Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 59 UNDANFARIÐ hefur borið nokkuð á fréttum af skorti hjá Blóð- bankanum. Um leið og ég hvet landsmenn til að gefa blóð reglulega skora ég á blóðgjafa að gera athuga- semd við það hjá bankanum að sam- kynhneigðum karlmönnum skuli vera bannað að gefa blóð. Um er að ræða vinnureglu sem sett var á alþjóðlegum vettvangi og er nú orðin rösklega tuttugu ára gömul. Þegar hún var sett stóð HIV/ Aids-faraldurinn sem hæst, sjúk- dómurinn var lítið þekktur, sem og smitleiðirnar, og skimunaraðferðir eftir sjúkdómnum í blóði voru mjög ófullkomnar. Það kann ef til vill að hafa verið skiljanleg öryggisráðstöf- un, miðað við aðstæður þá, að grisja frá samkynhneigða menn sem blóð- gjafa, en í dag eru breyttir tímar. Á undanförnum tveimur áratug- um hefur mikil vitundarvakning orðið meðal samkynhneigðra karl- manna um mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf, og er mér einnig óhætt að fullyrða að bætt viðmót þjóðfélagsins alls og opnara og fjöl- breyttara samfélag samkyn- hneigðra hefur leitt til þess að lífs- stíll homma hér á landi er orðinn nauðalíkur lífsstíl gagnkynhneigðra. Ekki ber lengur á þeim öfgum, óör- yggiskennd og meðfylgjandi glanna- hegðun í kynlífi sem fylgdi þeim feluleik skömmustu og fordæmingar sem hommar bjuggu við áður fyrr. Staðreyndin er sú að hommar þessa lands eru orðnir afskaplega venju- legir. Í dag bendir flest til að hér á landi sé nýsmit HIV/Aids og annarra kynsjúkdóma í mjög svipuðum hlut- föllum hjá samkynhneigðum og gagnkynhneigðum. (Persónulega kenni ég þess að gagnkynhneigðir kunningjar mínir og vinir stundi áhættusamara kynlíf en þeir sam- kynhneigðu.) Eins hafa skimunarað- ferðir á blóði tekið stórstígum fram- förum frá því bannið var sett fyrir röskum 20 árum, og skilst mér að líkurnar á að HIV-sýkt blóð komist óséð í gegnum skimun séu vel undir 1%. Eftir stendur að engin haldbær rök hníga lengur að því að banna samkynhneigðum karlmönnum, um- fram aðra hópa samfélagsins, að gefa blóð. Það er gróf móðgun við réttinda- baráttu samkynhneigðra að leggja homma með þessum hætti að jöfnu við eiturlyfjasjúklinga og fólk sem stundar vændi, – og eftir stendur yf- irlýsing Blóðbankans um að blóð úr samkynhneigðum sé annars flokks blóð. Ekki minna áhyggjuefni er að „smáyfirlýsingar“ af þessu tagi geta gefið gagnkynhneigðum falska ör- yggiskennd, og þeir ekki gætt sín sem skyldi í kynlífi þegar þeim er innrætt að kynsjúkdómar séu bundnir við kynhneigð. Það er óskiljanlegt að þessum reglum skuli ekki enn hafa verið breytt, enda réttara að dæma hvern og einn eftir því hversu skynsam- lega hann hagar sínu kynlífi, en ekki eftir því hverrar kynhneigðar við- komandi er. Blóðbankinn skýlir sér á bak við það að um alþjóðlegar reglur sé að ræða, sem óráðlegt sé að vanvirða, en ég blæs á allt slíkt því haga verður reglum eftir að- stæðum á hverjum stað fyrir sig. Þannig er um helmingur nýsmita HIV á heimsvísu í dag hjá ung- mennum undir 25 ára aldri, og þorri nýsmita í vanþróuðum löndum, þá sérstaklega í löndum Afríku. En að sjálfsögðu eru ekki settar reglur hér á landi um að banna fólki undir 25 ára eða fólki upprunnu í Afríku að gefa blóð enda, eins og fyrr segir, eðlilegt að haga reglum um blóðgjöf eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig, og úreltur hugsunarháttur að draga fólk í dilka eingöngu eftir því hvaða hópum þjóðfélagsins það til- heyrir. Verum dugleg að gefa blóð, en sýnum andstöðu okkar við stefnu Blóðbankans með því að merkja ekki við þann lið á eyðublaði bank- ans þar sem spurt er hvort blóðgjafi sé karlmaður sem hefur átt kynmök við annan karlmann. Seint verður sagt að offramboð sé á blóðgjöfum í landinu, og kominn tími til að Blóðbankinn taki betur á móti samkynhneigðu gæða-blóði. Samkynhneigt gæðablóð Eftir Ásgeir Þ. Ingvarsson Höfundur nemur lögfræði og stjórn- málafræði við HÍ, asgeiri@hi.is. „Sýnum and- stöðu okkar við stefnu Blóðbank- ans með því að merkja ekki við þann lið á eyðublaði bankans þar sem spurt er hvort blóðgjafi sé karlmaður sem hefur átt kynmök við annan karlmann.“ „ ... í Ísrael. Þar er Davíð Oddsson. Hann verður borinn til grafar í dag." Þráinn Steinsson, Bylgjunni. „Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðulegur í framan eins og reyndar allt lið Manchester United." Guðjón Guðmundsson - Gaupi. „Ný ýsa í fyrramálið. Heiðraðar húsmæður eru beðnar að hafa það í huga að ég sker innan úr þeim og tek af þeim hausinn fyrir ekki neitt." Auglýsing úr Vísi. „Áttu nokkuð systur sem heitir í höfuðin á ömmu þinni?" Þórhallur Guðmundsson miðill í Lífsauganu. „Og í kvöld er það rómantíkin sem ríður rækjum." Oddur Magnússon á Stjörnunni. „Tökum punga af meðlimum vorum upp í sláturkostnað." Auglýsing í sláturhúsi á Ísafirði. „Hún er ótrúlega fljót, sérstaklega er aftari fóturinn víður á henni." Þráinn Hafsteinsson um Gail Devers. „Það var brotið á Einari Erni, en hvað gera hollensku dómararnir við því? Jú, þeir láta þurrka gólfið..." Samúel Örn Erlingsson, Ríkissjónvarpinu. „Beckham er með tattó á innri handleggnum." Henry Birgir Gunnarsson „Nú verður sýnt frá tíu kílómetra hlaupinu. Þar koma gulir, grænir og rauðir Eþíópíumenn mikið við sögu." Ingólfur Hannesson, Ríkissjónvarpinu. „Heilbrigðisráðherra tók ákvörðunina að höfðu samræði við lækna." Heimir Már Pétursson, Bylgjunni. „Bíllinn er hálfur á hliðinni." Telma Tómasson, Bylgjunni. „Einar Dan. er geðvondur og spyrnir boltanum upp í áhorfendur!" Hörður Magnússon, Stöð 2. „Mikil ásókn var í lóðirnar og fengu fleiri en vildu." Sigmundur Ernir Rúnarsson, Bylgjunni (nú DV). „Hér með eru allir graðfolaeigendur áminntir um að mæta stundvíslega á áður auglýstum stað og tíma, annars mega þeir búast við að verða sektaðir tafarlaust eða vanaðir annars staðar." Hreppsnefndaroddviti á Norðurlandi. „Og nú fer að nálgast fyrri hálfleik." Geir Magnússon, Ríkssjónvarpinu. „Eins og sést, er ekkert að sjá." Haukur Hólm, sagt í blindbyl á Hellisheiði. „Hvað er annars Íslandsmetið í golfi?“ Margrét Blöndal. Bókaútgáfan Hólar Fyndnasta bók ársins Lesið og sannfærist A U G L Ý S I N G
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.