Morgunblaðið - 21.12.2002, Side 73

Morgunblaðið - 21.12.2002, Side 73
Rxc4 Dxa2 20. Ha1. 19. Ha1 Db2 20. Hb1 Da2 og jafntefli samið. Jólapakkamót Tafl- félagsins Hellis hefst í dag, 21. desember, kl. 11.00 í Borgarleikhúsinu. Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri en veglegir jólapakkar eru í boði, bæði fyrir verðlaunahafa og aðra. Mót þessi hafa jafnan verið fjölmenn og skemmtileg en að þessu sinni stendur Kringlan að mótshaldinu ásamt Helli. 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. dxc5 Dxc5 7. Ra3 a6 8. Be3 Dc7 9. h3 Bh5 10. Rc4 Rbd7 11. g4 Bg6 12. g5 b5 13. gxf6 bxc4 14. Rd2 Db7 15. Hg1 Dxb2 16. Bd4 gxf6 Staðan kom upp á heims- meistaramóti 20 ára og yngri sem stendur nú yfir í Goa á Indlandi. Stef- án Kristjánsson (2.431) hafði hvítt gegn ofurstórmeist- aranum kínverska Xi- angzhi Bu (2601). 17. Hxg6! Tryggir hvít- um jafntefli en því miður ekki meira en eftir aðra leiki en textaleikinn hefði svartur staðið betur. 17. ... hxg6 18. Hb1 Dxa2 svarta drottn- ingin yrði fönguð inni eftir 18. ... Da3?? 19. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 73 DAGBÓK Peysur Ný sending Opið í dag, laugardag, frá kl. 10-20, sunnudag frá kl. 10-20. Glæsilegt úrval af dömu- og herrasloppum Nóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Sendum í póstkröfu Allar stærðir TÍGULLINN er besti litur sagnhafa í þremur grönd- um, en það er ekki víst að hann fríist í tæka tíð. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ G109 ♥ G2 ♦ 76543 ♣ÁKD Suður ♠ KD8 ♥ ÁD ♦ ÁD102 ♣5432 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út smáu hjarta og suður fær fyrsta slaginn á drottninguna. Hver er nú besta áætlunin? Fjórir slagir á tígul duga í níu alls, en spilið býður upp á fleiri möguleika. Kannski liggur laufið 3-3 og þá er óþarfi að gera út á tígulinn. Sagnhafi fríar ein- faldlega tvo slagi á spaða og fær níu í allt. Svo það virðist eðlilegt að prófa laufið fyrst, ekki satt? Reyndar, en áður en það er gert er vissara að leggja niður tígulásinn: Norður ♠ G109 ♥ G2 ♦ 76543 ♣ÁKD Vestur Austur ♠ 64 ♠ Á7532 ♥ K97543 ♥ 1086 ♦ K ♦ G98 ♣G976 ♣108 Suður ♠ KD8 ♥ ÁD ♦ ÁD102 ♣5432 Ásinn veiðir ásinn vel og uppskeran er tólf slagir. Þessi millileikur er mikil- vægur, því ef sagnhafi spil- ar laufinu fyrst verður hann að hitta á að svína tíg- ultíu næst. Hann fer niður ef hann svínar drottning- unni. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir viljastyrk og ákveðni. Þú hefur einnig „lík- amlegt“ viðhorf til lífsins og veist hvernig þú átt að beita líkamanum. Á árinu munt þú einbeita þér að heimilislífinu og þínum nánustu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur átt von á að þú njótir aukinnar athygli á næstunni. Þú mátt búast við að þurfa að axla aukna ábyrgð og þú munt standa undir henni. (Klæddu þig í samræmi við það.) Naut (20. apríl - 20. maí)  Tækifæri gefast til ferðalaga á næstu vikum. Þú skalt grípa þessi tækifæri. Þú þarft að breyta um umhverfi og víkka sjóndeildarhringinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er rétti tíminn til að huga að eignum sem þú átt í félagi við aðra. Bittu lausa enda í sambandi við erfðaskrár, tryggingar og slíkt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú tekur sambönd til nánari skoðunar um þessar mundir. Hafðu í huga að þú verður að styðja félaga þinn eins og hann styður þig ef sambandið á að ganga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vilt skipuleggja þig betur. Keyptu þau tæki sem nauð- synleg eru til þess svo þú leysir málið ekki aðeins með réttum hætti heldur einnig með „stíl“. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Mánuðurinn framundan felur í sér rómantík fyrir ykkur flest. Að minnsta kosti er fjör, ánægja og skemmtanir í spil- unum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að beina athygli þinni að málum sem snerta heimilið, fjölskylduna og þína nánustu. Reyndu að tala við ástvini þína til að leysa málið í sátt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú mátt búast við auknu ann- ríki þessa dagana, ferðum, samræðum við ættingja og vini auknum bóklestri og námi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt gjarnan afla meira fjár. Hugmyndir um hvernig hægt sé að auka tekjur og huganlega skipta um starf koma fram á næstu vikum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í dag fer sólin í merki þitt. Þetta eykur kraft þinn og sjálfstraustið. Ekki draga þig í hlé, nú er tækifærið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Á næstu vikum þarft þú á aukinni hvíld að halda. Reyndi að vinna bak við tjöld- in til að skapa rými fyrir þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samkvæmislífið færist í aukana og vinsældir þínar um leið. Þú skalt þiggja öll boð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT JÓLAVÍSA Í æsku var mart á annan hátt, og allir á nýju kjólunum; í musterum álfa og manna kátt og messað á öllum stólunum. Þó nú sje af einglum orðið fátt og álfarnir burt úr hólunum, þá gleður það enn að gefa smátt að gamni sínu á Jólunum. Þorsteinn Erlingsson 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 21. desember, er sjötug Kol- brún Guðmundsdóttir, sjúkraliði og jógakennari, Gullsmára 9. Hún og eigin- maður hennar, Viggó M. Sigurðsson, taka á móti ætt- ingjum og vinum í tilefni dagsins kl. 17 í salnum í Gullsmára 7 (Stjörnusaln- um). 30 ÁRA afmæli. HelgaPálína Sigurðar- dóttir, starfsmaður í Bjark- arási, verður þrítug á Þor- láksmessu. Af því tilefni verður opið hús í Akurholti 15, Mosfellsbæ, sunnudag- inn 22. desember, kl. 13–18. Það er einlæg von Helgu að sem flestir vinir og vanda- menn stingi inn tá og nefi og gleðjist með henni á þessum tímamótum. AFMÆLI Æskuvinkona mín, Sigríður P. Erlings- dóttir, varð 70 ára 9. desember síðastliðinn. Við kynntumst í gagn- fræðaskóla og hefur mér alltaf fundist það mitt lán. Við lásum saman undir landspróf og sátum síðan saman tvo bekki í MR. Sigríður var yfirleitt kölluð Daladí af fjöl- skyldu sinni en ég fékk leyfi til að kalla hana Deggý. Sigríður bauð mér inn á heimili sitt að Bjargi við Sund- laugaveg og þau undur gerðust að Bjarg varð mitt annað heimili. Í mín- um huga var þetta mér sem vin í SIGRÍÐUR P. ERLINGSDÓTTIR eyðimörk. Sigríður heitin móðir Deggýar dekraði við mann í mat og drykk og tók mig sem hvern annan heim- ilismann. Húsbóndinn, Erlingur Pálsson, yfir- lögregluþjónn lagði mér lífsreglurnar alveg eins og hann gerði við sín eigin börn. Systur Deggýar urðu mér einnig vinir. Ég vil þakka vináttu, sem alltaf hefur haldist í yfir 50 ár. Við Bjarni óskum þér og Nóa þínum Guðs blessunar um alla framtíð. Þín vinkona, Ásthildur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. september sl. í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, af sr. Jürgen Jamin þau Sigrún Hope Boatwright og Halldór Ingi Haraldsson. Barna- og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Valgeiri Ást- ráðssyni þau Áslaug Lilja Káradóttir og Albert Ingi Ingimundarson. Heimili þeirra er í Blásölum 20, Kópavogi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík     Frímann og Hermann unnu hangikjötið Síðastliðinn þriðjudag var spilaður jólatvímenningur Bridsfélags Akur- eyrar og voru vegleg verðlaun í boði, norðlenskt hangikjöt og magáll. 15 pör mættu til keppni og var spilað eftir barómeterútreikningi. Frímann Stefánsson og Hermann Huijbens leiddu mótið frá upphafi og enduðu sem sigurvegarar, þótt oft væri vegið hart að þeim. Úrslit efstu manna urðu sem hér segir: Frímann Stefánss. – Hermann Huijbens 29 Stefán Stefánsson – Skúli Skúlason 28 Una Sveinsdóttir – Kristján Guðjónss. 19 Páll Pálsson – Þórarinn B. Jónsson 19 Helgi Steinsson – Gylfi Pálsson 17 Á sunnudag var að venju spilaður sunnudagsbrids með þátttöku 8 para. Þar urðu úrslit sem hér segir: Reynir Helgason – Örlygur Örlygss. 100 Hans Viggó Reisenhus – Björgvin Sig. 92 Ragnheiður Haraldsd. – Frímann Frím. 90 Næstkomandi sunnudag verður ekki spilaður sunnudagsbrids enda hafa menn sjálfsagt í mörgu öðru að snúast svona rétt fyrir hátíðirnar en næsta mót á vegum Bridsfélags Ak- ureyrar verður hið sívinsæla Ís- landsbankamót, sem verður spilað laugardaginn 29. desember í Hótel KEA. Tekið verður við skráningum á staðnum, en þeir sem vilja, geta haft samband viði keppnisstjóra, Steinarr Guðmundsson í síma 863 4516 (eða senda SMS) eða for- mann Bridsfélags Akureyrar, Ragn- heiði Haraldsdóttir. Jólamót Bridsfélags Hafnarfjarðar Jólamót Bridsfélagsins og Spari- sjóðsins verður haldið í átjánda sinn föstudaginn 27. des. Mótið er að venju silfurstigamót, 2 spil á milli para, 21 umferð. Spilamennska hefst kl. 17 að Flatahrauni 3, spiluð verða forgefin spil, Mitchell-tvímenningur. Efstu fimm pör í hvora átt fá samtals um 270 þúsund í verðlaun. Fyrir fyrsta sæti nema verðlaun 30 þús- undum á spilara. Þátttökugjöld eru aðeins 5000 kr. á par. Hámarksfjöldi 90 pör. Það flýtir mjög fyrir að vænt- anlegir spilarar skrái sig hjá: Erlu í síma 5653 050 / 696 1794, Guðna í síma 555 3580 / 893 4997 og Atla í síma 555 1921 / 570 7326. Netfang: atli.h@rabygg.is. Jólasveinafans í Firðinum Síðastliðið mánudagskvöld mættu 30 jólasveinar. Eftir að sveinkar höfðu verið paraðir börðust þeir sem mest þeir máttu og urðu úrslit sem hér segir: NS: Óli B. Gunnarss. - Eðvarð Hallgrímss. 160 Hafþór Kristjánss. - Halldór Þórólfss. 139 AV: Guðni Ingvarss. - Gunnlaugur Óskarss. 160 Þorvarður F. Ólafss. - Sig. Steingrímsson152 Meðalskor 126. Eftir fjórar umferðir í aðalsveita- keppninni hefur sveit Högna náð verulegu forskoti. Efstu þrjár sveitir eru: 1. Högni Friðþjófsson 81 2. Halldór Einarsson 69 3. TVB 16 64 Í fjölsveitaútreikningi eru efstir: 1. Trausti Vals / Jón Páll, 2. Högni / Jón Alfreðs, 3. Friðþjófur / Guðbrandur, 4. Gunnl. Óskars / Sig. St.gríms, 5. Halldór / Einar Sig. Þar sem þrettándinn hefur lengst af verið hátíðisdagur í Hafnarfirði spilum við ekki það kvöld. Mánu- dagskvöldið 13. janúar spilum við 5. og 6. umferð í aðalsveitakeppninni. Með þökk fyrir samveruna í haust óskum við spilurum gleðilegrar há- tíðar og farsældar á komandi ári. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.