Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 63
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 63
VIÐ lifum á viðsjárverðum tímum.
Hryðjuverk og aftökur virðast vera
daglegt brauð og í stað þess að reyna
að komast að rótum vandans sem
liggur auðvitað í misskiptingu
heimsins gæða eru „bandamenn
okkar“ að gefa út aftökulista og ætla
að drepa ímyndaða hryðjuverka-
menn hvar sem þeir finnast og þá er
fyrir löngu búið að gleyma reglunni
góðu um að enginn sé sekur fyrr en
sök sannist. Enda hefur kúrekinn
fyrir vestan ekki tíma né þolinmæði
til að hafa fyrir því að draga fólk fyr-
ir rétt. Nei, það er fljótlegra að
drepa fyrst og spyrja svo.
Það sorglega er að í stað þess að
styðja við þessa dauðastefnu vina
okkar gætum við Íslendingar sýnt
gott fordæmi sem friðelskandi þjóð
og neitað að taka þátt í þvílíkum
mannréttindabrotum, hætt að styðja
árásarstefnu Bush og félaga og sagt
að við tökum ekki þátt í þessu heldur
að við viljum raunverulegan frið án
vopna, ógnarjafnvægis, hótana,
hefnda og morða. Og það höfum við
oft getað gert. Við getum sagt frá því
með stolti að sem þjóð höfum við
aldrei átt í stríði við aðra þjóð (nema
þorskastríði!) og við erum laus við
herskyldu því við höfum sem betur
fer engan her. Útgjöld okkar til
vopnakaupa eru engin og það eina
sem skyggir á gleðina er að banda-
rískur her hefur komið sér fyrir á
Suðurnesjum. Og nú er tækifærið til
að segja að við viljum ekki lengur
vera í félagsskap sem af ótrúlegri
hræsni kallar sig „stærstu friðar-
hreyfingu í heimi“ og er að breytast í
hluta af alþjóðalöggunni þar sem til-
gangurinn helgar meðalið.
Sá tilgangur er ekki alltaf göfugur
heldur eins og komið hefur í ljós,
bara til að koma efnahagsklúðri
Bush forseta í lag því hann þarf
sprautu í atvinnulífið heima hjá sér.
Auk þess þarf hann að gera upp
gamlar skuldir fyrir hönd föður síns
og þá er tilvalið að ráðast inn í Írak.
Þá munar ekkert um að fórna hundr-
uðum þúsunda saklausra íbúa lands-
ins.
Allt er þetta gert í nafni stríðs
gegn hryðjuverkamönnum þó að
engum hafi enn tekist að bendla
Saddam Hussein á nokkurn hátt við
yfirlýsta hryðjuverkamanninn
Osama bin Laden. Við getum hins-
vegar öll verið sammála um að ír-
anska þjóðin á það ekki skilið að hafa
einræðisherrann og stríðsglæpa-
manninn Saddam Hussein sem for-
ingja. Nei, hún á auðvitað betra skil-
ið. En það er ekki rétta aðferðin að
senda amerískar sprengjuþotur til
að kasta yfir þessa sömu íbúa ein-
hverjum hluta af sprengjuúrvali
Bandaríkjastjórnar í þeirri von um
að hitta einn daginn einræðisherr-
ann í hausinn. Reyndar eru ekki
mörg ár síðan að hann var banda-
maður Bandaríkjastjórnar og fyrir-
rennarar Bush seldu Hussein efna-
vopn og allskonar drápstól svo hann
gæti haldið út stríð gegn nágrönn-
unum í Íran. En síðan þá hafa tím-
arnir breyst. Og einn fyrirrennari
Bush, sjálfur Carter, hefur sest á
friðarstól og látið ýmislegt gott af
sér leiða. Það væri óskandi að núver-
andi forseti Bandaríkjanna tæki sér
Jimmy Carter til fyrirmyndar og
lýsti því sjálfur yfir að stríð gæti
aldrei leyst nein vandamál og að
stríð gætu aldrei leitt neitt gott af
sér.
En það er sennilega hámark bjart-
sýninnar að halda að George Bush
taki slíkum sinnaskiptum þó að
skynsamleg væru. Hann lætur frek-
ar stjórnast af vopnaframleiðendum
í Bandaríkjunum og trúir því að hag-
kerfið þurfi núna á stríði að halda.
Með aðgerðum sínum setur forseti
Bandaríkjamanna sig á sama stól og
viðurkenndir hryðjuverkamenn og
útbýr dauðalista fyrir CIA sem hef-
ur nú lausan tauminn og „leyfi til að
drepa“ án dóms og laga. Það hefur
leyniþjónusta Bandaríkjamanna
reyndar gert lengi og auk þess er vit-
að að hún er með skóla fyrir hryðju-
verkamenn eða svokallaða „Contra-
skæruliða“ sem eiga að steypa af
stóli lýðræðislega kjörnum ríkis-
stjórnum í Suður-Ameríku.
Við erum ekki búin að gleyma
morðinu á Alliande forseta í Chile og
pyntingum og aftökum með aðstoð
CIA í Chile. En við lifum ekki í svart-
hvítum „James Bond-heimi“ þar sem
vondu karlarnir eru bara vondir og
góðu mennirnir hetjur sem hafa leyfi
til að drepa, því þeir hafa alltaf rétt
fyrir sér.
Það sorglega er að íslenska rík-
isstjórnin er að flækja okkur í þessi
mál og ætlar að henda 300 milljónum
í að setja íslensk flugfélög í hættu við
að flytja dót fyrir bandaríska herinn.
Stundum fær maður það á tilfinn-
inguna að Halldór Ásgrímsson langi
mest til að verða hershöfðingi og að
æðsti draumur Davíðs Oddssonar sé
að fá klapp á bakið frá George W.
Bush. Þessu verðum við að breyta.
Íslendingar eru friðelskandi þjóð og
við viljum ekki taka þátt í árásar-
stríði Bandaríkjamanna. Nú er nóg
komið og við verðum að snúa af þess-
ari háskabraut og skipta um ríkis-
stjórn. Það getum við gert í vor. Nú
þegar getum við tekið þátt í Þorláks-
messugöngum fyrir friði og gegn
stríði: á Akureyri, Ísafirði og í
Reykjavík. Og munum að margt
smátt gerir eitt stórt.
Aftökur
án dóms
og laga
Eftir Hlyn
Hallsson
„Nú þegar
getum við
tekið þátt í
Þorláks-
messugöng-
um fyrir friði og gegn
stríði: á Akureyri, Ísa-
firði og í Reykjavík.“
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs á Ak-
ureyri og nágrenni. Skólavörðustíg 21, sími 551 4050.
Viskustykki
Til í níu mynstrum
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Vinnustofa Péturs Gauts, á horni Snorrabrautar og
Njálsgötu, er opin frá kl. 16-18 alla daga fram að jólum
eða eftir samkomulagi í síma 551 2380. Allir velkomnir!
Pétur Gautur