Kópavogs og
Kór Kópavogskirkju, auk fleiri tón-
listarmanna og Natalia söng nokkur
einsöngslög.
Sem fyrr segir söfnuðust rúmlega
330 þúsund krónur á tónleikunum og
voru þær afhentar á miðvikudag við
hátíðlega athöfn í skólanum þar sem
nemendum sérdeildarinnar og for-
eldrum þeirra var boðið til kaffiveislu.
Anna segir að peningagjöfin muni
koma að góðum notum. „Þetta á eftir
að nýtast deildinni mjög vel og ég geri
ráð fyrir að það verði keypt náms-
gögn fyrir þessa peninga,“ segir hún.
Tónleikafé afhent
sérdeild Digranesskóla
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Natalia Chow afhendir Önnu Karólínu Þorsteinsdóttur upphæðina sem
safnaðist á styrktartónleikunum í nóvember síðastliðnum.
Kópavogur
Félagsmálaráðuneytið hefur
hafnað kröfu íbúa í Miðdal í
Mosfellsbæ að fella úr gildi
ákvörðun skólaskrifstofu bæjar-
ins haustið 2001 að hætta skóla-
akstri heim að dyrum viðkom-
andi. Telur ráðuneytið að
bæjaryfirvöld hafi haft heimild
til að ákveða hvernig skóla-
akstrinum skyldi háttað.
Ákvörðun bæjaryfirvalda fól í
sér að íbúanum var gert að aka
barni sínu í veg fyrir skólabílinn
um sex kílómetra leið dag hvern
gegn þóknun sem einhliða var
ákveðin af bæjaryfirvöldum. Við
þetta gat hann ekki unað og
kærði ákvörðunina til félags-
málaráðuneytisins. Haustið
2002, eftir meirihlutaskipti í
bæjarstjórn, var ákvörðuninni
hins vegar breytt og fyrra fyr-
irkomulag tekið upp að nýju,
þ.e. að aka börnum og sækja þau
heim að dyrum.
Úrskurður félagsmálaráðu-
neytisins vegna kærumálsins
féll þó ekki fyrr en nú í desem-
ber og sem fyrr segir er hann á
þá leið að kröfu viðkomandi er
hafnað. Bendir ráðuneytið á að
sveitarstjórnum sé heimilt sam-
kvæmt reglugerð að ákveða
hvaða fyrirkomulag hentar best
í þeirra sveitarfélagi. Því geti
ráðuneytið ekki skyldað Mos-
fellsbæ til að haga skólaakstri
sínum með ákveðnum hætti.
Þá telur ráðuneytið að orðið
„heimaakstur“, eins og það
kemur fyrir í lögum, verði ekki
túlkað á þann hátt að í því felist
skylda fyrir sveitarfélög að aka
grunnskólanemendum alla leið
til og frá heimilum sínum.
Ekki skylt að
aka skóla-
börnum heim
að dyrum
Mosfellsbær
GREEN
ww
w.
for
va
l.is
Vivace - falleg og fersk
hönnun, skífa úr perlumóður-
skel sett 10 demöntum.
www.seikowatches.com