Morgunblaðið - 10.01.2003, Qupperneq 20
LANDIÐ
20 FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ í lok haustannar kom hópur
fólks saman í reiðhöllinni Svaða-
stöðum á Sauðárkróki til þess að
gera upp árangur af kennslu í
fyrsta áfanga nýs námsefnis í hesta-
mennsku, en hér er um að ræða efni
sem ætlað er til notkunar í fram-
haldsskólum og jafnvel niður á
grunnskólastig. Í upphafi bauð Ingi-
mar Ingimarsson tamningamaður
gesti velkomna og gerði í stuttu
máli grein fyrir hinu nýja stigskipta
tilraunanámi í hestamennsku sem á
haustdögum hefði hafist við Fjöl-
brautaskólann á Sauðárkróki.
Þessu næst tók til máls Hulda
Gústavsdóttir starfsmaður „Átaks í
hestamennsku“ en að átakinu
standa Bændasamtökin, Landssam-
band hestamanna, Félag tamninga-
manna og Félag hrossabænda.
Sagði Hulda hér vera um stigskipt
nám að ræða þar sem byrjað væri
frá grunni, enda hugmyndin að
skapa trausta undirstöðu undir það
framhaldsnám sem nú væri unnt að
stunda meðal annars við Hólaskóla
og sú þekking sem nemendur öfluðu
sér hér yrði síðar metin inn í fram-
haldsnám, bæði til stúdentsprófs en
einnig inn á brautir Hólaskóla.
Fram til þessa hefur grunninn vant-
að en nú er verið að bæta úr því,
sagði Hulda.
Innlent og erlent námsefni
Það námsefni sem notað var sagði
hún bæði innlent en einnig væri
nýtt erlent efni sem lagað væri að
íslenskum aðstæðum. Hún sagði
upphafið vera það þegar ÍSÍ hefði
fyrir fjórum til fimm árum óskað
eftir því hver íþróttagrein innan
sambandsins byggi til námsefni til
grunnþjálfunar í sinni grein, og
mjög fljótlega hefði verið komin
grind að námsefni í hestamennsk-
unni, sem síðan hefði verið aukin og
endurbætt eftir því sem vinnunni
hefði fleygt fram og ekki hafi verið
ónýtt að geta gengið í smiðju þeirra
Hólamanna og nefndi Hulda sér-
staklega Eyjólf Ísólfsson í því til-
viki.
Í haust var svo hafin tilrauna-
kennsla og þar sem hér var ákjós-
anleg aðstaða, vilji skólans til þátt-
töku og nálægð við Hólaskóla þótti
heppilegt að reyna þessa nýbreytni
í Skagafirði.
Hulda útskýrði síðan hvaða þekk-
ingu og færni nemendur öðluðust á
hverju stigi fyrir sig en nú ljúka níu
nemendur þriðja stigi af fimm
mögulegum, sem væntanlega verða
kennd á vorönninni.
Aðalkennari á haustönninni og
umsjónarmaður með náminu var
Ingimar Ingimarsson en meðal ann-
arra sem að kennslunni komu voru
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir og
Reynir Aðalsteinsson sem var próf-
dómari.
Nýtt nám í hestamennsku
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Nýútskrifaðir nemendur, frá vinstri: Rannveig Hjartardóttir, Jón Kolbeinn Jónsson, Heiðrún Ó. Heimisdóttir,
Inga Dóra Ingimarsdóttir, Hafdís Einarsdóttir, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Ingimar Ingimarsson, umsjónarmaður
námsins, Björn Jóhann Steinarsson, Fanney Dögg Indriðadóttir og Atli Kolbeinsson.
Sauðárkrókur
ÁRLEG úthlutun úr Styrktar- og
menningarsjóði Sparisjóðs Vest-
mannaeyinga, sem stofnaður var
til minningar um Þorstein Þ. Víg-
lundsson, fyrrverandi sparisjóðs-
stjóra, fór fram í fimmta sinn fyrir
nokkru. Að þessu sinni voru fimm
verkefni styrkt:
Leikfélag Vestmannaeyinga sem
var endurskipulagt á árinu og setti
upp fjögur verk. Sjómannadagsráð
Vestmannaeyja fékk styrk til að
efnistaka Sjómannadagsblað Vest-
mannaeyja frá upphafi til ársins
2000 á 50 ára afmæli ritsins.
Áhugahópur um lýsingu Heima-
kletts, en hópurinn hefur komið
þeirri hugmynd á framfæri að
Heimaklettur verði upplýstur frá
og með 23. janúar nk. er þess verð-
ur minnst að 30 ár eru frá upphafi
goss í Heimaey 1973. VISKA,
Fræðslu- og símenntunarstöð Vest-
mannaeyja sem stofnsett verður í
upphafi árs 2003.
Markmið Visku er að efla
menntun í Vestmannaeyjum með
því að standa fyrir fræðslu-
starfsemi sem ekki heyrir undir
námskrárbundið nám á grunn- og
framhaldsskólasviði. Listahátíð
ungs fólks var sett á laggirnar árið
2002 til eflingar lista- og menning-
armálum í Vestmannaeyjum í sam-
starfi við grunnskólana í bænum.
Listahátíð fyrir unglinga á aldr-
inum 13–16 ára verður haldin einu
sinni á ári til eflingar þroska
þeirra ungmenna sem að hátíðinni
standa.
Morgunblaðið/Sigurgeir
F.v. Þór Í. Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sparisjóðsins, Siljá Magnús-
dóttir, Selma Ragnarsdóttir, Friðbjörn Ólafur Valtýsson, Halldór Guð-
björnsson, Páll Marvin Jónsson og Ólöf Þórarinsdóttir skrifstofustjóri.
Sparisjóður veitti
fimm styrki
Vestmannaeyjar
ÓVENJULEGT tíðarfar hefur verið
hér eins og segja má alls staðar á
landinu, þannig að græn slikja hefur
haldist á túnum og því verið græn jól
en ekki rauð eins og venjulega þegar
autt er.
Hátíðarhaldið fór fram með
venjulegu móti og við ákaflega þægi-
legar aðstæður hvað samgöngur
snerti, því snjór hefur ekki sést hér í
vetur. Messað var á kirkjum presta-
kallsins um hátíðina og í Langholts-
kirkju var messað sunnudaginn milli
jóla og nýárs. Sr. Baldur Gauti Bald-
ursson messaði í stað konu sinnar
Bryndísar Möllu Elídóttur sem er í
barneignaleyfi. Baldur mætti í
messuna í ákaflega fallegum hökli,
gullsaumuður og skreyttum, úr
mjög fallegu efni og er hökullinn
gerður í Englandi hjá fyrirtæki sem
hefur hundraða ára reynslu við gerð
slíkra klæða. Hökullinn er minning-
argjöf um Guðmund Guðjónsson
bónda frá Eystra Hrauni en Guð-
mundur fæddist og ólst upp á Ytri-
Lyngum sem er næsti bær austan
við kirkjuna. Guðmundur lést
snemma á síðasta ári og var gjöfin
frá eiginkonu hans, Katrínu Þórar-
insdóttur, og börnum þeirra. Einnig
fylgir höklinum stóla og dúkur til að
nota við altarisgöngu. Þetta er ákaf-
lega höfðingleg gjöf og örugglega
fallegasti hökull sem komið hefur
inn á þetta svæði í lútherskum sið.
Græn jól í Meðallandi
Meðalland
LÍTILL skógarlundur er hjá bæn-
um Götum í Mýrdal. Þarna eru
mjög falleg tré og meðal annars
furur sem eru óvenju gróskumikl-
ar og háar, en alltaf er eitthvað
sem þarf að grisja og hreinsa
burt, dauðar og brotnar greinar
og tré sem hafa drepist inni á
milli. Allt það sem var sagað burt
af trjánum var bútað niður og
höggvið sundur til að nota í eldi-
við til upphitunar.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sigríður Hjaltadóttir, Ragnhildur Jónsdóttir og Guðrún Einarsdóttir grisja
með því að saga og höggva viðinn sem nota má til upphitunar.
Sagað og höggvið í eldinn
Fagridalur