Morgunblaðið - 10.01.2003, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SJÓVÁ-Almennar tryggingar hf. keyptu í gær
25% hlutafjár í Eignarhaldsfélaginu Stofni ehf.,
móðurfélagi P. Samúelssonar hf., Kraftvéla, Arc-
tic Trucks og P. S. fasteigna sem er félag um fast-
eignir félaga sem eru í eigu Stofns. P. Samúelsson
er umboðs- og söluaðili fyrir Toyota bifreiðar og
einn stærsti bifreiðainnflytjandi landsins.
Bogi Pálsson hætti í gær sem forstjóri P. Sam-
úelssonar og hefur Emil Grímsson, sem áður var
framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu, tekið við sem
forstjóri P. Samúelssonar.
Sjóvá-Almennar kaupa hlutinn af Páli Sam-
úelssyni en hann hafði áður keypt hlut sonar síns,
Boga, sem átti tæp 30% í Stofni. Eftir kaupin á
Páll og fjölskylda hans 75% hlut í Eignarhalds-
félaginu Stofni en að sögn Páls Samúelssonar eru
áætlanir um að gefa lykilstarfsmönnum kost á að
kaupa hlut í félaginu. Ekki liggur fyrir hversu stór
hlutur þeim verður boðinn til kaups.
Páll segir að kaupverðið sé trúnaðarmál enda
viðskiptin ekki að fullu frágengin þar sem þau
komu fyrst til tals sl. mánudag. Hann segir að
samkvæmt mati bankastofnana sé Eignarhalds-
félagið Stofn metið á 2,2-2,9 milljarða.
Samkvæmt því má reikna með því að Sjóvá-
Almennar greiði um 600 milljónir króna fyrir hlut-
inn.
Emil Grímsson segir að ekki séu fyrirhugaðar
breytingar á rekstri félagsins en hann hefur starf-
að sem framkvæmdastjóri P. Samúelssonar frá
árinu 1998.
Ekki náðist í Boga í gær en að sögn Páls liggur
ekki fyrir hvað hann tekur sér fyrir hendur. Ýmsir
hafi leitað eftir starfskröftum hans en það hefur
legið fyrir um nokkurn tíma að hann hefði hug á að
hætta störfum hjá fyrirtækinu og reyna fyrir sér á
öðrum sviðum. Bogi hefur undanfarin tæp tvö ár
verið formaður Verslunarráðs Íslands auk fleiri
trúnaðarstarfa.
„Það er auðvitað eftirsjá að Boga en ég styð
hann í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Við er-
um líka það heppin að hafa frábært starfsfólk og
góður maður sem gjörþekkir rekstur fyrirtækis-
ins tekur við af honum,“ segir Páll.
Kaupin fjármögnuð með eigin fé
Að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmda-
stjóra Sjóvá-Almennra, eru kaupin fjármögnuð
með eigin fé. Hann segir að Sjóvá-Almennar líti á
viðskiptin nú sem góðan fjárfestingarkost og þau
séu eðlilegur þáttur í þeirra fjármálastarfsemi.
„Sjóvá-Almennar hafa átt afar langt og farsælt
samstarf og viðskipti við P. Samúelsson til margra
áratuga. Þegar Páll Samúelsson, aðaleigandi fé-
lagsins, leitaði til okkar um að við kæmum inn sem
kjölfestufjárfestir þá skoðuðum við það mál og
ákváðum að verða við þeirri beiðni,“ segir Einar.
Sjóvá-Almennar tryggingar kaupa 25% í Eignarhaldsfélaginu Stofni
Morgunblaðið/Kristinn
Sjóvá-Almennar keyptu í gær fjórðungshlut í
Stofni, móðurfélagi P. Samúelssonar
Félagið metið á 2,2 til
2,9 milljarða króna
SÍMINN kynnti nýtt skipurit í gær
sem felur í sér töluverðar breytingar
á stjórnskipulagi félagsins. Að sögn
forstjóra Símans, Brynjólfs Bjarna-
sonar, er ætlunin að aðgreina svið fé-
lagsins enn frekar og tryggja að
saman fari vald og ábyrgð stjórn-
enda á hverju sviði fyrir sig.
Í nýja skipuritinu eru svokölluð
afkomusvið fjögur talsins; talsíma-
svið, farsímasvið, gagnasvið, sem
hefur umsjón með breiðbandi og
nettþjónustu, og loks fjarskiptanet.
Stoðsvið, eða þjónustusvið Símans
eru einnig fjögur: fjármála-og
rekstrarsvið, starfsmannasvið,
markaðssvið og þróunarsvið. Í fram-
kvæmdastjórn félagsins sitja, ásamt
forstjóra, stjórnendur þessara átta
sviða auk yfirmanna lögfræðideildar
og almannatengsla. Samkvæmt
gamla skipuritinu sátu níu manns í
framkvæmdastjórn, fyrir utan for-
stjóra, en nú hefur þem fjölgað í tíu.
Ekki allir ánægðir
Brynjólfur sagði Símann vera með
þessu að búa sig undir harðnandi
samkeppni á fjarskiptamarkaði. „Ís-
landssími hinn nýi er verðugur
keppinautur Símans,“ sagði Brynj-
ólfur. Hann tók það fram að breyt-
ingarnar leiddu ekki til uppsagna
starfsfólks en að starfssvið ein-
hverra myndi vissulega breytast.
„Sumir fengu stöðuhækkun, aðrir
fengu ekki þá stöðu sem þeir óskuðu
eftir. Eðlilega eru ekki allir sáttir við
breytingar sem þessar,“ segir
Brynjólfur.
Spurður að því hvort einhverjir
hefðu sagt upp vegna breytinganna
sagði hann svo ekki vera. Þó kvaðst
hann vita til þess að einn eða tveir
fyrrverandi stjórnendur væru enn
að hugsa sinn gang varðandi áfram-
haldandi störf hjá félaginu.
Þrír nýir stjórnendur
Fimm stjórnendur sem ekki hafa
áður verið í framkvæmdastjórn taka
þar sæti nú, þar af þrír sem ekki hafa
starfað hjá félaginu áður. Kristín
Guðmundsdóttir tekur við starfi
framkvæmdastjóra fjármála- og
rekstrarsviðs, en hún starfaði áður
sem fjármálastjóri Granda hf. Katr-
ín Olga Jóhannesdóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Navision Ísland,
er nýr framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs Símans og Orri Hauksson kem-
ur inn sem framkvæmdastjóri þró-
unarsviðs. Hann starfaði áður sem
framkvæmdastjóri hjá Maskínu.
Tveir starfsmenn Símans til
margra ára taka nú sæti í fram-
kvæmdastjórn. Hilmar Ragnarsson
verður stjórnandi talsímasviðs og
Jóhannes Rúnarsson mun stýra
starfsmannasviði. Aðrir yfirmenn
sviða hjá Símanum sem sitja áfram í
framkvæmdastjórn eftir breytingar
eru Bergþór Halldórsson fjarskipta-
neti, Heiðrún Jónsdóttir almanna-
tengslum, Magnús Önundarson far-
símasviði, Páll Ásgrímsson
lögfræðideild og Þór Jes Þórisson
gagnasviði.
Nýtt skipurit Símans gildir frá 1.
janúar sl. og í tilkynningu frá félag-
inu segir að innleiðing nýs skipulags
sé nú þegar hafin.
Nýtt skipurit
hjá Símanum
Morgunblaðið/Kristinn
Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, kynnti breytt stjórnskipulag fé-
lagsins í gær. Skipulaginu er m.a. ætlað að auka samkeppnishæfni Símans.
SALA farmiða hjá Iceland Express
gekk vonum framar í gær, en alls
seldust 4.800 flugsæti á þessum
fyrsta starfsdegi félagsins.
Mikið gekk á hjá þeim ríflega
tuttugu starfsmönnum Iceland Ex-
press sem stóðu vaktina í gær en
símalínur glóðu allan daginn og gríð-
arlegt álag var á bókunarkerfið á
Netinu.
Að sögn Ólafs Haukssonar, tals-
manns félagsins, eru þessar fyrstu
sölutölur mikið gleðiefni. „Fram-
kvæmdastjóri AirKiosk, sem er fyr-
irtækið sem sér um bókunarkerfið
okkar, segir að þetta sé sambærilegt
við að bókuð væru flugsæti á mark-
aði fyrir 1,5 milljónir manna. Hann
segist dást óendanlega að því hve
vel hefur tekist að koma þessu félagi
á laggirnar.“
Þónokkrar pantanir að utan
Ólafur segir að þrátt fyrir að Ice-
land Express hafi ekki enn kynnt
starfsemi sína utan Íslands hafi þó-
nokkrar bókanir verið gerðar frá út-
löndum. Telur hann líklegt að um sé
að ræða Íslendinga búsetta erlendis.
Iceland Express er lággjaldaflug-
félag og flugsætin skiptast í sex
verðflokka. Hjá félaginu gildir regl-
an; fyrstir koma, fyrstir fá. Sæti eru
bókuð og greidd samdægurs, fyrst
er ákveðinn fjöldi seldur á lægsta
fargjaldi, svo hækkar gjaldið í þrep-
um eftir því sem vélin fyllist. Síðustu
sætin í hverja vél eru því dýrust.
Langmest var selt af flugsætum í
lægsta og næstlægsta verðflokknum
í gær. Í þeim lægsta kostar sætið
4.950 krónur án skatta aðra leið og
7.450 krónur án skatta í þeim næsta
fyrir ofan, hvort sem flogið er til
Kaupmannahafnar eða Lundúna.
Ætla má því að tekjur gærdagsins
hjá félaginu hafi numið á bilinu 25 til
35 milljónum króna.
Morgunblaðið/Sverrir
Íslendingar keyptu flugsæti í gær fyrir tugi milljóna þegar Iceland
Express tók til starfa. Söluskrifstofa félagsins er á Suðurlandsbraut 24.
Lággjaldaflugfélagið Iceland Express tók til starfa í gær
Seldu tæp fimm þús-
und sæti á fyrsta degi
FRANSKUR athafnamaður, Tawfik Mathlouthi, hefur
sett á markað gosdrykkinn Mecca Cola, ætlaðan músl-
imum um víða veröld. Ætlun hans er að berjast við
„heimsvaldastefnu og síonisma Bandaríkjanna með því
að bjóða upp á valkost við bandarískar vörur og auka
áhrifamátt þjóða sem sniðganga þær“, segir Mathl-
outhi í samtali við BBC News Online. Hann vonast til að
múslimar velji frekar Mecca Cola en Coca-Cola, sem
hann segir vera tákn heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.
Á flöskunum er slagorðið „Ekki drekka eins og flón –
drekktu af sannfæringu“.
Talsmaður Coca-Cola segir að Mathlouthi hafi „kom-
ið auga á viðskiptatækifæri sem hagnýtir sér erfitt og
flókið ástand í Mið-Austurlöndum“. Í yfirlýsingu frá
Coca-Cola segir að á endanum sé valið neytandans.
Nú stendur yfir herferð í arabalöndum, þar sem
múslimar eru hvattir til að sniðganga bandarískar
vörur. Herferðin helgast af reiði múslima gagnvart
Bandaríkjamönnum fyrir stuðning þeirra við Ísraela.
Útflutningur stórveldisins í vestri til Sádi-Arabíu
minnkaði um yfir 40% fyrstu þrjá mánuði síðasta árs
vegna hennar. Alls hafa selst tvær milljónir 1,5 lítra
flaskna af Mecca Cola og Mathlouthi segir að eft-
irspurnin sé gríðarleg, þegar hafi verið pantaðar 16
milljónir flaskna. Sala var hafin í Frakklandi í nóv-
ember og nú er gosdrykkurinn fluttur út til Bretlands,
Þýskalands, Belgíu, Ítalíu og Spánar. Í næstu viku er
ráðgert að hefja sölu í Danmörku og Svíþjóð.
Reuters
Mathlouthi heldur á flösku af Mecca Cola, sem hann
vonast til að komi í stað Coca-Cola í arabaheiminum.
Mecca Cola
haslar sér völl
meðal múslima
Virði SH
og SÍF
metið
HAFIN er
vinna við
fram-
kvæmd á
mati á
rekstrar-
og eigna-
virði SH
og SÍF
vegna undirbúnings að form-
legum viðræðum um mögu-
legan samruna þeirra. Samið
hefur verið við Fyrirtækjaþró-
un Landsbanka Íslands hf. um
að hafa umsjón með gerð
skýrslu um verðmatið sem
vinnuhóp á vegum félaganna
er ætlað að skila. Hópinn
skipa forstjórar félaganna og
endurskoðendur auk fulltrúa
Landsbankans. Gert er ráð
fyrir að vinnu hópsins við
verðmat félaganna ljúki í lok
mánaðarins. Formlegar sam-
runaviðræður hafa því ekki
enn hafist og munu stjórnir fé-
laganna taka ákvörðun um
næstu skref í framhaldi af nið-
urstöðu verðmatsvinnunar.