Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 21.12.2002, Qupperneq 74
FÓLK Í FRÉTTUM 74 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ enda má minna á frammistöðu Þor- valds Bjarna Þorvaldssonar lagahöf- undar við að semja tónlist við texta Kristlaugar Maríu Sigurðardóttur í leikriti hennar Ávaxtakörfunni, sem enn lifir góðu lífi á myndböndum, plötum og í útvarpi. Það er ekki annað hægt að segja en að Þorvaldi takist ákaflega vel upp hér líka. Hann leikur sér að því að semja grípandi laglínur í hinum ýmsu stíltegundum, allt frá sveiflu-tónlist yfir í Andrew Lloyd- Webber á Súperstar-tímabilinu. Stíll- inn, hrynjandin og útsetningin taka mið af hverri persónulýsingu. Gott dæmi um þetta er lagið um „Tóta tannálf“ þar sem hljóðfæravalið og stuttir, sundurslitnir tónar í takt við frábæra túlkun Tinnu Hrafnsdóttur skapa sannfærandi mynd af þessum glaðlynda velgjörðarálfi, en hraðir sílófónhljómarnir minna á andstæður hans Karíus og Baktus. Þorvaldi finnst greinilega gaman að skipta gersamlega um gír á milli laga sem eykur á fjölbreytnina, en það má nefna að notast er við fjölda hljóð- færa, m.a. strengjakvartett og blást- urshljóðfæri, en hljóðfæraleikur og útsetningar eru alltaf til fyrirmyndar. Flest lögin eru allfjörug og forðast að hægja um of á taktinum nema til að hraðinn hæfi virðuleika hinnar vitru álfadrottningar eða lýsi hugleysi drekans. Selma Björnsdóttir syngur ekki bara listavel heldur gegnir einn- ig hlutverki sögumanns sem tengir lögin saman með sögubrotum. Björg- vin Franz Gíslason sannaði svo um munaði að hann gæti sungið í söng- leiknum um Hedwig en hér er hann á rólegri nótum – og röddin hljómar enn betur. Lára Sveinsdóttir hefur áður þurft að brýna raustina á leik- sviði en hetjan Dídí er á allt öðrum nótum og sungin undurblítt, enda stúlkan sú til fyrirmyndar á öllum sviðum. Sveinn Þórir Geirsson, Jó- hann Sigurðarson og Hinrik Ólafsson fá bitastæðari og margbreytilegri hlutverk og túlkun þeirra er til fyr- irmyndar. Jóhann og Hinrik eru gam- alreyndir á þessu sviði en Sveinn Þór- ir kemur skemmtilega á óvart – frábær túlkun á hófstilltri illmennsku og góður söngur. Söngtextar Andreu Gylfadóttur eru fjörlegir og þjálir sem slíkir en full tilþrifalitlir í sam- anburði við orðfærið í bók og leikgerð. Á síðari hluta hljómdisksins eru lögin flutt aftur án aðalsöngraddar svo þeir sem vilja geti sett sig í spor persón- anna í leiknum og sungið af hjartans lyst. ÓLAFUR Gunnar Guðlaugsson hefur á undanförnum fjórum árum samið jafnmargar sögur um Benedikt búálf auk þess að myndskreyta bæk- urnar sjálfur. Bækurnar ein- kennast annars vegar af ævintýra- legri frásögn af því hvað drífur á daga Dídíar og Arnars Þórs, mannabarna í heimi álfa, dreka og þursa, og hins- vegar af stílhreinum tölvuteikningum af persónum og atburðum í teikni- myndastíl. Það kemur því ekki á óvart að hafinn er undirbúningur á því að framleiða tölvuteiknimynd eftir sög- unum þar sem Ólafur Gunnar mun vinna með sömu aðilum og framleiddu myndina um Litlu lirfuna ljótu. Ólafur Gunnar samdi leikgerð af fyrstu bókinni sem komst á fjalirnar í október sl. og er sýnd í Loftkastalan- um um þessar mundir. Útlitshönnun Maríu Ólafsdóttur tekur mið af teikn- ingum Ólafs Gunnars, en Gunnar Gunnsteinsson leikstýrir valinkunn- um hópi leikara sem leika frammi fyr- ir þakklátum hópi áhorfenda af yngri kynslóðinni sem þekkja persónurnar af lestri bókanna. Lögin lífga mikið upp á sýninguna Tónlist Ævintýri í hljóðheimum Ýmsir flytjendur Benedikt búálfur Draumasmiðjan/Skífan Lög úr fjölskyldusöngleiknum Benedikt búálfi sungin af Björgvin Franz Gísla- syni, Hinriki Ólafssyni, Jóhanni Sigurð- arsyni, Láru Sveinsdóttur, Selmu Björns- dóttur, Sveini Þóri Geirssyni og Tinnu Hrafnsdóttur. Gunnars Gunnsteinssonar leikstýrðu uppfærslunni sem sýnd er í Loftkastalanum. Höfundur upphaflegrar sögu, leikgerðar og myndskreytinga: Ólafur Gunnar Guðlaugsson. Höfundur tónlistar: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Höfundur söngtexta: Andrea Gylfadótt- ir. Undirleikur: Bryndís Halla Gylfadóttir (selló), Eiður Arnarsson (bassi), Einar Jónsson (trompet), Guðmundur Krist- mundsson (lágfiðla), Hafþór Guðmunds- son (trommur), Kjartan Valdemarsson (píanó og harmonikka), Olga Ólafsdóttir (fiðla), Ólafur Hólm Einarsson (tromm- ur), Roland Hartwell (fiðla), Sigurður Flosason (saxófónn, klarinett og flauta) og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (gítar, hljómborð og forritun). Upptökustjórn og útsetningar: Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson. Skífan gefur út. Sveinn Haraldsson SÍÐAN gítarleikarinn góðkunni Friðrik Karlsson fluttist búferlum til Bretlandseyja fyrir sex árum hefur hann haft nóg fyrir stafni í tónlistinni. M.a. hefur Friðrik verið stórtækur í útgáfu á slökunartónlist, sem stundum er kölluð nýaldar- eða hugleiðslutónlist. Feng Shui er sjötti diskurinn þeirrar tegundar og lýtur svipuðum lögmálum og þeir fyrri. Tónlist þessarar tegundar nýtur ákveðinna reglna og er háð ákveð- inni virkni, þ.e. henni er ætlað að vera róandi og er þessi geiri sem slíkur ansi víðfeðmur og stór þótt lágt fari. Friðrik er sjálfur mikill áhuga- maður um hvers kyns andans iðkun en slíkt þarf ekki endilega að fylgja þeim sem ástunda gerð þessarar tónlistar. Því er hægt að gera ráð fyrir því að Friðrik stundi þetta af nokkrum heilindum. Af Feng Shui að dæma er a.m.k. hægt að stað- festa það og er sú niðurstaða feng- in með tiltölulega einfaldri tilraun: Diskurinn virkar. Hann sefar mann og róar, áreitir ekki og það sem mest er um vert, pirrar ekki en svona tónlist er vandmeðfarin, oft er hún óttalega klén og þreytandi, öfugt við að vera slakandi. Lögin hér, eða kannski öllu held- ur verkin/hlutarnir eru fimm, öll yf- ir tíu mínútur að lengd. Framvind- an er róleg og naumhyggjuleg, lágvær tónlistin silast áfram þar sem þægilegt gítarplokk er í for- grunni en sveimkennt hljómborð lúrir í bakgrunni. Eins og nafnið gefur til kynna er kínverska hugmyndafræðin Feng Shui það sem tónlistin snýst um hér. Sú speki gengur m.a. út frá því að viss frumefni, eins og vatn, loft og tré þurfi að vera í nánasta um- hverfi manns, svo nægjanlegt jafn- vægi náist, ásamt heilbrigðu orku- flæði. Skýrir það titla þeirra fimm verka sem hér eru, þ.e. „Tré“, „Vatn“, „Loft“, „Eldur“, „Jörð“. Í fljótu bragði get ég ekki séð að tón- listin falli betur að þeim fræðum en önnur róandi tónlist og það eina sem gefur hinn austræna útgangs- punkt til kynna eru stuttir, „plonk“-legir strengjahljómar. Ekki það að það skipti neinu máli, höfumarkmiðið er eins og áður seg- ir að sefa, og sú ætlan er að gera sig hér. Það er óhætt að mæla með þess- um diski, en ég tek fram sem slík- um. Markmiðið hér er engan veg- inn að gera tónlist til að hreyfa við fólki, ákveðið notagildi er það sem höfundur leggur upp með fyrst og fremst. Og í þeim efnum er árangr- inum náð, næsta fullkomlega. Í friðar- garðinum Friðrik Karlsson Feng Shui Skífan Feng Shui, slökunartónlist eftir Friðrik Karlsson eða tónlist til að efla nátt- úrulegt orkuflæði eins og segir í und- irtitli. Diskurinn er sá sjötti í Vellíðunar- röð listamannins. Öll tónlist samin og flutt af Friðriki Karlssyni. Honum til að- stoðar voru Andy Findon (flauta) og Cor- ina Silvester (slagverk). Arnar Eggert Thoroddsen ekki einföldustu leiðina í lagasmíð- um. Flakkað er af öryggi á milli kraftmikilla og hávaðasamra rokk- ara og ballöðukenndari laga. Hugsið ykkur spyrðing þar sem saman fara Led Zeppelin, á þeim tíma er III kom út og þyngri útgáfu af Creed, án gípandi króka. Það ætti að gefa grófa hugmynd en Moonstyx búa þar fyrir utan yfir eigin stíl sem lúmskt erfitt er að pinna niður. Það er mikið í þessa plötu lagt og auðsýnanlega metnaður í gangi sem er að sjálfsögðu jákvætt. Innihaldið, þ.e. sjálf tónlistin, nær þó ekki að uppfylla þau loforð sem liggja á teikniborðinu. Lagasmíðarnar skilja þannig lítið eftir sig, eru óeftirminni- legar og á einhvern undarlegan hátt flatar. Ég segi undarlega því nóg er að gerast í lögunum, kafla- og takt- breytingar til hægri og vinstri og stengjaplokk upp og niður hálsa. Melódíurnar fanga engu að síður ekki og lögin óttalega stefnulaus. Mörg hver dragnast þunglamalega áfram, verða að engu þar sem þau flækjast um sjálf sig í óþarfa of- hleðslu og skrauti og fletjast þannig út. Söngurinn hjálpar heldur ekki, seimurinn fremur leiðigjarn til lengdar. Frágangur og umslag er til fyr- irmyndar, smekklega að því staðið. Spilamennska er svo og vönduð og þéttleikinn er eitthvað sem þarf ekki að hafa áhyggjur af. En það þurfa að koma til beittari lagasmíðar og betri úrvinnsla á pælingum ætli Moonstyx að marka sér einhver spor í framtíð- inni. MOONSTYX leika rokktónlist sem mætti lýsa sem einhvers kon- ar framsæknu gruggi. Áhersla er töluverð á fram- sækna hlutann, mikið um gítaræf- ingar og segja mætti að sveitin fari Þungur róður Moonstyx The Day After Tomorrow Íslenskar járnbrautir The Day After Tomorrow er fyrsta plata Moonstyx. Sveitin er skipuð þeim Leifi (bassi), Baldwini (hljómborð, gítar), Halla (trommur), Helga Val (gítar og söngur) og Þór (gítar). Meðlimir semja lög og texta. Upptaka var í höndum sveitarinnar og naut hún aðstoðar Har- alds Vignis Sveinbjörnssonar og Matthíasar Matthíasarsonar. Arnar Eggert Thoroddsen Sérstök jólasýning! 29. des. kl. 14. örfá sæti laus 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Lau 28/12 kl. 21 Jólasýning Nokkur sæti Fös 3/1 kl. 21 Uppselt Lau11/1 kl 21 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 10. jan, kl 20, laus sæti lau 18. jan, kl 20. Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4.sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14, Su 12/1 kl 14, Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 Síðustu sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20, Fö 3/1 kl. 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Su 5/1 kl 14 og 15 - Kr 500 15:15 TÓNLEIKAR Takemitsu, George Crumb. Benda Í kvöld kl 22 - ath. breytan tíma MIÐASALAN ER OPIN TIL KLUKKAN 22:00 Í KVÖLD Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju í Langholtskirkju Lau. 21. des. kl. 23:00 Sun. 22. des. kl. 20:00 Kór Langholtskirkju Gradualekór Langholtskirkju Stjórnandi: Jón Stefánsson Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir Ólafur Kjartan Sigurðarson Úrvals hljóðfæraleikarar Kakó og piparkökur í hléi Ógleymanleg jólastemmning Miðasala í Langholtskirkju og við innganginn klang@kirkjan.is Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimir Bouchler. sýn. í kvöld 21.12. kl. 19 nokkur sæti fös. 27.12. kl. 20 lau. 28.12. kl. 19 Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum í leikhúsið yfir jólin. Vörðufélagar fá 25% afslátt geng framvísun gulldebetkorts Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.