Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.2002, Blaðsíða 36
SÚ ÁST sem þjóð leggur á eftirlætis- börn sín er oft á tíð- um í miklum goð- sagnastíl. Svo miklum að þeir sem reyna að fjalla um þau falla gjarnan í þá gryfju að segja einungis frá því sem allir í raun vita í stað þess að finna sína eigin leið til að nálgast viðfangsefnið. Sú frásagnarleið sem Auður Jónsdóttir velur í bók um afa sinn, Halldór Lax- ness, er bæði vand- meðfarin og persónuleg; en hún notar sitt eigið innsæi sem rithöf- undur til að greina þau frækorn í uppvexti Nóbelskáldsins, sem gerðu hann að þeim mikla höfundi sem hann var. Hún tvinnar saman bernsku Dóra litla og sína eigin, spinnur söguþráðinn um skemmti- leg atvik sem varpa ljósi á líf þeirra beggja og um leið veruleika horfins tíma. Sá veruleiki er bæði forvitnilegur og framandi, en í því sammannlega samhengi sem Auð- ur setur hann, hreint ekki svo ólík- ur veruleika barna í dag. Bernska hennar sjálfrar og afa hennar tengist þannig á óræðan máta í gegnum sjónarhorn barnsins. Stuttir textabútar, sem birtast utan við hinn eiginlega söguþráð á hverri síðu, þjóna ekki síður því markmiði að tengja saman fortíð og samtíð, þeir höfða til barna nú- tímans með jákvæðum og uppörv- andi hætti. Sem punktar eru þeir tilvalin uppspretta samræðna, enda bókin einstaklega vel til þess fallin að fullorðnir lesi hana með börnum sínum. Bækur koma að vonum nokkuð við sögu, enda bendir Auður á að afi hennar hafi mótast af marg- víslegum bókmenntum sem barn, en ekki einungis af barnabókum eins og flest börn samtímans – því jafnvel vondar bækur þjónuðu til- gangi í þroskaferli sagnameistar- ans. Ritáráttan er einnig eins og rauður þráður í bókinni og þjónar þeim tilgangi að að leiða ungum lesendum fyrir sjónir að þeir geti líka látið drauma sína rætast. „Ef þig langar meira en allt annað í líf- inu að gera eitthvað, hvað sem það er, áttu að fylgja því eftir. Sama þótt fólk geri grín að þér eða segi að þú sért ekki eins og fólk er flest. Í lífinu er nefnilega ekkert til sem heitir að vera eins og fólk er flest,“ segir Auður (bls 38). Sá boðskapur er vissu- lega dýrmætur á tím- um þar sem krafan um einsleitni beinist stöðugt að börnum, ekki síst í gegnum leikfangaiðnaðinn. Þó titill bókarinnar, „Skrítnastur er maður sjálfur“, sé tilvitnun í skáldið á Gljúfra- steini, vísar hann langt út fyrir sögusvið bókarinnar. Hann er í raun umsögn um okk- ur öll, hvatning til að rækta það sem gerir okkur einstök hvert fyrir sig, hvatning til að horfa framhjá því sem skiptir ekki máli en hlúa þess í stað að því sem hefur raunverulegt vægi. Þeg- ar Auður segir afa sínum að hana langi til að vera falleg þegar hún verður stór, svarar hann henni á máta sem sem er afhjúpandi fyrir lífsspeki hans og jafnframt verð- ugt umhugsunarefni fyrir lesend- ur: „Það er ekki gott að vera of fallegur. Þá þarf maður ekki að hafa fyrir því að vera skemmti- legur“ (bls. 32). Þær hliðar afa síns sem Auður afhjúpar eru afar kærkomin viðbót við það myndagallerí sem þjóðin geymir í hjarta sínu um skáldið. Sumt má að vísu, eins og Auður bendir á, þekkja úr endurminn- ingabókum hans sjálfs, annað tengist hennar eigin minningum og varpar alveg nýju ljósi á skáld- ið. Hönnun bókarinnar, sem er í höndum annars barnabarns Hall- dórs, Margrétar E. Laxness, er ekki síður mikilvægur þáttur í þeirri fallegu heild sem frásögnin myndar. Saman ferst þeim stöllum einkar vel úr hendi að afhjúpa þann mann sem afi þeirra geymdi, mann sem Auður hélt að ynni á Mánafossi (bls. 9) og var í hennar augum fyrst og fremst afi – rétt eins og „alls konar afar“ (bls. 6) annarra barna. Opinberu hlutverki hans eru þó gerð ágæt skil á hóf- stilltan og tilgerðarlausan máta, með fullri vitund um þá grundvall- arreglu að manngildi hvers og eins ræðst af hans innra manni en ekki af ytri aðstæðum – af „virðíngu fyrir náúnganum“ og „fegurð í mannlegri sambúð“ (bls. 5). „Fegurð í mann- legri sambúð“ BÆKUR Barnabækur Eftir Auði Jónsdóttur. Hönnun útlits bók- arinnar: Margrét E. Laxness. 96 bls. Mál og menning 2002 SKRÝTNASTUR ER MAÐUR SJÁLFUR Fríða Björk Ingvarsdóttir Auður Jónsdóttir LISTIR 36 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR Ásgeirsdóttir mun opna vinnustofu sína í Stórholti 1 í dag og á morgun kl. 13–20. Undanfarin ár hefur Sigríður Ás- geirsdóttir annað slagið búið til gler- bakka og diska. Þessir hlutir eru unnir eins og skissur og oft verður lítill bakki kveikjan að stærra verki í steindu gleri og verða bakkarnir sem orðið hafa til í ár til sýnis og sölu. Sigríður er kunn fyrir vinnu sína í steint gler og lágmyndir og er verk eftir hana að finna t.d. í Þjóðarbók- hlöðunni, Langholtskirkju og Ís- landsbanka við Lækjargötu. ALMENNINGUR nú til dags á líklega erfitt með að gera sér í hug- arlund hve mikilvægir vitarnir hafa verið í sögu landsins. Allt frá því fyrsti vitinn var byggður á Vala- hnúk á Reykjanesi 1878 og langt fram á síðustu öld, var bygging vit- anna þrekvirki og tækjabúnaður svo framandi að með ólíkindum var, en löngu úreltur nú. Um þetta má nú fræðast í glæsi- legri sögu, Vitar á Íslandi, leið- arljós á landsins ströndum 1878 til 2002, sem Siglingastofnun hefur gefið út. „Er auðvelt að gera sér í hug- arlund þvílík bylting bygging vita gat orðið fyrir heimamenn ef skoð- aðar eru gamlar ljósmyndir af vit- um. t.d. af byggingu Malarrifsvita árið 1917. Þangað var flutt efni í vita, járngrind sem hafði verið smíðuð á verkstæði í Reykjavík, sjálfvirk gasljóstæki með sólar- ventli frá Stokkhólmi og linsa frá París, en þá bjó bóndinn á Mal- arrifi og tilvonandi vitavörður í torfbæ,“ segir meðal annars í kafla um menningarsögulegt gildi vit- anna. Fyrsti vitinn, á Valahnúk, féll í valinn fyrir um einni öld síðan, en bygging hans markaði tímamót í sögu siglinga við Íslands og örygg- ismálum sjófarenda. Svokölluð leið- arljós höfðu þó áður tíðkast og eru elztu heimildir um þau frá 13. öld. Þá loguðu ljós í kirkjum sem stóðu nálægt sjó og sumar í fjölsóttum verstöðvum. „Í máldögum tveggja kirkna á Snæfellsnesi, sem báðir eru taldir vera frá því um 1274 og eignaðir Árna Þorlákssyni Skál- holtsbiskupi, eru ákvæði um að ljós skuli loga þar að næturlagi. Þessar kirkjur voru Knarrarkirkja í Breiðuvík og Saxahvolskirkja, sem báðar voru Maríukirkjur, og í mál- dögum hvorrar um sig var áskil- ið að þar skyldi ljós loga sér- hverja nótt frá Maríumessu hinni fyrri (15. ágúst) til loka páskaviku,“ segir í bókinni. Í bókinni er saga vitanna rak- in frá því 1878 til okkar daga. Fjallað er um vita og sjómerki fyrr og nú, upphaf íslenzkra vitamála, breytingar um aldamótin 1900 og þróunina þar til ljósahringum var lokað árið 1954 og rafvæðing, sól- arorka, lóran og GPS tóku við. Fjallað er um skip vitamálastofn- unar, vitaverði og vitastöðvar, bún- að vitanna og byggingarsögu þeirra. Þá er sérstök umfjöllun um hvern einasta vita á landinu. Í bók- inni er mikill fjöldi ljósmynda, teikninga og korta, útdráttur á ensku og skrár yfir tilvísanir, myndir og teikningar, heimildir og nafnaskrá. Bókin er full af fróðleik af marg- víslegu tagi enda er hún mikil að vöxtum. Þar er af mörgu að taka, en nefna má reglur um heimsóknir gesta í vita, sem voru settar árið 1897. Töluvert var um slíkar heim- sóknir og urðu vitaverðir fyrir töf- um af þeim sökum og útgjöldum. Þeir fóru því fram á að fá að heimta gjald af gestum vitanna og var það heimilað árið 1910. Samkvæmt reglunum urðu að- komumenn að rita nöfn sín, stöðu og heimili í þar til gerða bók, áður en þeim yrði sýndur vitinn. Gestir máttu ekki snerta á tækjum vit- anna, ekki vera í votum fötum og ekki taka með sér göngustafi og regnhlífar inn í vitann. Tóbaks- reyking var öllum forboðin, allir urðu að þurrka vel af sér á gólf- mottu, ekki mátti hrækja á gólfið og hundar voru óvelkomnir. Þá var það fyrirboðið að leyfa nokkrum ölvuðum manni að ganga í vitann eða þeim sem voru ræflalega til fara. Vitaverðirnir eru stór þáttur í sögu vitanna. Sumir voru í fullu starfi og bjuggu í vitunum, en aðrir í hlutastarfi. Þótti mörgum þeirra kjör sín knöpp, en það lagaðist þeg- ar á leið. Skáldskapur og vitavarzla virðist hafa farið vel saman. Steinn Steinarr var einn þeirra sem tóku að sér vitavörzlu, reyndar í skamm- an tíma, en þekktastur vitavarða í hópi rithöfunda er líklega Óskar Aðalsteinn, sem gerði hvort tveggja að ævistarfi. Þeim sem áhuga hafa á vitamál- um er þessi bók væntanlega mikil hvalreki, enda mikið rit og vandað og frágangur allur til sóma. Aðrir geta vitaskuld líka sótt sér bæði skemmtan og fróðleik í bókina. Leiðarljós BÆKUR Sagnfræði Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson, Kristján Sveinsson. Siglingastofnun Kópavogi 2002. 435 bls. Myndir og teikningar VITAR Á ÍSLANDI LEIÐARLJÓS Á LANDSINS STRÖNDUM 1878–2002 Hjörtur Gíslason Guðmundur L. Hafsteinsson Guðmundur Bernódusson Kristján Sveinsson Vinnustofa Sigríðar Ásgeirsdóttur opin ♦ ♦ ♦ HALDIÐ var hóf til heiðurs Gunn- ari G. Schram sjö- tugum á dög- unum. Nýlega kom út hjá Al- menna bókafélag- inu afmælisrit af tilefninu og hefur það að geyma þrjátíu og eina rit- gerð eftir fræði- menn í lögfræði um málefni sem mörg hver eru í brennidepli þjóð- málaumræðunnar. Formaður rit- nefndar var Ár- mann Snævarr og afhenti hann af- mælisbarninu ein- tak af bókinni í hófinu. Morgunblaðið/Jim Smart Gunnari G. Schram afhent afmælisrit ÞAÐ muna eflaust einhverjir eftir gamalli hljómplötu með söng Krist- ins Hallssonar og píanóleik Árna Kristjánssonar. Platan kom út ein- hvern tíma kringum 1970, og hafði að geyma íslensk sönglög og nor- ræna og þýska ljóðasöngva. Þótt söngur og leikur þeirra Kristins og Árna væri dásamlegri en orð fá lýst, var umbúnaður plötunnar og frá- gangur svo illa af hendi leystur, að hún fór fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Texti á plötuumslagi var stórlega gallaður, og erfitt að gera sér grein fyrir innihaldi plötunnar. Árum saman hefur gagnrýnandi beðið eftir því að einhver tæki sig til og gæfi þessa plötu út aftur, – og nú er sú stund loksins runnin upp. Þar komu Söngvinir Kristins til sögunn- ar og hafa bætt um betur með tveggja geisladiska útgáfu, en upp- tökurnar eru nær allar úr safni Rík- isútvarpsins. Á fyrri diskinum er úr- val hljóðritana frá ferli Kristins, – íslensk sönglög og erlend; atriði úr óperum, óperettum og söngleikjum og dægurlög. Meðleikarar Kristins eru ýmsir, en Fritz Weisshappel er sá píanóleikari sem oft- ast er nefndur til sög- unnar. Elstu upptök- urnar eru frá 1954 þegar Kristinn hafði nýlokið prófum frá Konunglegu tónlistar- akademíunni í London, en þær yngstu frá 1985. Á seinni diskinum eru fyrrnefndar upptökur með Árna Kristjáns- syni, sem gerðar voru 1965. Þessi útgáfa er mikill happafengur. Ástæður þess eru margar. Fyrst af öllu getur hér að heyra einn okkar fremstu söngvara í upptökum sem spanna allan hans feril. Allt of lítið er til útgefið af söng þeirra listamanna sem ruddu hér brautina fyrir þá grósku sem nú rík- ir í sönglistinni, og því er þessi við- bót í þann sjóð ómetanleg. Í öðru lagi var fyrrnefnd hljómplata Krist- ins og Árna Kristjánssonar þvílík gersemi, að óverjandi hefði verið að koma henni ekki út á nýjan leik, og þá ekki síður fyrir þá staðreynd að lítið er til í upptökum af leik Árna sem hlýtur að teljast einn besti pí- anóleikari sem þjóðin hefur átt. Samstarf þeirra gat af sér upptökur sem eru einstakar fyrir listræna túlkun þeirra beggja. Túlkun þeirra á lagi Árna Thorsteinssonar, Fögur sem forðum, Vögguvísu Jóns Leifs, Säf, säf susa eftir Sibelius og Am Meer eftir Schubert hefði skipað þeim í heimsklassa hefðu þeir haft sömu tækifæri og fólk hefur í dag. Tilfinning þeirra fyrir sambandi orðs og tóna, er einstök, og öll- um blæbrigðum ljóðs- ins er mætt með mús- íkölskum skilningi og blæbrigðum í styrk og hendingamótun. Í þriðja lagi er áður óúgefna efnið frábær viðbót við efnið af hljómplötunni, og sýn- ir vel hve Kristinn var fjölhæfur listamaður. Það er sama hvort bor- ið er niður í Sverri konung, hinn sænska Per Svinaherde eða blúsað- an slagara Merle Travis, Sixteen Tons; – Kristinn hefur þessi ólíku stílbrigði fullkomlega á valdi sínu og músíkalskur söngur hans er heillandi. Valið á efni, sem var í höndum Vernharðar Linnet, hefur líka tekist með miklum ágætum. Síð- ast en ekki síst ættu þessir diskar að vera holl hlustun þeim fjölmörgu sem stunda söngnám eða hafa söng að atvinnu. Það er hreinn hroki að halda því fram að allt sé betra í dag í sönglistinni en var fyrr á árum, þótt þau viðhorf heyrist alltaf af og til. Fyrir alla hina, – þá sem unna góðri tónlist í framúrskarandi flutningi mikilla listamanna er útgáfan happafengur að eigin verðleikum. Happafengur TÓNLIST Geisladiskar Kristinn Hallsson bassbariton syngur með píanóleikurunum Árna Kristjáns- syni, Fritz Weisshappel, Ólafi Vigni Al- bertssyni og fleiri listamönnum. Upptök- urnar eru flestar úr safni Ríkisútvarpsins og gerðar á árunum 1954–1985. Útgefandi: Söngvinir Kristins 2002. KRISTINN HALLSSON BASSBARITON Bergþóra Jónsdóttir Kristinn Hallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.