Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
TILEFNI þessa bréfs er sú villi-
mennska, sem viðhöfð var þegar
bæjarstjóri Vesturbyggðar, með
vopnaðan forðagæslumann sér til
fulltingis, fór í haust nokkrar ferðir
í Tálkna, sem er milli Tálknafjarðar
og Patreksfjarðar, í þeim tilgangi
að útrýma því villta sauðfé, sem þar
hefur þrifist áratugum saman. Um
er að ræða 30–50 dýr sem voru
skotin á færi, og hræin skilin eftir
þar sem þau lentu þegar þau voru
skotin niður úr klettunum. Um-
ræddur stofn hefur þróast þarna á
afmörkuðu svæði í allavega 36 ár að
sögn landeiganda, og orðinn all sér-
stakur frá náttúrunnar hendi, afföll
lítil og stofninn alltaf hjarnað við
aftur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
til að útrýma honum, þ. á m. með
loftárásum. Þessar kindur höfðu
fengið frið núna í ein 6–8 ár, eftir að
rannsóknir staðfestu að þær báru
ekki með sér riðusmit og því ekki
hægt að réttlæta útrýmingu með
sýkingarhættu. Mér undirrituðum
er fyrirmunað að sjá tilefni þessara
villimannslegu geðþóttaaðgerða
nema þá hvatir þessara manna, þó
þeir reyni að bera fyrir sig mann-
gæsku og því að þeir séu að fram-
fylgja lögum um sauðfjárveikivarn-
ir og búfjárhald.Tel ég það ekki
vera rök, hér er ekki um búfé að
ræða heldur villtan sauðfjárstofn, á
svæði sem ekki hefur verið nýtt
sem afréttur í ein 20 ár og enginn á
leið um nema lágfóta og fuglinn
fljúgandi. Varðandi sauðfjárveiki-
varnirnar þá fara þær fyrir lítið þar
sem það er staðfest að stofninn var
heilbrigður. Því stafaði ekki smit-
hætta af honum, nema mennirnir
hafi verið að fyrirbyggja að villiféð
smitaðist. Sóttvarnargildið fer fyrir
lítið þegar hræin eru skilin eftir
óvarin á víðavangi sem fóður fyrir
varg.
Varðandi þau orð bæjarstjórans
að um venjulega smalamennsku
hafi verið að ræða, þar sem hreppa-
mörk skiptu engu, leyfi ég mér að
halda fram að væri bóndi staðinn að
slíkum athöfnum á eigin búfé væri
hann handtekinn. Tel ég að þessir
menn séu mikið veikir og ættu að
leita sér lækninga hið fyrsta.
Hver eru skilaboðin?
Mega menn nú fara út á Látra-
bjarg og skjóta rollur, bara ef þeir
hafa byssuleyfi og veiðikort?
ÓLAFUR GUNNBJÖRNSSON,
Túngötu 33, 460 Tálknafirði.
Leynileg útrýming
villtra sauðkinda í
Tálknafirði
Ólafur Gunnbjörnsson skrifar
HVERNIG lifir námsfólk á Íslandi
af? Það á annaðhvort nógu efnaða for-
eldra til að kosta það í skóla eða það
vinnur. Það að vinna svona mikið með
skólanum tíðkast hvergi annarsstað-
ar á Norðurlöndunum. Á Íslandi er
hæsta hlutfall af Norðurlöndunum
sem dettur úr skóla og svo er kvartað
yfir stressi á Íslandi? Hvernig er ann-
að hægt en að vera stressaður ef mað-
ur þarf að vera í skóla, vinna og samt
að finna tíma til að lifa lífinu? Er þá
skrýtið að við séum alltaf á hraðferð
hvert sem við erum að fara? Ég heyri
mjög oft. „Þú átt að lifa lífinu meðan
þú ert ung“ HVERNIG??? Hvar á ég
að finna tímann til þess? Geta fyrir-
tækin ekki hjálpað okkur námsmönn-
unum aðeins? Endum við ekki öll hjá
einhverju fyrirtækinu? Ef námsfólk
fengi borgaðar 200 krónur fyrir hvern
tíma sem það mætti í skólann þá væri
það mjög mikil hvatning þó þetta sé
ekki mikill peningur á hvern klukku-
tíma. Hver hefur ekki heyrt frasann
um að nám sé vinna? Enn sem komið
er er þetta ólaunuð vinna hér á landi.
Fleira fólk færi í skóla ef það sæi leið
til að geta staðið sig í skóla og samt lif-
að af. Þeir sem verst eru settir í þjóð-
félaginu hættu flestir í skóla þegar
þeir luku grunnskóla eða „droppuðu“
út á fyrsta ári. Af hverju heldur sumt
fólk ekki áfram í skóla þrátt fyrir
ágætis gáfur? Að sjálfsögðu eru
margar hliðar á þessu máli, en ég sé
enga ástæðu fyrir því að umbuna ekki
þeim sem eru að reyna að verða eitt-
hvað seinna meir, á því hlýtur fram-
tíðin að byggja. Í dag áttu ekki mikla
möguleika á því lífi sem þú vilt lifa
nema þú klárir að minnsta kosti stúd-
entinn. Það er erfitt að þurfa að eyða
æskuárunum í að reyna að ná endum
saman til að geta vonandi orðið eitt-
hvað í framtíðinni. 60.000 krónur á
mánuði fyrir að stunda sitt nám,
mundi bjarga mörgum námsmannin-
um frá því að fá algjört ógeð á skól-
anum. Námsmenn þurfa líka að
borða, þeir þurfa líka að lifa. Á enda-
laust að refsa fólki fyrir að vilja
mennta sig? Verðum við í alvörunni
að bíða svona rosalega lengi eftir að fá
einhverja smá umbun erfiðisins? Í
fyrsta lagi eyða þeir sem geta tekið
námslán oft mörgum árum í að borga
þau lán upp, og það hafa ekki einu
sinni allir rétt á námslánum. Í öðru
lagi er erfitt fyrir margan námsmann-
inn að finna sér vinnu með skólanum,
auk þess sem vinnan tekur tíma sem
hefði getað farið í námið. Við viljum
öll fá háar einkunnir, en hvernig eig-
um við að geta lagt okkur eins vel
fram í náminu og við viljum ef við
þurfum að hírast í einhverri illa laun-
aðri vinnu 3 tíma á dag meðfram 8
klukkustunda skóladegi? Þá kemur
maður heim, setur fæturna upp á
borð og sofnar yfir sjónvarpinu!
Vaknar svo um miðja nótt „Sjitt!! Ég
er að fara í próf á morgun“.
KRISTBJÖRG E.
HREINSDÓTTIR,
námsmaður,
Heiðmörk 38, Hveragerði.
Hvað er til ráða
við brottfalli
framhaldsskólanema?
Frá Kristbjörgu E. Hreinsdóttur