Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 64
UMRÆÐAN
64 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ákærða kvaðst hafa fundiðtil mikillar hrifningu yfirsjónvarpsþættinum Lit-ið inn til Danadrottn-
ingu, gleymt að gæta stillingu,
þrifið straujárn og grýtt því til
Ingibjörgu. „Þér meinið í Ingi-
björgu,“ sagði sækjandi. „Hún
fékk það í hausinn.“ „Nei, nei,“
svaraði ákærða. „Ég var ekki reið.
Þá hefði ég hent því í Guðnýju
haus. En hún var ekki heima. Ég
var bara glöð. Og Ingibjörg átti að
henda því áfram til Guðrúnu. Þetta
er svona leikur. Þegar maður finn-
ur til hrifningu.“ Að svo mæltu tók
hún fram að hún væri dóttir Guð-
björgu. Það væri leiðinlegt ef nafn
móður hennar misritaðist „og það
kemur örugglega í blöðunum ef ég
verð dæmd til dauðarefsingu,“
bætti hún við. Nú var rétti frestað
þar sem allir fundu hjá sér ákafa
þörf til hressingu.
Hér er eðlilegt að málvinum
bregði líkt og sómakæru fólki brá
þegar það frétti af baðfötum í
tveimur pörtum: lengi hafði verið
vitað að allt færi á endanum til
andskotans en nú var komið að því.
Menn hrylla sig kannski þegar
þeir heyra erfingja landsins segja
Ég er ekki að skilja þetta en hugga
sig við það að ekki sé öllu lokið
meðan þeir geta þýtt það sem
börnin segja. Um beygingar gegn-
ir öðru máli. Riðlist þær er engin
huggun til. Þó væri kannski full-
mikil ást á móðurmálinu að óska
sér bráðs dauða til að sleppa við
fyrirsjáanlegar breytingar á beyg-
ingakerfinu. Enda skal það ekki
gert hér; höfundur er aðsjáll og
hefur borgað árum saman í lífeyr-
issjóð.
Af mörgum aðalsmerkjum ís-
lenskunnar þykja beygingarnar
fínastar og alltaf höfum við hálf-
partinn litið niður á Dani, Svía og
Norðmenn fyrir beygingaletina.
Það gleymist jafnvel að virða það
að þeir fallbeygja þó fornöfn.
Beygingakerfið er okkar beina-
grind, okkur er ljóst að líkams-
burðurinn getur tekið miklum
breytingum ef burðarbitar eru
fjarlægðir og úrbeinaður væri
maður óþekkjanlegur nema af
tönnum og fingraförum. Sam-
kvæmt þessu eru frændþjóðirnar
hálfgerð hrúgöld.
Menn geta lesið réttarhaldið hér
að ofan sér til hrellingar eða hrell-
ingu eftir atvikum. Sjálfum finnst
mér fara ágætlega á þessu. Þó leið-
rétti ég mörg svipuð dæmi á dag.
Svo mörg að
mér er ljóst að
fjöldi manns er
farinn að tala
svona og skrifa.
Kannski verður
þetta ofan á.
Það væri samt ekki ástæða til að
hrinda goðum sínum í ár og vötn
og hoppa sjálfur hið sama. Hér er
um að ræða beygingarmyndir og
þær breytast iðulega. Líklega er
læknirinn þekktasta dæmið. Nú er
mönnum uppálagt að beygja lækn-
inn sinn eins og fornmenn gerðu.
En þar á milli var stétt þessi beygð
öðruvísi og það svo að öldum
skipti. Ekki nóg með það, heldur
hafa margir til skamms tíma sagt
Það verður að ná í læknir, Ég fékk
þetta hjá læknirnum, Ertu búinn
að fara til læknirs? og Eru ekki
tveir læknirar á Skoruvík? Þetta
þótti ekki góð latína en hún var
sem sagt ekki vitlausari en svona,
að minnsta kosti voru þetta ekki
staðlausir stafir – og beyg-
ingakerfið hefur ekki fallið saman
af þeirra völdum. Auðvitað eykst
hættan eftir því sem beygingar-
myndum fækkar og geðshrær-
ingu-dæmið hér að ofan er til þess
fallið. En hættulaust líf er ekkert
líf, við hefðum ekki heilsuna ef
ekki væru pestirnar.
– – –
Allir sem fara að skipta sér af
málrækt finna mikinn áhuga í
kringum sig og honum er erfitt að
verjast. Þeim fer eins og manni
sem rær til fiskjar og hefur varla
við að draga, fiskurinn tekur svo
grimmt. Hann hlýtur að gleðjast.
Kom hann ekki til þess arna?
Markmiðið með málræktinni er
ekki alveg jafnskýrt og þessi mikli
áhugi er mörgum umhugsunarefni.
Maður les daglega viðtöl við fólk
sem verður vart við áhuga. Það er
sama hvort hringt er í mann sem
er að bjóða árunudd eða stofna
nasistaflokk: Við finnum fyrir gríð-
arlegum áhuga.
Sumir halda því fram að áhuginn
á móðurmálinu sé uppeldisskaði úr
sjálfstæðisbaráttunni. (Það er al-
kunna úr mörgum löndum að ár-
gangar sem alast upp við margra
ára frí úr skólanum af því stríð
geisar í landinu og kennararnir
eru dauðir eru lengi að jafna sig.
Hér var stríðið með öðrum for-
merkjum, lítið mannfall í liði kenn-
ara og skaðinn þess vegna annar.)
Þetta hafi illu heilli orðið arfur Ís-
lendinga og nú sé söguleg nauðsyn
að ein eða tvær kynslóðir „hrein-
tungumanna“ líði sem fyrst undir
lok til að málið geti orðið mann-
vænt, þ.e.a.s. mál sem fólk talar
eins og því sýnist og skilur ef
heppnin er með.
Það er ljóst að lesendur þessa
þáttar eru ekki sömu skoðunar.
Þeir reisa burst við slíku málfrelsi.
Ég óska þeim árs og friðar.
Af mörgum
aðalsmerkjum
íslenskunnar
þykja beyging-
arnar fínastar
asgeir@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Ásgeir Ásgeirsson
MAÐURINN er kynleg skepna.
Þegar að honum steðjar streita og
kreppa finnur hann upp ótrúlegar
spilaborgir sjálfsblekkinga til þess
að útskýra hluti sem hann getur
ekki skýrt og deyfa hugarangur
sitt. Kristni, nýaldarkukl, stóriðju-
dýrkun, kristallalækningar og álfa-
trú eru allt dæmi um leiðir sem fær-
ar eru til þess að forðast að glíma
við gátur lífsins.
Ekkert sem skýra má í fleiri en
20 orðum er fýsilegur kostur. Ein-
faldar töfralausnir (hversu flókið
sem síðan reynist að spinna sann-
færandi réttlætingar í kringum
þær) eru málið. Ef þú ert góður
ferðu til himnaríkis en annars til
helvítis. Kristallar bæta áruna og ef
þú borðar eintómar baunaspírur og
gulrótaseyði verður barnið þitt
næmara á kosmískar víbrur.
Jarmkórinn
Mér þykir bæði fyndið og sorg-
legt að fylgjast með nýjustu tísku í
þessari trúgirni breyskra manna.
Stóriðjan er draumur um efnahags-
kraftaverk sem gerast hreinlega af
sjálfu sér. (Við þurfum ekkert að
gera nema borga aðeins hærri vexti
og skatta og orkureikninga í nokkur
ár, pínu eins og syndaaflausn og
hreinsunareldur.) Glansklæddir
sjónvarpspredikarar stíga í pontu,
umkringdir myndavélum pressunn-
ar og lofa endalausum hagvexti,
hamingju fyrir alla og mengunar-
skorti um allan heim með bros á vör
og Jibbí Kóla. Ráðamenn landsins,
sem flestir „þjóna“ almenningi á
vafasömum forsendum, jarma í kór
sálma blindtrúar sinnar og vei sé
hverjum þeim sem dirfist að mæla
móti hertoganum. Söfnuðurinn
jarmar með, allir saman í kór.
Leiðinleg aukaverkun með heit-
trúnni er sú að frumkvæði til ný-
sköpunar minnkar. Sveitarfélög
Vesturlands hafa nú sameinast í
betlikór um meiri stóriðju vegna
þess að menn treysta sér ekki til
nýsköpunar. Nú þegar eru þrjár
stóriðjur innan svæðisins, en fólkið
virðist ekki enn til í að taka af hjálp-
ardekkin. Verkjalyf gera menn
sljóa, frumkvæðislausa og óhæfa
um framleiðslu á náttúrulegum
endorfínum. Getur verið að
stóriðjutrúin sé hið nýja ópíum
fólksins?
Villutrúarmenn
Villutrúarmenn eru allir settir
undir sama hatt, afdankaðir og at-
vinnulausir listamenn og kaffihúsa-
pakk úr 101 sem diktar upp heiðna
„umhyggju“ fyrir landinu. Þeir eru
„sjálfskipaðir“ umhverfisverndar-
sinnar (hver hefur annars nokkurn
tíma heyrt talað um ríkisskipaða
umhverfisverndarsinna?) og „at-
vinnumótmælendur“. Sem betur fer
eru heittrúarmenn hættir að brenna
trúvillinga á báli. Lausn nútímans
er opinber aðhlátur jarmkórsins og
kannski gapastokkur Landsvirkjun-
ar (Vatíkansins). Jafnvel hefur einn
klerkurinn verið svo góður að í stað
þess að hæðast að Laxness heitnum
ákvað hann að útskýra mótbárur
hans út frá krankleika höfuðsins ell-
egar einhvers konar tímabundnu
taugaáfalli.
Efasemdum er svarað með þrem-
ur trúarsetningum:
1. Við þurfum sterkt efnahagslíf til
að standa undir öflugu velferð-
arkerfi. (Ógnin um helvíti.)
2. Viltu frekar að álið sé framleitt
með orku frá afrískum kolaverum
sem spýja út úr sér eitri, eldi og
brennisteini og drepa heiminn?
Við erum að framleiða vistvæna
orku. (Svart-hvítt val.)
3. Ertu á móti atvinnuþróun á Aust-
urlandi? (Umhyggja fyrir lands-
byggð verður ekki tjáð með öðru
móti en að reisa einhæfan vinnu-
stað á litlu atvinnusvæði og
sökkva landi.)
Til að svara þessu stuttlega má
setja fram eftirfarandi:
1. Ísland er nú ein af ríkustu þjóð-
um heims, vill hans heilagleiki
meina að velferð okkar sé á
brauðfótum reist? Er efnahags-
kerfi okkar svo illa statt að hér
þurfi að byrja frá byrjun í iðnaði?
2. Hvort viljum við að fátækt Afr-
íkuland fái tækifæri til framþró-
unar eða að háþróað Vesturland
geti bætt örfáum störfum við nú
þegar mettaðan vinnumarkað?
Jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir
eru líka til í Afríku og eru í örum
vexti. (Afrískar vatnsaflsvirkjanir
eru meira að segja bergvatns-
virkjanir, ólíkt flestum íslensk-
um.)
3. Ég er ekki á móti atvinnuþróun á
Austurlandi. Ég er hins vegar á
móti því að kæfa alla framtíðar-
möguleika á fjölbreyttu atvinnu-
lífi á Austurlandi með einu trölli
sem drekkur í sig allt frumkvæði.
Álbæir Noregs og draugalegar
stálborgir Bretlands tala sínu
máli.
Hindurvitnum hrundið
Kjarni málsins er þessi:
Fyrirtæki kaupir hráefni. Það
kaupir vinnuafl og orku og leggur
það í hráefnið. Til verður vara sem
fyrirtækið selur og fær arð af virð-
isaukanum.
Á Íslandi útfærist þetta svona:
Alcoa kaupir báxít og flytur inn.
Það kaupir vinnuafl (mjög lítið mið-
að við verðmæti) og orku (á mun
lægra verði en kolaverin heima fyr-
ir geta boðið) og leggur í það. Til
verður ál sem Alcoa selur og fær
arð af virðisaukanum.
Stærstur hluti gróðans fer úr
landi til Alcoa. Íslendingar standa
eftir með vafasama virkjun og 700
störf sem gætu farið í að byggja
upp raunverulegan virðisaukandi
iðnað.
Virkjanir eru umhverfisvænar ef
þær eru sjálfbærar. Kárahnjúka-
virkjun er jökulsárvirkjun sem fjar-
ar út vegna framburðar og er því
EKKI sjálfbær og því EKKI um-
hverfisvæn.
Ál er engin töfralausn, nú þegar
eru farnar að koma fram tækninýj-
ungar sem gera það úrelt á mörgum
sviðum, t.d. kolefnistrefjar og fleira.
Auk þess er Kína að hefja álfram-
leiðslu með ódýru vinnuafli. – Ál-
verð mun lækka.
Sorrí Stína. Gullið þitt er glópa-
gull.
Töfralausn
við öllum
kvillum
Eftir Svavar Knút
Kristinsson
„Ál er engin
töfralausn,
nú þegar eru
farnar að
koma fram
tækninýjungar sem
gera það úrelt á mörg-
um sviðum.“
Höfundur er kerfisfræðingur og
meistaranemi í umhverfisfræðum.
Dömuúr 18kt gull og
eðalstál, sett alls 56
demöntum 32pt.
Perluskel í úraskífu
sett 8 demöntum
Vinsælu
járnstytturnar
í miklu úrvali
Skólavörðustíg 8 - 101 Reykjavík
Sími 551 8600 - Fax 551 9680
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.