Morgunblaðið - 10.01.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 10.01.2003, Qupperneq 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 15 Hagskýrslusvið Hagstofunnar flytur Hagskýrslusvið Hagstofunnar sem hefur verið til húsa í Skuggasundi 3, Lindargötu 9 og Kalkofnsvegi 1 er flutt í Borgartún 21a, 150 Reykjavík. Nýtt símanúmer: 528 1000 Nýtt faxnúmer: 528 1099 Þjóðskrá er áfram til húsa í Skuggasundi 3, 150 Reykjavík. Sími (óbreyttur) 545 9850. Fax (óbreytt) 562 3312 Fyrirtækjaskrá og hlutafélagaskrá eru áfram til húsa á Lindargötu 9. Sími (óbreyttur) 563 7070 Fax (óbreytt) 562 7230 Borgartúni 21a, 150 Reykjavík. KOMIÐ hefur í ljós að íbúðin í Lund- únum, þar sem leifar af eiturefninu rísíni fundust fyrr í vikunni, er í op- inberri eigu og var notuð til að hýsa tvo unga hælisbeiðendur frá Norður- Afríku. Hvatti Iain Duncan Smith, leiðtogi bresku stjórnarandstöðunn- ar, til þess í gær, að betur verði gætt að því hverjum sé hleypt inn í landið. „Ég held að þetta sýni að við þurf- um að vera á varðbergi gagnvart fólki sem er líklegt til að reyna að grafa undan þjóðfélagi okkar og fremja hryðjuverk og við þurfum að gæta betur að því hverjum við hleyp- um inn í landið,“ sagði Duncan Smith við BBC. Breska blaðið The Sun sagði í gær að unglingarnir tveir, sem voru 16 og 17 ára og bjuggu í íbúðinni, hefðu fengið tímabundið landvistarleyfi í Bretlandi eftir að þeir héldu því fram að þeir sættu ofsóknum í heimalandi sínu. Sagði blaðið að talið væri að mennirnir og aðrir þeim tengdir hefðu áformað að myrða breska þegna, einkum þekkt fólk. En blöðin Financial Times og Daily Telegraph sögðu hins vegar að hugsanlega kunni áform mannanna að hafa beinst að öðrum stöðum en Bret- landi. Höfðu verið í þjálfun í Georgíu Sex karlar og ein kona voru hand- tekin í Lundúnum á sunnudag eftir að leifar af eitrinu fundust í íbúðinni. Konunni var síðar sleppt. Á miðviku- dag var svo 33 ára gamall karlmaður handtekinn í tengslum við málið. Lögregla sagði að allt væri fólkið upprunnið frá Norður-Afríku en neitaði að staðfesta blaðafregnir um að fólkið væri frá Alsír. Heimildir innan frönsku leyni- þjónustunnar segja að fólkið tengist íslömskum herskáum hópum sem hafi fengið þjálfun í Afganistan, Pankisi-gljúfrinu í Georgíu og einnig í Tétsníu. Tveir mannanna sem handteknir voru komu til Bretlands frá París í síðustu viku. Rannsókn vegna rísín-fundar í Bretlandi Höfðu sótt um hæli sem flóttamenn London. AFP. EKKI er fullkomlega öruggt að Vic- ente Fox, forseti Mexíkó, muni sam- þykkja brotthvarf Jorges Castañedas utanríkisráðherra úr embætti en Castañeda sagði af sér seint í fyrra- kvöld. Orðrómur hefur verið á kreiki um afsögn ráðherrans um nokkurt skeið en þó að hann hafi notið virð- ingar erlendis hefur hann verið nokk- uð umdeildur heima fyrir. Fox sagði við fréttamenn að hann væri að velta fyrir sér hvort hann ætti að krefjast þess að Castañeda drægi afsögn sína til baka. Sagðist hann til- kynna um ákvörðun sína í síðasta lagi nk. mánudag. Dagblöð í Mexíkó greindu hins vegar frá því að líklegast tæki Luix Ernesto Derbez, fv. efna- hagsmálaráðherra, við af Castañeda. Fox gerði Castañeda, sem er 49 ára gamall, að utanríkisráðherra fyrir tveimur árum og var það nokkuð um- deild ráðstöfun. Töldu margir hættu á því að samskiptin við Bandaríkin biðu skaða enda hafði Castañeda þótt afar vinstrisinnaður og býsna fjandsam- legur Bandaríkjunum. Er fram liðu stundir var ráðherrann þó oftar gagn- rýndur fyrir að vera Bandaríkjunum of leiðitamur heldur en hitt. Þannig var Castañeda m.a. kennt um að slettist upp á vinskap þeirra Fox og Fidels Castro Kúbuforseta vegna uppákomu sem varð á ráð- stefnu sem haldin var í Monterrey í Mexíkó í mars í fyrra. Vék Castro skyndilega og í miklu fússi af fundi og var talið að það hefði verið svo George W. Bush Bandaríkjaforseti þyrfti ekki að hitta hann. Castañeda er hins vegar talið til tekna að honum hefur tekist að bæta mjög ímynd Mexíkó í Evrópu og hon- um er jafnframt þakkað að Mexíkó skyldi takast að tryggja sér sæti í ör- yggisráði SÞ. Utanríkisráðherra Mexíkó segir af sér Mexíkó-borg. AP, AFP. INDVERSKIR verka- menn vinna við að brjóta leifarnar af 33 metra hárri stein- steyptri styttu af hind- úa-guðnum Krishna í bænum Narsinghpur í Gurgaon-fylki á Ind- landi í gær. Þrír verka- menn biðu bana er styttan, sem hafði verið sex ár í smíðum, hrundi á mánudaginn. Hindúa- guð í molum AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.