Morgunblaðið - 10.01.2003, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 27
tar allra
xtarstjórn
rósín kín-
Magnús
prunalega
efninu, en
eri sömu
því einnig
rfðaefninu
einsmynd-
á litninga-
skiptingu
m þar sem
örfáa týr-
ru í gena-
eru um 90
til þess að
semi 5 af
lifað góðu
sín kínas-
bbameins-
algjörlega
sín kínasi,
ður. Lyfið
verkunar-
m veldur
ögulegt að
rumnanna
ekið einu
sárafáar
ð hverfur
r Magnús
er hvort
lyfjagjöf-
ekki hvort
g á sjúk-
með töku
engur um
kamanum.
fáar auka-
óðmyndun
inum eðli-
sjúklings-
mmi fyrir
ega ef þeir
með krón-
óða bein-
a að þeir
nað sjúk-
ræðslu en
ferðin hef-
r með sér
fnvel dáið
lt um það
dla krón-
ssjúklinga
með nýja lyfinu, en þá veit maður
ekki hvort maður er að lækna sjúk-
linginn til langframa. Þessi spurning
kemur ekki upp ef sjúklingurinn er
gamall og þolir ekki beinmergsgjöf
og ekki heldur ef ekki finnst góður
beinmergsgjafi, þá setur maður
sjúklinginn á lyfið. Margir læknar
með unga sjúklinga og góða bein-
mergsgjafa eru farnir að setja sjúk-
linga sína á lyfið og nota nákvæmar
sameindalíffræðilegar aðferðir til að
fylgja sjúklingunum eftir og sjá
hvort þeir svara meðferðinni vel.“
Magnús Karl segir að krabba-
meinsfrumur séu hins vegar mjög
snjallar og geti myndað nýjar stökk-
breytingar og þannig fælt lyfin frá
sér. „Rétt eins og bakteríur geta
orðið ónæmar fyrir sýklalyfjum geta
krabbameinsfrumur orðið ónæmar
fyrir nýjum lyfjum. Þá gengur starf
rannsóknarmanna út á að sjá hvaða
afbrigði krabbameinsfrumunnar
hefur breytt sér og er orðið ónæmt
og leita að nýjum lyfjum til að hindra
það. Vonin í krabbameinslækning-
um er sú að í framtíðinni verði
krabbamein að einhverju leyti með-
höndlað með sama hætti og smit-
sjúkdómar. Taka nýtt lyf út úr
skápnum, ef ónæmi myndast, sem
hefur aðra eiginleika til að vinna á
krabbameininu.“
Það sé þó enn langt í land. „Fjöl-
mörg krabbameinsgen eru þekkt og
menn eru nú í óðaönn að reyna að
finna lyf sem geta verkað á þau. Það
eru allnokkur lyf í rannsóknum á
frumstigi í Evrópu og Bandaríkjun-
um, en það er misjafnt hversu mót-
tækileg þessi gen eru fyrir því að
hægt sé að þróa lyf gegn þeim. Það
vill svo til að týrósín kínasar eru gen
sem auðveldara er að þróa lyf við en
mörgum öðrum. Við eigum margt
eftir ólært, en framfarir í sameinda-
erfðafræðinni hafa gjörbreytt allri
okkar vinnuaðstöðu í krabbameins-
lækningum.“
Glivec þegar notað á Íslandi
Magnús Karl segir að Glivec sé
þegar notað við meðferð hjá nokkr-
um sjúklingum á Íslandi en aðeins sé
ár frá því lyfið kom á markað. Það
hafi verið afgreitt á methraða frá
bandarísku lyfjastofnuninni, svo
góður hafi árangur þess verið og
aukaverkanir það litlar.
„Þessi nýja tegund af krabba-
meinsmeðferð getur hugsanlega
bæst við þá meðferð sem sjúklingar
fá í dag og í framtíðinni mögulega
leyst hana af hólmi, en við erum ekki
komin þangað enn þá. Við vitum ekki
hvort okkur mun nokkurn tíma tak-
ast að klæðskerasníða lyfjameðferð
að krabbameininu sjálfu, en við höf-
um a.m.k. þá sýn að í framtíðinni
munum við geta gjörbreytt meðferð
á krabbameini. Í dag er hægt að
meðhöndla krónískt mergfrumu-
hvítblæði, sem áður var eingöngu
hægt að lækna með beinmergsíg-
ræðslu, með því að taka lyfið einu
sinni á dag. Þeir sem hafa verið
lengst á lyfinu hafa tekið það í fjögur
ár og það hefur gengið mjög vel.
Örfáir sjúklingar sem hafa tekið lyf-
ið hafa fengið hvítblæðið aftur, en
það er mikill minnihluti. Við getum
ekki sagt að við séum búin að lækna
sjúklingana fyrr en við höfum fylgt
þeim eftir í lengri tíma. En ég held
að allir, sem hafa meðhöndlað sjúk-
linga með þessum lyfjum, séu sam-
mála um að þetta sé gjörbreyting frá
því sem áður var.“
u gegn
rumum
#
!
ferð og líðan sjúklinga
st eftir að þróað var lyf
ur sárafáar aukaverkanir
agnússon læknir sagði
krabbameinslækningum.
nina@mbl.is
BRIGITTE Boisselier hefurmeistaragráðu í líffræði-legri efnafræði og dokt-orsgráðu í eðlisefnafræði
frá Dijon-háskóla í Frakklandi, auk
doktorsgráðu í efnagreiningu frá
Houston-háskóla í Bandaríkjunum.
Það var hún sem tilkynnti 27. desem-
ber sl. að stúlkubarn, Eva, hefði
fæðst í heiminn á jóladag, klón 31 árs
gamallar bandarískrar konu, sem
einnig gekk með barnið.
Fréttirnar hafa sem vænta mátti
vakið mikla athygli en margir eru þó
vantrúaðir og forsvarsmenn Clonaid
– fyrirtækið er í Bandaríkjunum og
var stofnað 1997 af Frakkanum
Claude Vorhilon, sem er leiðtogi sér-
trúarsöfnuðs sem kallar sig Raelians
– hafa ekki enn sannað mál sitt.
Boisselier, sem er forstjóri Clon-
aid, segir í samtali við Morgunblaðið
að foreldrar Evu hafi frestað því að
láta gera þær DNA-rannsóknir á
barni og móður sem þarf til að sanna
að einræktun hafi átt sér stað [þetta
er gert með samanburði á blóðsýn-
um; hafi barnið verið einræktað ætti
DNA þess að vera alveg eins og
DNA móðurinnar]. Foreldrarnir ótt-
ist að barnið verði tekið af þeim og
vilji því ekki gera neitt í flýti.
Sjálf segist Boisselier gjarnan
vilja flýta þessari rannsókn. Hún
virði hins vegar óskir foreldranna.
Ekkert liggur á
Sumir segja um undanslátt af
ykkar hálfu að ræða, að engin klónun
hafi átt sér stað. Hvernig svararðu
slíkum fullyrðingum?
„Tvö börn eru þegar fædd [Clon-
aid segir hollenska konu hafa eignast
barn númer tvö í byrjun ársins], þrjú
til viðbótar eru væntanleg. Ég er
viss um að nauðsynleg rannsókn
verður gerð á einu þeirra. Þetta er
því aðeins spurning um daga eða vik-
ur, ekki meira,“ segir Boisselier.
Hún bætir við að í sjálfu sér liggi
ekkert á, börnin tvö, sem þegar séu
fædd, dafni vel og að þau eigi langa
ævi fyrir höndum. Gera megi nauð-
synlegar rannsóknir hvenær sem er.
Boisselier er spurð hvers vegna
foreldrar Evu hafi kosið að klóna
barn, þ.e. hvers vegna þau eignuðust
ekki barn eftir „venjulegum“ leiðum.
Hún svarar því til að faðirinn sé
ófrjór og geti ekki eignast börn. Lík-
ami hans framleiði ekkert sæði.
„Eina leiðin fyrir þau til að eignast
barn var annaðhvort að kaupa sæði
úr sæðisbanka eða ættleiða barn.
Hvorttveggja myndi þýða að utanað-
komandi gen kæmu inn í fjölskyld-
una. Þau kusu því frekar að eignast
barn sem væri erfðafræðilega ná-
kvæm eftirlíking annars þeirra.
Þau vildu að fyrsta barn þeirra
yrði stúlka, og því klónuðum við
móðurina. Þetta er saga þeirra, í
stuttu máli,“ segir hún.
Hvers vegna skyldi fólk taka þá
áhættu að klóna barn – það hefur jú
sýnt sig, m.a. við tilraunir á dýrum,
að ýmislegt getur farið úrskeiðis,
fóstur deyja eða fæðast vansköpuð?
„Allt þetta sem þú nefnir átti við
fyrir fimm árum. Ian Wilmut [sem
stýrði verkefninu sem lauk með fæð-
ingu kindarinnar Dollý] vissi ekki
hvernig átti að fara að þessu, gerði
ótal tilraunir og ein þeirra gekk á
endanum upp. Síðan þá hafa menn
verið að slípa tæknina. Mun betur
hefur gengið að einrækta fóstur upp
á síðkastið,“ segir Boisselier.
Klónun manna hefur þó ekki verið
reynd áður. Eðlilegt væri því að gera
ráð fyrir að hætta fylgdi þessu í byrj-
un. Er ekki skrýtið að foreldrar skuli
tilbúnir til að taka slíka áhættu?
„Þetta fólk langaði í barn. Og þau
voru ekki taka svo mikla áhættu. Það
geturðu séð ef þú kannar málið bet-
ur, ræðir t.d. við sérfræðinga um
tæknifrjóvgun dýra, en þeir myndu
segja þér að sama áhætta væri fyrir
hendi með þeirri tækni […]. Menn
vita hins vegar meira um tækni-
frjóvgun kvenna [...].“
Þú ert þá að segja að klónun
manna sé í raun auðveldari en klón-
un kúa eða kinda?
„Já. Sannarlega. Það sýnir reynsl-
an okkur.“
Hafa fengið jákvæð viðbrögð
Í fyrra var greint frá því að kindin
Dollý eltist illa. Boisselier bendir
hins vegar á að Dollý sé orðin sex
ára. Vissulega þjáist hún af giktveiki
en menn gleymi því að ærin, sem
upphaflega var klónuð, hafi drepist
þriggja ára að aldri. Dollý hafi því í
reynd lifað þremur árum lengur en
upprunaleg „útgáfa“ hennar.
En hvað með hina siðferðilegu
spurningu – sumir segja það sið-
ferðilega rangt að klóna menn.
„Ég myndi segja að það væri sið-
ferðilega rangt að koma í veg fyrir að
fólk, sem langar til að eignast barn,
geti það. Hér skiptir auðvitað máli
hvernig menn líta á þessa hluti.
Sumir kjósa kannski að fylgja ein-
hverjum trúarlegum kennisetning-
um, sem segja að ekki eigi að dufla
við slík vísindi. Á móti geturðu horft
á þetta út frá sjónarmiði foreldra,
sem langar í barn. Hvers vegna ekki
að gera þeim það kleift? Foreldrar
Evu eru afar hamingjusamir yfir því
að hafa nú eignast dóttur. Þau líta
ekki á hana sem „afritun“ af móð-
urinni. Hún er einfaldlega barnið
sem þau höfðu þráð svo mjög.“
Sú spurning er borin upp hvort
Boisselier ræði þessi mál ekki á svo-
lítið léttum nótum. Séu fullyrðingar
Clonaid réttar ræði hér um mikil-
vægan atburð, í raun vatnaskil í
mannkynssögunni. Hvort ekki sé
rétt að stíga varlega til jarðar, skoða
hugsanlegar afleiðingar til hlítar áð-
ur en ráðist er í klónun manna?
„Það höfum við gert. Við höfum
sagt umheiminum að þetta stæði til
og hvernig það yrði framkvæmt. Ég
greindi frá því á sínum tíma að við
værum að byrja að frjóvga egg [með
frumukjörnum], þannig vildum við
stuðla að því að vel yrði tekið á móti
þessum börnum, þegar þau kæmu í
heiminn.
Og ég trúi því að almenningsálitið
hafi tekið breytingum á þessum
tíma. Vissulega eru ekki allir hrifnir
en þú myndir ekki trúa því hvað fólk
hefur t.d. verið jákvætt, sem hefur
komið að máli við mig úti á götu.
Menn segja þetta frábært framtak,
jákvætt sé að gera öllum foreldrum
kleift að eignast barn. Þessi veruleiki
hefur hins vegar ekki endurspeglast
í umfjöllun fjölmiðla heimsins.“
Fjölmiðlar greina rangt frá
Clonaid tilkynnti upphaflega að
bandarískur blaðamaður, Michael
Guillen, yrði beðinn um að fylgjast
með tilheyrandi DNA-rannsóknum,
sem færa áttu sönnur á að klónun
hefði verið framkvæmd. Guillen lét
hins vegar hafa eftir sér í vikunni að
vel væri hugsanlegt að tilkynning
Clonaid væri „úthugsað gabb“ til að
vekja athygli á Raelians.
Boisselier bendir á að Guillen hafi
einnig sagt að vel gæti verið að þetta
væri satt. „Hann er vísindamaður
[Guillen kenndi áður eðlisfræði við
Cornell-háskóla í Bandaríkjunum]
og sagði að þar til hann hefði getað
kynnt sér gögnin þá væri hvort
tveggja hugsanlegt. Fjölmiðlar kusu
hins vegar að fjalla aðeins um þá
staðreynd, að hann nefndi að hugs-
anlega væri um gabb að ræða.“
Þú neitar því þá að allt sé þetta
gert einfaldlega til að tryggja Rael-
ian-hreyfingunni umfjöllun?
„Um þetta get ég sagt að það er
vissulega rétt að Rael [nafnið sem
Claude Vorhilon gengur núna undir]
vildi upphaflega gjarnan koma
heimssýn sinni [um að geimverur
hafi komið til jarðar fyrir 25.000 ár-
um og skapað lífið og þar á meðal
menn með klónun – kenningin felur í
sér að lykillinn að eilífu lífi felist í
„endurgerð“ einstaklinga með klón-
un] á framfæri. Honum var það hins
vegar ekki kleift þá. Hann spurði
mig hvort ég vildi aðstoða hann og ég
svaraði játandi. Fyrir honum var
þetta kannski í fyrstu spurning um
umfjöllun en ég sagði einfaldlega
nei, ég gæti nefnilega raunverulega
gert þetta; klónað menn. Þetta væri
vísindalega hægt.
Og ég fékk fljótt fullt af beiðnum
frá foreldrum, sem vildu láta klóna
sig. Við hrintum verkefninu því í
framkvæmd. Það gerðum við af því
að ég er vísindamaður og af því að ég
er meðlimur í Raelian-hreyfingunni
og sætti mig þess vegna ekki við að
framþróun vísindanna séu settar
skorður, eða stjórnað af ráðamönn-
um sem trúa á Guð og ýmis hind-
urvitni. Og þegar ég tók að verja
tíma með fólki, sem þráði börn, þá
fékk ég eina ástæðu til viðbótar til að
hrinda þessu í framkvæmd; þ.e. að
hjálpa þessu fólki.“
Hvað eru hindurvitni?
Þú notaðir þarna orðið „hindur-
vitni“. Þú gerir þér grein fyrir því að
flest okkar hinna álítum kenningar
Raelian-hreyfingarinar einmitt
þetta, þ.e. tóma vitleysu?
„Ég myndi spyrja, hvaða afstaða
til lífs á jörðinni er mest í samræmi
við vísindalegar staðreyndir? Fyrir
mér eru það kenningar Raelian-
hreyfingarinnar, þær eru rökréttar.
Sumt fólk trúir að til sé almátt-
ugur Guð; að til hafi verið maður –
Jesús – sem var eingetinn, fram-
kvæmdi ýmis kraftaverk og var
haldinn guðlegum anda. Þetta er ein
kenning. Kenning Raelian-hreyfing-
arinnar felur hins vegar í sér þá trú
að til að fæða mann í heiminn þurfi
ákveðna tækni [vísindi] og til að
skapa heiminn þurfi ákveðna ein-
staklinga, vísindamenn sem vita
hvernig á að framkvæma það. Það
fólk kom frá annarri plánetu.
Ég er ekki sú eina sem trúir á
geimverur. Margir vísindamenn
trúa því að til sé líf á öðrum hnöttum.
Og að trúa því að þessar geimverur
hafi getað skapað lífið, eins og það
þróaðist hér á jörðinni, telst ekki til
hindurvitna. Ef þú skoðar þessar
tvær kenningar til lífs á jörðinni er
það mitt mat að sú sem ég trúi á telj-
ist mun síður hindurvitni en sú sem
felur í sér trú á almáttugan Guð, sem
allt skapaði.“
Þú skilur þó hvers vegna margir
álíta ykkur geggjuð, eða að um gabb
sé að ræða hvað varðar Clonaid; allt
uns þið hafið sannað, að ykkur hafi
raunverulega tekist að klóna barn?
„Já já. Ég geri mér grein fyrir því.
Og þetta mun verða gert í fyllingu
tímans. Ég tel að orðspor mitt skipti
minna máli en öryggi barnanna. Ég
hef nefnilega nægan tíma til að bæta
orðspor mitt á ný,“ segir dr. Brigitte
Boisselier.
Klónun manna er sið-
ferðislega réttmæt
Reuters
Dr. Brigitte Boisselier er hún tilkynnti að Clonaid hefði tekist að klóna barn.
’ Þau vildu aðfyrsta barn þeirra
yrði stúlka og því
klónuðum við móð-
urina. ‘
david@mbl.is
Brigitte Boisselier seg-
ir að innan fárra daga
eða vikna muni fyrir-
tækið Clonaid staðfesta
að því hafi tekist að
einrækta börn.
Í samtali við Davíð
Loga Sigurðsson
neitar hún því að um
gabb sé að ræða.