Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 43
g að fjármagna sig á markaði sem
sig í atvinnugreinum tengdum fisk-
g gætu þannig vaxið og dafnað bet-
ur en þeim er mögulegt í dag. Í framhaldi af
þessu væri mögulegt að mynda alþjóðlega
sjávarútvegsvísitölu sem fjárfestar gætu
fjárfest í. Íslenskt rekstrarumhverfi og
skattheimta gætu svo orðið til þess að slík
fyrirtæki ákvæðu að skjóta hér rótum og
flytja allan sinn rekstur hingað til lands með
tilheyrandi ágóða fyrir íslenskt hagkerfi.
Hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi
Ein stærsta hindrunin við framkvæmd
þessarar hugmyndar er líklega þær hömlur
sem eru á fjárfestingum erlendra aðila í
sjávarútvegi hér á landi en þær samræmast
illa samkeppnissjónarmiðum. Það er vissu-
lega rétt að útlendingum er ekki bannað
með öllu að fjárfesta í íslenskum sjávarút-
vegi og fyrirtæki gætu farið í ýmsar tilfær-
ingar með því t.d. að stofna dótturfélög fyrir
útgerð og vinnslu. Það er hins vegar ekki
fýsileg aðgerð því betra er að stefna að því
að hafa einfalt kerfi og reglur þar sem fjár-
festar geta tiltölulega auðveldlega áttað sig
á þeim verðmætum sem liggja innan fyr-
irtækis. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa vaxið
hratt og undanfarin misseri hafa samein-
ingar verið tíðar sem skapar öflugar ein-
ingar, bæði rekstrarlega og út frá kvóta-
eign. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja lýtur
sömu lögmálum um stærðarhagkvæmi og
gilda um starfsemi fyrirtækja í öðrum grein-
um. Ef innlendum sjávarútvegsfyrirtækjum
er ekki leyft að keppa um fjármagn, innlent
og erlent, á sama hátt og öðrum fyrirtækj-
um er hætta á því að þegar ákveðnum ár-
angri er náð dragi úr hvatanum til að vaxa
og auka hagnað innan sjávarútvegsins.
Kauphöll Íslands kynnti hugmyndir um
alþjóðlegan hlutabréfamarkað með sjávar-
útvegsfyrirtæki síðasta haust og tveir þing-
menn hafa sett fram frumvarp þess efnis á
þessu Alþingi. Þar sem við Íslendingar vilj-
um gjarnan vera fremstir í flokki þá er þetta
eitthvað sem við ættum að taka til skoðunar
og auðvitað að framkvæma að lokum. Ef vel
tekst til gæti slíkur markaður orðið vítamín-
sprauta fyrir íslenskt efnahagslíf og leitt til
þess að íslenskur fjármálamarkaður stækki
meira en annars væri mögulegt. Þetta mun
þó að öllum líkindum leiða til þess að endur-
skoða verði þær hömlur sem í dag eru á fjár-
festingum erlendra aðila í sjávarútvegi. Þótt
leysa þurfi ýmis vandamál sem tengjast
eignarhaldi þjóðarinnar á auðlindinni er
ljóst að á endanum verða viðskipti með
hlutabréf í fiskveiðifyrirtækjum frjáls rétt
eins og viðskipti með bréf í öðrum félögum.
g fjárfestingar
Morgunblaðið/Golli
er verið að skipa upp túnfiski í Reykjavíkurhöfn.
Höfundur er hagfræðingur og ritari Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 43
N
ÆRRI 60 árum
eftir stofnun lýð-
veldisins Íslands
á Þingvöllum ból-
ar enn ekkert á
sjálfstæðri utanríkisstefnu
stjórnvalda. Ég er þeirrar skoð-
unar að heildstæð úttekt á stöðu
lands og þjóðar í upphafi nýrrar
aldar, sem hefði það að mark-
miði að móta utanríkisstefnu
sem væri í takt við þá tíma sem
við lifum á, væri ekki einungis
gagnleg heldur bráðnauðsynleg
svo að hægt sé að tryggja hags-
muni þjóðarinnar með skyn-
samlegum hætti og til framtíðar.
Í áranna rás hafa utan að
komandi þættir stýrt stöðu okk-
ar á alþjóðavettvangi og um leið
gert Íslendinga að þiggjendum
hvað varðar stefnumótun og
markmiðssetningu í utanrík-
ismálum. Hernaðarlega mik-
ilvæg staða landsins réð úrslit-
um um aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu árið
1949. Aðildin að NATO stýrði
utanríkisstefnu Íslands í stóru
jafnt sem smáu í hálfa öld. Og
enn virðist hún ráða mestu um
ákvarðanir íslenskra stjórnvalda
á alþjóðavettvangi. Lok kalda
stríðsins og gjörbreyttar að-
stæður í Evrópu, og reyndar um
allan heim, hafa öðru fremur af-
hjúpað stefnuleysi Íslands á al-
þjóðavettvangi. Mörgum stjórn-
málamanninum hefur reynst
erfitt að fóta sig í nýjum heimi,
þar sem vægi hernaðarbanda-
laga fer minnkandi en alþjóða-
samstarf á sviði viðskipta, um-
hverfismála og mannréttinda
verður æ mikilvægara.
Undantekningin sem sannar
regluna er auðvitað aðild Ís-
lands að samningnum um evr-
ópskt efnahagssvæði. Við gerð
hans réð framsýni för. Gildi
samningsins fyrir Ísland er
óumdeilt. Svo óumdeilt, að varla
er hægt að gera sér í hugarlund
hversu slæm staða okkar í Evr-
ópu og gagnvart Evrópusam-
bandinu væri í dag ef EES nyti
ekki við. Enda virðist eina mark-
mið ríkisstjórnarinnar í utanrík-
ismálum um þessar mundir vera
að viðhalda EES-samningnum
en spurningunni um aðild að
ESB, sem margir telja eðlilegt
framhald þessa samstarfs, er
ekki svarað.
Viðbrögð stjórnvalda við kröf-
um framkvæmdastjórnar ESB
um auknar greiðslur EFTA-
ríkjanna í þróunarsjóði sam-
bandsins eru gott dæmi um það
sem ég vil kalla „allt-fyrir-
ekkert“-viðhorf ráðamanna til
hlutverks Íslands í samskiptum
við aðrar þjóðir. Fram-
kvæmdastjórn ESB er vissulega
að fara fram á mikla hækkun
framlaga í sjóðina. Sjóði, sem vel
að merkja, eru notaðir til þess
að styðja við uppbyggingu í fá-
tækari ríkjum sambandsins.
Rök ESB eru þau helst að sem
fullir aðilar að innri markaði
þurfi EFTA-ríkin að leggja
meira af mörkum til þróunar og
uppbyggingar markaðarins. Að
þau axli ábyrgð á henni eins og
aðrir fullgildir þátttakendur á
innri markaði Evrópusam-
bandsins. Upphæðirnar sem
nefndar hafa verið eru bæði há-
ar og umdeilanlegar en það er
ekki síður umhugsunarvert ef ís-
lensk stjórnvöld líta á það sem
hreina móðgun við íslenska
hagsmuni að taka á sig meiri
byrðar í samstarfinu innan
EES. Samningaviðræður við
ESB hefjast 9. janúar nk. Í
norska Stórþinginu hefur rík-
isstjórnin haft samráð við full-
trúa í utanríkismálanefnd þings-
ins um samningsmarkmið og
taktík Norðmanna í vænt-
anlegum viðræðum við fram-
kvæmdastjórn ESB. Hér heima
er engar upplýsingar að fá um
samningsmarkmið og mála-
tilbúnað ríkisstjórnarinnar í
þessum sömu viðræðum. Og
gildir þá einu hvort kjörnir
fulltrúar í utanríkismálanefnd
Alþingis eiga í hlut eða hinn al-
menni borgari.
Á öðrum sviðum utanrík-
ismála er ástandið lítið skárra.
Framlög Íslands til þróun-
arsamvinnu er hreint út sagt til
skammar en þau ná rétt 0,11%
af vergri þjóðarframleiðslu þrátt
fyrir fögur fyrirheit um að
standa við markmið Sameinuðu
þjóðanna um 0,7% framlag. Það
getur varla talist hátt hlutfall af
þjóðarframleiðslu einnar rík-
ustu þjóðar í heimi en myndi
samt sjöfalda núverandi framlög
okkar til þróunarmála. Við þetta
bætist svo að lítil vinna hefur
verið lögð í stefnumótun þróun-
arsamstarfs við fátæk ríki. Til
skamms tíma hefur samvinnan
miðað helst að því að vinna við
verkefni sem henta okkur,
t.d. í sjávarútvegi. Þau hafa
mörg verið klæðskerasniðin
að þörfum Íslands en ekki
tekið mið af hinni brýnu þörf
fyrir uppbyggingu heilsu-
gæslu og grunnmenntunar í
fátækustu ríkjum heims.
Þessi staðreynd end-
urspeglar dapurlegt viðhorf til
fátækra ríkja, sem mega vera
nógu góð til þess að taka við því
sem okkur hentar að láta af
hendi rakna en eru sjaldnast
spurð að því hvar skórinn helst
kreppir heima fyrir.
Ekki verður heldur hjá því
komist að geta um framlög okk-
ar til varnar- og öryggismála. Í
þeim efnum hefur hverri rík-
isstjórninni á fætur annarri þótt
sæma að láta aðra borga brús-
ann. Við erum herlaus þjóð og
höfum kosið að fela annarri þjóð
varnir landsins svo langt sem
þær ná. Alveg burtséð frá skoð-
unum okkar á NATO-aðildinni
og hernum langar mig að varpa
þeirri spurningu fram hvort við
það sé búandi að fullvalda þjóð
standi ekki straum af kostnaði
við hreinsun og viðhald flug-
brautanna í Keflavík? Sjálfskip-
aðir vörslumenn hins íslenska
fullveldis ættu ef til vill að huga
nánar að því máli.
Allt ber að sama brunni. Ein-
kunnarorð stefnuleysisins á
sviði utanríkismála gætu eins
verið: Við borgum ekki! Það er
ekki hátt risið á þjóð sem fer
fram með þessum hætti í sam-
skiptum fullvalda ríkja. Helst
má líkja þessari hegðun við of-
dekraðan og dyntóttan ungling
sem finnst það heimsins mesta
óréttlæti að þurfa að borga heim
til þess að létta undir með
rekstri heimilisins. Þó verður að
hafa í huga að unglingurinn vex
úr grasi og axlar þá oftast sína
ábyrgð möglunarlaust. Í því ljósi
verðum við að vona að næstu al-
þingiskosningar færi Íslend-
ingum ríkisstjórn sem er tilbúin
til þess að axla ábyrgð á mótun
sjálfstæðrar utanríkisstefnu,
þannig að samskipti eyþjóð-
arinnar í norðri við önnur lönd
geti tekið þeim breytingum sem
nauðsynlegar eru til þess að
tryggja hagsmuni okkar til
lengri tíma í samfélagi þjóðanna.
Við borgum
ekki!
Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur
’ Það er ekki háttrisið á þjóð sem fer
fram með þessum
hætti í samskiptum
fullvalda ríkja. ‘
Höfundur er alþingiskona.
mber sagði
gframboði
ngu við
m vanga-
g hver önn-
ðastliðinn
eð þessu
töðu sína
n. Hún gaf
í vor að
að öðru
bak þeirra
nar freist-
i landsmál-
alaust
ta tækifæri,
n við sjálfa
r Gunn-
grein í
ngibjörg
lið einfalt?
r að hún
lfsagt
ýsingar.
og þessar
til greina af
lýsingu þar
a að hún
um eitt-
élags-
verðleika
el þó að það
ann ætli að
dir feld-
eftir Dag
a R-listans,
sem var handvalinn af Ingibjörgu Sólrúnu á listann.
Sagðist hann þess fullviss, að Ingibjög Sólrún færi ekki í
þingframboð. Hann rökstuddi það með þessum hætti:
„Ástæða þess að ég tel nær útilokað að Ingibjörg Sól-
rún fari fram til Alþingis er einföld. Skýrar yfirlýsingar
hennar um hið gagnstæða í borgarstjórakosningunum í
vor. Það eru ekki aðeins pólitískir andstæðingar sem
vilja höggva í trúverðugleika hennar sem spyrja hvort
þær yfirlýsingar standi ekki heldur einnig margt af
harðasta stuðningsfólki hennar. Þessi spurning skiptir
lykilmáli þar sem pólitískur styrkur Ingibjargar Sól-
rúnar byggist ekki síst á trúverðugleika. Styrk hennar
til að fylgja eigin sannfæringu.“
Eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði lýst yfir
framboði sínu til þings fyrir Samfylkinguna vitnaði
Morgunblaðið hinn 19. desember í leiðara sínum til þess,
sem blaðið hafði sagt 11. september um, að borgarstjóri
hefði styrkt persónulega stöðu sína sem stjórn-
málamaður sem stæði við orð sín og gengi ekki á bak
orða sinna, þrátt fyrir freistandi tilboð. Hinn 19. desem-
ber hafði Morgunblaðið skipt um skoðun á heilindum
borgarstjóra og sagði:
„Þetta mat á afstöðu borgarstjórans á augljóslega
ekki við lengur. Hún segir nú, að hún muni áfram verða
borgarstjóri, jafnvel þótt hún setjist á þing. Að hún sinni
áfram starfi borgarstjóra er hins vegar ekki það eina,
sem skiptir máli gagnvart kjósendum Reykjavíkurlist-
ans. Stór hluti þeirra kýs ekki Samfylkinguna í þing-
kosningum, heldur Vinstrihreyfinguna – grænt framboð
eða Framsóknarflokkinn. Margir þeirra hafa vænt-
anlega litið svo á að loforð borgarstjórans næðu einnig
til þess að hún færi ekki að beita sér gegn þeirra flokk-
um í landsmálapólitíkinni.“
x x x
Morgunblaðinu brá ekki einu við umsnúning Ingi-
bjargar Sólrúnar og breytti um álit á henni. Undrunin
var ekki minni hjá samherjum hennar í R-listanum. Hún
ákvað framboðið að eigin sögn í samtali við Össur Skarp-
héðinsson, formann Samfylkingarinnar, um síðustu
helgi og tilkynnti Össur framboðið opinberlega á sama
tíma og borgarstjóri sat á fundi með borgarmálaráði
R-listans, lét hún þar eins og það væri ekki fullákveðið,
hvort hún byði sig fram eða ekki. Þannig talaði hún einn-
ig við sjónvarps- og útvarpsstöðvar um klukkan 18.00
miðvikudaginn 18. desember en tók síðan af skarið op-
inberlega í Kastljósi sjónvarpsins rúmum klukkutíma
síðar. Athyglisvert er, að Stefán Jón Hafstein, borg-
arfulltrúi og formaður framkvæmdastjórnar Samfylk-
ingarinnar, segist ekki hafa vitað um að framboðið væri
á döfinni, fyrr en á fundi borgarmálaráðsins.
Engu er líkara en Ingibjörg Sólrún hafi ekki áttað sig
á því, fyrr en eftir borgarmálaráðsfundinn, að Össur
Skarphéðinsson hafði tekið af henni frumkvæðið í fram-
boðsmálunum, sagt frá fundum þeirra og niðurstöðunni.
Mótmæli innan borgarmálaráðsins vógu ekki eins þungt
og orð Össurar.
Það var hins vegar þungt hljóð í forystumönnum
Framsóknarflokksins og vinstri/grænna á blaðamanna-
fundi í hádeginu á fimmtudag, þegar þeir kynntu sam-
eiginlega yfirlýsingu þess efnis, að Ingibjörg Sólrún yrði
að velja á milli þess að vera í framboði til þings fyrir
Samfylkinguna eða sitja í embætti borgarstjóra.
Lönguvitleysunni um framboð Ingibjargar Sólrúnar
fyrir Samfylkinguna er ekki enn lokið. Nú hefjast við-
ræður R-listamanna um afleiðingar ákvörðunar Össurar
og Ingibjargar Sólrúnar. Össur segist undrandi á hörð-
um viðbrögðum forystumannanna, sem settu hnefann í
borðið í september.
x x x
Hér var síðasta laugardag greint frá Landsvirkjunar-
uppnáminu í Ráðhúsinu vegna Kárahnjúkavirkjunar.
Allt er enn óvíst um styrk R-listans til að leiða það mál til
lykta, en til að framvinda samningagerðar við Alcoa sé
snurðulaus, þurfa íslenskir samningamenn að hafa vitn-
eskju um afstöðu borgarstjórnar fyrir 10. janúar 2003.
Næstu sólarhringa þarf R-listinn ekki aðeins að leita
leiða til að ljúka lönguvitleysunni í framboðsmálum Ingi-
bjargar Sólrúnar og skapa traust og trúverðugleika um
framkvæmdastjórn Reykjavíkur. R-listinn verður á
sama tíma að komast að niðurstöðu um stefnu sína gagn-
vart Kárahnjúkavirkjun og ábyrgð Reykjavíkurborgar
sem 45% eiganda Landsvirkjunar.
nur langavitleysa“
bjorn@centrum.is