Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 76

Morgunblaðið - 21.12.2002, Page 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÖNGKONAN Þórunn Antonía hefur vakið at- hygli fyrir fallega rödd og hugljúf lög en hún gaf út plötuna Those Little Things í síðasta mánuði. Hún er tilnefnd sem söngkona ársins og bjart- asta vonin á Íslensku tón- listarverðlaununum. „Þetta kom skemmti- lega á óvart og er skemmtilegt upphaf,“ segir Þórunn Antonía um tilnefningarinnar. „Hljómplata þessi er af- rakstur þriggja ára sam- starfs Magnúsar Þórs og Þórunnar Antoníu, dóttur hans. Samstarfið hófst þegar Þórunn flutti til föð- ur síns 15 ára og gerði samkomulag um tónlist- aruppeldi til þriggja ára. Þessi plata er því í raun útskrift Þórunnar,“ segir á plötuumslaginu. „Ég flutti til pabba fyr- ir nokkrum árum, fjórum árum, og bjó með honum í þrjú ár. Við bara byrjuð- um að semja tónlist sam- an, útaf sameiginlegum tónlistaráhuga en hann er tónlistarmaður,“ segir Þórunn en faðir hennar er Magnús Þór Sig- mundsson, landsþekktur lagasmiður. Lag Þórunnar „Play me“ hefur hljómað víða á öldum ljósvakans að undanförnu. Í dómi Morgunblaðsins segir að það sé eitt besta lag plöt- unnar: „Klassísk ballaða sem manni finnst eiginlega ótrúlegt að ekki sé búið að semja áður, svo eðlilega rað- ast nóturnar saman í einlæga og fal- lega laglínu.“ Tónlistin í blóðinu Söngáhuginn hefur lengi blundað í Þórunni og í raun meira en það. „Minn draumur var alltaf að syngja inn á barnaplötu þegar ég var lítil. Mig langaði alltaf svo rosalega til að verða söngkona.“ Hún kom oft í hljóðver með föður sínum og kynntist því heimi tónlist- arinnar vel. „Ég man eftir einu skipti þegar Helgi Björns var að syngja eitthvað friðarlag í stúdíói með pabba, þá kom lítill sætur stelpukór með. Pabbi spurði hvort ég vildi ekki syngja með þeim en ég sagði nei. Svo sat ég í stúdíóinu í marga klukkutíma að bíða eftir að það einhver myndi spyrja aftur. Ég þorði ekki að segja: Heyrðu jú, ætli það ekki.“ Þórunn Antonía var líka í kór þeg- ar hún var yngri og hefur alltaf haft gaman af því að syngja. „Ég gerði bróður mínum, sem er einu ári eldri en ég, einu sinni mikinn óleik með því að fá æði fyrir Mariuh Carey, eftir að ég fékk disk með henni í jólagjöf,“ segir hún en bróðir hennar heitir Baddi, Baldvin Þór Magnússon, og er í rappsveitinni Forgotten Lores. Tónlistin virðist því vera í blóðinu í fjölskyldunni. „Ég á þrjá litla bræður og tvær eldri systur. Litlu bræður mínir eru ofsalega músíkalskir. Yngsti bróðir minn er alveg frábær dansari,“ segir hún. Tónlistarsköpunin hefur jafnframt styrkt samband feðginanna. „Ég var alltaf hjá pabba aðra hverja helgi þegar ég var lítil en ég kynntist hon- um mjög vel þessu á þriggja ára tímabili,“ segir Þórunn Antonía og segir það hafa verið mikils virði. Pabbi hennar samdi öll lögin á plötunni fyrir utan eitt tökulag. Hann samdi ennfremur alla texta nema þau sömdu í sameiningu text- ana við „I Really Wanna Know“, „fyrsta lagið sem við sömdum saman þegar ég var nýflutt inn“, „Justin Case“ og „Zebra Butt- erfly“. „Ég á rosalega mikið í þessum lögum,“ segir Þórunn. Beint frá hjartanu „Mikið af þessum lög- um eru samin útfrá mér. Þetta eru tilfinningar sem ég gat ekki alveg tjáð en pabbi náði að gera það fyrir mig,“ segir hún. „Ég er algjörlega að syngja úr mínu eigin hjarta því pabbi kom með réttu orðin. Ég var kannski samt ekki búin að segja honum hvernig mér leið,“ segir Þórunn og út- skýrir að henni hafi fund- ist að hann væri að lesa hug hennar. Lögin á plötunni virð- ast einlæg og fremur blátt áfram. „Við vorum ekkert að reyna að semja einhver fjörug popplög. Þetta var bara beint frá hjartanu, svolítið ég að finna sjálfa mig,“ segir hún. Platan var að mestu leyti tilbúin fyrir um ári og var búið að taka upp tíu lög. „Það var ekki al- veg rétti tíminn fyrir hana þá. Það kom alltaf eitt- hvað uppá,“ segir Þórunn. Eftir þetta bættust við tvö lög á plötuna, fyrrnefnt „Play Me“ og „Drift Away“ eftir Dobie Gray. „Steinar Berg, sem hefur hjálpað mér mjög mikið, hann benti mér á þetta lag. Hann heldur uppá það og ég ákvað að taka það,“ segir hún um tökulagið. Þetta er þó ekki það eina sem Þór- unn Antonía er að fást við nú um stundir. Fyrir skemmstu bárust fréttir af því að ný hljómsveit söng- konunnar hefði skrifað undir samn- ing við útgáfurisann BMG og hefur Þórunn dvalist í Bretlandi vegna þessa. „Ég kom heim síðasta föstudag og er búin að vera alveg heilan mánuð úti. Við erum búin að taka upp sex lög og það er verið að plana það að fara á túr. Þetta er mjög skemmti- legt verkefni og ég fæ að vinna með alveg frábæru fólki,“ segir Þórunn en hún heldur á ný til Bretlands í jan- úar. Þórunn Antonía gefur út Those Little Things Langaði alltaf að verða söngkona Þórunn Antonía flutti til föður síns 15 ára og gerði sam- komulag um tónlistaruppeldi til þriggja ára. Platan Those Little Things er komin í verslanir. 1001 nótt gefur út. Ljósmynd/Alli THIS ONE Comes Highly Re- commended er þriðja sólóskífa Sig- tryggs Bergs Sigmarssonar, en áður eru komnar út Ship, sem Trente Ois- eaux gaf út, og A Long Wait Produc- ed Nothing Further sem kom út á vínyl á vegum ERS Records, en báð- ar komu plöturnar út á síðasta ári. Þessi þriðja plata hans er því sú fyrsta sem tekin var upp og verður að skoðast í því ljósi því frá 1999 hef- ur mikið verið að gerast í tónlist Sig- tryggs. Sigtryggi hafa löngum verið hug- leikin hljóð sem eru handan við tón- list eins og heyra má á verkum hans, hvort sem það er sem yfiræringi í Stilluppsteypu eða á sólóskífum hans. Reyndar eru sóló- skífurnar all frá- brugðnar því sem Sigtryggur hefur gert með Stillupp- steypu; á þeim er hann oftar en ekki að fást við þögnina, það sem ekki er sagt. Í sumum laganna á plötunni sem hér er gerður að umtalsefni ger- ir Sigtryggur þannig talsverðar kröfur til áheyrandans, sem verður að halda einbeitingunni til að greina framvindu verkanna, til að geta hlustað á þögnina sem er ekki þögn þegar grannt er skoðað. Í fjórða lagi plötunnar, ef nota má það orð yfir eitthvað sem enga hefur laglínuna, sem kallast „Not equipped to go that far“, er stígandin svo hægfara og lágstemmd að maður verður að hafa sig allan við til að greina hvar er á seyði – kemur ekki á óvart að að sé tileinkað Bernard Gunther, eiganda Trente Oiseaux. Þolinmæðin borgar sig þó því það er hrein snilld; frábært lag. Erfitt er að gera upp á milli laga á plötunni, þau eru mjög áþekk að gæðum, en að frátöldu fjórða laginu hugnast mér best uppbyggingin í sjötta lagi hennar, „A nasty piece of work“, og því áttunda, „We’re not so far from the bottom now“. Margir þekkja til verka Stillupp- steypu og galsans sem einkennir tónlist þeirrar sveitar, en á þessari plötu er Sigtryggur aftur á móti al- varlegri en oft áður, eða virðist vera svo í það minnsta, en ugluspegillinn er á sínum stað. Upptökurnar eru ekki alveg nýjar af nálinni og gefa kanski ekki sem besta mynd af því sem hann er að fást við í dag, en engu að síður er platan skemmtileg. Tónlist Hlustað á þögnina Sigtryggur Berg Sigmarsson This One Comes Highly Recommended F.I.R.E. Inc. This One Comes Highly Recommended eftir Sigtrygg Berg Sigmarsson. Hljóðrit- aður í Hannover og Amsterdam 1999. Frumeintak gerði Jóhann Jóhannson í Reykjavík árið 2000. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.