Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 49

Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 49 ✝ Kristjana Sess-elja Einarsdóttir fæddist á Hrjót í Hjaltastaðarþinghá 3. september 1912. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 13. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sigurður Guð- mundsson, f. 31.10. 1879, d. 1922, og Kristbjörg Krist- jánsdóttir, f. 8.2. 1884. d. 1960. Systk- ini Kristjönu eru: Sveinn, f. 3.12. 1909, d. 2.4.1994, Stefán, f. 6.9. 1914, d. 15.5. 1986, Anna Björg, f. 27.3. 1917, og Kristján, f. 29.10. 1921. Kristjana ólst upp á Hrjót, hlaut menntun í barnaskóla og í Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað. Hún var vinnukona á Hjaltastað hjá Ara Jónssyni lækni og konu hans Sigríði Þór- arinsdóttur og á Kirkjubæ hjá séra Sigurjóni Jónssyni og Önnu Sveinsdóttur konu hans. Eiginmaður Kristjönu var Ein- ar Bjarnason, f. á Kleppjárns- stöðum í Hróarstungu 26.9. 1900, d. 26.7. 1974, sonur hjónanna Bjarna Bjarnasonar, f. 26.9. 1863, d. 29.3. 1944, og Steinvarar Guðmundsdóttur, f. 2.6. 1864, d. 4.11. 1914. Krist- jana og Einar giftu sig 21. maí 1933 og fluttu í Stóra- Steinsvað, keyptu jörðina og bjuggu þar allan sinn bú- skap. Börn þeirra eru: Þóra, f. 7.6. 1933, maki Björn Arnarr Ágústsson, f. 21.12. 1918, d. 20.11. 2001, Bjarni, f. 19.5. 1935, maki Þorbjörg Henný Ei- ríksdóttir, f. 27.10. 1942, Einar Krist- berg, f. 7.7. 1940, maki Daldís Ingvarsdóttir, f. 26.7. 1944, Stef- án Hilmar, f. 9.9. 1946, í sambúð með Hildi Friðbergsdóttur, f.19.1. 1946, Ástrún, f. 19.10. 1949, maki Sigurður Óttar Jóns- son, f. 24.5. 1942, Eysteinn, f. 19.10. 1949, í sambúð með Magn- eu Herborgu Jónsdóttur, f. 8.5. 1955, Steinvör, f. 21.9. 1952, maki Svavar Magnús Guðmunds- son, f. 16.8. 1949, og Sesselja, f. 21.9. 1952, maki Baldur Guð- mundur Guðlaugsson, f. 23.5. 1951. Eru barnabörn Kristjönu 21, langömmubörn 32 og langa- langömmubarn eitt. Útför Kristjönu fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma, nú kveð ég þig í síðasta sinn en það er skrítið að hugsa til þess að nú sjái ég þig ekki aftur, en ég veit að þú verður hjá mér og okkur hinum í anda. Minningar birtast ein af annarri, stundirnar á Steinsvaði, þar sem ég kom oft með mömmu minni og pabba í sveitina því þar var bróðir minn hjá þér og Stebba frænda í sveit. Stundum fékk ég að vera eftir og gista hjá þér, þá svaf ég á beddanum í herberginu þínu við hurðina. Oft lastu fyrir mig Öddu- bækurnar og líka aðrar skemmti- legar bækur. Eins man ég hvað þú varst góð og þolinmóð að kenna mér að prjóna og hafðir gaman af því hvað ég var áhugasöm og bý ég enn að því í dag. Einnig hafði maður gaman af ferðunum upp fellið í gullabúið, til að búa til drullukökur, setja þær í bakarofninn sem síðan voru skreyttar með stráum og lyngi. Ekki kom maður í sveitina án þess að líta við í rabarbaragarð- inum þínum sem var stór í augum okkar krakkanna og þá fengum við okkur rabarbara og sykur hjá þér. Ég og krakkarnir mínir komum nú oft til þín í heimsókn á sjúkra- húsið og komst þú oft til okkar líka. Þú varst svo dugleg í hönd- unum, varst í handavinnu eldri borgara og gerðir þar margt fal- legt og ekki var nú langt síðan þú hættir að prjóna. Elsku amma, við vitum að þér líður miklu betur núna og biðjum guð að passa þig fyrir okkur á himninum. Ég lít í anda liðna tíð sem leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt, hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyj. frá Laugabóli.) Þín Einrún. Elsku amma, okkur langar að setja á blað svolitla kveðju til þín, nú þegar þú ert farin til afa. Flestar okkar æskuminningar eru tengdar þér, þú áttir stóran þátt í að ala okkur upp. Öll sumur vorum við að snúast á Steinsvaði í kringum þig, við vorum að passa þig og þú okkur. Við vorum frjáls, máttum synda eða veiða í kílnum nú eða dunda okkur við gullabúið í Fellinu, en ef við heyrðum þig kalla af tröppunum þá var hlaupið á hæstu þúfu, veifað og kallað á móti. Þú varst dugleg að lesa fyrir okkur og við fengum að hjálpa til við eitt og annað svo sem að mjólka, gera skyr og hræra slátur. Þær eru margar minningarnar og erfitt að taka einhverjar út úr. Þó er ein sem okkur langar að rifja upp núna. Við komum úr Fellinu og báðum um krukkur því mikið var af berj- um, fórum aftur og ætluðum að koma með ber á skyrið, en þegar við komum í Fellið voru engin ber sjáanleg. Við vorum ekki par hress með þetta og tókum til við að hnýta saman, en þá allt í einu und- ir tók í klettunum og heyrðist okk- ur að sussað væri á okkur. Við vorum fljót heim og sögðum farir okkar ekki sléttar, en enn í dag höfum við ekki aðra skýringu fengið á þessu, en þína, sem var á þá leið að álfkonan hefði ekki vilj- að að börnin hennar heyrðu annað eins orðbragð. Elsku amma, þú kenndir okkur svo margt og varst okkur alltaf svo góð. Minningin um þig mun alltaf verða umvafin birtu og hlýju í hugum okkar. Kristján og Guðrún Ásdís. Elsku amma mín, nú ertu komin á stað þar sem þér líður betur. Mér þykir leiðinlegt að hafa ekki getað verið hjá þér í veikindum þínum, en þú varst í huga mínum og beið ég þess að allt færi vel. Það mun ekki vera eins að koma austur og geta ekki heimsótt þig, það var hluti af því að koma til þín og eiga stund með þér. En ég mun samt sem áður alltaf heilsa upp á þig, amma mín. Ég man þegar ég var yngri og fékk að fara í heim- sókn til þín og Ástu á Egilsstöðum og fékk að gista, það þótti mér svo gaman. Það er svo margt sem rifj- ast upp og mun ég geyma allar minningarnar í hjarta mínu, elsku amma mín. Þakka ég fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Guð geymi þig. Þín nafna, Kristjana Einarsdóttir. Nú ert þú farin, elsku amma mín. Minningarnar um þig eru margar og allar ljúfar. Myndirnar streyma fram í hugann frá Steins- vaði, Miðgarði og Lagarásnum. Það var svo gott að koma til þín, ég fékk alltaf nýja sýn á lífið eftir að hafa setið hjá þér. Einu sinni kom ég til þín þegar þú varst í íbúðinni þinni á Lagarásnum, þá ætlaði ég að fara með þér út í Steinsvað og þú ætl- aðir að vera þar nokkrar nætur. Ég mætti á mínum nútímahraða og ætlaði að drífa þig og dótið út í bíl en þegar ég var búin að raða dótinu út í bíl þá varstu farin að baka pönnsur. Það var þetta sem mér fannst svo gott við þig, þú varst aldrei að flýta þér. Ég bauð þér í bíltúr í sumar og við fórum niður í búð og vorum að skoða þar íslenskan prjónaskap. Þar rákumst við á ullarsokka og skemmtum okkur yfir því hvað þú værir rík ef þú hefðir selt alla þína sokka, en það eru ófáar flíkurnar sem eftir þig liggja. Minning um þig sem er mér og börnunum mínum afar kær er þeg- ar þú komst til okkar í fyrrahaust og við bökuðum pönnukökur sam- an. Skemmtum við okkur vel við þetta og spjölluðum mikið saman. Elsku amma mín, ég hef alltaf verið ánægð með að heita í höfuðið á þér og ég mun ávallt minnast þín með gleði og hlýju. Nú kveð ég þig, elsku amma mín, og þakka þér fyrir allt. Þín Sesselja Ásta. Stundum sækir maður vini með leyndri þrá eftir að líkjast þeim að manngildi, stundum fyrir suma næst árangur, en aðra ekki. Þótt rætur okkar Kristjönu væru ekki þéttriðnar saman í starfslundum okkar, fannst mér gildismatið okk- ar líkt. Kannski þess vegna skap- aðist sönn vinátta okkar á milli og þar var ég þiggjandinn. Hún var móðir og húsfreyja á Stóra Steinsvaði í Hjaltastaða- þinghá, þar var sviðið hennar og Einars bónda hennar. Þar sá ég hana fyrst og naut gestrisni henn- ar og þeirrar birtu og yls sem fylgdi hverri samverustund sem við áttum saman, svo stundin varð önnur og betri en stundin sem var liðin, og sannaði um leið í hverju lífsins spori að maður getur verið manns gaman, en samt notið al- vöru lífsins. Hún kunni að finna til og gráta hvert blóm sem dó og þá sem til hlés eru settir. Slíkir eru einherj- ar, gefandinn í samverunni. Bæta og blíðka og gera okkur kleift að þola andstreymið. Þegar ég nú minnist Kristjönu vinkonu minnar koma mér í hug stef frá Eyjafjarðarskáldinu Davíð en stundum lýsir ljós, sem aldrei var kveikt lengur en hin, sem kveikjum sínum brenna. Hún var ein af þessum sérstæðu boðberum birtu og vinarþels, sem aldrei þarf að „kveikja“ á, því í þeirra innra sjálfi er birtan svo skær að hún lýsir sjálfkrafa upp allt þeirra umhverfi. Hin fölskva- lausa góðvild með raunsæju ívafi, lítillæti og myndugleiki, listrænir hæfileikar og ábyrgðarkennd, dugnaður og velvilji, allt í ríkum mæli, gaf hún sínu umhverfi og létti göngu samferðamanna um grýttar götur lífsbaráttunnar. Hún létti mína göngu er hún og leyfði dóttir minni Irmu að kynnast sum- arstörfum í sveit, sem gaf Irmu gott vegarnesti á hennar vegferð. Samverustundirnar með henni á Stóra Steinsvaði voru yndislegar, gestrisni sem af bar. Þar var hóg- værð með sannri gleði. Sama var með þær stundir sem við áttum saman á Egilsstöðum á heimili hennar og Ástrúnar. Þær voru bara alltof fáar. Að mínu mati var Kristjana listamaður í öllu handverki, allt lék í höndum hennar. Þannig var hún og þannig verð- ur hún í minningu minni, á mínu leiksviði lífs og dauða. Kæra Ástrún og systkini og aðr- ir aðstandendur, Guð styrki ykkur og blessi á þessum erfiðu stundum og um alla framtíð. Megi góður Guð gefa ykkur frið og gleði á fæð- ingarhátíð frelsarans sem fram- undan er. Í okkur öllum er enn Kristjana, móðir og vinur sem gaf okkur öllum svo mikið. Megi góður Guð blessa lifandi og fagra minn- ingu Kristjönu Einarsdóttur. Jóhanna Guðnadóttir, Hafnarfirði. KRISTJANA S. EINARSDÓTTIR Móðir mín, RUBY GUÐMUNDSSON fyrrv. foringi í Hjálpræðishernum, andaðist á hjúkrunarheimili í Thame, Englandi, þriðjudaginn 26. nóvember síðastliðinn. Hún var jarðsungin föstudaginn 6. desember. Evelyn Sherman. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR JÓNASSONAR, Stóragerði 29, Reykjavík. Jóhanna Björnsdóttir, Jónas Jónasson, Bára Sigfúsdóttir, Björn Jónasson, Arnfríður Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REGÍNA STEFÁNSDÓTTIR, lést á Skjólgarði, Hornafirði, fimmtudaginn 19. desember. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 28. desember kl. 14. Kristín Gísladóttir, Hreinn Eiríksson, Baldur Gíslason, Þórey Aðalsteinsdóttir, Regína Hreinsdóttir, Steingerður Hreinsdóttir, Pálmar Hreinsson, Stefanía Baldursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og langömmubörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, SVEINN EGILSSON, Heiðargerði 59, Reykjavík. lést á líknardeild Landspítalans Landakoti mið- vikudaginn 18. desember. Jakobína Sveinsdóttir, Pétur Á. Óskarsson, Sveinn Rúnar Eiríksson. Móðir okkar, VALGERÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, áður til heimilis á Oddagötu 4, Reykjavík. er látin. Þóra, Laufey og Sigrún Steingrímsdætur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma AUÐUR BRYNÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR Eskihlíð 12, Reykjavík, lést fimmtudaginn 19. desember. Bjarnfinnur Hjaltason, Erna Jónsdóttir, Ingunn Hjaltadóttir, Agnar Friðriksson, Rannveig Hjaltadóttir, Jónas Ágústsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.