Morgunblaðið - 10.01.2003, Qupperneq 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 7
Veitingar á staðnum.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
19
85
8
0
1/
20
03
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.arctictrucks.is
markaður jeppamannsins
RX-1 er tilbúinn!
Arctic Trucks boða til ævintýris í óbyggðum
REYNSLUAKSTUR
Á LANGJÖKLI
Á LAUGARDAG, 11. JAN., KL. 12 - 14.30
RX-1 - VÉLSLEÐI ÁRSINS 2003
Arct ic Trucks gefa áhugamönnum kost á að
r e y n s l u a k a Y a m a h a v é l s l e ð u m , þ . á . m . n ý j a
f jórgengissleðanum, á Langjökli, upp af Húsafell i
(við skálann Jaka), á milli kl. 12 og 14.30 á morgun
laugardag. Ekið verður eftir merktri braut.
RÚV sýnir
leiki Ís-
lands á HM
ALLIR leikir íslenska landsliðsins
á heimsmeistaramótinu í hand-
knattleik í Portúgal verða sýndir í
beinni útsendingu á RÚV. Tíma-
setningar liggja fyrir á leikjunum í
riðlakeppninni, en aðra sögu er að
segja um leikina í milliriðlunum og
veldur það þeim sem skipuleggja
sjónvarpsdagskrána fram í tímann
töluverðum erfiðleikum.
„Það er mjög erfitt að skipu-
leggja dagskrána seinni viku móts-
ins. Það er minna gefið upp um
tímasetningar á þessu móti en
fyrri mótum, og upplýsingar ber-
ast seinna,“ sagði Samúel Örn Erl-
ingsson, deildarstjóri íþróttadeild-
ar RÚV, við Morgunblaðið. Fyrsti
leikur Íslands í keppninni verður
mánudaginn 20. janúar á móti
Ástralíu.
„Ég er búinn að vera í stöðugu
sambandi við Alþjóða handknatt-
leikssambandið sem og kollegar
mínir sem hafa keypt réttinn að
mótinu. Þar hafa menn lagt fram
ýmsar óskir um tíma og það höfum
við einnig gert. Óstaðfestir tímar á
leikjum í milliriðlunum eru kl.
14.15, 16.15, 18.15, og 20.15.
Við höfum óskað eftir leikjum
Íslands í milliriðlinum klukkan
16.15 eða 20.15. Þessir tíma falla
best að sjónvarpsdagskránni.
Sjónvarpsstöðvarnar hafa töluvert
um það að segja hvenær leikirnir
fara fram. Ef við gefum okkur til
dæmis að við mætum Spánverjum
í milliriðli þá geta þeir haft mikil
áhrif á tímasetninguna, enda fjöl-
menn þjóð með mikinn áhuga á
íþróttum.
Við leggjum mikið í þetta mót
og ætlum okkur ýmislegt í kring-
um það í sjónvarpinu,“ sagði Sam-
úel Örn. „Á góðum degi sameinar
handboltalandsliðið þjóðina og við
ætlum að hjálpa til við það.“
♦ ♦ ♦
Lögreglunni
gæti hafa
missýnst
FIMMTUG kona sem ákærð var
fyrir að reyna ítrekað að komast
inn á vettvang bruna í veitingahús-
inu Ítalíu við Laugaveg fyrir tæpu
ári hefur verið sýknuð af ákærunni.
Konan var handtekin og færð í
fangaklefa og síðar boðið að ljúka
málinu með sektargerð hjá lög-
reglustjóra með því að greiða 15
þúsund krónur í sekt, en hún hafn-
aði. Neitaði hún sök frá upphafi og
taldi að lögreglan hafi farið manna-
villt.
Í niðurstöðum Héraðsdóms
Reykjavíkur segir að mikið beri á
milli ákærðu og lögreglumannanna
tveggja sem að málinu komu og
talsvert beri á milli lögreglumann-
anna innbyrðis um atburðarásina.
Talsverð umferð fólks mun hafa
verið við vettvanginn og einhverjir
munu hafa staldrað við þar sem
konan stóð. Þótti dóminum ekki
óhætt að útiloka að lögreglumönn-
um kunni, eins og á stóð, að hafa að
einhverju leyti missýnst um athafn-
ir konunnar.
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
kvað upp dóminn.
alltaf á þriðjudögum
HEIMILI/FASTEIGNIR