Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 65

Morgunblaðið - 21.12.2002, Síða 65
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 65 J Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 588 8477 betrabak@betrabak.is www.betrabak.is TEMPUR INNISKÓR TEMPUR HÆGINDASESSA TEMPUR BAKSTOÐ TEMPUR-HÁLSKRAGINN TEMPUR-HEILSUKODDI BARNA Yfir 32.000 sjúkra- þjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. Heilsunnar vegna Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur Sálmar í gleði! Geisladiskur með 27 lofgjörðarsálmum úr Sálmabókinni í flutningi Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Lofsyngið Drottni Dýrlegi Jesús Víst ertu Jesús, kóngur klár Lofið vorn Drottin Þú, mikli Guð Guð faðir, himnum hærri Sé Drottni lof og dýrð Mikli Drottinn Ég á mér hirði Ég veit um himins björtu borg Nú gjaldi Guði þökk Stjörnur og sól Syngið Drottni sól og máni Nú skrúða grænum Leið mig, Guð Lofa, sál mín, lofa Drottin Lof sé þér, Guð Upp, skapað allt Dag í senn Þú ert Guð sem gefur lífið Ó, Guð, ég veit hvað ég vil Fögur er foldin Englar hæstir Ó, ást, sem faðmar allt! Þér lof vil ég ljóða Drottinn, ó, Drottinn vor Son Guðs ertu með sanniLaugavegi 31, sími: 552 1090 Sálmar í gleði fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, stórmörkuðum og í öllum helstu hljómplötuverslunum um allt land Í P O K A H O R N IN U NÝLEGA skrifaði Sverrir Her- mannsson stutta ádrepu í þetta blað þar sem hann ræðir stöðu íslensk- unnar í dag. Hann segist hafa hitt „málsmetandi mann“ sem hafi talið sjálfsagt að láta reka á reiðanum hvað íslenska tungu varðar. Aðal- málið væri að menn gætu skilið hver annan. Máli sínu til stuðnings nefndi sá málsmetandi að hann hefði komið á skemmtistað í Lúxemborg þar sem menn töluðu blending úr hollensku, frönsku og þýsku og allir skildu alla mætavel. En málsmetingur athugar ekki að það er sitthvað að skiptast á einföldum klisjum á diskóteki, annað að ræða mál af alvöru. Þetta þekkja íslenskir farmenn mætavel, saman- ber orðatiltækið að vera „mellufær í máli“. Þess utan leiða snöggar breyting- ar í máli til þess að kynslóðirnar skilja ekki hver aðra. Sem dæmi má nefna að aldraður maður sagði við unga hjúkku að hann væri engin kveif en kvensniftin skildi hann ekki. Auðvelt er að ímynda sér tilvik þar sem slíkt skilningsleysi hefði alvar- legar afleiðingar í för með sér. Auk- inheldur hljóta „málsmetandi“ menn að skilja að hraðstíga breytingar í máli gætu gert að verkum að innan tuttugu ára geti Íslendingar ekki lengur skilið bókmenntir frá því fyrir 1970. Sama gildir um læknaskýrslur, verði ekki hægt á „þróun“ tungunn- ar verða gamlar læknaskýrslur ill- skiljanlegar ungum læknum innan tíðar. Slíkt gæti leitt til stórslysa í meðhöndlun á rosknu fólki. Reyndar ræddi ég þessi mál ný- lega í grein sem ber heitið „Mál-far- ið“ og birtist í DV. Þar benti ég m.a. á að væri „mál-farið“ látið reka á reiðanum gæti orðið efnahagstjón. Ég ætla ekki að tíunda þann boðskap frekar en snúa mér aftur að ádrepu Sverris. Hann mælir með eflingu ís- lenskukennslu í skólum og eggjar ríkisfjölmiðla lögeggjan að vanda málið. Snúa beri vörn í sókn. Ég tek heilshugar undir boðskap Sverris en vil benda honum á að nýrra baráttutækja er þörf. Að minni hyggju ætti að sniðganga (boj- kotta) fyrirtæki sem misþyrma ís- lensku. Eða getur nokkur málhollur Íslendingur sótt kvikmyndahús sem upplýsa lesendur Morgunblaðsins um að tiltekin mynd sé „á toppinum í USA“? Gaman þætti mér að vita hvað Sverri finnst um þessa tillögu. Hvað herra Málsmeting varðar er hann sjálfsagt einn af þessum straumlínuformuðu nútímamönnum sem telur sig vera í vinningsliðinu. Vinningsliðið heldur að þjóðernis- stefna sé svaka vond og hnattvæð- ingin voðavísindaleg. Gagnrýnendur hennar eru „lítilla sanda, lítilla sæva“, hugsar vinningsliðið. Eitt þessarar smámenna, hagfræðingur- inn og nóbelshafinn Joseph Stiglitz, hefur margt við hnattvæðinguna að athuga (gvöð hvað hann er heimsk- ur!). Hann segir að alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn hafi stórskaddað efna- hagslíf margra landa með kreddutrú sinni á hinn frjálsa, alþjóðlega mark- að. Starfsmenn sjóðsins nenni vart að kynna sér ástand mála í einstökum löndum, þeir viti fyrirfram hver lausnin sé. Heimspekingurinn John Dupré segir að trúin á flagðið TINU byggist á trú á óprófanlegum kenn- ingum í hagfræði (TINA er stytting á „there is no alternative to but...“, það er enginn annar kostur en hnattvæð- ing og frjáls markaður). Reyndar tel- ur Dupré að hagfræðikenningar séu gjarnan óprófanlegar og er hann ekki einn um þá skoðun. Stiglitz er heldur ekki einn á báti og báturinn sá ekki bara mannaður vondum kommúnist- um. Íhaldsjálkurinn og heimspeking- urinn John Gray er lítt hrifinn af hnattvæðingardýrkun. Hann líkir hnattvæðingarsinnum við marxista, báðir trúa á sögulega nauðsyn, heim- urinn mun verða hnattvæddur hvað sem tautar og raular. Gray segir að hnattvæðingin hafi ekki síst þjónað hagsmunum hryðjuverkamanna, dópsala og glæpahringa. Kapítalism- inn þurfi ekki frjálsan heimsmarkað til að virka vel, fremur hið gagn- stæða. Kerfið þarfnist friðar og ör- yggis auk skynsamlegra og traustra reglna fyrir kaupsýslu („business“ á máli málsmetinga). Hnattvæðingin ógni friði, öryggi og traustum við- skiptareglum að sögn breska heim- spekingsins. Í ofanálag sé trúin á töframátt markaðarins villutrú af verri gerðinni sem troðið sé upp á heimsbyggðina nauðuga, viljuga. Þegar öllu er til skila haldið bygg- ist hjalið um hve lummuleg mál- vernd sé á bernskri trú á hnattvæð- ingu og frjálsum markaði. „Málsmetandi menn“ eru því ekki vísindanna og raunsæisins megin nema síður sé. Rétt eins og marxist- arnir forðum hefur þetta fólk klætt trúarkreddur sínar í skrautbúning vísindamennsku. Andstæðingar ís- lenskrar tungu eru því dvergar í ríki andans, því er sjálfumgleði þeirra hlægileg. Málið og málsmetandi menn Eftir Stefán Snævarr „Andstæð- ingar ís- lenskrar tungu eru dvergar í ríki andans.“ Höfundur kennir heimspeki í Noregi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.