Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 1

Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 8. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 mbl.is Slettur meistarans Jón B.K. Ransu fjallar um arfleifð Jacksons Pollocks Listir 21 Lífsstíll með lóðum Eftir jólin fyllast líkamsrækt- arstöðvarnar Daglegt líf 4 Úrelt hand- boltavörn Heyrir 6/0 vörn íslenska lands- liðsins fortíðinni til? Íþróttir 4 KJARTAN Jóhannsson, aðalsamn- ingamaður Íslands á samningafundi Evrópusambandsins og EFTA- ríkjanna í Brussel í gær, segir kröfur ESB um greiðslur í þróunarsjóð al- gerlega óraunhæfar. Þó lönd, sem sækist nú eftir aðild að sambandinu, hafi mikinn áhuga á peningum séu fulltrúar þeirra heldur dempaðri í þeim efnum en framkvæmdastjórn ESB. Framkvæmdastjórnin fer fram á að framlög ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, í þróunarsjóð ESB, 38-faldist frá því sem nú er. Það svar- ar til þess að Íslendingar greiði 3,8 milljarða króna í sjóðina árlega. Kjartan segir tregðu jafnframt gæta varðandi fríverslun með fisk og þess sé krafist að opnað verði fyrir er- lendar fjárfestingar í sjávarútvegi Ís- lands. Það jafngilti aðild Íslands að fiskveiðistefnu ESB sem kæmi ekki til greina. Ríki njóta góðs af stækkun Vel á annað hundrað fulltrúar mættu á þennan fyrsta samningafund vegna stækkunar Evrópska efna- hagssvæðisins, þar á meðal frá öllum umsóknarlöndunum. Chris Patten, sem fer með utanrík- ismál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, sagði að öll ríki nytu góðs af stækkun innri markaðar ESB og eðlilegt að þau tækju þátt í þessum kostnaði. „Þar með talin Ísland, Liechtenstein og Noregur.“ Fjárkröf- ur ESB „óraun- hæfar“ EFTA-ríkin greiði 225 milljarða íslenskra króna  Mismunun ef/11 BYLTING hefur orðið í meðferð ákveðinna tegunda langvarandi hvítblæðis, en fyrir ári kom á markað lyf sem ræðst eingöngu gegn krabbameinsfrumunum en lætur heilbrigðar frumur í friði. Lyfinu, sem nefnist Glivec, fylgja sárafáar aukaverkanir og hefur það stórbætt líðan sjúklinga, að sögn Magnúsar Karls Magnússon- ar, sérfræðings í blóðmeinafræði á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þau lyf sem hingað til hafi verið notuð ráðist hins vegar gegn öllum frumum sem skipta sér og hafi víð- tæk áhrif á líkamann. Magnús Karl stýrði rannsókn við Bandarísku heilbrigðisstofn- unina, þar sem tókst að einangra gen sem veldur mjög sjaldgæfri tegund hvítblæðis. Í ljós kom að Glivec, sem þá var að koma á markað við annarri tegund hvít- blæðis, verkaði einnig á þetta sjaldgæfa afbrigði og jafnvel betur en sjúkdóminn sem það var þróað fyrir. Magnús Karl segir að hvít- blæðið virðist nú algjörlega horfið úr viðkomandi sjúklingi, þótt ekki sé vitað hvort það komi aftur ef sjúklingurinn hættir að taka lyfið. Hefur stórbætt líðan sjúklinga  Ræðst eingöngu gegn/26 Bylting í meðferð langvarandi krabbameins ATVINNULEYSIÐ í Þýskalandi jókst í desember síðastliðnum og hefur ekki verið meira í þeim mánuði í fimm ár, samkvæmt nýjum hagtölum sem birtar voru í gær. Hagfræðingar segja að ekki sé útlit fyrir að rofa fari til í þýsku atvinnulífi á næstu mánuðum og spá því að atvinnuleysið auk- ist frekar þar sem engin merki séu um efna- hagsbata. 4,225 milljónir manna voru án atvinnu í Þýskalandi í desember, eða 10,1% vinnu- aflsins, og er það mesta atvinnuleysi í land- inu í desember frá 1997. Að meðaltali var atvinnuleysið 9,8% á liðnu ári og jókst úr 9,4% frá árinu áður. Vonast er til að boðuðu verkfalli þriggja milljóna þýskra ríkisstarfsmanna verði af- lýst eftir að bráðabirgðasamkomulag náðist í gær um að laun þeirra yrðu hækkuð um 2,4% í ár. Ríkisstarfsmennirnir höfðu kraf- ist a.m.k. 3% launahækkunar. Atvinnuleysi fer yfir 10% Frankfurt. AFP. Efnahagsmál í Þýskalandi Reuters Röð atvinnulausra var fyrir utan vinnu- málastofnun í Berlín í gærmorgun. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, veittist í gær harkalega að Verkamannaflokknum og sakaði hann um að standa á bak við ásakanir á hendur hon- um um spillingu og aðild að fjármálahneyksli sem hefur minnkað líkurnar á því að hann geti myndað meirihlutastjórn eftir þingkosningarnar í Ísrael 28. þessa mánaðar. Sharon lýsti þessum ásökunum sem „auvirðilegum rógi“ í ræðu sem var sjónvarpað og útvarpað í beinni útsendingu. Áður en hann lauk máli sínu var útsend- ingin rofin að fyrirmælum formanns kjörstjórnar Ísr- aels sem taldi ræðuna kosningaáróður. Samkvæmt ísraelskum lögum mega sjónvarps- og útvarps- stöðvar ekki senda út einhliða kosningaáróður síðasta mánuðinn fyrir kosningar. Fylgi Likud hrynur „Ég kom hingað til að svara auvirðilegum rógi sem borinn hefur verið út um mig í þeim tilgangi einum að fella ríkisstjórn Ísraels og komast til valda með lyg- um,“ sagði Sharon í ræðunni. Hann fordæmdi Verka- mannaflokkinn og sakaði hann um að hafa staðið fyrir rógburðinum. „Mig óraði aldrei fyrir því að Verka- mannaflokkurinn myndi hegða sér með svo ábyrgð- arlausum hætti. Hann reyndi að stimpla okkur sem mafíu, skipulögð glæpasamtök.“ Sharon skírskotaði til þess að forsætisráðherraefni Verkamannaflokks- ins, Amram Mitzna, hafði lýst honum sem „guð- föður“. Ný skoðanakönnun blaðsins Haaretz bendir til þess að flokkur Sharons, Likud, fái aðeins 27 þing- sæti af 120 í komandi kosningum. Fyrir um mánuði var flokknum spáð allt að 41 sæti. Sharon kveðst sæta „auvirðilegum rógi“ AP Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, flytur sjónvarpsávarp á skrifstofu sinni í Jerúsalem í gær. Reuters Andstæðingur Ariels Sharons heldur dollaraseðli að enninu fyrir framan skilti með áletruninni „Við er- um dauðþreytt á þér og spillingu þinni“. Kjörstjórnin rauf útsendingu ávarps forsætisráðherrans  Leyfa framboð/14 Jerúsalem. AP, AFP. BRIGITTE Boisse- lier, forstjóri fyrirtækis- ins Clonaid, segir að þess verði ekki langt að bíða að sannað verði að fyrsta klónaða eða einræktaða barnið hafi fæðst á jóla- dag. Hún neitar því að um sé að ræða gabb til að vekja athygli á sértrúar- söfnuði, sem heldur því fram að geimverur hafi komið af stað öllu lífi á jörðinni. Boisselier segir í einkasamtali við Morg- unblaðið í dag að foreldrar Evu, klónaða barnsins sem hún segir að hafi fæðst á jóla- dag, óttist að stúlkan verði tekin af þeim. Því vilji þau bíða niðurstaðna rannsókna, sem sanni að um klónun hafi verið að ræða. Boisselier segir að tiltölulega lítil áhætta felist í að klóna menn. Hún tekur ekki undir að það geti talist siðferðislega rangt. Þvert á móti sé siðferðislega rangt að koma í veg fyrir að fólk, sem ekki getur átt börn, fái ósk sína uppfyllta með þessum hætti. „Foreldr- ar Evu eru afar hamingjusamir yfir því að hafa nú eignast dóttur. Þau líta ekki á hana sem „afritun“ af móðurinni. Hún er einfald- lega barnið sem þau höfðu þráð svo mjög,“ segir Brigitte Boisselier. Segir ein- ræktun ekki vera gabb  Klónun/27 Brigitte Boisselier

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.