Morgunblaðið - 10.01.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÁLEGA þrír af hverjum fjórum
launþegum á almennum vinnumark-
aði tóku þátt í lífeyrissparnaði um-
fram samningsbundið lágmark í sept-
ember síðastliðnum og hafði þeim
fjölgað mjög mikið frá því í marsmán-
uði eða um 18 prósentustig úr 55% í
73%.
Þessar upplýsingar eru byggðar á
gögnum Kjararannsóknanefndar og
frá þeim skýrt á vef Samtaka at-
vinnulífsins. Fram kemur að í mars
síðastliðnum voru 45% launþega ein-
ungis með lögbundið lágmarksfram-
lag í lífeyrissjóð og tóku ekki þátt í
viðbótarlífeyrissparnaði af neinu tagi.
Í septembermánuði síðastliðnum eða
sex mánuðum síðar hafði þeim hins
vegar fækkað í 27% sem ekki fengu
viðbót umfram samningsbundið lág-
mark í lífeyrissjóð af neinu tagi.
Fram kemur að framlög vinnuveit-
enda í lífeyrissjóð vegna launþega
hafa vaxið úr 6,8% í mars árið 2000,
áður en samningsákvæði um viðbót-
arlífeyrissparnað gengu í gildi, í 8,2%
af launum í marsmánuði síðastliðn-
um, tveimur árum seinna. Vöxturinn
var áfram mjög mikill í fyrrasumar
og var hlutfallið komið í 9% af launum
að meðaltali í september. Er líkum að
því leitt að binding eins prósents við-
bótarframlags í lífeyrissjóð 1. júlí síð-
astliðinn hafi orðið þeim launþegum
hvatning sem ekki höfðu tekið þátt í
viðbótarlífeyrissparnaði áður til þess
að hefja sparnað. „Það er næsta líkleg
tilgáta þar sem vinnuveitendur
þurftu af þessu tilefni að inna þá
starfsmenn sína, sem ekki voru þátt-
takendur í viðbótarlífeyrissparnaði,
eftir því hvar þeir vildu koma sparn-
aðinum fyrir og það hefur hugsanlega
orðið þeim umhugsunarefni og í kjöl-
farið tilefni til þess að leggja til hliðar
af eigin launum,“ segir á vef SA.
Þá segir að ef tæknar og sérmennt-
að starfsfólk sé undanskilið séu líf-
eyrisframlögin í september orðin afar
jafnt dreifð eftir starfsstéttum, eða á
bilinu 8,2% - 8,7%. „Það kom raunar á
óvart áður, þ.e. þegar gögnin fyrir
mars 2002 voru skoðuð, hversu jöfn
framlögin voru eftir starfsstéttum en
nú kemur í ljós að enn minni munur
er milli starfsstétta. Þetta stafar af
mikilli aukningu framlaga vinnuveit-
enda til sparnaðar verkafólks, um
1,1%, iðnaðarmanna, um 0,8% og
þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks
einnig um 0,8%. Þannig er ótvírætt að
breytingin 1. júlí hafi hrundið af stað
mestri hreyfingu á sparnaði þessara
stétta af eigin launum,“ segir enn-
fremur.
Er jafnframt á það bent að athygl-
isvert sé hversu mikil aukning sé í
hópi þeirra sem fái meira en 2% fram-
lög til lífeyrissparnaðar frá vinnuveit-
anda. Það bendi til þess að hreyfingin
sé í þá veru að launamenn nýti sér til
fulls heimildir skattalaga til 4%
skattfrádráttar vegna séreignar-
sparnaðar.
Þrír af hverjum fjórum í
umframlífeyrissparnaði
!
"
#
$% % %& %'
$% $%(
%$
$% %' (%
!
ÍSHÚS Njarðvíkur hefur frest til þriðjudags til að
ljúka við fjármögnun vegna björgunar Guðrúnar
Gísladóttur KE-15, sem liggur á 40 metra dýpi við
strendur N-Noregs. Annars munu Meng-
unarvarnir norska ríkisins grípa inn í og láta dæla
olíu úr skipinu á kostnað eigenda þess. Kafarafyr-
irtæki, sem unnið hefur að undirbúningi björgunar-
aðgerðanna, hefur sagt sig frá verkefinu vegna
þess að bankatryggingu vantar fyrir viðbótarkostn-
aði. Viðbótarfjármögnun mun vera á lokastigi, en
kostnaður við björgunina hefur farið talsvert fram
úr því sem áætlað var.
Stein-Inge Riise, eigandi Riise Underwater Eng-
ineering, segir að fyrirtækið hafi átt að fá banka-
tryggingu fyrir viðbótarkostnaði fyrir rúmum
tveimur vikum, en því hafi verið frestað æ ofan í æ.
„Við erum hættir í verkefinu. Það hafa verið fjár-
hagsleg vandamál og við höfum einnig bent á
slæma verkefnastjórn. Verkefninu er illa stýrt og
það er illa skipulagt,“ segir Riise.
Verkefnið hangir á bláþræði
Fyrirtæki hans hafi sent Íshúsi Njarðvíkur
reikning upp á þrjár milljónir norskra króna og
stærsti hluti þess hafi þegar verið borgaður, enda
hafi fyrirtækið bankaábyrgð fyrir 3 milljónum.
„Eftir standa um 200.000 krónur norskar sem við
erum ekki með ábyrgð fyrir,“ sagði Riise. Takist
viðbótarfjármögnunin muni hann meta það hvort
fyrirtækið komi aftur inn í verkefnið. „Auðvitað
verðum við að ræða við þá ef þeir vilja meina að
þeim hafi tekist að fá skikk á hlutina. Þá verða þeir
bara að leggja málið fyrir okkur og við einfaldlega
meta það á ný,“ segir hann.
Riise segir að verkefnið hangi á bláþræði. „Aðal-
málið er að verkefnið hefur ekki verið fjármagnað
nægilega frá byrjun, við rekumst á það aftur og aft-
ur. Við höfum alltaf sagt að verkið tæki lengri tíma
en Íshúsið hefur sagt. Þeir bættu ekki við tíma fyrir
köfunina fyrr en alveg í lokin á undirbúningnum.“
Kafararnir séu enn til taks í Lófóten þar sem
Mengunarvarnir norska ríkisins (SFT) hafi borgað
þeim fyrir að bíða á staðnum til mánudags svo þeir
geti byrjað að undirbúa að fjarlægja olíu úr skipinu
ef í ljós komi að Íshús Njarðvíkur geti ekki staðið
við verkið.
Henri Bertheussen, verkefnastjóri hjá SFT, seg-
ir að ef Íshús Njarðvíkur geti ekki fjármagnað það
sem upp á vantar grípi norska ríkið í taumana og
láti tæma alla olíu úr skipinu á kostnað eigenda.
Fyrirtækið hafi frest þar til á þriðjudag að ljúka
fjármögnuninni. „Fjármálavandinn hefur skyggt á
verkefnið mjög lengi, það var stöðvað í kjölfar fjár-
málavanda hinn 20. desember. Veðrið var notað
sem ástæða fyrir því að aðgerðum var frestað, en
það komu margir fínir dagar eftir það.“
Bjartsýnn á að það náist að leysa málið
Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir
björgunaraðgerðirnar í Noregi, segist bjartsýnn að
það náist að fjármagna það sem upp á vantar, unnið
sé ötullega að því að svo megi verða. „Við erum að
vinna í því að leysa þessi mál og koma verkefninu
áfram. Verkefnið er orðið talsvert dýrara en upp-
haflega var ráð fyrir gert, m.a. vegna tafa. Það seg-
ir sig því sjálft að það þarf aukið fjármagn til að
klára það og ég vona að það sé að gerast.“
Hann gefur lítið fyrir gagnrýni Norðmanna um
að verkinu sé illa stjórnað. Það hafi verið til fjár-
magn til að halda verkinu áfram síðustu dagana fyir
jól, verkinu hafi verið frestað þar sem jólin voru að
koma og menn fóru heim í jólafrí. Aðspurður hvort
verkefninu hafi verið ætlaður of stuttur tími segir
hann að menn geti alltaf verið klókir eftir á. Hann
segir Íslendingana sem eru í Noregi tilbúna að
hefjast handa á ný um leið og þeir fá grænt ljós.
Norska ríkið grípur inn í ef
fjármögnun verður ekki tryggð
Ljósmynd/Lars Antonsen
Stein-Inge Riise, eigandi norsks kafarafyrirtæk-
is, segir björgun Guðrúnar Gísladóttur illa stýrt.
Kafari segir björgun Guðrúnar Gísladóttur við strendur Noregs illa skipulagða
Í ÍSKÖNNUNARFLUGI Land-
helgisgæslunnar í fyrradag sást
hafís sem kominn er inn fyrir
lögsögu Íslands út af Vestfjarða-
miðum. Næst landi er hann 48
sjómílur norðvestur af Straum-
nesi. Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni er ísinn tals-
vert þéttur. Greina má stóra
borgarísjaka sem eru allt að 400
fet á hæð sem jafngildir 120
metrum. Áfram verður fylgst
með þróun hafíssins.Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Þéttur
hafís út af
Vestfjarða-
miðum
KAUPHÖLL Íslands hefur óskað
eftir upplýsingum frá Búnaðar-
bankanum um samning sem Árni
Tómasson bankastjóri og Yngvi
Örn Kristinsson, framkvæmda-
stjóri verðbréfaviðskipta Búnaðar-
bankans (BÍ), eiga að hafa gert um
kauprétt til handa Fjárfari ehf. á
öllum bréfum BÍ í Straumi en
Fjárfar var í eigu Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar og fleiri aðila.
Greint var frá tilurð þessa leyni-
samnings í fjórða og síðasta hluta
greinaflokks Agnesar Bragadóttur
um átökin um Íslandsbanka í
Morgunblaðinu í gær. Fram-
kvæmdastjóri Kauphallarinnar
segir að af lýsingum í grein Morg-
unblaðsins megi ætla að um til-
kynningaskyldan gjörning hafi
verið að ræða.
BÍ upplýsi hvort
rétt sé með farið
„Í greininni í Morgunblaðinu er
greint frá ákveðnum samningi sem
hefur í það minnsta það yfirbragð
að vera hugsanlega tilkynninga-
skyldur til Kauphallarinnar,“ segir
Þórður Friðjónsson, framkvæmda-
stjóri Kauphallar Íslands. „Við
munum því óska eftir staðfestingu
frá Búnaðarbankanum hvort rétt
sé farið með í Morgunblaðinu og ef
svo er munum við óska eftir því að
fá að sjá þennan samning. Á þeim
grundvelli munum við síðan taka
ákvörðun um viðbrögð Kauphall-
arinnar. En eins og þessu er lýst í
Morgunblaðinu virðist þarna hafa
verið um tilkynningaskyldan
gjörning að ræða.“
Þórður segir að í þessu efni sé
stuðst við lög um starfsemi kaup-
halla og skipulegra tilboðsmark-
aða, einkum 26. grein þar sem
kveðið er ýtarlega á um flögg-
unarreglur, svo og reglur Kaup-
hallarinnar um upplýsingaskyldu.
„Við teljum því að það sé full
ástæða til þess að fá upplýsingar
um málið án þess ég sé með því að
kveða upp neina dóma fyrirfram.
Fyrst viljum við fá að vita hvað
þarna var á ferðinni og í framhaldi
af því munum við taka ákvörðun
um viðbrögð,“ segir Þórður.
Kauphöllin
krefur Bún-
aðarbank-
ann um
skýringar
FJÓRIR menn hafa verið hand-
teknir vegna innbrota og fíkni-
efnabrota og hefur þýfi úr inn-
brotunum verið endurheimt.
Málið hófst á mánudag með
tilkynningu um innbrot í hús í
Breiðholti í Reykjavík. Stolið
var fartölvu, heimabíói, þráð-
lausum síma og fleira.
Daginn eftir var umráðamað-
ur bíls handtekinn. Við leit hjá
honum fannst þýfi úr innbroti í
gullsmíðastofu í Grindavík 12.
desember. Maðurinn sagðist
hafa lánað tveimur félögum bif-
reiðina á mánudagsmorgun.
Við leit heima hjá öðrum
þeirra fannst fartölva sem var
úr innbrotinu í Breiðholti. Þá
fundu lögreglumenn 45 marí-
júanaplöntur auk annarra fíkni-
efna. Mennirnir voru handtekn-
ir og viðurkenndi annar þeirra
innbrotið í húsið í Breiðholti og
vísaði á enn annan félaga sinn
sem hafði verið með honum. Sá
var síðan handtekinn og vísaði
hann einnig á hluta þýfisins.
Handtekn-
ir fyrir
maríjúana-
ræktun