Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 51

Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 51 Mér höfðu ekki bor- ist fréttir af því fyrr en ég las um það á mið- vikudaginn, að Dalli dómari væri fallinn frá. Sá dáðadrengur. Ég man vel eftir Dalla á Fram- nesvegsvellinum forðum daga, þar sem þeir réðu ríkjum hann og Þór- ólfur Beck og báru af í knattleikni og þaulsetu á þeim leikvelli allra sannra Vesturbæinga. Nú eru þeir báðir fallnir frá. Við urðum samferða á lífsgöng- unni, ég og Dalli, enda þótt leiðir hafi skilið vegna þess lífshlaupið bar okk- DANÍEL BENJAMÍNSSON ✝ Daníel Benja-mínsson fæddist í Reykjavík 26. júní 1937. Hann lést í Ris- inu, Snorrabraut 52, 11. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Foss- vogskirkju 18. des- ember. ur í sitthvora áttina. En við áttum sameiginlegt áhugamál, fótbolta og handbolta og þar hasl- aði Dalli sér völl sem dómari um áratuga skeið og þar hittumst við með óreglulegu millibili og jafnan var Dalli sem fyrr, glað- beittur, einlægur vinur og bróðir í anda. Fölskvalaus og bar sig karlmannlega, enda þótt hann ætti sinn drösul að draga. Sá drösull bar hann ofur- liði áður en yfir lauk og ég get giskað á, að lífið hafi á stundum reynst hon- um erfitt í einstæðingsskap og um- komuleysi. En hjartað var ávallt á réttum stað, gamli dáðadrengurinn lét ekki deigan síga og þegar sá gállinn var á Dalla, reyndist hann drjúgur liðs- maður íþróttanna, fyrst og fremst sem framúrskarandi dómari í eftir- lætisíþróttum sínum. Persónulegur vinskapur hans við mig brást aldrei, spaugsyrði og hnyttni, einlægni og drengskapur. Íþróttahreyfingin var stolt af því að eiga þennan liðsmann og sjálfur er ég þakklátur fyrir kynni okkar. Dalli dómari réð ekki sinni för. En hann vann vel úr því sem hann réð sjálfur. Hvíldu í friði. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. ✝ Stefán Guð-mundsson var fæddur í Neðra- Haganesi í Haga- neshreppi í Skaga- firði 5. ágúst árið 1914. Hann lést á sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 15. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóns- son, f. 17. júní 1877, d. 2. apríl 1959, bóndi á Syðsta Mói og skipstjóri í Haga- nesi og síðar á Siglufirði, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, f. 14. september 1880, d. 11. júní 1956. Systkini Stefáns eru Jóhann Frímann, f. 14. janúar 1899, d. 23. október 1966, fulltrúi í Reykjavík; Anna Júlíanna, f. 29. júlí 1901, d. 30. desember 1985, húsfreyja á Siglufirði; Jón, f. 23. des. 1904, fórst með Maríönnu í maí 1922; Ólafur Helgi, f. 28. september 1905, d. 21. mars 1959, bifreiða- stjóri á Siglufirði; Guðrún Frið- rikka, f. 25. júlí 1908, d. 8. sept- Hulda. 3) Stefán Páll, f. 16. júní 1944, umdæmisstjóri Vinnueftir- lits á Norðurlandi vestra, búsett- ur á Sauðárkróki, maki Ingibjörg Oddsdóttir, börn þeirra eru Gunnfríður, Hulda, Linda Björk og Hannes Örn. 4) Guðrún, f. 25 nóvember 1949, miðasölu – og veitingastjóri í Borgarleikhúsinu, maki Theodór Júlíusson, börn þeirru eru Hrafnhildur, Ásta Júl- ía, Sara og Vigdís. 5) Hilmar Jón, f. 15. ágúst 1956, stýrimaður í Vestmannaeyjum, maki Sigríður A. Þórarinsdóttir, dóttir þeirra er Hulda Sigríður, Hilmars börn eru Trausti Veigar, Rut og Birna Hlín, börn Sigríðar eru Þórarinn Ágúst og Sólveig. Stefán og Hulda eiga 67 afkomendur. Stefán fluttist fimm ára gamall frá Neðra-Haganesi yfir á Syðsta- Mó í Haganeshreppi. 17 ára gam- all flutti hann til Siglufjarðar og bjó þar fram til hinsta dags. Á Siglufirði vann hann ýmis störf. Um 1940 keypti hann sér vörubíl og starfaði sem vörubílstjóri allt þar til hann lét af störfum 68 ára gamall. Stefán var ætíð meðlimur í Björgunarsveit Siglufjarðar á meðan heilsan leyfði. Hann var liðtækur bridgespilari og með- limur í Bridgefélagi Siglufjarðar. Útför Stefáns verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ember 1993, meistari í kjólasaumi og iðn- rekandi; Herdís, f. 23. nóvember 1912, d. 31. janúar 1978, skatt- endurskoðandi á Siglufirði; Soffía, f. 23. nóvember 1918, húsfreyja á Akureyri. Hinn 19. júní 1937 kvæntist Stefán eftir- lifandi eiginkonu sinni Huldu Stefáns- dóttur, f. 22. ágúst 1916, húsfreyju og starfsstúlku. Foreldr- ar hennar voru Stef- án Lárusson, f. 22. júní 1885, d. 17. febrúar 1935, og Pálína Stein- unn Árnadóttir, f. 11. júlí 1883, d. 1. maí 1978. Börn Stefáns og Huldu eru: 1) Hrafnhildur, f. 2. júlí 1937, starfsstúlka á Siglu- firði, maki Birgir Björnsson, börn þeirra eru Stefán, Júlía Birna, Herdís, Inga Margrét og Hulda. 2) Álfhildur, f. 18. maí 1941, at- vinnurekandi á Siglufirði, maki Marteinn Brynjólfur Haraldsson, börn þeirra eru Ólafur Helgi, Haraldur, Rúnar og Steinunn Stefán tengdafaðir minn er lát- inn. Kvæðið „Á fætur“ eftir Grím Thomsen finnst mér vera hann: Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn, þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund. Djúp og blá blíðum hjá brosa drósum hvarmaljós; norðurstranda stuðlaberg stendur enn á gömlum merg. Aldnar róma raddir þar, reika svipir fornaldar hljótt um láð og svalan sæ, sefur hetja á hverjum bæ. Því er úr, doðadúr, drengir, mál að hrífa sál, feðra vorra og feta í spor fyrr en lífs er gengið vor. Farðu í friði, kæri vinur, hafðu innilegar þakkir fyrir allan þinn kærleik. Minningin um þig mun lifa í hjarta okkar allra. Theodór Júlíusson. Elskulegur afi okkar, Stefán Guðmundsson, hefur nú kvatt þenn- an heim. Hann var yndislegur afi alltaf svo kátur og glaður. Þegar við komum í heimsókn var hann duglegur að spauga við okkur og gætti þess vel að litlu gestirnir fengju eitthvað gott í gogginn, s.s. súkkulaði eða ís. Þá var rölt í hum- átt á eftir afa niður í geymslu til að ná í ísinn úr frysti. Það var líka gaman að eiga afa sem átti vörubíl því þá fengum við líka stundum að sitja í þegar hann var að keyra grjót eða annað slíkt. Við systkinin erum þakklát fyrir allar þær ljúfu og góðu stundir sem við áttum með afa. Við biðjum góð- an guð að gæta ömmu og gefa henni styrk í sorg sinni. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Gunnfríður, Hulda, Linda og Hannes. Elsku afi Stebbi. Það er erfitt að hugsa til þess að sjá þig ekki aftur, en minningin lifir sterk, minningin um þig að gefa okkur nammi, að kitla okkur eða að leyfa okkur að fara með þér í bíltúr í vörubílnum sem mér fannst sá flottasti. Þú varst alltaf góður afi og það er gott að vita að núna ertu örugg- lega að kitla einhvern engil og að gefa öllum litlu englunum nammi, þeir eru heppnir að fá þig til sín. guð að gæta ömmu og gefa henni styrk í sorg sinni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma Hulda, Rabby, mamma, Stebbi, Gunna og Hilli, guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk. Ég kveð þig, afi minn. Steinunn Hulda. Elsku afi minn. Með þessum orð- um ætla ég að kveðja þig: Nú stillt og rótt ein stjarna á himni skín. Sú stjarna leiðir huga minn til þín. (Sn. Hj.) Minningin lifir um yndislegan afa sem var ávallt glaðlegur og léttur í lund. Hvíldu þig vel, afi minn, við sjáumst seinna. Þín Vigdís. STEFÁN GUÐMUNDSSON MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Kæri Símon. Mánu- daginn 1. desember fékk ég fréttir sem ég vildi ekki fá, að þú værir farinn og þegar svona fréttir berast finnst mér að allt eigi að stoppa, því allt verður svo grátt, litirnir leysast upp og allt verður tómt. En svo rifjast upp allt sem þú færðir mér og hversu gott var að eiga þig að. Á þungu stund- unum í lífi mínu varstu eins og óhagg- anlegt bjarg. Lykil hafði ég að íbúð- inni og mátti koma og fara að vild, mátti allt nema eitt, þetta með gard- ínurnar. Kæri gráblesi, ég sé þig fyrir mér við lítinn læk þar sem þú brynnir SÍMON ÁSGEIR GRÉTARSSON ✝ Símon ÁsgeirGrétarsson fæddist á Selfossi 15. janúar 1950. Hann lést í Sjúkrahúsi Suð- urlands 1. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Selfosskirkju 10. desember. hestinum eina áður en þú leggur af stað inn í sólarlagið, myndin er farin en eftir stendur minningin um einn besta dreng sem ég hef kynnst. Þar til næst, farðu í friði. Undir háu hamra belti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. Finna hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur Halldórsson.) Aðstandendum færi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sveinbjörn Birgisson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist for- máli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall ástkærrar eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBORGAR JÓNSDÓTTUR, Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja. Sigurður Jónsson, Ægir Sigurðsson, Jenný Ásgeirsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Sigríður Kjartansdóttir, Guðlaug Björk Sigurðardóttir, Kristinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU M. JÓNSDÓTTUR frá Marbæli, Skarðshlíð 14a, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks öldrunar- deildar Kristnesspítala fyrir góða og hlýja umönnun. Anna S. Rögnvaldsdóttir, Pálmi Rögnvaldsson, Bryndís Óladóttir, Jón G. Rögnvaldsson, Svanfríður Sigurðardóttir, Margrét H. Rögnvaldsdóttir, Árni Ragnarsson, Rögnvaldur B. Rögnvaldsson, Birna G. Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNHEIÐAR NÍELSDÓTTUR, Njálsgötu 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 3A á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og deild L4 á Landakotsspítala. Hafliði Þ. Jónsson, Hrönn I. Hafliðadóttir, Ísólfur Þ. Pálmarsson, Erla S. Hafliðadóttir, Jónína H. Hafliðadóttir, Jón Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.