Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 34
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KVÆÐAÞING eða leikar Mjalta- vélarinnar á Selfossi er mönnum í fersku minni og svo er um setta leikdómara og línuverði þingsins þá Hjört Þórarinsson og Jóhann Guðmundsson. Þeir hafa nú sent frá sér dómsorð sitt. Þeir skiptu liðsmönnum í þrjá flokka, flugu- vigt, þungavigt og milliþungavigt. Fyrsti hluti dómsorðsins fjallar um sr. Hjálmar Jónsson og Jón Kristjánsson: Sem fagurkerar fóruð þið á kostum og fenguð hrós og lófaklapp í senn. Við öll í salnum innilega brostum að ykkur, snjöllu fluguvigtarmenn. Síðan fá þeir Halldór Blöndal og Flosi Ólafsson sinn úrskurð: Þéttir tveir í þungavigt á velli, þingforseti fornyrt stefin kvað. Á hinum sást ei undanlát né elli Þótt aðeins kæmi högg við beltisstað Steingrímur Sigfússon og Há- kon Aðalsteinsson fengu þennan úrskurð: Í milliþungavigt er mikill vandi og verðlaun eru jafnan mikið happ. Í Mjaltavélaleik á Suðurlandi var líf og fjölmennt markaskor og klapp. Lokaorð dómarans og línuvarð- arins eru þessi: Dómsorð skulu dregin fram í stefi dómsorð skráð af okkur báðum tveim. Dómsorð skulu birtast rétt í þessu bréfi og boðsendast með jólakveðju þeim. Síðan senda þeir frá sér þessi Eftirmál frá Mjaltavélaleiknum: Hefja slyngir hagyrðingar hátt á þingi sína raust (Hj.Þ.) Óvíst við glingur ekkert þvingar orðsins kynngi magnað traust. Lokaorð þeirra á svo Jóhann Guðmundsson og sendir þessa kveðju í áttina að Guðna Ágústs- syni sem átti hugmyndina að Kvæðaleikum Mjaltavélarinnar: Á aðförunum allvel sést enginn munum þræta það sem Guð vor gerði best Guðni hyggst að bæta. Úrslit á kvæðaleikum Mjaltavélarinnar Það sem Guð vor gerði best Guðni hyggst að bæta Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Dómari og línuvörður; Hjörtur Þórarinsson og Jóhann Guðmundsson. Selfoss JÓLAKVÖLDVÖKUNNI og 30 ára afmælisveislunni var skellt saman og haldin ein skemmtun, þar sem öllum gömlum skátum var boðið að koma og taka þátt. Berglind Hall- dórsdóttir félagsforingi setti hátíð- ina og bauð gesti velkomna og sagði frá því að frammi við jólatréð væri verið að safna jólapökkum sem senda á til Rúmeníu til mun- aðarlausra barna sem haldin eru al- næmi. Hún, ásamt Guðrúnu Magn- eu, Sunnu Björk og Evu Rós, stjórnaði síðan söng og uppá- komum meðan á kvöldvökunni stóð. „Að vera skáti rokkar feitt“ Skátar eru þekktir fyrir mikinn söng og því var mikið sungið, m.a. nýr texti sem skátafélagi í Fossbú- um á Selfossi samdi fyrir stuttu við eitt laga Britney Spears. Í text- anum kemur m.a. fram „að vera skáti rokkar feitt“ og einnig „ging gang og gooli er það sem ég trúi á“ Skátaflokkur 11 ára stúlkna sem kalla sig Eldbirnur sýndu dans, sem þær sögðu að ætti að vera asnaleg- ur. Síðan kom skátaflokkur 12 ára stúlkna og þær fluttu lag sem þær kölluðu skátarapp, sem þær höfðu samið sjálfar. Eins og flestum er kunnugt klappa skátar ekki heldur þakka fyrir skemmtiatriðin með því að senda flytjendum skátahróp. Sigríður Kristjánsdóttir, fyrrver- andi félagsforingi Stróks, flutti ávarp og sagði m.a. frá því að hún hefði verið í fyrsta hollinu sem vígðist. Sigríður er búin að vera starfandi meira og minna í skát- unum þessi 30 ár og núna er hún starfandi með St.Georgsgildinu sem stofnað var hér í Hveragerði fyrir tveimur árum. Sigríður er á förum á alheims- mót skáta í Taílandi, ásamt tveim- ur 14 ára skátastelpum, þeim Guð- rúnu Helgu Sigurðardóttur og Sjöfn Ingvarsdóttur. Þær leggja af stað frá Íslandi annan í jólum og koma aftur heim um miðjan jan- úar. Og eins og Sigríður sagði réttilega; njótið þess að vera skát- ar krakkar mínir, maður hættir nefnilega aldrei að vera skáti. Í lok kvöldvökunnar afhenti Berglind félagsforingi þeim Guð- rúnu Helgu og Sjöfn styrk frá Skátafélaginu og síðan gáfu allir þeim eitt gott skátahróp sem hljóð- ar svona Skátalíf er hollt, hollt, hollt Skátalíf er gott, gott, gott Skátalíf er hreyfing Og þroskandi fyrir heilann. Að athöfn lokinni var öllum boðið í kaffi og meðlæti. Maður hættir aldrei að vera skáti Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Skátar skemmta sér með söng og leikjum og þakka með skátahrópum. Hveragerði Jólagleði og afmælishátíð skátanna HRAFN Jökulsson tefldi fjöltefli við nemendur 6. til 10. bekkjar í barnaskóla Eyrarbaka og Stokks- eyrar í morgun. Teflt var á 27 borð- um og tefldu sumir tvær skákir. Arnar Páll Gunnlaugsson náði einum vinningi og jafntefli, en tvö lið gerðu einnig jafntefli. Í öðru lið- inu voru stúlkurnar Karitas og Rakel, en reyndar voru tvær til við- bótar í liðinu í upphafi, en entust ekki alveg til enda. Hitt jafnteflis- liðið var skipað þeim Pétri, Arnþóri og Ægi. Í skólanum er löng hefð fyrir skákiðkun og eftir afmælisskákmót BES, sem einnig gekk undir nafn- inu Mjólkurskákmótið, hefur skákáhuginn aukist verulega. Það ánægjulega er að stúlkurnar hafa ekki síður áhuga en drengirnir. Hrafn sagði að margir efnilegir skákmenn væru í skólanum. Í lokin afhenti Hrafn vinnings- hafanum og jafnteflisliðunum bóka- verðlaun. Hrafn hefur farið víða um landið á vegum Hróksins og Eddu – miðlunar. Hann hefur farið nú þeg- ar um Snæfellsnes, verið í Keflavík, Njarðvík, á Akureyri og Ísafirði og nágrenni. Skákvakning er í landinu og áhugi unga fólksins á skákinni vaknar strax og þeim gefst tæki- færi til að kynnast henni. Þetta átak Hróksins og Eddu – miðlunar (sem lagt hefur til 5.000 eintök af bókinni Skák og mát) hefur mælst ákaflega vel fyrir hvarvetna þar sem átakið hefur verið kynnt. Skákin höfðar til allra aldurshópa, frá 1. til 10. bekkjar. Að loknu skákmótinu voru afhent verðlaun vegna átaksins: Vertu frjáls reyklaus og hlaut þau Sig- urður Gísli Gunnlaugsson. Svo fengu nemendur afhentar einkunn- ir vegna jólaprófa og að því loknu stigu allir upp í rútu og héldu til Reykjavíkur í Skautahöllina, enda hvergi svell að finna úti við í blíð- unni. Skákvakning í skólunum Ljósmynd/Óskar Magnússon Hrafn Jökulsson meðal nemenda í skólanum á Eyrarbakka. Eyrarbakki JÓLAKÖTTURINN setur svip sinn á gangstéttina fyrir utan Al- vörubúðina á Eyrarvegi 3 á Sel- fossi. Kötturinn er hafður á stétt- inni til þessa að minna fólk á fyrri tíma en í versluninni eru í boði ís- lenska handverksvörur, bækur og kaffi. Alda Sigurðardóttir, eigandi verslunarinnar, er með handverks- verkstæði innan við sjálfa versl- unina þar sem hún framleiðir gam- aldags áteiknað handverk, vöggusett, dúka, punthandklæði og fleira í þeim dúr. Hjá henni er og hægt að fá ísaumsverkefni sem hún hefur unnið upp úr handritunum. Einnig er hún með handverk frá öðru handverksfólki og indverskt handverk að auki. Þá saumar hún á verkstæði sínu allt mögulegt eftir hendinni. Í alvörubúðinni er allt í alvör- unni og félagið sem rekur versl- unina heitir Alvarlega félagið en sonur Öldu, hann Nökkvi Alexand- er Jónsson sem er 5 ára sagðist óhræddur við jólaköttinn, hann væri ekki alvöruköttur. Jólakötturinn kynnir Al- vörubúðina Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson SUNDFIMI á vaxandi vinsældum að fagna á Selfossi. Mikil aðsókn er að þeirri starfsemi sem Elísabet Kristjánsdóttir íþróttakennari stendur fyrir í Sundhöll Selfoss og þjálfar konurnar ásamt Sigrúnu Hreiðarsdóttur. Á aðventuæfingu á miðvikudagskvöld fengu konurnar jólasveininn í heimsókn og fékk hann það hlutverk að draga í happdrætti. Mikið líf var í tuskunum og sveinki greinilega ánægður með að fá þetta tækifæri að afhenda vinningana. Konurnar fögnuðu sveinka og fyrr en varði var hann kominn út í laugina þótt greinilega væri það ekki ætlan hans. Það var því ekki um annað að ræða fyrir hann en velta sér upp á bakkann og hella úr stígvélunum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jólasveinninn kveður blautur en konurnar eru glaðar. Jólasveinn í kvenna- sundi Selfoss ÞAÐ var líf og fjör á Vinnustof- unni við Gagnheiði á dögunum þegar Árni Johnsen heilsaði upp á fólkið og tók lagið með við- stöddum. Sungið var af innlifun og góð stemmning var hjá starfs- mönnum Vinnustofunnar sem kunnu vel að meta heimsóknina. Söngurinn lífgaði upp á andann á jólamarkaðnum hjá Vinnustof- unni en þar eru seldar vörur sem unnið hefur verið að á undan- förnum mánuðum. Vörurnar eru eftirsóttar enda um gott hand- verk að ræða og munirnir fjöl- breytilegir. Sungið af innlifun á Vinnustofunni Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Allir tóku undir í söngnum þegar Árni Johnsen heimsótti Vinnustofuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.