Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 67
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 67 UNDIRBÚNINGI aðventunnar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði lýkur með jólavöku á 4. sunnudegi í að- ventu 22. desember og hefst hún kl. 22 um kvöldið. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónlistardagskrá, þar sem fram koma Karlakórinn þrestir, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og einsöngvararnir Sigurður Skag- fjörð Steingrímsson og Hanna Björg Guðjónsdóttir. Þá mun Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur í Víðistaðakirkju flytja hugvekju. Á sunnudagskvöldið gefst því íbúum Víðistaðasóknar og öðrum sem áhuga hafa kjörið tækifæri til þess að líta upp frá hinum verald- lega jólaundirbúningi, með því að koma til kirkju og njóta hátíðlegrar dagskrár sem svo vel getur fyllt huga og hjarta réttum jólaanda áð- ur en hátíðin gengur í garð. Jólasöngvar fjölskyld- unnar í Hjallakirkju JÓLASÖNGVAR fjölskyldunnar verða í Hjallakirkju í Kópavogi sunnudaginn 22. desember kl. 11. Samveran verður með léttu sniði og munu kórar kirkjunnar leiða jóla- sönginn. Að auki munu tvær ungar stúlkur leika á harmoníkur. Nú þegar jólin eru á næsta leiti er til- valið að taka sér frí frá erli dagsins og syngja jólasöngva í fallegu um- hverfi kirkjunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Leikmannaguðs- þjónusta í Laugarneskirkju LAUGARNESKIRKJA hefur fáa launaða starfsmenn en enga mann- eklu. Sunnudaginn 22. desember er presti, organista og meðhjálpara gefið frí, en safnaðarfólk sér sjálft um helgihaldið á messutíma kl. 11. Við þetta tækifæri mun Linda Hreggviðsdóttir leika á flautu og Þorsteinn Haukur Þorsteinsson á píanó. Hjónin Kristjana Þorgeirs- dóttir og Geir Brynjólfsson leiða bænir og flytja lestra en Þórunn Stefánsdóttir flytur einsöng og leið- ir almennan söng. Athygli er vakin á því að sunnu- dagaskólinn verður ekki þennan dag heldur flyst hann yfir á að- fangadag kl. 16. Þá er samvera sem ber heitið Jólasöngvar barnanna, og er ætluð ungum og óþreyju- fullum sálum sem bíða jólanna. Helgistund á Lækjartorgi Í MÖRG ár hefur Hjálpræðisherinn á Íslandi haft stóru hlutverki að gegna í hjálparstarfi og kristinni boðun út meðal fólksins. Sunnudag- inn 22. desember kl. 15 verða for- ingjar úr Hjálpræðishernum með helgistund á jólamarkaðnum á Lækjartorgi. Það eru allir velkomn- ir á jólamarkaðinn til helgrar stundar. Hjálpræðisherinn og miðborg- arstarf KFUM/K og kirkjunnar. Mikið verður um dýrð- ir í Landakirkju um jólahátíðina FJÓRÐA sunnudag í aðventu 22. desember kl. 11 verður fjölskyldu- guðsþjónusta, eina guðsþjónusta dagsins. Krakkar úr 6. bekk Barna- skóla Vestmannaeyja munu flytja helgileik. Kveikt verður á engla- kertinu. Ungbarn verður skírt og jólalögin sungin. Tekið verður á móti söfnunarbaukum fyrir Hjálp- arstarf kirkjunnar. Aðfangadagur jóla, 24. desember, hefst á bæna- stund í Kirkjugarðinum kl. 14. Beð- ið fyrir minningu látinna og jóla- friði. Þátttakendur geta kveikt á útikertum sínum og borið að leiðum ástvina. Á aðfangadag jóla kl. 16 verður barnasamvera í Landakirkju. Stutt samvera þar sem sungnir verða barnajólasálmar og hlýtt á jóla- guðspjallið. Aftansöngur aðfanga- dagsins er kl. 18. Jólaguðspjall og prédikun við upphaf jólahelginnar. Klukkurnar hringja inn jólin. Sr. Kristján Björnsson og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna báðir fyrir altari. Hátíðarstund á jólanótt verður kl. 23.30. Jólasálmar sungnir, guð- spjall og stutt hugleiðing. Hinn 25. desember, jóladag, verður hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Lúðrasveit Vestmannaeyja byrjar að leika kl. 13.30. Mikill hátíðleiki og lúðra- hljómur. Annan dag jóla, hinn 26. desember, verður fjölskylduguðs- þjónusta. Þar munu Litlir lærisvein- ar syngja undir stjórn Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur. Annan dag jóla verður helgistund á dvalarheimili aldraðra, Hraun- búðum, kl. 15.15, þar sem Litlir lærisveinar halda áfram hátíð- arsöngnum. Jólatrésskemmtun verður 27. desember í safnaðar- heimili Landakirkju. Jólalögin sungin, dansað í kringum jólatréð, sveinar og jólaskapið. Gleðilega jólahátíð, megi hún færa landsmönnum öllum frið og fögnuð. Ljósastund í Kot- strandarkirkjugarði á aðfangadag Á AÐFANGADAG kl. 13 verður sr. Bára Friðriksdóttir með sérstaka stund í Kotstrandarkirkjugarði ætl- aða þeim sem vilja tendra ljós á leiðum ástvina um jólin. Það hefur sýnt sig að það reynist vel að hafa látlausa athöfn í kirkjugarði á að- fangadag fyrir þá sem vilja setja ljós á leiði ástvina sinna. Það er styrkur að safnast saman og eiga kyrra stund þar sem látinna verður minnst og beðin verður bæn fyrir komandi jólum. Í lokin munu skátar gefa ljós af Friðarljósinu frá Betle- hem, til tendrunar á kertum sem ástvinir leggja á leiðin. Ljósamessa í Landakoti SAMKVÆMT gömlum hefðum er sérstök messa haldin í aðventu sem kölluð er „ljósamessa“. Slökkt er á öllum rafmagnsljósum og kirkju- gestir eru með kerti í hendi alla messuna. Í tilefni hátíðar Þorláks helga biskups, verndardýrlings Ís- lendinga, er ljósamessa haldin í Kristskirkju í Landakoti mánudag- inn 23. desember kl. 8. Að messu lokinni fæst léttur morgunverður í safnaðarheimilinu gegn vægu verði. Aðventuhátíð fjölskyldunnar í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, fjórða sunnudag í að- ventu, ljúkum við undirbúningnum undir jólahátíðina í Hafnarfjarð- arkirkju með aðventuhátíð fyrir alla fjölskylduna. Að venju munu leiðtogar sunnudagaskólanna mynda hljómsveit og leiða sönginn. Barna- og unglingakórarnir sýna síðan jólaguðspjallið í helgileik sem þau hafa verið að æfa að und- anförnu. Stjórnandi er Helga Lofts- dóttir. Eftir helgileikinn verður barn skírt en síðan ætlar sr. Þór- hallur að segja glærusögu um bestu gjöfina sem hægt er að fá á jólum. Kirkjurútan ekur eins og venjulega en einnig mun strætisvagn halda frá Hvaleyrarskóla til kirkjunnar kl. 10.50. Hátíðin hefst kl. 11. Jólaskemmtun í Grensáskirkju Á MORGUN kl. 11 verður jólahátíð barnanna í Grensáskirkju. Hátíðin hefst kl. 11 með helgi- stund í kirkjunni. 5 ára börn af leik- skólanum Austurborg sýna helgi- leik um jólaguðspjallið. Að því loknu verður gengið kringum jólatréð í safnaðarheimil- inu og von er á rauðklæddum svein- um með sætt í pokum. Jólasöngvar í Aðventkirkjunni JÓLASÖNGVAR verða í Aðvent- kirkjunni, Ingólfsstræti 19 í Reykja- vík kl. 16:00 í dag, laugardaginn 21.des. Kór kirkjunnar syngur jóla- sálma, barnakór og Nanna Maria Cortes syngur einsöng. Krystyna Cortes stjórnar og er undirleikari. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur á eftir. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Jólin í Ástjarnar- kirkju ÁSTJARNARSÓKN er ársgömul og kom saman í fysta sinn til guðsþjón- ustu sunnudaginn 15. desember 2002. Nú er okkur ekkert að van- búnaði að vera kirkja, að koma saman, brjóta brauðið, tilbiðja Guð og að efla hvert annað og hvetja til góðra verka. Heimasíða Ástjarnar- kirkju er á http://www.kirkjan.- is/tjarnir. Ástjarnarkirkja kemur saman í samkomusal Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag kl. 17–20. Opið hús með jólasálmum, gospel- tónlist, bjöllukór og helgileik. Heitt súkkulaði og piparkökur milli dag- skrárliða. Sérstakir gestir verða kórar af Keflavíkurflugvelli auk þess sem börn úr 5. bekk Áslandsskóla flytja helgileik. Jólatónleikar ÞESSA síðustu helgi fyrir jól er mikið um að vera og í mörgu að snúast. Þá er gott að geta slakað á við ljúfa tóna og notalega stemmn- ingu til að hlaða batteríin. Til að auðvelda fólki slíka afslöppun býð- ur Hafnarfjarðarkirkja upp á tvenna tónleika þessa helgina. Fyrri tónleikarnir eru í kvöld, laug- ardag, en hinir síðari á morgun, sunnudag. Þar munu syngja gömul og ný jólalög þau Ívar Helgason og Margrét Árnadóttir sem bæði eru Hafnfirðingum að góðu kunn, en Antonia Hevesi leikur undir á flygil kirkjunnar. Tónleikarnir eru að sjálfsögðu ókeypis. Eftir tónleikana verður boðið upp á kakó og pipar- kökur. Viljum við í Hafnarfjarðarkirkju hvetja fólk til að nota nú tækifærið og taka sér smá hvíld frá önnum með því að líta við á tónleikunum í Þjóðkirkjunni. Jólavaka í Víðistaðakirkju Víðistaðakirkja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.